Morgunblaðið - 11.02.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 11.02.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR1995 B 3 Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka 1-2. Já. Á landsfundi Þjóðvaka í janúar var samþykkt ályktun um menntamál þar sem byggt er á því að menntunarstig og þekking séu hinar raun- verulegu auð- lindir framtíð- arinnar. Til að framlög til menntamála verði sambæri- leg við grann- þjóðir þarf að auka þau um helming og Þjóðvaki vill skapa samstöðu um víðtæka áætlun um slíka framtíðarfjárfestingu í menntun, t.d. til tveggja kjörtíma- bila, með sérstakri áherslu á verk- og starfsmenntun, símenntun og fullorðinsfræðslu, -og á aðlögun menntakerfisins að hröðum breyt- ingum í upplýsingatækni. Þjóðvaki vill auka sjálfstæði skólastofnana, bæta menntun og kjör kennara, og gera auknar kröfur til skólastjórn- enda. 3. Ég tel að ábyrg efnahags- stefna og aðhald í ríkisfjármálum sé nauðsynleg undirstaða fyrir því að viðhalda velferð og sækja fram í menntamálum. Fé til þess verður að fást annarsvegar með sparnaði annars staðar í ríkiskerfinu, með því að leggja af bruðl í stjórnsýslu og pólitísk gæluverkefni til dæmis, og hins vegar með auknu framlagi frá atvinnulífinu, en framtíð þess er í síauknum mæli komin undir traus- tri menntun, bæði grunnmenntun og sérnámi. 4. Enginn. Ég hef ævinlega lagst gegn slíkum niðurskurði, þótt ég hafi sem ráðherra þurft að vega og meta aðild mína að ríkisstjórn og einstökum ákvörðunum hennar í ljósi þeirra baráttumála sem ég hef talið alh-a brýnust hverju sinni. 5. Nýsköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónusta, hugbúnaðar- og upplýsingaiðnaður. Ekki síst er mikiísvert að fyrirtækin og hið opinbera móti samstarfsstefnu um útflutningssókn, sérstaklega hvað varðar vöruþróun og markaðsmál. Einmitt þessar greinar og áhersla á ábatasaman útflutning krefst sí- aukinnar og æ fjölbreyttari mennt- unar íjandinu. 6. í menntamálaályktun Þjóð- vaka er sérstök áhersla lögð á aukið vægi list-, tækni- og verkgreina bæði í grunnskólum og framhalds- skólum. Við verðum að líta á mennt- un í grunnskólum sem víðtæka und- irstöðu og uppeldi fyrir starf, sam- félagsþátttöku og lífið sjálft. 7. Já, ég kynnti mér hana á sín- um tíma, og er sammála þeim nið- urstöðum að efling leikskólans og lenging skóladags sé þjóðhagslega hagkvæm. Ég tel að á nokkrum árum eigi ríki og sveitarfélög í sam- einingu að gera alla grunnskóla ein- setna, þannig að skólabörn hefji vinnudag sinn að morgni og ljúki honum um miðjan dag. Ég bendi á að það er ekki bara skylda okkar við börnin að koma á slíkri skipan heldur mundi einsetning skóla og lenging skóladags einnig skapa meiri reglu á heimilunum og gagn- ast þannig atvinnulífinu. Nýskipan skóladagsins - og hugsanlega skóla- ársins - getur einnig orðið grunnur að endurbættum kjörum kennara- stéttarinnar. I háskólaskýrslunni segir að hinar tilteknu endurbætur gætu kallað fram þjóðhagslegan ábata upp á 2-4 milljarða árlega, þannig að allir hljóta að sjá að hér er nokkuð í veði, að ógleymdum þeim verðmætum sem ekki verða metin til fjár. Höfum við efni á að bíða lengur? - minna atvinnuleysi, aukning þjóðarframleiðslu og færri umferðarslys Árlegur þjóðhagslegur ábati af iengingu skóladags í grunnskóla (Verðlag og aðstæður 1991. Upphæðir í m.kr.) 1. Ábataþættir: Lágt mat Hátt mat Aukinn ráðstöfunartími foreldra 2.285 3.428 Kostnðarsparnaður v.snúninga 170 170 Færri umferðarslys 42 42 Samtals: 2.497 3.641 2. Kostnaðarþættir Kennsla 742 558 Fjárfesting 468 468 Annar kostnaður 381 238 Samtals: 1.591 3. Þjóðhagsiegur ábati 906 2.376 í ofangreindum tölum kemur ekki fram aukning þjóðarfram ieiðslu sem talið er að geti numið ailt frá 04% -1 %. Það gæti gert allt að 3.6 milljörðum. í desember árið 1991 kom út skýrsla frá Hagfræðistofnun Há- skóla Islands þar sem er að finna athugun á þjóðhagslegri hag- kvæmni á eflingu leikskóla og lengingu skóladags í grunnskóla. Athugunin er gerð fyrir mennta- málaráðuneytið af dr. Pétrí Orra Jónssyni og dr. Ragnari Ái'nasyni prófessor sem hafði umsjón með verkinu. I skýrslunni sem ekki hefur far- ið hátt er margt athyglisvert að finna og ber þar hæst að þar reikna þeir í beinhörðum peningum ábata þess að lengja skóladaginn og ein- setja skóla. Það er talið að í kjölfar- ið kunni aukning þjóðartekna að vera allt að 1-2,5 milljarði árlega á verðlagi ársins 1991 ( rúml.1,1-2,7 milljarða á verðlagi jan.1995). Höf- undar skýrslunnar telja að um- ferðaslysum muni fækka til að mynda í hádeginu þegai’ foreldrar eru á þönum við að aka börnum sín- um úr gæslu í skóla og öfugt. Óslit- in skólaganga í 5-6 klst. á dag gerir líka því foreldri sem ekki hefur haft tök á að vinna úti það kleift þannig að tekjur fjölskyldunnar myndu aukast. Þá yrði þessi breyting lík- lega til að samverustundum fjöl- skyldunnar myndi fjölga. Þegar hefur sá þáttur sannast, því í könn- un sem gerð var í Fossvogi eftir að skólinn i hverfinu varð einsetinn, kemur í ljós að að þeim fjölskyldum sem borðuð saman morgunverð fjölgaði. Þá fækkaði þeim mæðrum sem unnu úti allan daginn því konur sáu sér hag í að vinna aðeins 50- 60% vinnudag utan heimilis. Áður voru yngri börnin í gæslu fyrir eða eftir skóla og þau eldri dingluðu ein heima þegar þau ekki voru í skólan- um. Mæðurnar fóru því að vinna úti á meðan börnin voru í skólanum og voru komnar heim um sama leyti og þau. En hvað með allt það fólk sem myndi streyma út á vinnumarkaði sem ekki einu sinni hefur vinnu fyr- ir alla nú? Jú, því er til að svara að lenging skóladags kemur til með að skapa fleh'i störf. Kennurum myndi fjölga og við bætt vinnuskilyrði þeirra má gera ráð fyrir að þeir sem ekki stunda kennslu nú myndu hverfa úr þeim störfum sem þeir hafa verið í og rýma fyrir nýju fólki. Þá myndu einnig losna störf sem kennarar fara í eftir kennslu. Þá myndi öðru starfsfólki í skólum einnig fjölga. Auk þess myndu þær framkvæmdir sem fylgdu í kjölfarið til að mynda bygging skólahúsnæðis skapa mörg ný störf. Við lestur þessarar skýrslu vakna ýmsar áleitnar spurningar. Vita til að mynda atvinnurekendur af þessari skýrslu? Væntanlega væri einsetning skóla þeim ekki síð- ur mikilvæg í Ijósi þess að foreldrar gætu ótruflaðir stundað vinnu sína og þá myndi framleiðni aukast. I því sambandi má nefna allar sím- hringingarnar frá áhyggjufullum útivinnandi foreldrum heim til eft- irlitslausra bai-na. Er það ekki deg- inum ljósai'a að sú manneskja sem getur stundað sína vinnu áhyggju- laust og í friði afkastar meiru? Ýmislegt annað íróðlegt er að finna í þessari skýrslu en hér er aðeins tiplað á því helsta. En ljóst er að eftir lestur hennar þá spyrjum við foreldrar; hversvegna hefur þessi skýrsla farið svo hljótt sem raun ber vitni? Hvað er þvi til fyrirstöðu að ráð- ast í það ineð fullum þunga að ein- setja alla skóla? " Naglasúpan dugar ekki lengur Það þekkja flestir söguna um naglasúpuna þar sem svangi gestur- inn lokkaði kerlinguna til þess að bæta ýmsu góð- gæti í pottinn til viðbótar naglanum svo úr varð hin gómsætasta krás. íslensku skólakerfi má að mörgu leyti líkja við naglasúpu. Ríkis- valdið leggur til pottinn, vatnið og kannski nagl- ann en það er enginn verjum miklu minna fé til menntamála en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Tölurnar tala sínu máli. Menntaþjóðin er í þrett- ánda sæti meðal Evrópu- þjóða hvað vai'ðar fram- lög til menntamála. Við stöndum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóð- um. Danir, með sitt langvai'andi atvinnuleysi, verja töluvert hærri kænn gestur sem hefur Unnur Halldórsdóttir hluta þjóðartekna sinna náð að knýja það til að leggja kjöt- bita eða kálblað til viðbótar í soðn- inguna. Afleiðingin er sú að börnin okkar, nemendur í skólum landsins eru að lepja hálfgert gutl sem litla saðningu veitir. Að öllu líkingamáli slepptu þá er staðreyndin sú að við íslendingar Útgjöld til menntamáía í nokkrum Evrópulöndum sem % af landsframleiðslu LUXEMBORG til menntamála. Við ættum auk þess að verja enn meira fé í þennan málflokk ef miðað er við aldurs- skiptingu þjóðarinnar því tæplega 25 % íslendinga eru á aldrinum 0- 14 ára en 17% Dana. Hér ætla ég ekki að leita svara við því hvers vegna við höfum ekki SPÁNN staðið okkur betur á þessu sviði en kannski lifum við ennþá eftir máls- hættinum „bókvitið verður ekki í askana látið“. Góð menntun kostar peninga al- veg eins og góðh- bílar, góð hús, góðir vegir. Það er sjaldan spurt um arðsemi fjárfestinga þegar keyptar eru græjur, jeppar, bílasím- ai', perlur og kringlui'. Hvers vegna má ekki fjárfesta í skólastarfi og menntun? Því miður gildir einnig hið ís- lenska lögmál að umgjörðin má kosta meira en innihaldið. Ai'ki- tektai’ og byggingaverktakar hafa kannski fengið stærri skerf af menntamálakökunni en starfsfólkið sem vinnur í skólum. Það má bygg ja einfalda en trausta skóla og setja miklu meira fé í innihaldið. Fjölbreyttari námsgögn, fleiri kennslustundh' í tónlist, teikningu, umhverfisfræðslu, hreyfingu og öllu því sem nú er ekki hægt að sinna nægilega í skólum landsins. Mannsæmandi laun fyrir kennara til þess að hægt sé að gera kröfur til þess að þeir einbeiti sér að starfinu sínu en þurfi ekki að vinna aðra vinnu meðfram til að ná endum saman. Islensk þjóð er rík, hún er meðal þeirra ríkustu í heiminum. Hún á að leggja auð sinn og metnað í að á búa vel að börnunum í grunnskól- anum. Þar er undirstaðan.......á henni byggir framtíð okkar allra! Unnur Halldórsdótth' Hvers vegna leitar fólktil Heimilis og skóla? Þeir sem reka nefið inn á skrifstofu Heimilis og skóla í Sigtúni 7 verða fljótt varir við að síminn stopp- ar varla. Á hverjum deg hringja foreldrar, skólamenn, nemendur í kennara -og háskólanámi, fólk úr forvarnarstarfi og félagsmálageira, starfsmenn stofnana og aðrir sem hafa áhuga á uppeldis- og menntamálum. Hvað brennur nú helst á fólki? v Eftirfarandi listi gefur nokkra vísbendingu um hringingar síðustu mánaða og er þá ekki allt talið: Forsetinn skoraði á stjómmálamenn í áramótaávarpi Fróðlegt verður að fylgjast með kosningabaráttu flokkanna í áramótaávarpi sínu var forseta íslands tíðrætt um mannauðinn. Hún talaði mn að mannauðurinn sprytti upp af hugviti og þekkingu. í því sambandi nefndi hún þjóðir eins og Hollendinga og Dani sem ekki eigi auðlindii* á sama hátt og við heldur sé mannauðurinn þeirra auðlind. Þessi orð frú Vigdísar eru umhugsunai'- efni fyrir okkur í ljósi þess að fiskimið okkar eru þverrandi auðlind og óljóst hvert stefnir með þau á næstu árum. Auk þess skoraði hún á stjórnmálamenn að setja menntamál í öndvegi fyrir komandi kosningar. Það má vera öllum ljóst að menntun er okkur afar mikilvæg því á henni byggjum við framtíð okkai'. Það verður því fróðlegt að fylgjast með kosn- ingabaráttu flokkanna; hvort forystu- menn þeirra átta sig á hve mikilvægt er að söðla um og verða við áskorun forseta íslands. • ráðgjöf vegna starfsemi foreldrafélaga • almennar íyrirspurnir um skólamál • kvartanir yfir kennara • óróleiki og erfið samskipti í bekknum • kvartanir yfir stundarskrám • leserfiðleikar og sérkennsla • einelti • brottrekstur úr skóla • slys í skólum • fjöldi í bekkjardeildum • matarmál í skólum • skólaakstur • einstakar námsgreinar • almenn barnavernd • óskir um samstarf við Heimili og skóla • áhyggjur af yfirvofandi verkfalli kennai’a Það er mjög algengt að fólk viti ekki hvert það á að snúa sér, kerfið er sem frumskógur og óljóst fyr- ir mörgum hver fer með hvað í skólamálum. Margir segjast veigra sér við að kvarta beint við skólann fyrr en þeir eru vissir um réttmæti kvört- unarinnar því þeir óttast að það bitni á barninu þeirra og umfram allt vilja menn forðast „ að skapa leiðindi" Svo hringir einn og einn og skammast út í samtökin annað hvort fyrir að vera alltof lin í baráttunni eða finnst of langt gengið í gagnrýni á stjórnvöld og skólamenn. Það er ekki nema sjálfsagt að taka við því eins og öðru. Umfi'am allt hefur það sýnt sig að foreldrar eru þakklátir fyrir að geta leitað eitthvert með áhyggjur og kvíða vegna skólagöngu barnanna án þess að eiga á líættu að erindinu sé vísað á bug sem ein- hverju ómerkilegu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.