Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1995 MIDVIKUDAGUR 15. FEBRUAR BLAD HANDKNATTLEIKUR Tímamótaleikur í heimsmeistarakeppninni á íslandi Verður 500. HM-leikur inn leikinn á Akureyri? 500. HM-leikurinn í handknattleik verður leikinn á Islandi, strax á öðrum keppnisdegi — 8. maí. Þessi timamótaleikur er sjöundi leikurinn í HM, en þar sem þrír leikir fara fram á sama tíma, klukkan 17 á Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi, verður að seinka tveimur leikjum, eða að flýta einum ieik um t.d. fimm mín., til að hægt sé að halda upp á þennan tíma- mótaleik. Leikirnir sem eiga að hefj- ast á sama tíma eru Rússland - Kúba, Frakkland - Japan og Sviþjóð - Hvíta-Rússland. Það er að sjálfsögðu við hæfi að Svíar leiki tímamótaleikinn, þar sem þeir eru þeir einu sem hafa tekið þátt í öllum þrettán heimsmeistarakeppn- unum fram til þessa — og þeir léku fyrsta leikinn í HM, 5. febrúar 1938 í Deutschlandhalle í Berlín, en þá lögðu þeir Dani að velli 2:1 í leik sem var 2x10 mín. Aðeins fjórar þjóðir tóku þá þátt i HM og fór keppnin fram um helgi. Þjóðveijar urðu heimsmeistarar, Austurríkismenn i öðru sæti, Svíar í þvi þriðja og Danir ráku lestina. Ef það kemur í hlut Svía að leika timamótaleikinn geta þeir náð vissum áfanga í HM — með þvi að leggja Hvit-Rússa að velli, vinna þeir sinn fimmtugasta sigur í heimsmeistarakeppninni. KNATTSPYRNA Valsmenn leika fyrst gegn TPS Jal- kapalo á Kýpur VALSMENN taka þátt í átta liða móti á Kýpur 6.-13. mars. Liðunum er skipt í tvo riðla og mætir Valur fyrst finnska liðinu TPS Jalkpalo. Það lið sem vinnur leikur siðan gegn signrveg- aranum úr leik Lilleström og FC Fora Tallin frá Eistlandi og tapliðliðin mætast. Síðan er leikið um sæti gegn liðunum í hinum riðlinum, en þau eru: Landslið Færeyjar, Víkingur frá Stavangri, Trelleborg í Svíþjóð og Romar Maz- eikiai frá Litháen. Skagamenn taka þátt í fjögurra liða móti á Kýpur SKAGAMENN faratil Kýpur 13. mars ogtaka þar þátt í fjögurra liða móti. Mótherjar Skaga- manna verða norska liðin Start og Kongsvin- ger og sænska liðið Vástra Frölunda, en með því liði leikur Blikinn Kristófer Sigurgeirsson. Serbinn Zoran Miljkovic, sem leikur nú í Serb- íu, kemur til móts við Skagamenn á Kýpur og leikur með þeim þar. Miljkovic mun koma með sóknarleikmann frá Serbíu, sem Skagamenn taka til reynslu, en þess má geta til gamans að þegar Skagamenn léku fyrir tveimur árum á móti á Kýpur fengu þeir Mihajilo Bibercic til reynslu — og hann gerðist síðan leikmaður ÍA-liðsins. Barcelona úr leik BARCELONA er úr leik í bikarkeppninni á Spáni, þó að liðið hafði lagt Atletico Madrid að velli, 1:3, í Mardid í gærkvöldi. Atletico vann samanlagt 5:4. Gheorghe Hagi og Hristo Stoichkov, tvö, skoruðu mörk Barcelona — Sto- ichkov bæði mörkin úr vítaspyrnum KNATTSPYRNA Macari ánægður með Lárus Lou Macari, yfirþjálfari Stoke, er ánægður með frammistöðu Lárusar Sigurðssonar að undan- fömu. „Það kom fljótlega í ljós að hann hafði eitthvað fram að færa og þess vegna sömdum við fljótlega við hann eftir reynslutím- ann,“ sagði Macari í viðtali við blað í Stoke um helgina. „Auðvitað á hann margt ólært í enska boltanum en sá sem getur komið inn í lið eins og hann hefur gert án þess að gera mistök á mikla möguleika,“ bætti Macari við. Stoke setti stefnuna á að kom- ast upp í úrvalsdeildina en liðinu hefur hefur ekki gengið sem best að undanförnu og er það í neðri hluta 1. deildar. Hins vegar hefur Lárus staðið sig vel, en sem kunnugt er leikur Þorvaldur Örlygsson með Stoke og það var hann sem benti forráða- mönnum félagsins á Lárus, frænda sinn. „Gleðilegt að biðin sé áenda“ ______________ - sagði Hlynur Birgisson. Örebro vill fá hann til Svíþjóðar á sunnudaginn Hlynur Birgis- son, landsl- iðsmaður úr Þór, fékk upphring- ingu frá Svíþjóð í gær — forráða- menn Örebro vilja fá hann til Sví- þjóðar á sunnu- daginn. Örebro hafði strax sam- band við Hlyn þegar ljóst var að Tottenham vildi ekki lána Guðna Bergsson til liðs- ins. „Ég er mjög ánægður að biðin sé á enda — ég er spenntur að fara til Svíþjóðar og fá tækifæri til að leika við hliðina á Amóri Guðjohnsen og Hlyni Stef- ánssyni," sagði Hlynur Birgisson í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hlynur sagði að næst í málinu væri að forráða- menn Örebro hafi samband við Þór til að ganga frá fé- lagaskiptum. „Ég vona að Örebro og Þór nái að semja, þannig að ég sé frjáls." Örebro er byijað að undirbúa sig fyrir næsta keppn- istímabil á fullum krafti og verður fyrsta verkefni Hlyns hjá félaginu að fara í þriggja vikna æfíngabúðir til Spánar. Alls leika fimm íslenskir landsliðsmenn í Svíþjóð næsta keppnistímabil, þar sem Rúnar Kristinsson úr KR, er leikmaður með Gautaborgarliðinu Örgryte og Kristófer Sigurgeirsson, Breiðablik, leikur með öðru Gauta- borgarliði — Vástra Frölunda. Hlynur Birgisson Islenskir knattspyrnumenn á Norðurlöndum NOREGUR ( Tómas Ingi Tómasson er við æfingar hjá Sogndal Brann Ágúst Gylfason l > pr Stromsgodset Gestur Gylfason : •Sogndal 1 >/ > Bergen Orgryte Rúnar Kristinsson °PrT$ Frölunda Kristófer Sigurgeirsson I O Gautaborg /l/ Örebro Arnór Guðjohnsen Hlynur Stefánsson Hlynur Birgisson ) /.t - ATJ V.; HANDKNATTLEIKUR: PATREKUR í EINS LEIKS BANN / 04

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.