Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 C 3 190 milljqrdq fjárfesting Fia* í Melfi Hver starf smaður f ram- leiðir 798 Punto á ári ÆVINTÝRAUÓMA stafar frá nýrri verksmiðju Fiat skammt frá borginni Melfi í Suður-Ítalíu. í verk- smiðjunni er Punto^ bíll ársins í Evrópu, smíðaður. A þessu lands- svæði var áður mesta atvinnuleysið á Ítalíu og íbúarnir höfðu ekki áður haft kynni af nútímalegum iðnaði. Fiat lagði mikið undir. Fjárfesting vegna verksmiðjunn- ar nam 190 milljörðum ÍSK og reyndar hefði ekki mikið þurft út af að bregða til þess að verkefnið snerist upp í fjárhagslegt tjón af stærstu gerð. Forsvarsmenn Fiat létu hendur standa fram úr ermum og þrátt fyrir mikinn samdrátt í bílasölu í heiminum reistu þeir eina stærstu og nýtískulegustu bílaverksmiðju í Evrópu og leiða má líkum að því að þeir hafi haft trú á því að þeir væru með sjóðheita söluvöru á færi- böndunum eins og síðar kom á dag- inn. Rauk upp í sölu Strax og Punto kom á markaðinn rauk hann upp í sölu með óvenjuleg- um hraða og vermdi efsta sætið yfir mestseldu bílana víða í Evrópu. Fjármagnið streymdi til baka til Fiat og bjartsýni réði aftur ríkjum hjá þessari stóru ítölsku fyrirtækja- samsteypu eftir mörg mögur ár. Nú bendir allt til þess að Punto verði mesti sölubíll Iriat á tíunda áratugnum. Bíllinn kom á markað á réttum tíma, þegar gerðar voru kröfur um aukið öryggi og sparnað í rekstri, nýjasta tæknibúnað, allt sameinað í lítinn bíl með rennilegar línur og auk þess var bíllinn boðinn á þokkalegu verði. Punto-verksmiðjan í Melfi nær yfir 3,4 ferkílómetrasvæði og þar eru smíðaðir um 1.100 bílar á dag. Unnið er sex daga vikunnar á þrem- ur vöktum. Þegar full framleiðsla næst í verksmiðjunni innan fáeinna mánaða renna 1.600 bílar af færi- bandinu á hveijum degi, eða 450 þúsund bílar á ári. Allir blrgjar á verksmlöjulóAinnl Starfsemi hófst í verksmiðjunni fyrir einu ári en fjöldaframleiðsla á Punto hófst þar í september síðast- liðnum. Þar starfa nú 4 þúsund manns en verða 7 þúsund þegar verksmiðjan skilar fullum afköstum auk 3 þúsund manna sem starfa hjá birgjum. Þá hafa 10 þúsund manns fengið vinnu á ejnu þekkt- asta atvinnuleysissvæði Italíu. Þar sem verksmiðjan var reist ný frá grunni var hægt að byggja upp mjög sveigjanlegt en háþróað innra skipulag á vinnustaðnum. Allir birgjar eru með sinn framleiðslufer- ill innan verksmiðjulóðarinnar líkt og gerist meðal Japana. Það styttir allar flutningsleiðir með hluta í framleiðsluna og með því er hægt að láta tölvur sjá að miklu leyti um framleiðsluna og reikna út hvenær þörf er á hlutum frá birgjum. Nú eru 21 birgir innan verk- smiðjulóðarinnar og þegar full af- köst komast á bætast aðrir 17 við. Fiat samsteypan greiddi sjálf all- an kostnað við fjárfestinguna, 190 ÞÁ SJALDAN að mannshöndin kemur nærri er vinnuaðstaðan eins og best verður á kosið. Þegar unnið er við undirvagninn er bílnum snúið 70 gráður á færibandinu svo auðveldara verði að vinna verkið. FULLSKAPAÐUR og rennilegur bíll ársins i Evrópu, Fiat Punto, eins og hann rennur úr af færibandinu í Melfi. milljarða ÍSK, en hefur loforð frá ítölsku ríkisstjóminni um 50 millj- arða kr. styrk vegna framkvæmdar- innar og sveitarstjórnin hefur gefíð vilyrði um styrk verði 80% af vinnu- aflinu úr héraðinu. Af þessum sök- um hefur Fiat skipulagt umfangs- mikla starfsmenntun til handa nýj- um starfsmönnunum sem flestir voru áður bændur eða atvinnleys- ingjar. 266 vélmenni Árangurinn af starfsmenntuninni hefur ekki látið á sér standa. Fiat sóttist einkum eftir ungum fólki til starfa og er meðalaldurinn 26 ár. Verksmiðjustjórinn er líka 26 ára gamall. Nýju starfsmennimir em iðnir og ánægðir á vinnustað og framleiðir hver og einn þeirra að meðaltali 798 bíla á ári. Það tekur innan við 22 tíma að framleiða einn Punto. Þó er ekki marga starfsmenn að sjá við sjálft færibandið og þeir sem þar eru á vappi hafa því hlutverki að gegna að fylgjast með fram- leiðsluferlinu. Sjálf vinnan er fram- kvæmd af 266 vélmennum. Þau setja saman bílana við tveggja kíló- metra langt færibandið, allt frá völs- unarvélunum þar til fullskapaður Punto rennur af bandinu. Einn þriðja hluta framleiðsluleiðarinnar kemur mannhöndin hvergi nærri. Gæðaeftirlitið er einnig sjálfvirkt Stof nf undur Félags löggiltrn bifreiðnsala F'ÉLAG löggiltra bifreiðasala verð- ur stofnað næstkomandi þriðjudag. Meginmarkmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni félags- manna með því m.a. að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum í bif- reiðaviðskiptum. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum félagsins segir að bifreiða- salar vilji að viðskipti með notuð ökutæki séu sambærileg því besta sem gerist í viðskiptum með fjár- magn. Helstu verkefni hins nýja félags snúa að upplýsingamiðlun út á við, fræðslu til félagsmanna og rekstri siðanefndar í þeim tilgangi að skapa fagleg vinnubrögð og auka traust og virðingu bifreiðasala í þjóðfélag- inu. Stofnfundurinn verður á Hótel íslandi þriðjudaginn 28. febrúar og hefst hann kl. 20. ■ SJÖ ára japanskir bílar bila sjaldnar en aðrir og Toyota er sigurvegarinn. Áreiöqnleikakönnun TUV í Þýskalandi Toyota sigurvegari í f lestum f lokkum TOYOTA er sigurvegari með yfir- burðum í tölfræðilegri úttekt sem þýska skoðunarstofnunin TÚV gefur árlega út um bilanir og galla í eldri bílum. I könnuninni er greint frá niðurstöðum af athugunum á biiun- um og göllum í eldri bílum. Toyota, bæði Carina og Corolla, kemur best út í fjórum af fimm aldursflokkum. I flokknum sjö ára bílar eða yngri er Toyota í sérflokki. Carina er í efsta sæti hvað varðar áreiðanleika en á eftir henni koma Starlet, Co- rolla og Camry. Porsche góAur Mörgum kemur eflaust á óvart að færri bilana verði vart í sjö ára jap- önskum bíl en í öðrum bílum því al- mennt hefur það verið trú manna að japanskir bílar stæðu sig aðeins betur hvað þetta varðar meðan þeir væru tiltölulega nýir. Það kemur líka í ljós að í eldri flokkum gera fleiri bilanir vart við sig í japönskum bíl- um. Þar eru það einkum þýskir bílar sem standa upp úr og virðast eldast vel. í aldursflokknum 9-11 ára bílar stendur Porsche sig best og næstu tvö sæti vermir Mercedes-Benz. En svo skýtur Toypta aftur upp kollinum með Corolla. í þessum aldursflokki er að finna vinsæla þýska bíla, eins og Opel Record og Ford Fiesta og verma þeir neðstu sætin, þ.e. 28. og 34. sæti. Audi og BMW eru hins vegar um miðbik listans. I aldursflokknum fimm ára bílar og yngri er Toyota í þremur efstu sætunum, Mazda 323 er í fjórða sæti, Mitsubishi Colt í fimmta sæti, Mitsubishi Galant í sjötta sæti og Mazda 323 aftur í sjöunda sæti. TILBOD ÓSKAST og fer þannig fram að útíjólublár geisli mælir hina ýmsu bílhluta og uppfylli þeir ekki staðlana er þeim ýtt til hliðar. Ennþá er eingöngu Punto framleiddur í Melfi en í mars- mánuði hefst þar einnig framleiðsla á Lancia Yll. Nýir stjórnunarhættlr Á verksmiðjusvæðinu er engin skrifstofubygging. Þeir fáu sem hafa stjórnunarstörfum að gegna eru staðsettir úti í hinum einstöku deildum verksmiðjunnar, í kallfæri við verkafólkið. Stjórnendur og verkamennirnir klæðast samskonar vinnufatnaði. Margar ákvarðanir varðandi framleiðsluna eru teknar við færibandið og unnið er í hópum sem bera sjálfir ábyrgð á framleioðslunni og gæðum hennar. Stjórnendur í verksmiðjunni í Melfí eru sannfærðir um að Punto-verk- smiðjan marki nýja tíma í stjórnun- arháttum sem verði fyrr eða síðar innleiddir í önnur fyrirtæki. ® í Ford F-150 Super CabXLT 2 W/D, árgerð '93 (ekinn 13 þús. mílur), Ford Taurus L S/W, árgerð '90, Ford Bronco 4x4, árgerð '87 og aðrar bifreiðar, er verða sýnd- ar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Nissan Pathfinder (tjónabifreið), árgerð '91. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA BILALAKK Við eigum litinn á bílinn á úðabrúsa. o r lc ci FAXAFEN 12 (SKEIFAN).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.