Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UEFA Meistaradeild Evrópu / Svíþjóð Gautaborg ; OIFK { Gautaborg Holland Amsterdam Alax París □ Paris St. Germain Þýskaland Munchen o Bayern Miinchen Frakkland Mflanó ACMilan Portúgal Spánn Barcelona LissabonQ Benfica a Barcelona Ítalía Króatía Hajduk Split □ Split ■ MARCUS O’Sullivan frá ír- landi hljóp mfluna á 3.56,48 mín. á innanhússmóti í Bandaríkjunum um helgina og er þetta besti tími ársins ■ MARIA Mutola frá Moz- ambique hljóp 800 metrana á 1.59,41 mín. sem jafnframt er besti tími kvenna á árinu. Þetta var 33. sigur hennar í 800 m hlaupi í röð síðan í ágúst 1992. ■ LINFORD Chrístie tapaði í fyrsta sinn á árinu þegar Darren Braithwaite hafði betur í 60 metra hlaupi innanhúss í Birmingham í Englandi um helgina. Braithwaite setti persónulegt met og hljóp á 6,54 sekúndum en Christie var 0,01 sek. á eftir. ■ ROBERT Karlsson sigraði á Opna Miðjarðarhafsmótinu í golfí um helgina og er þetta fyrsti sigur Svíans í evrópsku mótaröðinni. Hann setti vallarmet fyrsta daginn með því að fara á 64 höggum og var með þriggja högga forystu þeg- ar yfir lauk en hann lék samtals á 276 höggum. ■ SHAQUILLE O’Neal hjá Or- lando í NBA-deildinni í körfuknatt- leik fékk eins leiks bann og var gert að greiða 5.000 dollara (um 330.000 kr.) í sekt fyrir að slá Eric Montross hjá Boston í leik liðanna aðfaramótt laugardags. ■ JOHN LeCIair gerði þijú mörk fyrir Phiiadelphia gegn Montreal i 7:0 sigri í leik liðanna í NHL-'deild- inni í íshokkí um helgina. Áhorfend- ur fögnuðu mörkum hans innilega en LeClair var nýlega látinn fara frá Montreal ásamt Eric Desjard- ins og Gilbert Dionne í skiptum fyrir Mark Recchi. Desjardins skoraði líka gegn fyrrum samherjum sínum. ■ KENT Nilsson frá Svíþjóð kom Edmonton í 3:1 snemma í þriðja leikhluta gegn Los Angeles. Þetta var fyrsta mark Nilssons í deildinni síðan 4. apríl 1987 en hann hætti þá um vorið og hefur verið í því að fínna leikmenn fyrir Oilers. Markið dugði skammt því Kings vann 4:3. ■ RICHARD Krajicek frá Hol- landi vann Þjóðverjann Michael Stich 7-6 (7-4), 6-3, 6-7 (6-8), 1-6, 6-3 í úrslitum stigamóts í tennis í Stuttgart um helgina. Stich sigraði Boris Becker 6-0, 6-3 í undanúrslit- um en mátti játa sig sigraðan eftir þriggja tíma viðureign við Hollend- inginn. ■ THOMAS Enqvist frá Svíþjóð kom annars mest á óvart í tennis um helgina þegar hann vann Banda- ríkjamanninn Michael Chang 0-6, 6-4, 6-0 í úrslitum bandarísku meistarakeppninnar innanhúss. Chang átti titil að veija en Enqvist hafði aldrei sigrað mótheija á meðal þeirra 10 bestu fyrir mótið. ■ KRISTINN Bjömssón keppti ekki á svigmóti í S-Kóreu á laugar- dag eins og til stóð, vegna veikinda. KÓNGAR Magnús Scheving varði Evr- ópumeistaratitilinn í þol- fími um helgina en eins og greint hefur verið frá ríkti óvissa um þátttöku íslensku keppendanna fram á síðustu stundu. Fim- leikasambandið til- kynnti þátttöku þriggja þolfímimanna 9. febrúar og stað- festu búlgörsku móts- haldaramir nafnalistann daginn eftir. Flestir hefðu haldið að þar með væri ailt á hreinu en annað kom á daginn. Umboðsmaður Alþjóða þolfími- sambandsins á íslandi, LAF, hefur ekki haldið mót á árinu og þó hann hefði haft rétt til að senda keppendur á Evrópumótið stóð það ekki til. Hins vegar sagðist hann hafa hlustað á forseta íþróttasambands íslands, sent umbeðið skeytl í kjölfarið og þann- ig tryggt að Magnús fengi tæki- færi til að veija titilinn. Þolfími- meistarinn segir að skeyti um- boðsmannsins daginn fyrir keppni hafi ekki haft úrslitaáhrif um keppnisrétt enda hafi umboðsmað- urinn áður reynt meý öllum ráðum að hindra þátttöku íslendinganna. Stór orð hafa failið i þessu máli og fljótt á litið virðast bæði umboðsmaðurinn og keppnismað- urinn hafa nokkuð til síns máls en stífni umboðsmannsins vekur engu að síður athygli. Umboðs- maðurinn er með einkaréttinn og íþróttamaður ársins 1994 er verð- ugur fulltrúi fslands á hvaða þol- fímimóti sem er. Umboðsmaður- inn gerði lítið úr keppninni í Búlgaríu og sagði að ekki væri um sterkt mót að ræða en nokkr- ir tugir keppenda frá fáum þjóðum voru með, reyndar þeir bestu að sögn íslendinganna ytra. Þátttaka í Evrópukeppni er víðast eðlilegt framhald af landstitli burtséð frá fjölda keppenda og það er viss ögrun fólgin I því að fá að veija Evróputitil en eins og staða þess- ara mála er hér á landi veitir ís- landsmeistaratitill ekki rétt á umrætt Evrópumót. Þolfími á sér ekki langa sögu sem keppnisíþrótt og sagði þol- fimimeistarinn það mikið fram- faraskref þegar Fimleikasam- bandið tók íþróttina undir sinn vemdarvæng á síðasta ári. Það yrði til þess að auka útbreiðsluna og vinsældimar og ekki þyrfti framar að keppa í reykjarmekki skemmtistaða. Samkomulag um samvinnu var undirritað við um- boðsmann IAF en samvinnan virð- ist samkvæmt gangi mála fyrir Evrópumótið aðeins hafa verið í orði en ekki á borði. Þetta minnir óneitanlega á valdabaráttuna í yfírsljóm (s- lensku _ íþróttahreyfíngarinnar. Forseti ÍSÍ og fulltrúar stærstu sérsambandanna auk annarra hafa bent á mikilvægi þess að íþróttahreyfingin starfi saman undir einni stjóm og lagt fram hugmyndir í því eöii en formaður Ólympíunefndar studdur m.a. af talsmönnum ýmissa minni sér- sambanda, má ekki heyra á það minnst. Eins og í umboðsmanna- leik þolfiminnar virðast hagsmunir einstaklinga frekar en heildarinn- ar ráða ferðinni hjá andstæðingum sameiningar en gera verður því skóna að menn nái áttum fyrr en seinna. Það hlýtur að vera ís- lenskri íþróttahreyfíngu frekar til framdráttar að starfað sé saman af heilindum en að menn séu að pukrast hver í sínu homi. Steinþór Guðbjartsson Þolfimideilur angi af stærra vandamáli íþróttahreyfingarinnar Ættarbakvörðurinn JÓN ÖRN GUÐMUIMDSSON að gera ÍR að stórveldi á ný? Starfið hjá ÍR er mjög gott JÓN Örn Guðmundsson er 27 ára, 180 sentimetra hár bakvörð- ur í körfuknattleiksliði ÍR, liðinu sem hefur komið einna mest á óvart í úrvalsdeildinni í vetur ásamt hinum nýliðunum í deild- inni, Þór frá Akureyri. Jón Örn er mikill.Þróttari, en íkörfunni er hann ÍR-ingur. Draumur hans er að gera ÍR að stórveldi í íslenskum körf uknattleik eins og félagið var hér á árum áður, og auðvitað er markmið Jóns Arnar að komast í landsliðið, en hann á tíu unglingalandsleiki. Hann lék með ÍR í nokkur ár, fór síðan í tvö ár til Þórs á Akureyri, þaðan lá leiðin í Hauka þar sem hann lék í þrjú ár og nú er hann komin heim á ný. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Jón Arnar er trúlofaður Mar- gréti Sunnu Sigurðardóttur og búa þau í Hafnarfirði, en Jón Örn er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur og var í öllum boltagrein- um eins og algengt var með unga drengi á þessum tímum. En það fór um hann eins og svo marga félaga hans úr Langholtsskóla, að Einar Ólafsson kennari dró hann á körfuboltaæf- ingar í Breiðholtinu. Jón Örn hef- ur verið í eldlínunni í ellefu ár, lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki ÍR árið 1984. Liðið hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur, er það ekki skemmtileg tilfinning? „Jú, óneitanlega og þetta hefur verið ævintýri líkast hjá okkur í Seljaskólanum. Ég held að liðið hafí vaxið með hveijum leik og auðvitað er það stolt okkar að láta ekki aðkomulið koma og vinna okkur á heimavelli." Á að gera ÍR að stórveidi á nýjan leik? „Það er að sjálfsögðu markmið- ið. Andinn í hópnum er alveg frá- bær og ég held að það sé mikið til vegna þess að við erum allir ÍR-ingar, nema John Rhodes, og við höfum allir farið í gegnum hendumar á Einari Ólafssyni og hann á sitt í þessu liði. Við ætlum Morgunblaðið/Kristinn Jón Örn Guðmundsson skoðar hér golfkylfu, en hann ætlar að snúa sér að golfinu þegar hann hættlr í körfunni. að gera ÍR að stórveldi og þó við séum ekki með gamalt lið þá er nóg af strákum að koma upp enda er haldið mjög vel utan um ungl- ingastarfið í Breiðholtinu." Þú minnist á Rhodes, fellur hann vel inn í hópinn hjá ykkur? „Já, John er þægilegur og við- kunnalegur náungi sem gott er að blanda geði við. Hann er hvers manns hugljúfi og hefur stjórnað þessu vel í vetur ásamt Gunnari [Sverrissyni] liðsstjóra." Hefur þú æft gegnumbrot sér- staklega? „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja, en gegnumbrotin eru mín sterka hlið og ætli maður hafi ekki æft þetta svona í gegnum árin. Ég er eiginlega í minna lagi og hef reynt að notfæra mér það sem vopn frekar en hitt.“ Það hefur veríð fjör á heima- Ieikjum ykkar í vetur, hefur það áhrif? „Já, öll umgjörðin er orðin skemmtilegri en var þegar ég var að byija. Þá lék maður oft fyrir tómu húsi og það gekk meira að segja svo langt að áhorfendur vom nafngreindir. Við erum auð- vitað að apa eftir NBA, það er í góðu lagi að apa eftir því sem vel er gert.“ Er draumurinn að komast í landsliðið? „Já, það hlýtur að vera mark- mið allra sem hafa einhvern metn- að og eru í þessu á annað borð, að komast í landsliðið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.