Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 B 5 yriun ð Stuttgart í Köln helgina með stórsigri á Sporting Gi- jon, 4:0. Barcelona sigraði einnig sannfærandi um helgina, en er fjórum stigum á eftir Madridingum. Depor- tivo kemur næst, 5 stigum á eftir Real Mádrid. Madridingar byijuðu af krafti gegn Gijon fyrir framan tæplega hundrað þúsund áhorfendur á heimavelli sínum. En það tókst ekki að bijóta múrinn fyrr en Fernando Hierro koma heima- mönnum á bragðið á 33. mínútu og þá opnuðust allar flóðgáttir. Jose Amavisca bætti öðru marki við þremur mínútum síðar og mínútu fyrir hálfleik gerði Argentínumaðurinn Fernando Redondo fyrsta mark sitt fyrir Real með skoti af 25 metra færi, 3:0. En fallegasta markið átti hins vegar Dan- inn Michael Laudrup í síðari hálfleik. Hann vann boltann á eigin vallarhelm- ingi lék á hvern mótheijann á fætur öðrum áður en hann skoraði glæsi- lega. Frábært einstaklingsframtak sem fékk nær alla áhorfendur til að rísa úr sætum. Búlgarinn Hristo Stoichkov var maður leiksins er Barcelona vann Zaragoza 3:0. Hann lagði upp annað og þriðja markið og var allt í öllu. Zaragoza lék einum leikmanni færri því Andoni Cedrun, markvörður, var rekinn út af á 13. mínútu leikisins fyrir að bijóta á Aitor Beguristain í vítateignum. Víti var dæmt og skoraði Hollendingurinn Koeman af öryggi fyrsta mark leiksins. Leikmaður helgarinnar á Spáni var Bosníumaðurinn Mehu Kodro, sem gerði fjögur mörk í 5:2 sigri Real Soci- edad gegn Tenerife. HANDKNATTLEIKUR Dómarar kæra þjátfara Handknattleiksdómarar hafa kært þijá þjálfara í 1. deild karla vegna. ærumeiðandi um- mæla í fjölmiðlum eftir leiki í átta liða úrslitum íslandsmótsins í síðustu viku. Þá sendi eftirlits- dómari á leik Stjörnunnar og KA sl. föstudagskvöld inn skýrslu til mótanefndar vegna framkomu áhorfenda sem réðust að dómurum eftir leikinn. Dómararnir Gunnar Viðars- son og Sigurgeir Sveinsson kærðu ummæli Viggós Sigurðs- Viggó Eyjólfur Guðmundur sonar, þjálfara Stjörnunnar, eft- ir tapleik liðsins KA á Akur- eyri, Egill Már og Örn Markús- synir kærðu ummæli_ Eyjólfs Bragasonar, þjálfara ÍR, eftir tapleik liðsins gegn Víkingi og Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson kærðu ummæli Guð- mundar Karlssonar, þjálfara FH, eftir að lið hans tapaði gegn Aftureldingu. í öllum tilvikum er um að ræða þjálfara liða sem féllu úr keppni í átta liða úrslit- um. Fram- stúlkur áfram Víkingsstúlkur sluppu með skrekkinn gegn FH VÍKINGSSTÚLKUR mega þakka sínu sæja fyrir að komast í undanúrslit íslandsmóts- ins því litlu munaði Stefán að lið FH, sem sam- Stefánsson anstendur af öðrum skrifar flokki félagsins með þremur eldri leikmönnum, slægi þær út úr keppninni. Víkingar unnu fyrsta leikinn 31:24 í Víkinni en FH næsta 28:25 í Kaplakrika á laug- ardaginn. Það þurfti því oddaleik í Víkinni í gærkvöldi og þar tókst Víkingum að meija sigur, 21:20, á síðustu mínútu. Víkingar sækja því Fram heim í undanúrslitunum á laugardaginn. Heldur var dauft yfir leiknum framanaf á laugardaginn. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálf- leik að ballið byijaði þegar Hafn- firðingar náðu fjögurra marka for- skoti, 22:18. Víkingar reyndu að klóra í bakkann en það var of seint því FH stúlkur voru komnar á skrið og sýndu mikla yfirvegun síðustu mínúturnar í 28:25 sigri. „Við héldum að sigurinn væri vís og í undirmeðvitundinni trúð- um við að leikurinn væri bara formsatriði. Tapið kom því eins og blaut tuska í andlitið og fær liðið til að hugsa sig um. Við náð- um ekki takti, vömin var slök og við höfum aldrei fengið á okkur svona mörg mörk. FH-stúlkur spil- uðu síðan eins og sá sem valdið hefur síðustu mínúturnar," sagði Theódór Guðfinnsson þjálfari Vík- inga eftir tapið á laugardaginn. Sigurmark úr hraðaupphlaupi á síðustu mínútu Víkingar byijuðu vel í síðari leiknum, í gærkvöldi, en eftir 10 mínútur voru FH-stúlkur komnar inní leikinn og með góðri vörn gerðu þær sóknaraðgerðir Víkinga endasleppar. Síðari hálfleikinn byijuðu Víkingar af sama krafti með tveimur mörkum úr hrað- aupphlaupum en þá kom hrikaleg- ur kafli þegar Hafnfirðingum, tveimur leikmönnum færri, tókst að veijast, gera eitt mark og fá síðan leikleysu dæmda á heima- menn. Frábær kafli Thelmu Áma- dóttur, þegar hún gerði fjögur skemmtileg mörk, hélt FH inní leiknum og þegar 2 mínútur voru eftir komst liðið yfir. Heiða Erl- ingsdóttir jafnaði 20:20 úr víta- kasti og kom Víkingum í 21:20 þegar 24 sekúndur voru til leiks- loka, með marki úr hraðaupp- hlaupi. Víkingsstúlkur geta kennt sjálf- um sér um tapið í fyrri leiknum en náðu að halda andlitinu með sigri í seinni leiknum. „Vörnin var slök og við vorum taktlausar í sókninni. Þær tóku Höllu Maríu Helgadóttur úr umferð og það veikir liðið,“ sagði Heiða Erlings- dóttir eftir leikinn. FH liðið sýndi góða baráttu í báðum leikjunum og á eftir að velgja flestum liðum undir uggum næsta tímabil með þessu áfram- haldi. „Við komum til að hafa gaman af þessu. Við erum ungar og á uppleið og tókst að komast þetta langt. Samt hefði verið rosa- lega gaman að vinna þetta og komast enn lengra," sagði Thelma, sem átti frábæra tvo leiki. Björk Ægisdóttir og Björg Gilsdóttir stóðu sig einnig vel ásamt Guðnýju Öglu Jónsdóttur markverði. Þorbergur Aðalsteinsson spáirí undanúrslitin Baráttan verið mikil en á eftir að aukast CRAMSTÚLKUR tefldu ekki á ■ tvær hættur þegar þær sóttu Haukana heim á laugardaginn í ■■■■■ öðrum leik liðanna Stefán í úrslitakeppninni. Stefánsson Fyrri leikurinn fór sknfar 25:23 ogmeð 19:29 sigri á laugardaginn er Fram kom- ið í undanúrslit og tekur á móti FH eða Víkingi. Þrátt fyrir ágætis mótspyrnu Haukastúlkna tók Fram fljótlega frumkvæðið og hafði örugga for- ystu fram í miðjan síðari hálfleik. Þá tókst Haukum að minnka niður í 18:23 en þá skildu leiðir aftur. „Þetta var allt annað en í fyrri leiknum enda vorum við á taugum eftir þann leik. En nú ætlum við alla leið,“ sagði Guðríður Guðjóns- dóttir þjálfari Fram eftir leikinn. Hún skipti ört um leikmenn enda komust tíu leikmenn á blað með mörk og af þeim átti Hafdís Guð- jónsdóttir bestan leik. Harpa Melsteð var atkvæða- mest Haukastúlkna með sjö mörk og Alma Hallgrímsdóttir stóð sig ágætlega í markinu. Eyjastúlkur slakar uppi á landi Stjömustúlkur fóru áfram í úr- slitakeppni kvenna, með sigri á Ármenningum í tveimur leikjum og mæta Eyjastúlkum, sem lögðu KR-inga að velli í tveimur leikjum. „Stjarnan er sigurstranglegri, það sýnir staðan í deildinni og þær hafa heimaleikinn að auki. Eyja- stúlkur hinsvegar eru sterkar heima en það virðist vera svo með þær að þeir eru slakar upp í landi,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari Fram um næstu leiki, en Stjarnan og ÍBV hefja leik í fjög- urra liða úrslitum næstkomandi föstudagskvöld. Fram er búið að vinna sína tvo leiki gegn Haukum og mætir Vík- ingi, sem komst áfram í gær- kvöldi. Rætt var við Magnús Teits- son, þjálfara Stjörnunnar, um þá viðureign, fyrir leik gærkvöldsins en hann reyndist sannspár: „Vík- ingarnir vinna líklega FH og reyndar taldi ég að þeir myndu líka vinna Fram en eftir að hafa séð til liðsins gegn FH á laugar- daginn, efast ég um Víkingarnir hafi það gegn Fram. Það er hins vegar ljóst að þetta verða allt hör- kuleikir og það fer örugglega út í oddaleik en þar hafa Víkingar reynsluna,“ sagði Magnús Teits- son þjálfari Stjörnunnar um hina leikina. FYRSTI leikurinn í undanúrslit- um íslandsmótsins í hand- knattleik karla verður í kvöld þeg- ar Valur og Afturelding mætast en Víkingur tekur á móti KA á morgun. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, spáði í spilin í Morgunblaðinu fyr- ir átta liða úrslitin og sagði rétt til um öll úrslit nema hvað hann hélt að ekki yrði oddaleikur í viður- eign Vals og Hauka. Hann telur að Valsmenn séu reynslunni ríkari og sigri Aftureldingu í tveimur leikjum en KA hafi það í þremur leikjum gegn Víkingi. Valur - Afturelding: 2-0 Þorbergur sagði að bjart væri framundan hjá Aftureldingu en Valur væri með sterkara lið. „Sjálfstraustið hefur aukist gíf- urlega hjá Aftureldingu við það að komast í gegnum átta liða úr- slitin og hafa tryggt sér Evrópu- sæti í haust. Liðið fékk þijú stig gegn Val í jöfnum leikjum í deild- inni í vetur en Valsmenn eru reynslunni ríkari og þetta hefur kennt þeim að þeir geta ekki van- metið Aftureldingu. Það er bjart DAGUR Sigurðsson, lelk- stjórnandi Islandsmeistara Vals, verður í sviðsljósinu gegn Aftureldingu í kvöld. framundan hjá Aftureldingu en liðið lendir nú á móti sterkasta lið- inu og Valsmenn verða sterkari í þessum viðureignum. Þeir byija á því að sigra heima og tryggja sér síðan sæti í úrslitum með naumum sigri í MosfelIsbæ.“ Víkingur - KA: 1-2 Landsliðsþjálfarinn sagðist eiga von á meiri átökum hjá Víkingi og KA en KA færi áfram eftir tap í fyrsta leik. „Ég held að Víkingur sigri í fyrsta leik en tveir sigrar KA fylgi í kjölfarið," sagði hann. „Þetta verða jafnir leikir en mjög mikil átök þar sem kemur til með að reyna mikið á líkamlegan styrk og þol. KA-liðið er með meiri breidd og ungu strákarnir hafa gripið tækifærið og staðið sig vel.“ Meiri skemmtun Mikil barátta einkenndi flesta leikina í átta liða úrslitum og sagði Þorbergur að hún ætti eftir að aukast. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, jafnir leikir og fram- lengingar, og á eftir að verða skemmtilegra. Baráttan hefur ver- ið mikil hingað til og hún á eftir að verða enn meiri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.