Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 E S Kærustupar? Hin forkunnar fagra prins- essa stendur feti framar en prinsinn. Sennilega gengur hann á eftir henni með grasið í skónum. Hún er nú með út breiddan faðminn svo hann þarf kannski ekki að örvænta. Hann kemur líka færandi hendi að mér sýnist. Listakonan Auður Brynjars- dóttir, sjö ára, Álfabergi 18 í Hafnarfirði, sendi okkur þessa líka flottu mynd. IMafn, aldur, heimilisfang! Krakkar, þið sem sendið efni til okkar á Bamablað- ið, munið eftir að láta nafn og heimilisfang fylgja með og gleymið ekki að segja hvað þið eruð gömul. Loðnuskip? Sviti að eru um tvær millj- ónir svitakirtla á mannslíka- manum. Svita- holurnar á húðinni hleypa raka út úr' kirtlunum og þegar mjög heitt er eða t.d. við áreynslu gefa kirtlarnir frá sér meiri raka en ella (við svitnum). Við það kólnar blóðið og líkamshitinn helst í 37 gráðum á Celsius. Það er engin lykt af svitanum í byijun, ekki fyrr en bakteríur á húðinni komast í tæri við hann. Þá myndast svitalyktin, sem er engin prýði að. Má ég ef til vill minnast á þvottapoka, sápu, vatn og síðan handklæði í lok fræðslunnar? Eins og margoft kemur fram í fjölmiðlum alls konar lifum við íslendingar á fiskveiðum að mestu leyti. Bátar og skip, fley öðru nafni, eru þess vegna nauð- synleg okkur. Til dæmis er eins gott að til er nóg af góðum og fullkomnum skip- um til að veiða lítinn fisk sem nefnist loðna. Þúsund- um milljóna þeirra er landað um þessar mundir úr loðnu- bátum víðs vegar um landið. Loðnan er ýmist brædd og úr henni unnið mjöl eða hún er fryst. Síðan er hún seld á markaði í útlöndum og íslenska þjóðin, það er að segja við, eignast þá út- lenda peninga sem við not- um til að kaupa ýmislegt þarflegt og óþarflegt er- lendis og flytjum hingað til landsins, mest með skipum og líka með flugvélum. Klemenz Traustason, Álfheimum 26, Reykjavík, sjö ára myndlistarmaður, gerði meðfylgjandi mynd, sem varð kveikjan að loðn- utalinu. i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.