Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR KÖRFUKNAT Lrttu þér nær! Þegar menn bregða fyrir sig ósannindum, svekktir og sárir yfir eigin framgöngu á handknattleiksvellin- um, þá sé ég mig til- neyddan að svara fyrir mig og minn félaga. Ég er ekki vanur að standa í deilum við menn, hvorki í heimi handknattleiksins né annars staðar. Sem betur fer. Ég get ekki orða bundist yfir um- mælum Guðmundar Karlssonar, þjálfara FH, sem hann viðhafði í Morgunblaðinu 4. mars sl. Mann- inum er greinilega ekki sjálfrátt. Við dómararnir tókum frá honum og hans leikmönnum sigurinn gegn UMFA. Samt segir hann að þeir geti sjálfum sér um kennt hvemig fór. Hvaða endemis bull er þetta? Dæmd var leiktöf á lið FH, segir Guðmundur. Það er alveg hárrétt hjá honum. Þjálfarinn seg- ist hafa komið til mín eftir leik og spurt á hvað við Rögnvaldur hefðum verið að dæma. Það er ósatt. Hann segist þá hafa farið til félaga míns og spurt hann. Það er einnig ósatt. Guðmundur kom aldrei að máli við okkur dómarana eftir leik og hefur ekki gert það enn. Það skal tekið hér fram að einungis Guðjón Árnason, fyrirliði FH, kom að máli við Rögnvald eftir leikinn og spurði á hvað hefði verið dæmt. Svaraði félagi minn um hæl að dæmd hafí verið leiktöf. Guð- mundur segir þennan dóm út í hött. Hann má hafa það fyrir sjálf- an sig ef það friðar samvisku hans. Að bera á borð ósannindi fyrir alþjóð er ansi aumt og sýnir kannski best lágkúruna sem sum tapliðin sýna þessa dagana. Allt sem miður fer hjá þjálfurunum og liðunum er að sjálfsögðu ein- hveijum öðrum um að kenna en þeim sjálfum. En leikmenn og lið sem ekki nota gott marktækifæri og ætla að freista þess að halda knettinum til enda Ieiks komast einfaldlega ekki upp með slíkt. Það vita þeir sem svo gjörla þekkja þessa íþrótt að handknatt- leikur gengur í stórum dráttum út á það að sækja að marki and- stæðinga sinna og skora mörk. Það sjá allir að það að snúa frá marki í góðu færi er algjör and- stæða við hugmyndafræði hand- knattleiksins. Svo einfalt er það nú. Við vorum með unninn leik, segir Guðmundur. Leikur er aldrei unninn fyrr en lokaflautið gellur. Af hverju nýtti Sigurður Sveins- son ekki færið í horninu sem hann fékk og reyndi þannig að klára leikin fyrir FH? Nei, hann lék frá marki og þar félluð þið á eigin bragði. Það er svo dómurunum um að kenna — hvað annað. Þá með aukakastið sem Bergsveinn framkvæmdi eftir að milljón króna aukakastið var dæmt eins og Guðmundur kemst að orði í um- ræddu viðtali. Þegar leikmenn eru lengst frá marki andstæðinga sinna má vera um þriggja metra frávik frá þeim stað sem brot átti sér stað, þegar aukakast er framkvæmt. Það telj- um við dómararnir að hafí verið og aukakastið því á allan hátt löglegt. Það veit Guðmundur líka, f það minnsta innst inni. Það er bara svo auðvelt að kenna öðrum um þegar sett takmörk nást ekki. En líttu þér nær. Áhorfendur og fylgismenn handknattleiksins eru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum slíka framkomu sumra þjálfar- anna, að kenna öðrum um. Það er fremur brosað en hitt. Þá kemur sá ótrú- legi kafli hjá Guð- mundi er varðar ódrengilega fram- komu félaga míns í garð FH eftir að þeim lenti saman eftir leik Vals og FH 25. októ- ber 1994. í þeim leik gaf Rögnvaldur fyrir- liða FH rautt spjald. Þvílík lágkúra að setja annað eins á blað. Ég á vart orð yfir slík tilhæfulaus ummæli. Ég get full- yrt það að félagi minn ber alls engan kala til leikmanna eða forystumanna FH. Síður en svo. Þess má geta að leikmenn FH hafa á allan hátt verið til fyrirmyndar í þeim leikj- um sem við höfum dæmt hjá þeim í vetur. Guðmundur segir í grein sinni að Rögnvaldur hafi dæmt þrjú vítaköst á lið FH og rekið tvo leikmenn hans af leikvelli með vafasömum dómum undir lokin. Handknattleikur geng- ur í stórum dráttum út á það að sækja að marki andstæðinga sinna og skora mörk, segir Stefán Arnaldsson. Það sjá allir að það að snúa frá marki í góðu færi er algjör and- stæða við hugmynda- fræði handknatt- leiksins. Guðmundur, þér er ekki sjálfrátt. Ég dæmdi tvö af þessum vítum ef hægt er að segja að annar dómarinn framkvæmi eitthvað upp á sitt einsdæmi. Við Rögn- valdur erum ákaflega samstiga og gerum hlutina saman. Á því byggist m.a. góður árangur okkar hér heima og erlendis. Hvað sem hver segir. Og þetta með brottvís- animar. Jú, það er rétt að Rögn- vald var fyrri til með þá sem Sig- urður Sveinsson fékk en það kom aldrei annað til greina hjá mér en að gera slíkt hið sama enda brotið þess eðlis. Þá brottvísun á Gunnar Beinteinsson stuttu síðar. Það var ég sem þá var fyrri til og rek hann af leikvelli. Einkennileg tilviljun segir Guð- mundur um allt það sem félagi minn átti að h'afa gert undir Iokin gegn FH vegna ódrengskapar gegn þeim. Þvílíkur þvættingur. Ég hef skýrt hið rétta í málinu. Það er því með ólíkindum hvað Guðmundur dregur félaga minn niður í skítinn fyrir hluti sem hann hefur ekki gert. Neðar er vart hægt að komast. Nei, Guðmund- ur. Skýringar á tapi liðs þíns finn- ur þú ekki í dómgæslu okkar að Varmá. Líttu þér nær. Áhorfendur hafa séð umrædd- an leik í sjónvarpi og dæmi hver fyrir sig. Vonandi er Guðmundur einhverju nær um þessa hluti. Það vona ég í það minnsta. Þá er líka tilganginum náð. En aðeins þetta að lokum: Megi FH-liðinu farnast hið besta og forystumönnum þess einnig á komandi árum. Megi handknatt- leikurinn rísa sem hæst. Höfundur er milUríkjadómari í handknattlcik. Stefán Arnaldsson Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson Baráttuglaðir Borgnesingar TÓMAS Holton, þjálfarl Skallagríms, ver hér skot Herberts Arnarsonar og elns og sjá má eru Skallagrímsmenn þrír á móti Herberti elnum. Gríðarleg barátta Borgnesinga skilaði ótrúlegum sigri en liðinmætast öðru sinnl í Borgarnesi á sunnudaginn. Á myndinni hér til hægri fagna Borgnesingar áður en þeir lögðu af stað til síns heima. Keflvíkingar léku „ÞETTA er einn besti, ef ekki besti leikur- inn hjá okkur í vetur og ég er að vonum ánægður með þessi úrslit. Við vorum og erum ákveðnir í að standa okkur vel í úrslitakeppninni og þessi byrjun lofar góðu. Við ákváðum að stöðva skytturnar hjá þeim og það tókst okkur með þessum árangri," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga eftir að lið hans hafði unnið öruggan sigur á Þór frá Akur- eyri í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik í Kefla- vík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 93:85 eftir að staðan í hálfleik hafði ver- ið 58:50. Keflvíkingar mættu geysilega grimmir til leiksins og það mátti strax merkja á leik þeirra að þeir ætluðu sér ekkert annað en sig- ■HBBBi ur. Norðanmönnum tókst þó að Bjöm standa í Keflvíkingum fram yfir miðjan sfðari hálfleik, en þá skildu leiðir og heimamenn sig- ur jafnt og þétt framúr. Um miðjan síðari hálfleik höfðu Keflvíkingar náð 24 stiga forskoti, 83:59, en slökuðu þá á og Btön'dat skrifar frá Keflavík Sigurganga Oriando heldur áfram Lítið lát virðist á velgengni liðs Orlando og í fyrrinótt vann lið- ið sinn sjötta sigur í sjö leikjum. Shaquille O’Neal gerði 46 stig er Magic vann LA Lakers 114:110 og Dennis Scott gerði 22. Ken Norman gerði 33 stig fyrir Atlanta er liðið vann Denver 99:88 og gerði Norman 17 stig i öðrum leikhluta. Denver gerði aðeins sex körfur í þriðja leikhluta. Hawks hefur nú sigrað í fimm af síðustu sjö leikjum og eru að nálgast 50% árangur, en liðið byijaði mjög vel og virðist vera að ná sér á strik á ný. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við erum stöðugt að bæta okkur og ætlum að halda því áfram,“ sagði Lenny Wilkens þjálfari Atlanta. New York vann tíunda leikinn í röð gegn Boston, þar af sex í Bos- ton Garden, og virðist hafa gott tak á Celtics. Hubert Davis gerði 22 stig fyrir Knicks og Anthony Mason gerði 19,. tók 12 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Dominique Wilkins gerði 22 stig fyrir Boston. Morgunblaðið/Einar Falur DEREK Harper, leikstjórn- andi New York Knlcks. Það þurfti að framlengja í Fílad- elfiu er 76ers mætti New Jersey Nets, en gestimir sigruðu 108:115. Kenny Anderson gerði 30 stig og Derrick Coleman 25 en hjá 76ers voru þeir Clarence Weatherspoon og Dana Barros með 27 stig hvor. Detlef Schrempf gerði 27 stig þegar Seattle vann Minnesota 104:118, en sjö leikmenn liðsins gerðu meira en tíu stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.