Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 12 MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 C 3 Bandarílciit Odýrir bílar f ást ekki ÓDÝRIR bílar með lágmarksútbún- aði heyra sögunni til í Bandaríkjun- um. Yfirrmenn hjá bandarískum hílaframleiðendum segja ástæðuna vera þá að það sé kostnaðarsamt að uppfylla reglugerðir um öryggis- búnað og mengunarvarnir í nýjum bílum og auk þess hafi smekkur bílakaupenda breyst. Robert Lutz, stjórnarformaður Chrysler, sagði á blaðamannafundi á bílasýningunni í Chieago í síðasta mánuði að bíla- framleiðendur hefðu áhyggjur af því að almenningur hefði ekki leng- ur ráð á því að kaupa bíla. Bílar væru mun betur búnir nú en fyrir 5-10 árum. „Það er bókstaflega ekki hægt lengur að framleiða mjög ódýra bíla með lágmarksútbúnaði í Bandaríkjunum," sagði hann. Kostnaður af öryggisbúnaði Lutz sagði að kostnaður við framleiðslu á búnaði eins og tveim- ur líknarbelgjum, hliðarárekstra- vörn og fullkominni rafeindatækni sem dregur úr útblæstri yrði að ýta út í verðlagið á bílum. Ný og strangari mengunarvarnareglu- gerð sem tekur gildi á næsta ári í Bandaríkjunum mun leiða til mörg hundruð dollara verðhækkunar á nýjum kynslóðum bíla, þótt aðeins dragi 1-2% úr mengandi loftteg- undum í útblæstri. „Bílkaupendur sjá ekki alltaf gildi í slíkum hlutum og eru tregir til að greiða hærra verð fyrir bílana vegna þeirra,“ segir Lutz. Ódýrir evrópskir bílar ekki gjaldgengir Nýir öryggisstaðlar í Bandaríkj- unum gera það að verkum að ný kynslóð ódýrra evrópskra bíla, eins og t.d. Swatchmobile, verður ekki gjaldgeng vestra. Sérfræðingar segja að Swatchmobile, sem verður framleiddur í samvinnu Mercedes- Benz og Swatch-úrafyrirtækisins svissneska, verði of lítill fyrir Bandaríkjamarkað. Bílaframleiðendur keppast einn- ig við að auka staðalbúnað sem seldur er með bílum, eins og t.a.m. hemlalæsivamarkerfi, rafstýrðar rúður, hljómtæki og loftræstikerfi. Ódýrasti bíll Chrysler er Neon og þrátt fyrir að grunngerð hans kosti um 9.500 dollara selst hann að meðaltali á 11.000-13.000 dollara. Engin hagnaðarvon Dótturfyrirtæki General Motors, Saturn, var sett á Iaggirnar til að framleiða lítinn og ódýran bíl til að selja með hagnaði á Banda- ríkjamarkaði. Markaðsstjóri Saturn, Donald Hudler, gerir sér grein fyrir því að þeir bílkaupendur fyrirfinnast sem kjósa bíla sem eru „strípaðir", án teppa á gólfi, með leðurlíki í sætum og án miðstöðvar en hann segir að slík framleiðsla myndi ekki skila fyrirtækinu hagnaði. „Við gætum framleitt 25.000 til 50.000 bíla þannig útbúna á ári en við töpuðum stórum fjárfúlgum á því,“ segir Hudler. Bandaríska viðskiptaráðuneytið gaf út seint á síðasta ári tilkynn- ingu um að meðalverð á bandarísk- um bílum væri komið ppp í 20.000 dollara, sem sarnsvarar nálægt 1.320.000 ÍSK, en Lutz vísar þessu á bug. Hann segir að í meðalverði ráðuneytisins sé ekki reiknað með afsláttum og kaupleiguskilmálum sem hann segir að breyti myndinni mikið. Chrysler hefur reiknað út að meðalverð á bandarískum bíl sé nær 16.700 dollurum, um 1,1 millj- ón ÍSK. ■ Sportbílasprenging á bílasýningunni í Genf Nýrstárlegir hugmydabílar f rá Sviss og Frakklandi vöktu mikla athygli ROVER afhjúpaði á bílasýning- unni í Genf í byijun vikunnar nýj- an sportbíl, MGF, sem markar nýja tíma fyrir MG sportbíla, fímmtán árum eftir að Leyland verksmiðjurnar bresku hættu framleiðslu á þessum nafntogaða sportbíl. MGF er fyrsti nýi MG-bíll- inn sem smíðaður er í yfir 30 ár og við kynningu á honum kom fram að bíllinn með 1,8 lítra, 120 hestafla vélinni kostar 16.000 sterlingspund, eða sem samsvarar um 1.665.000 ÍSK. Rover væntir þess að tveggja sæta MGF-inn njóti fornrar frægð- ar MG sem var fyrst framleiddur fyrir 70 árum og þótti jafnan frem- ur ódýr bíll. MGF kemur á markað innan tveggja niánaða í Bretlandi. Einnig verður á boðstólum 1,8 lítra útfærsla með breytilegu ventlakerfi sem skilar 145 hestöfl- um og nær 209 km hámarkshraða á klst, og verður hann verðlagður á 18.500 pund, eða um 1,9 milljón- ir ÍSK. Mest seldi sportbíll sögunnar FIAT Coupé. ur framleiddur í takmörkuðu upp- lagi og seldur aðeins hjá útvöldum dreifingaraðilum. Með MGF ætlar Rover að sýna almenningi nýja ímynd af fyrirtækinu og minna á glæsta tíma. Bílnum er spáð góðu gengi í Bretlandi, ekki síst vegna hagstæðs verðs sem hann verður boðinn á og talið er að tengsl Rover og BMW hjálpi til við söluna á meginlandi Evrópu. Spáð mikilli söluaukningu Evrópskir bílaframleiðendur hafa fullan hug á því að endur- heimta fyrri styrk á þessum mark- aði sem þeir gáfu eftir átakalaust fyrir um fimmtán árum. Við tóku japönsk merki, einkum og sér í lagi Mazda RENAULT kynnti nýja hugmyndabílinn Spider á sýningunni í Genf. Yfirbygging Spider er úr áli en vélaraflið kemur úr tveggja lítra, fjögurra strokka vél og bíllinn er með fimm gíra beinskipt- ingu. Hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km hraða er sögð vera 6,5 sekúndur. Stóru fréttirnar eru þær að Renault ætlar sér að setja þennan bíl á markað strax á næsta ári. Rover, sem nú er í eigu BMW, framleiðir reyndar takmarkað magn af sportbíl sem heitir RV8 og er byggður eftir sömu grunn- hönnun og MGB með seinni tíma breytingum og 3,9 lítra V8 vél. MGB var reyndar síðasti MG-bíll- inn sem hleypt var af stokkunum fyrir 32 árum. Hann var fram- leiddur allt til ársins 1980. MG framleiddi í allt 500 þúsund MGB og var bíllinn mest seldi sportbíll sögunnar. MGF verður að öllu leyti smíðaður í Englandi. Bíllinn verð- MERCEDES-Benz setur SLK sportbíl- inn á markað á næsta ári. MX5 sem hefur verið ráðandi bíll á þessum markaði undanfarin ár. Á sýningunni í Genf afhjúpar Fiat nýjan Barchetta sportbíl og ekki er langt síðan Coupé var kynntur í París. Dóttturfyrirtækið Alfa Romeo hefur kynnt splunk- unýjan Spider. Á næsta ári eru svo væntanleg- ir nýir sportbílar frá Mercedes- Benz, SLK, nýr ódýrari Porsche Boxster og BMW Coupé. Sérfræð- ingar segja að þessi markaður stjórnist fyrst og fremst af framboði af spennandi bíl- um nýju arnir muni valda sölusprengingu í flokki lítilla sportbíla. Árið 1989 seldust aðeins 10 þúsund bílar, mest Mazda MX5, árið 1993 seld- ust um 20 þúsund bílar og um 18 þúsund á samdráttarárinu í fyrra. Sérfræðingar spá því hins vegar að 30 þúsund evrópskir sportbílar seljist á þessu ári og allt að 56 þúsund á því næsta ■ MGF, nýr sportbíll Rover, var afhjúpaður á bíla- sýningunni í Genf. Með nýtt blóð í æðum kynnir Rover MG á ný Tækninýjungar í ís- lenskum f jallajeppum RASMUS TBR-101, leiðréttingarbúnaður fyrir hraðamæla í breyttum jeppum. Tækið er fyrirferðarlítið eins og sést á saman- burðinum við pennann á myndinni. ÍSLENDINGAR eru líklega allra manna fremstir í breytingum á jeppum til aksturs í snjó. Þar er byggt á margra ára reynslu manna sem nota jeppa til ferðalaga að vetri til. Þannig hafa breytingar þróast smátt og smátt og gæði breytinganna balnað eftir sem menn þróa þær. Með notkun raf- eindatækni er nú hægt að leysa ný vandamál sem eru samfara þró- un jeppanna hjá framleiðendum þeirra. Verkfræðistofan Samrás, sem er í eigu Guðlaugs Jónasson- ar, hefur framleitt leiðréttingar- búnað fyrir rafeindastýrða hraða- mæla og nákvæman bensínmæli sem hefur þótt mjög til bóta fyrir jeppaeigendur. Leiðréttingarbúnaðurfyrir rafelndastýrða hraðamæla Rafeinda hraðamælir hefur F mörgum gerðum jeppa leyst gamla hraðamælinn með barka frá gír- kassa af hólmi. Nú er í mörgum gerðum jeppa einungis nemi í gír- kassa jeppans sem nemur snún- ingshraða drifskaftsins. Þessi nemi er síðan tengdur hraðamælinum sem tekur við boðunum og túlkar þau rétt þannig að vísir hraðamæl- isins og kílómetramælirinn virka eðlilega. Þegar dekk eru stækkuð eða drif lækkuð raskast hlutfallið á milli snúningshraða drifskafts og hins rétta hraða jeppans. Þetta hefur hingað til verið leiðrétt með litlu millistykki á hraðamælabark- ann. Það gefur auga leið að þetta er ekki fýsilegt að gera þegar raf- einda hraðamælar eru í jeppanum þar sem enginn hraðamælabarki er notaður. Hannaðog framleitt á íslandi Því hefur nú komið á markað nýtt tæki sem er hannað og fram- leitt á íslandi. Þetta er tæki sem tekur boðin frá. nemanum á gír- kassanum, breytir þeim þannig að þau passi miðað við breytingar sem gerðar hafa verið á dekkjastærð eða drifhlutföllum og sendir síðan áfram til rafeindahraðamælisins. Verkfræðistofan Samrás hannar og framleiðir tækið. Millistykkið er með stiglausri stillingu og getur geymt tvær stillingar. Þannig er hægt að nota það fyrir tvær dekkja- stærðir eða til að nota fyrir ná- kvæma stillingu á hraða annars vegar og nákvæma stillingu á kíló- metramæli hins vegar. Það kom nefnilega í ljós að þegar hraðamæl- ar voru stilltir með þessu nýja tæki að kílómetramælar eru ekki í réttu hlutfalli við hraðamæla. Sumir hafa því notað þetta til að auka ná- kvæmni beggja mælanna. Hjá Toyota aukahlutum hafa verið seld á annað hundrað svona stykki í Toyota jeppa. Hraðamæl- arnir eru síðan stilltir af seljanda með nýjustu tækni, en til þess er notað GPS staðsetningartæki. Þannig fæst nákvæmni sem er margfallt meiri en upphaflega frá framleiðanda jeppanna. Bílabúð Benna hefur ennfremur selt þessi millistykki í Patrol jeppa með góð- um árangri.Millistykkin eru einnig fáanleg fyrir aðrar gerðir jeppa. EFST á myndinni er nemi sem komið er fyrir í bensíntanki en að neðan er skjár sem sýnir bensínmagn í lítrum. Á myndinni til hægri sést hvar nemanum hefur verið komið fyrir neðst utan á bensíntankinum. Nákvæmur bensínmaelir í breytta jeppa eru oft settir stærri bensíntankar. Þetta er gert vegna þess að ferðalög á jeppum á hálendinu taka oft nokkra daga og þá er ekki hægt að stoppa á næstu bensínstöð til að fá bensín. Stærri tankar og aukatankar eru því settir í jeppana. Það gefur auga leið að á ferðalögum á hálendinu er nauðsynlegt að fylgjast með bensínbirgðum. Verkfræðistofan Samrás hefur því hannað rafeinda- bensínmæli í jeppa. Mælinemi er settur neðst í tankinn og frá honum liggur leiðsla inn í bílinn. Inni í bílnum er síðan ljósaborð þar sem sést bensínmagn hveiju sinni. Mælirinn gefur upp hversu margir lítrar eru eftir í tankinum. Svona mælir hefur nú verið í notkun í nokkrar vikur og hefur reynst mjög vel. Mælirinn byggir á þrýstimæl- ingu og rafeindabúnaði sem reiknar út hversu margir lítrar eru eftir í tankinum. Hægt er að „kvarða“ eða stilla mælinn fyrir allar stærð- ir tanka í jeppum en tankurinn þarf að hafa sem reglulegasta lög- un til að auka nákvæmni mælisins. Væntanlegur er á markað mælir þar sem lögun tanksins hefur eng- in áhrif á nákvæmnina, þar sem mælirinn tekur tillit til lögunar tanksins. Slíkur rafeindabensín- mælir er dýrari en hefðbundinn mótstöðumælir en mun nákvæmari og öruggari þar sem engir hreyfan- legir hlutar eru í honum. Tækið er því mjög þægilegt á ferðalögum þar sem nauðsynlegt er að fylgjast með eyðslu jeppans. Maplirinn er mjög nákvæmur og getur mælt með nákvæmni upp á tvo lítra í hundrað lítra tanki með mæliupplausn upp á 0,1 lítra. Halli og hröðun hafa að sjálfsögðu áhrif á mælinguna en í rafeindabúnaðin- um eru þessi áhrif „deyfð“. Það verður spennandi að fylgjast með notkun þessa tækis í vetur við erfið- ar aðstæður á íslandi. Það er alveg ljóst að íslenskir tæknimenn geta gert stórkostlega hluti í vöruþróun og nýsköpun á íslandi í íslensku jeppasporti. Ofan- nefnd dæmi ásamt öðrum sýna það og sanna. Söluaðilar rafeindastýrða bensínmælisins er Toyota auka- hlutir. FERRARI F-50 sportbíllinn mnn levsa eldri gerð af hólmi, F-40. BMW Coupé er enn í dular- klæðum en hann er væntanlegur á markað á þessu ári. SVISSLENDINGAR áttu sinn fulltrúa á sýningunni sem var hug- myndabíllinn Rinspeed Roadster A. Rinspeed dregur línur sínar að verulegu leyti frá kappakstursbílum þriðja áratugarins. Hann er búinn Ford V8 4942 CM2 vél, með fimm gíra beinskiptingu og hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst tekur 5,1 sekúndu. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer XLT 4x4,4ra dyra, árgerð '94 (ekinn 9 þús. mílur), Dodge Dakota LE 4x4, árgerð '92, Chevrolet Cavalier Z-24, árgerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýnd- ar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 14 mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.