Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Greiðsluaðlögun Á FLOKKSÞINGI Alþýðuflokksins var samþykkt ályktun þar sem áhersla var lögð á að frumvarp um greiðsluaðlögun verði samið á grundvelli nefndarálits þar um. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frum- varp um svipað efni þar sem ekki er gert ráð fyrir að greiðsluaðlög- un taki til skulda tryggðra með veði eða sjálfsskuldarábyrgð. Slíkt frumvarp leysir engan vanda og vand- séð til hvers það er lagt fram. En hvað er greiðsluaðlögun skv. hugmyndum fyrrgreindrar nefndar? Hún merkir samræmingu skulda og greiðslugetu þ.e. skuldara og fjölskyldu hans sé tryggt öruggt íbúðarhúsnæði og mannsæmandi félagsleg staða, þrátt fyrir fjármála- legar hremmingar. Efni skuldari skilmála greiðsluaðlögunar í 3-5 ár munu skuldir sem flokkast sem almennar kröfur við gjaldþrotaskipti falla niður séu þær umfram greiðslugetu. Skuldir með veði í fasteign skuldara eða annarra og skuldir tryggðar með sjálfskuldar- ábyrgð sem fyrirsjáanlega fengjust ekki greiddar við innheimtu- og fullnustuaðgerðir falla í sama hóp. Þær sem sannanlega fengjust greiddar við slíkar aðgerðir greiðast að fullu. Hins vegar verði lánstími lengdur og vanskil endurlánuð. íbúðarhúsnæði af hæfilegri stærð yrði ekki selt til fullnustu skulda en óhóflega stórt eða dýrt húsnæði yrði selt og annað hæfilegt húsnæði tryggt. Veðsett lausafé og munir keyptir með eignarréttarfyrirvara yrði selt nema það væri nauðsynlegt til framfærslu og innan hóflegra marka. Greiðsluaðlögun yrði ein- ungis veitt einu sinni. Hana mætti taka upp innan hinna 3-5 ára, við breyttar aðstæður af ófyrirséðum aðstæðum t.d. vegna sjúkdóma, slysa eða atvinnuleysis. Bijóti skuldari skilmála greiðsluaðlögunar félli hún niður og öll áhrif hennar. Heimild til greiðsluaðlögunar yrði veitt með úrskurði dómara. Allar inn- heimtuaðgerðir, nauð- ungaruppboð o.fl. myndu stöðvast. Fram- kvæmdin yrði í höndum sýslumanna. Skuldari ynni sjálfur upp yfirlit um skuldir sínar, tekjur og neyslu. Tæki með öðrum orðum sjálfur utan um vand- ann. Skuldari og ijölskylda hans gengi jafnframt í gegnum námskeið þar sem tekið væri á rótum vandans og reynt að tryggja þann árangur sem að er stefnt. Þetta yrði gert undir handleiðslu lögfræðinga, við- skiptafræðinga, sálfræðinga eða annarra sem löggiltir yrðu til starf- ans t.d. neytendasamtökin, verka- lýðsfélög o.fl. Öll vinna yrði fram- Heimild til greiðsluað- lögunar, segir Magnús M. Norðdahl, yrði veitt með úrskurði dómara. kvæmd í hópi fólks sem væri í svip- aðri stöðu. Skuldari fengi þannig ekki „venjulega" opinbera af- greiðslu heldur gengi hann í gegn- um ákveðið ferli sem vel má kalla fjármálameðferð. Eitt markmið hugmyndarinnar er einmitt að fylla í þá eyðu sem vanræksla á fjár- munalegu uppeldi og langtíma íjár- hagsvandræði hafa skapað í lífi margra. Margföldunaráhrif aðgerð- anna myndu skila sér til næstu kyn- Magnús M. Norðdahl slóða. Lög um greiðsluaðlögun hafa einnig varnaðaráhrif. Það verklag að lána fé án tillits til greiðslugetu, verður fráhrindandi. En heyrst hafa raddir sem finna þessum róttæku hugmyndum flest til foráttu. í fyrsta lagi vegna þess að vegið sé að ör- yggi í viðskiptum. Þessu er ég ekki sammála. Örugg veð, ábyrgðir og aðrar tryggingar standa en lánin lengjast og vanskilin endurlánast. Hagsmunir kröfuhafa eru þannig tryggðir. Illa tryggðar kröfur yrðu betur tryggðar þar sem við gjald- þrot og uppboð fæst ekkert upp i þær. Við greiðsluaðlögun fæst hins vegar það sem sennilegt má telja að skuldari ráði við. Viðskiptaörygg- ið er því hið sama og áður og ef eitthvað er betra. í öðru lagi er því haldið fram að samningafrelsið sé skert. Því er ég ekki heldur sam- mála. Greiðsluaðlögun hróflar ekki við frelsi til samninga frekar en lög um gjaldþrot og ákvæði uppboð- slaga um ófullnægða veðhafa. Þegar eru einnig í gildi lög sem heimila ógildingu samninga, banna órétt- mæta viðskfptahætti og setja samn- ingafrelsinu skorður og leikreglur. í þeim felst að samningar efnast ekki vegna aðstæðna sem síðar koma til eða voru til staðar við samningsgerð. Einnig eru í gildi lög um greiðslustöðvanir og nauða- samninga sem miða að því að koma í veg fyrir gjaldþrot skuldara. Þau lög falla hins vegar ekki að þörfum einstaklinga utan atvinnureksturs en það gerir greiðsluaðlögun eins og tillaga er gerð um hana í áliti nefndarinnar. Kominn er tími til að nálgast vandamálið með nýrri hugs- un og bregðast við þeim vanda sem þúsundir fjölskyldna eru í vegna vanskila, fallinna ábyrgða og yfír- vofandi greiðsluþrots. Höfundur er sijómarformaður Húsnæðismálastjómar og skipar 10. sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hvenær hækka skatt- amir í Garðabæ? í HUGUM margra landsmanna er Garðabær vel stætt bæjarfélag. Þar hafa flestir ágæta afkomu og húsakostur þykir í góðu meðallagi. Litlum vandkvæðum ætti því að vera bundið fyrir bæjarsjóð að afla tekna til að mæta þörfum íbúa fyr- ir þjónustu. Ráðamenn Garðabæjar hafa um langt skeið stært sig af góðum fjárhag bæjarfélagsins sam- fara lágri skattheimtu. Því miður er Garðabær ekki eins vel stæður eins og látið er í veðri vaka. Eytt hefur verið um efni fram mörg undanfarin ár og skuldimar hafa þessvegna hrannast upp. Eftir nær þriggja áratuga stjórnvisku Sjálf- stæðisflokksins er bæjarsjóður sokkinn í skuldafen. Heildarskuldir námu um 1.200 milljónum króna um síðustu ára- mót, eða um 160% af skatttekjum. Til samanburðar skulduðu ná- grannarnir í Hafnarfirði 145% af sínum skatttekjum i lok ársins 1993. (Árb. sv.félaga 1994, nýrri tölur ekki fáanlegar.) í Garðabæ gufar nú tíunda hver króna upp í fjármagnsgjöld vegna lána. Vaxta- kostnaðurinn einn nemur næstum öllum fasteignaskattinum sem hús- eigendur eru að greiða til bæjarfé- lagsins um þessar mundir. Fram- kvæmdageta bæjarfélagsins er vit- anlega stórlega skert við þessar aðstæður, þegar það lætur nærri að einn stór leikskóli með innan- stokksmunum og lóð fjúki út um gluggann á ári hveiju í formi vaxtakostnaðar. Bæjarfulltrúar Framsóknar-, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjórn Garðabæjar lögðu fram eigin fjárhagsáætlun fyrir árið 1995. Megin- stef hennar var aðhald í rekstri og fram- kvæmdum, en að auki var þar lagt til að eign- ir yrðu seldar til skuldalækkunar. Með tillögum þessum hefðu skuldir bæjarsjóðs lækkað um 150 millj. kr. á þessu ári. Fjár- hagsáætlun valdhaf- anna í Sjálfstæðis- flokknum var síðan af- greidd á dögunum. Niðurstaða hennar hljóðar einungis upp á um 100 millj. kr. skuldalækkun. Þá á einnig eftir að taka tillit til árlegrar framúrkeyrslu áætlunarinnar, en samkvæmt hefð- inni verður þar um einhveija tugi milljóna króna að ræða. Félagshyggjuflokkarnir í Garðabæ lögðu til, seg- ir Einar Sveinbjörns- son, meiri ráðdeild og sparnað en Sjálfstæðis- flokkurinn. Félagshyggjuflokkarnir í bæjar- stjórn Garðabæjar lögðu til meiri ráðdeild og aðhaldssemi en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn! Einhvern tíma hefði það nú þótt saga til næsta bæjar. Fjölmargar vel ígrundaðar tillögur minnihlutans um sparnað í rekstri hlutu ekki náð fyrir daufum eyrum Sjálfstæðis- flokksins og voru ein- faldlega felldar án nokkurrar umræðu. Vinnulag sem þetta tíðkast sennilega hvergi annars staðar en í bæjarfélögum þar sem sama stjórnmála- aflið hefur farið með völd svo lengi sem raun ber vitni. Það er deginum ljós- ara að við skuldasöfn- un bæjarsjóðs verður að bregðast annaðhvort með hörð- um aðhaldsaðgerðum eða þá aukn- um tekjum. Fyrst Sjálfstæðisflokk- urinn er ekki reiðubúinn að fara leið sparnaðar og mögulega sölu hluta húseigna bæjarsjóðs, verða að koma til hækkaðir skattar eigi að verða unnt að halda uppi sömu þjónustu í bæjarfélaginu og undan- gengin ár. Það er reyndar vissa þess er þetta ritar að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að gripa til þess óyndisúrræðis að auka tekjur með hækkuðum skattaálögum og þá lík- lega fyrr en síðar. Löngu er tímabært fyrir sjálf- stæðisfnenn að þeir fari að taka kíkinn frá blinda auganu, því að lifseig goðsögn þeirra um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar er því miður fallin. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ. Mikíll er máttur gleymskunnar Fyrri hluti SÍÐASTLIÐIÐ haust lék íslenskt samfélag á reiðiskjálfi vegna hneykslismála í kringum þáverandi félagsmálaráðherra, Guðmund Árna Stefánsson, sem neyddist til að segja af sér í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættis- færslur hans. Stjórnarandstaðan fann sig knúna til að flytja van- trauststillögu á alla ráðherra í ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar enda höfðu þeir setið þegjandi undir fárinu og vörp- uðu allri ábyrgð yfir á Guðmund Árna. Mikil umræða átti sér stað um siðferði íslenskra sjtómmála, fundir og ráðstefnur voru haldn- ar og öllum bar saman um að úrbóta væri þörf. Nú fimm mán- uðum síðar er þessi umræða gjörsamlega gleymd og grafin og ef marka má skoðan- akannanir munu sömu flokkar með sömu menn sitja áfram við stjórnvölinn og halda áfram að deila út gæð- um til flokksmanna sinna. Þessi staða er afar undarleg og umhugs- unarverð þegar haft er í huga allt það sem yfir fólk hefur gengið á þessu kjörtímabili og ástæða er til að rifja upp. Ég hlýt að spyrja ætl- ar fólk að kjósa yfir sig óbreytt ástand? Menntamálaráðherra fer á kreik Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð í lok apríl 1991. Þá þegar varð ljóst að von var tíðinda því boðskapurinn sem frá henni gekk hljóðaði upp á einkavæðingu, niður- skurð og þjónustugjöld. Og það var hafist handa. Menntamálaráðherra Ólafur G. Einarsson boðaði skólagjöld sem tók þó töluverðan tíma að koma á vegna andstöðu í Alþýðuflokknum. Nú greiða nemendur í öllum fram- haldsskólum skólagjöld sem notuð eru til reksturs skólanna, en borg- uðu áður í nemendasjóði og félags- líf. Gjöld voru stórhækkuð í háskól- unum en t.d. háskólaráð HÍ hefur staðið gegn frekari hækkun enda duga slik gjöld skammt í svo stórri stofnun, meðan nemendur munar um þau. Menntamálaráðherra stöðvaði tilraun Menntaskólans við Hamrahlíð til skipulagsbreytinga sem ætlað var að taka á vanda þeirra nemenda sem ráða illa við framhaldsskólanám eins og það er nú skipulagt. Ráherrann hætti með hálfsmánaðar fyrirvara við að lengja kennaranám við Kennarahá- skólann úr þremur árum í fjögur þótt búið væri að undirbúa það og taka inn nemendur með tilliti til þess. Aðaltíðindin úr menntamála- ráðuneytinu birtust þó seint um haustið 1991 þegar í ljós kom að meiningin var að spara á hátt í 200 millj. kr. með því að skera niður kennslu í grunnskólum landsins, fjölga í bekkjum og fresta nokkrum ákvæðum grunnskólalaga sem reyndar heyrðu undir sveitarfélög- in. Þessi niðurskurður hefur verið endurtekinn ár eftir ár og hefur leitt af sér fækkun kennslustunda sem m.a. hefur komið niður á ís- lensku- og stærðfræðikennslu, stöð- um kennara hefur fækkað og það sem verst er, börnin fá alls ekki þá kennslu sem þeim ber lögum samkvæmt. Á þessu skólaári var byijað að skila börnunum aftur þessum kennslustundum, en margra vikna verkfall kennara ger- ir þann ávinning að engu, en sam- drátturinn hefur að sjálfsögðu kom- ið illa við allt of lág laun kennara. Háskólinn undir hnífinn Háskóli íslands hafði verið í svelti um þriggja ára skeið þegar núver- andi ríkisstjóm tók við. Sultarólin var hert enn meira þannig að fella varð niður námskeið og fækka kennurum. í ýmsum greinum hafa nemendur átt erfitt með að ljúka námi vegna skorts á námskeiðum og hafa haldið til útlanda til að bjarga sínum málum. Síðastliðið haust gripu kennarar og stúdentar til sinna ráða, lýstu því yfír að HÍ væri að verða annars flokks skóli og beittu ráðamenn miklum þrýstingi sem skilaði þeim árangri að fjár- veitingar voru hækkað- ar nokkuð, þó ekki nærri nógu mikið til að verða sambærilegar við það sem gerist meðal háskóla í nágranna- löndum okkar. Nú keppast flokksforingj- amir við að lýsa ást sinni á menntun og vís- indum sem hinni einu framtíðarvon, löngu búnir að gleyma því hvernig þeir beittu hníf- unum allir sem einn gegn menntakerfínu, að ekki sé nú talað um kjör kennara sem enginn þeirra hefur tekið á. Háskólinn hafði verið í svelti í þrjú ár þegar ríkisstjórnin tók við, segir Kristín Ást- geirsdóttir, en sultaról- in var hert enn meir af sitjandi stjórn. Víkur þá sögunni að Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vorið 1992 urðu hörð átök um þær breytingar sem ríkisstjórnin vildi gera á lánum til námsmanna. Lánasjóðurinn hafði, aukið mjög umsvif sín og ljóst að taka varð á málum hans. Aðferðin sem beitt var fólst í því að létta af ríkisstjóði, beina sjóðnum í æ ríkara mæli út á lánamarkaðinn og herða kröfur til námsmanna verulega. Skila þarf 100% námsárangri til að fá lán, hvað sem á dynur. Lánin fást ekki fyrr en efcir á, þannig að námsmenn verða að leita til bank- anna til að brúa bilið sem fítna vel á yfirdráttarlánum til þeirra. Vextir voru settir á lánin og endurgreiðsl- umar hertar svo að vandséð er að hefðbundnar stéttir háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna geti staðið undir þeim. Formaður stjómar LÍN lýsti því yfír á fundi með námsmönn- um að þeir skyldu ekki láta sig dreyma um að geta tekið námslán og ætlað sér síðar á ævinni að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Afleiðing- in er sú að verulega hefur dregið úr umsóknum um lán, en nemendum hefur ekki fækkað. Það em einkum námsmenn utan af landi sem hætt hafa við að taka lán, einstæðr*- mæður og bamafólk og það vekur þá spurningu livernig þeir náms- menn fjármagna nám sitt. Það er ljóst að námsmenn eru aftur farnir að vinna með námi sem hlýtur að teíja fyrir þeim, en það kostar sitt fyrir skólana að nemendur séu leng- ur að ljúka námi. Hver er þá sparn- aðurinn þegar uþp er staðið? Það þarf að kanna rækilega afleiðingar breytinganna, en það er alveg ljóst að námsmönnum hefur verið gert erfiðara fyrir og margir lánþegar verða í miklum vanda þegar kemur að því að 'greiða lánin til baka. Höfundur er þingkona Kvennalistans í Rcykjavík. Kristín Ástgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.