Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLADIÐ HAGVÖXTUR og nýsköpun í atvinnulífinu á næstu árum getur komið frá smærri fyrirtækjunum og sjálfstætt starfandi einstakling- um ef rétt er á haldið. Þess vegna er mikilvægt að skapa þessum smærri rekstraraðilum þær að- stæður að þeir geti blómstrað. Hjá minni fyrirtækjum býr oft mikið frumkvæði, sköpunarafl og dugn- aður. Það er ekki aðeins vegna mögulegs hagvaxtar að tryggja þarf smærri fyrirtækjunum góðar rekstraraðstæður. Fjöldi lands- manna á alla afkomu sína undir árangri litlu fyrirtækjanna. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem fram- fleyta einni eða örfáum fjölskyldum sem lagt hafa alla krafta sína og fé í reksturinn. En hvetjar eru rekstaraðstæður smáfyrirtækjanna? Bakhjarlinn er oft ekki annar en eignir venjulegr- ar fjölskyldu og orustuvöllurinn er takmarkaður innanlandsmarkaður. Oft þurfa þessir litlu rekstraraðilar að standa í harðri samkeppni við volduga keppinauta, þunglamlegt opinbert kerfi og úrelta löggjöf. í baráttu viðskiptalífíns hafa þeir styttra sverð en þeir sem meira mega sín og verða því annaðhvort að ganga feti framar, vera skjótr- áðir og taka verulega áhættu eða fara sér hægar og treysta á hygg- indi sín en missa þá ef til vill af góðum tækifærum. Athygli pg áhugi ráðamanna þjóðarinnar á smærri fyrirtækjunum er yfirleitt lítill. Þeir horfa oftast til stóru fyrirtækjanna eða stóriðju þegar rætt er um aðgerðir í at- vinnumálum. Bætum rekstraraðstöðu smærri fyrirtækjanna Hægt er að bæta rekstraraðstæður smá- fyrirtækjanna með margvíslegum hætti. Það er hrein bábylja að ríkisvaldið hvorki eigi né megi koma ná- lægt stuðningi á þessu sviði. Það þýðir hins vegar ekki að ríkið eigi að þur- rausa sjóði sína eða sjálft að vera í rekstrinum heldur á það að örva og hlúa að rekstrinum. í Bandaríkjunum og fleiri fram- faralöndum hefur verið efnt til sér- staks átaks til eflingar smáfyrir- tækja með aukinn hagvöxt að markmiði. Þessar aðgerðir þurfum við Islendingar að kynna okkur vel og fella að þeim aðstæðum sem hér ríkja. Nauðsynlegt er að útvega áhættufjármagn til nýsköpunar hjá smærri fyrirtækjum en það hefur verið ófáanlegt. I þessum fyrirtækj- um eru fyrir hendi stórgóðar hug- myndir og reynsla til þess að hrinda þeim í framkvæmd en fjármagnið vantar og fyrirtækin geta ekki leyft sér að taka nokkra áhættu. Þessu þarf að breyta. Nú, þegar við íslendingar höfum eignast Iðnþróun- arsjóð að fullu, er eðli- legt að hann verði nýttur í þessum til- gangi en þess gætt að skerða hann ekki. Sú nýsköpun sem nær árangri og skilar arði verður að nýta til þess að greiða töpuð útlán. Enn frekari stuðning- ur við nýsköpun á að geta orðið á næsta kjörtímabili ef okkur tekst að auka hagvöxt hér á landi í 3% eða meira og ríkis- útgjöldum er haldið á sama stigi og nú er. í stefnu Framsóknar- flokksins er gert ráð fyrir að leggja einn miljarð á ári í nýsköpun. Sérstakan stuðning eða hag- kvæm lán þarf að veita fyrirtækjum til þess að auka framleiðni í rekstri en hún er því miður lægri hér á landi en í helstu samkeppnislöndum okkar. Rekstrarþekking og mennt- un er forsenda aukinnar fram- leiðni. Þá þekkingu þurfum við að fá með eins skjótum hætti og hægt er. Við eigum þess vegna strax að leita í auknum mæli til útlanda eftir framleiðniþekkingu en gert hefur verið. Jafnramt á að hvetja og hjálpa skólunum að efla nám í rekstri. Með svipuðum aðferðum Nauðsynlegt er að út- vega áhættufjármagn, — —- segir Olafur Om Har- aldsson, til nýsköpunar hjá smærri fyrirtækjum. þarf að örva markaðsstarf íslenskra fyrirtækja. Verðlauna þarf þá aðila sem efla framleiðni og markaðs- sókn. Gefa þarf fyrirtækjum tíma- bundinn afslátt af orku ef þau eru að auka framleiðslu sína eða taka upp nýjar vinnsluaðferðir til auk- innar framleiðni. Samkeppnisstaða Styrkja þarf samkeppnisstöðu smærri fyrirtækjanna. I flestum arðvænlegum atvinnugreinum hér á landi hafa risið upp tiltölulega stór fyrirtæki sem hafa tögl og hagldir á viðkomandi markaði. Þau eiga líka oft greiðari aðgang að fjármagni og fyrirgreiðslu ýmiss konar. Þessi fyrirtæki eru miklir burðarásar í atvinnulífínu og ekki mun af veita að þau hafí fyllstu getu til þess að takast á við sam- keppni sem væntanlega fylgir frjálsari viðskiptaháttum milli landa. En stærri fyrirtækin eiga ekki að hafa aðstæður til þess að beita ofriki sem hindrar alla mögu- leika smærri fyrirtækjanna. Veldi sumra þessara fyrirtækja reis á úreltum samkeppnislögum og að- stöðu til einokunar. Nú eru nýir tímar. Hið opinbera verður að gæta þess í veitingu heimilda og aðstöðu að takmarka ekki samkeppnis- möguleika og drepa niður frum- kvæði annarra. Einnig geta ríki og sveitarfélög gætt þess betur að skilja smærri fyrirtækin ekki út- undan í útboðum á verkum og þjón- ustu. Nýleg samkeppnislög þurfa að vera í stöðugri skoðun og sam- keppnisráð þarf að fá tækifæri til þess að móta starf sitt. Fámenni og smæð íslenska markaðarins krefst sérstakrar aðgæslu. Jafn- framt þarf að auka gagnkvæman skilning milli ríkisvaldisins, þ.e. embættismanna og stjórnmála- manna, annars vegar og smærri fyrirtækjanna hins vegar. Stirðleiki og skrifræði má ekki hamla eðlileg- um viðskiptum og liprum samskipt- um þessara aðila. Með því að efla smærri fyrirtæk- in virkjum við það framtak og reynslu sem býr í svo mörgum Is- lendingum. Það kemur stóru fyrir- tækjunum einnig til góða. Jarðveg- ur atvinnulífsins verður fijórri og aukinn hagvöxtur skilar sér til landsmanna. Það er síðan á ábyrgð löggjafans og annarra ráðandi að- ila í þjóðfélaginu að efnahagsbati komi fram í nægri atvinnu fyrir alla, mannsæmandi kjörum og réttlátu velferðarkerfi. Höfundur er í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík. __________________KOSIMIÍMGAR 8, APRIL_ Mennirnir með stuttu sverðin Ólafur Örn Haraldsson Trúnaður og frelsi ÍSLAND í dag - einkennist af fákeppni og einokun. íslenskt samfélag er mótað af samkeppni fárra fyrirtækja og stofnana. Merki þessa má sjá nánast á öllum sviðum íslensks þjóðfélags. Á undanförnum árum hefur freisi I viðskiptalífí auk- ist til muna á íslandi - og er það vel. Höftum á 'viðskiptalífínu hefur verið aflétt og var það tímabært. Opnað hefur verið fyrir viðskipti erlendra fyrirtækja hér á landi, m.a. með EES samningnum. Opinber ákvarðanataka um verðlag hefur að mestu leyti verið afnumin - nema í landbúnaði. Ríkjandi viðhorf hefur verið að það yrði íslensku efnahags- lífí til framdráttar að auka frelsi í viðskiptum. Opinbert eftirlit hefur hætt að vera skömmtunartæki og breyst í almennt eftirlit með við- skiptaháttum og eðlilegum leikregl- um. Settar hafa verið á laggirnar stofnanir einsog Samkeppnisstofn- un. Þar gefst viðskiptalífínu tæki- færi til að krefjast réttlátra við- skiptahátta. Mjög stór spor hafa þar verið stigin til batnaðar og eflaust eiga þau eftir að verða fleiri. Markaður hinna fáu Nauðsynlegt er samt að halda á loft umræðum um viðskiptasiðferði og siðferði almennt, því góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Mikil- vægt er að menn geri sér grein fyr- ir að ekki er allt gull sem glóir. Þó margt hafí áunnist á umliðnum árum er samt margt ógert. Eitt er það sem er mjög áberandi í íslensku efnahagslífi, en það er samkeppni fárra fyrirtækja eða stofnana. Mjög áríðandi er að almenningur, stjórn- málamenn og aðrir átti sig á því að á fákeppnismarkaði - markaði hinna fáu, ríkja ekki eðlileg eða sömu samkeppnislögmál og á óheft- um samkeppnismarkaði. Óheftur samkeppnismarkaður gerir ráð fyrir því að fjöldi seljenda vöru og þjón- ustu sé það mikill að enginn einn geti haft afgerandi áhrif á verð og aðra söluskilmála. Því miður er slíkt fyrirkomulag óvíða til staðar á Is- landi. Nánast er sama á hvaða svið þjóð- lífsins er litið. Samkeppnin er ein- ungis milli fárra fyrirtækja - í besta falli. Stundum einungis tveggja til fimm fyrir- tækja. Þar má nefna olíufyrirtækin, trygg- ingafélögin, bankana, peningamarkaðinn, skipasamgöngur, flug- samgöngur, fjölmiðl- ana og nú á smásölu- markaðnum (matvöru- verslanir gegn Hag- kaup - Bónus). Alls- staðar á þessum svið- um þjóðlífsins eru ein- ungis fá^ fyrirtæki til staðar. íslenskt við- skiptalíf er lítið og markaðurinn smár. Eðlilegt er því að ekki rúmist mörg fyrirtæki í hverri atvinnugrein. Sér- staklega á þetta við þar sem stærð- Það þarf ekki nema samráð örfárra ein- staklinga, segir Snorri Styrkársson, til að hindra eðlilega sam- keppni á íslenskum pen- ingamarkaði. arhagkvæmni er til að dreifa. Óeðli- legt verður þó að teljast að slíkt ástand eigi að skapast á matvöru- markaðnum (srnásölumarkaðnum). Frjáls vaxtamyndun Eðli atvinnustarfsemi, þar sem fá en öflug fyrirtæki keppa um markaðinn, er ekki það sama og ef mjög mörg fyrirtæki eru til staðar. AÍlar kenningar um fijálsa verð- myndun án opinberra afskipta byggjast á því að mörg fyrirtæki séu til staðar en ekki fá. Ef fyrirtæk- in eru mjög fá verður að beita ströngu opinberu eftirliti til að fylgj- ast með gangi mála. Grípa verður inn í þegar í stað þegar augljóst er að ekki er um venjulega samkeppni að ræða, s.s. samráð með einum eða öðrum hætti um verð og aðra skil- mála. Eitt er það svið at- vinnulífsins sem al- mennt er ekki talað um sem fákeppnismarkað sem þurfi sérstakrar skoðunar við. Hér á ég við peningamarkaðinn. Mjög er gumað af því að vextir og aðrar sveiflur s.s. ávöxtun húsbréfa ákvarðist á hinum ftjálsa markaði. Lögmálið um framboð og eftirspurn ráði vöxt- unum. Helmingur alls sparifjár landsmanna er í höndum lífeyris- sjóðanna. Lífeyrissjóð- imir eru um 80 talsins á öllu land- inu. Þar af eiga um 10 stærstu sjóð- irnir um 80% af þessum helmingi spariijár landsmanna. Segja má að þessir lífeyrissjóðir ásamt örfáum peningafyrirtækjum stjórni lang- mestu af öllu sparifé landsmanna. Með öðrum orðum starfar tjár- magnsmarkaðurinn á íslandi ekki nema að sumu leyti í anda kenninga um frjálsa vaxtamyndun. Það þarf ekki nema samráð örfárra einstakl- inga til að hindra að ákveðnir hlutir gerist eða gerist ekki á íslenskum peningamarkaði. Trúnaður og traust Hér verður að spoma við. Mikil- vægt er að efla allt eftirlit með allri starfsemi viðskiptalífsins. Skapa verður trúnað milli seljenda og kaupenda. Trúnað milli neytenda og fyrirtækjanna - sparifjáreigenda og skuldara. Nauðsynlegt er að efla starfsemi einsog Samkeppnisstofn- unar. Stofnunin verður að fá rúmar heimildir til að bregðast við meintu samráði og spillingu fyrirtækjanna. Yernda verður hag neytenda. Trún- aður verður ekki til staðar nema til sé öflugur óháður aðili sem hafí möguleika, getu og vilja til að grípa inn í hlutina. Krafa um sönnun verð- ur að vera byggð á raunhæfum skilyrðum. Hugtakinu „löglegt en siðlaust" verður að útrýma. Höfundur er hagfræðingur og skipar 1. sætið á lista Þjóðvaka í A usturlandskjördæmi. Snorri Styrkársson Sálin hans Jóns míns í GREIN sem ég ritaði í Morgunblaðið á sl. hausti eða nánar tiltekið þann 29. októ- ber, sem ég nefndi „Sálin hans Jóns míns“, færði ég rök fyrir því að utanríkis- ráðherra hefði fært landbúnaðinn sem fórnargjöf við samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið og fyrir honum vekti ekk- ert annað en að koma íslenskri þjóðarsál inn fyrir þröskuld ESB- dýrðarinnar líkt og kerlingunni forðum sálu nafna hans. Sannleikur þessarar greinar fór svo fyrir bijóst aðstoðarmanns utanríkisráðherra, Þrastar Ólafs- sonar, að hann fann sig knúinn að svara mér í grein í Morgunblað- inu 13. desember sl. Sú svargrein sem Þröstur Ólafsson kallaði „Bull, ergelsi og pirrur" og birtist í Morgunblaðinu 13. desember sl. fór fram hjá mér. Löngu seinna var mér bent á hana, þannig að þetta svar frá mér er seint á ferð- inni. Fer vel á að þessi svargrein heiti enn „Sálin hans Jóns míns“. Tilgangur greinarhöfundar var sá að reyna að telja lesandanum trú um að EES-samningurinn hafí ekkert fært okkur annað en gott, engu hafi verið fórnað og sigrar unnist í hveiju máli. Er þetta sú mynd sem er að birtast okkur þegar að gráum hversdagsleika við framkvæmd samnings kemur? Hver eru orð og efndir um mögu- leika okkar til þess að halda einka- sölu áfengis á íslandi óbreyttri? Er það hugsanlegt að við höfum ekki lengur frjálst val um hvort reka má ríkisbanka á íslandi eða skulu fyrirmæli þar um koma frá Brussel? Hvað má og hvað má ekki? Hvar er 7 milljarða hagnað- ur sem okkur var lof- að að rynni í vasa okkar ef við sam- þykktum EES. Við áttum jú að fá allt fyrir ekkert. Eða voru það ekki orð Jóns Baldvins? Hvað fleira hefur verið sagt af hálfu utanríkisráð- herra um ágæti EES- samningsins sem ekki stenst og á eftir að birtast sem fyrirmæli frá Brussel? Hefur sigurvíma utanríkisráðherra ver- ið full mikil við alla þá samningagerð sem hann hefur staðið í á kjörtímabilinu eins og til dæmis þegar hann lýsir því yfir í skýrslu til Alþingis um GATT- samningana að hann hefði náð 99% lækkun tolla á fiski til Banda- ríkjanna. Við umræður á Alþingi um Gatt-samninginn var ofan af þessu flett og upplýst að Bandarík- in hefðu verið búin að fella niður gjöld af íslenskum fiski áður en til samninganna kom, vegna þess að innheimta borgaði sig ekki!! Sannara væri því að segja um þessa uppákomu, að um 99% skreytni í skýrslugerð til Alþingis hafi verið að ræða frekar en samn- ingsárangur. Garðyrkjunni skyldi fórnað Aðstoðarmaður utanríkisráð- herra virðist ekki lengur muna það sem hans eigið ráðuneyti Iýs- ir í gögnum um gang samninga frá í maí 1991. Þar er því lýst að EB hafi gert kröfu um sérstak- ar tilslakanir af hálfu EFTA-ríkj- anna (þ.á m. íslands) til að leyfa tollfrjálsan innflutning blóma, ávaxta og grænmetis. Óll Iöndin hafi sýnt lit á því að ganga til móts við þessar kröfur en þó hafi Eggert Haukdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.