Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð iH*iQ0miIribifrife 1995 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Stjarnan stendur vel að vígi Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÖRNUSTÚLKUR eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir að hafa sigrað Fram öðru sinni, 20:10 í gærkvöldi. Á myndinni skorar Ragnheiður Stephensen eitt af fimm mörkum sínum fyrir Stjörnuna i gær. Samherji hennar, Guðný Gunnstelnsdóttir, bíður hér tilbúinn en Þórunn Garðarsdóttir og Steinunn Tómasdóttir í vörn Fram bíða eftlr skotinu. Álögin loks af Stjörnustúlkum / C3 KORFUKNATTLEIKUR Ekki eitrað fýrir Rússana RANNSOKNARSTOFA í Aþenu fann ekkert athugavert eftir að hafa rannsakað blóð- og þvag- sýni fimm rússneskra körfu- knattleiksmanna sem veiktust skyndilega eftir að hafa drukk- ið vatn skömmu fyrir Evrópu- leik CSKA Moskva og Olympia- kos í síðustu viku. Eins og greint var frá í blaðinu í gær voru Rússarnir sannf ærðir um að þeim hef ði verið byrlað eitur en talsmaður rannsóknarstof- unnar sagði að niðurstöðurnar bentu ekki til þess. Hins vegar yrði rannsóknum haldið áfram í þeirri von að komast að því hvað hefði gerst. íþróttalæknar í Aþenu sögðu að lítið kalk hefði mælst í umræddum leikmönn- um og fyrir því gætu legið ýmsar ástæður, þar á meðal steranotkun. Talsmaður rússneska liðsins vildi ekki kenna gestgjöfunum um og Olympiakos sagðist ekki eiga hlut að máli en íþróttayfir- völd í Grikklandi sögðu að AI- þjóða körfuknattleikssamband- ið, FIBA, ætti að sjá til þess að lyfjapróf færu fram. íþrótta- málaráðherrann sagði að samt sem áður hef ði FIBA ekki sýnt málinu áhuga sem benti til þess að það teidi það ekki eins alvar- legt og yfirvöld í Grikklandi. KNATTSPYRNA ékN A Einar með Aftureldingu? EINAR Þorvarðarson, aðstoðarmaður Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálfara í handknattleik, hefur verið í viðræðum við Aftureldingu um að gerast þjálfari Uðsins, samkvæmt heinúidum Morg- imblaðsins. Guðmundur Guðmundsson, sem hefur þjálfað Aftureldingu síðastliðin þrjú ár, tilkynnti Ieikmönnum það á æfingu á mánudagskvöld að hann væri hættur að þjálfa liðið. Einar Þorvarðarson var liðsstjóri Hauka í vetur og kom liðinu í 8-liða úrslit þar sem það tapaði fyrir Val og þurfti oddaleik til. Einar býr í Mos- fellsbæ og er margt sem bendir til þess að hann taki við Aftureldingu, enda hæg heimatökin. Hauk- ar hafa einnig sýnt áhuga á að fá hann til að þjálfa næsta vetur. Jason skoðar aðstæður hjá Briksen á ítalíu JASON Ólafsson, leikmaður úr Aftureldingu, held- ur til ítalíu í dag til að skoða aðstæður hjá 1. deildarfélaginu Briksen, sem er i öðru sæti deild- arinnar. Þetta er sama lið og sló FH út úr Evrópu- keppninni 1986. Félagið vantar vinstri handar skyttu og hefur áhuga á að skoða Jason með fyrir- hugaðan samning í huga. Deildin á ítalíu er í full- um gangi og lýkur ekki fyrr en í maí en félagið hefur einn erlendan leikmenn innan sinna raða °g hyggst losa sig við hann. Jason vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar Morgunblaðið ræddi við hann í fyrrakvSId og ekki heldur í gærkyöldi, en staðfestsi þó að hann væri á leiðinni til ítalíu að skoða málin. Jason kemur aftur heim á mánudag. ÍS dæmdur sigur gegn Stjörnunni HÉRAÐSDÓMSTÓLL UMSK úrskurðaði í gær í kæru í S á hendur Stjömunni vegna undanúrslita- leiks liða félaganna í bikarkeppni karla. Stjarnan var með tvö lið j bikarnum, lið I og lið H og mætti Stjarnan H liði ÍS, en liðið var skipað leikmönnum fyrstu deildar liðs Stjömunnar. Stúdentar tðldu hins vegar að í liði Stjörnunnar H ættu að leika liðsmenn sem léku í annari deildinni og kærðu því. Niðrustaðan dómsins er sú að Stúdentum er dæmdur 3:0 sigur og 15:0 í öilum hrinum og blak- deild Stjðrnunnar er vítt fyrir málatilbúnað eins og segir í dómsorði. Breytt fyrirkomulag í Reykjavíkurmótinu REYKJAVIKURMOTIÐ í knatt- spyrnu hefst eftir viku með leik Fylk- is og Vlkings á gervigrasinu í Laug- ardal og hafa verið gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomulagi mótsins í þeirri von að efla það til vegs og virðingar á ný. í fyrra var mótið leikið i tveimur deildum, a- og b-deild, og að sögn Baldurs Maríussonar, formanns Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, eru félögin ánægð með það fyrirkomulag en tvö efstu liðin í a-deild leika til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitil- inn og neðsta liðið hefur sætaskipti við sigurvegara b-deildar. í a-deild eru KR, Fram, Fylkir, Víkingur, Þróttur og ÍR en í b-deild Valur, Leiknir, Fjölnir og Ármann og er þar leikin tvöföld umferð. Leikir a-deildar fara fram á gervigrasinu í Laugardal en b-deildar á Leiknisvelli en vonast er til að úrslitaleikir deildanna verði á Valbjarnarvelli, 6. maí í b-deild og 8. maí í a-deild. Mótið fer nú fram á skemmri tíma en áður eða rúmlega fimm vikum en það stóð yfir í tæpar níu vikur í fyrra. Miðaverð er 500 kr. á leik og frítt fyrir börn en aðgöngukort sem gildir á alla leiki kostar 2.000 kr. Knatt- spyrnufélögin sjá um sölu kortanna og fer andvirðið í sérstakan verð- launapott sem verður skipt á milli félaganna í mótslok en Reykjavíkur- meistararnir fá um 35% í sinn hlut. Hvert kort verður númerað og gildir sem lukkumiði en í hálfleik allra leikja í a-deild verður dregið úr númerunum og fær handhafi viðkomandi miða úr frá MEBA í Kringlunni að launum. í »úrslitaleiknum verða dregin út átta númer og fá fímm hinna heppnu kort sem gilda á alla deildarleiki í Reykja- vík í sumar en þrír fá miða á alla Evrópulandsleikina þrjá í sumar. í nokkur ár hefur verið gefið auka- stig fyrir þrjú mörk en því verður nú hætt og tekið upp sama fyrir- komulag og í deildarkeppninni, þrjú stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Þrjú lið, KR, Valur og Víkingur, taka þátt í meistaraflokki kvenna og verða leikirnir í maí en fyrirkomulag yngri flokka verður með hefðbundnu sniði. Þess má geta að um 300 leikir fara fram í ár á vegum KRR. HANDKNATTLEIKUR: KA-MENN SIGRUÐU VALSMENN EFTIR FRAMLENGINGU / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.