Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 4
Urðum að vinna Eiríksson skrífar frá Akureyri „ÞAÐ var mjög gott að vinna og í raun nauðsynlegt," sagði Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA eftir leikinn. „Þetta var ■■■■■■ mjög erfiður leik- Reynir B. ur og jafn allan tímann. Það var mikil spenna í leikmönnum og talsvert af mistökum sem ég tel að megi rekja til þess. Nú er stutt hvíld framundan áður en við höldum á Hlíðarenda og mikilsvert að nýta þennan tíma vel til þess að safna kröftum því það verður örugglega erfið- ur leikur þar sem ekkert verður gefið eftir frekar en í kvöld.“ Ætlum að brjóta hefð KA „LEIKURINN í kvöld var mjög erfiður og við vorum klaufar að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma, við vorum yfir þegar stutt var eftir og töpuðum því niður í jafntefli,“ sagði Þor- björn Jensson þjálfari Vals. „Við komum með því hugarfari að vinna í kvöld en það gekk ekki eftir og þá er bara að taka fyrir næsta leik á Hlíðarenda. Það hefur skapast hefð hjá KA í úrslitakeppninni að vinna ann- an útileikinn og við verðum að gjöra svo vel að bijóta þá hefð á bak aftur.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór PATREKUR Jóhannesson var skæður í KA-liðinu í gærkvöldi og gerði fimm mörk. Hér er hann á lelðlnni í gegnum Valsvörnina, framhjá Finni, Jóni og Geir fyrirliða. Óvinnandi vígi? KA-menn sigruðu Val eftir framlengingu, 23:22, í annari viður- eign liðanna um íslandsbikarinn í handknattleik, á Akureyri í gærkvöldi. Þar með er staðan í keppninni um titilinn orðin jöfn, hvort lið hefur sigrað einu sinni, en þrjá sigra þarf til að fagna meistaratitli. KA-menn halda því uppteknum hætti í úr- slitakeppninni; bæði íátta liða og undanúrslitum byrjuðu þeir á að tapa á útivelli, sigruðu síðan heima og aftur úti. Nú er spurning hvort þeim tekst að ná þeim árangri enn einu sinni. Er það nánast óvinnandi vígi að sigra KA á heimavelli liðsins? Að vanda Að vanda var stemmn- ingin gríðarleg í KA-heimilinu og spennan mögnuð, enda jafnræði ■■■■■ mikið með liðunum; Stefán Þór allt var í jámum nán- Sæmundsson ast allan tímann. skrífar frá Leikurinn hófst Akureyri með mikilli baráttu og kraftmiklum varnarleik beggja liða. Staðan var jöfn, 5:5, eftir 14 mínútna leik og hafði Geir Sveinsson gert fjögur af mörkum Vals þegar þar var komið sögu — öll af línu. Valdimar Grímsson lék framarlega í KA-vörninni og hafði þannig góðar gætur á Jóni Kristjánssyni, sem var KA-mönnum erfiður í leiknum að Hlíðarenda á laugardag, og hinum megin var Ingi Rafn Jónsson í sama hlutverki gegn Patreki Jóhannessyni. KA-menn komust yfir er líða tók á hálfleikinn; náðu þriggja marka forskoti, 11:8, eftir að Valdimar hafði skorað tvö mörk í röð eftir hraðaupp- hlaup. Dramatíkin var svo mikil í lok hálfleiksins — staðan 12:9 fyrir KA og örfáar sekúndur eftir þegar línu- maðurinn Finnur Jóhannsson lyfti sér upp talsvert aftan punktalínunn- ar og þrumaði í netið. Þetta fór í skapið á Sigmari Þresti markverði, sem stympaðist eitthvað við Geir Sveinsson og var rekinn út af. Arni Stefánsson, liðsstjóri KA, var óhress með þessa ákvörðun dómaranna og leyndi þeirri skoðun sinni ekki — og enduðu viðskipti hans við bræðurna svartklæddu, Egil Má og Örn, með því að honum var sýnt rauða spjaldið. KA-menn hófu seinni hálfleikinn tveimur færri, þar sem einn leik- manna liðsins, varð að fara útaf í tvær mínútur vegna brottreksturs Árna. En þeir höfðu tveggja marka forskot, 12:10, og byijuðu með bolt- ann. Fjórir gegn sex Valsmönnum tókst leikmönnum KA að fá víta- kast, en Valdimar mistókst að koma liðinu þremur mörkum yfir þvi Guð- mundur varði frá honum. KA-menn náðu hins vegar boltanum og Valdi- mar bætti fyrir mistökin með því að skora með langskoti og þar með höfðu heimamenn náð þriggja for- ystu á ný. Þeir héldu henni um tíma, en þegar staðan var 15:12 kom hornamaðurinn Davíð Ólafsson sterkur inn hjá Val og gerði þrjú mörk með skömmu millibili og jafn- aði 15:15. Grimmileg barátta þessara tveggja sterkustu varna landsins, sem tóku á öllu sínu, hélt áfram; KA-menn gerðust of bráðlátir í sókn- inni og Valsmenn náðu forystunni, komust -í 19:17 er átta mín. voru eftir af ieiknum. Þá tóku við langar sóknir, harkan söm, en Alfreð og Valdimar jöfnuðu 20:20. Valdimar gerði síðasta markið er 1 mín. og 50 sek. var eftir en KA-vörnin hélt það sem eftir var og því þurfti að framlengja. Erlingur Kristjánsson var rekinn út af á lokasekúndum leiksins og KA-menn voru því færri er framleng- ing hófst. Valsmenn byijuðu með boltann en KA gerði samt fýrsta — og eina — mark fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik framlengingar brá Valdimar sér inn á línu eftir hálfrar mínútu leik og skoraði, 22:20, Dagur minnkaði muninn er 2,14 mín. voru eftir, Patrekur hringsnérist í gegnum vörn Vals er 1,40 mín. var eftir og skoraði á glæsilegan hátt, 23:21 og Ólafur Stefánsson skoraði úr víti er 1,17 mín. var eftir, 23:22. KA-menn klúðruðu næstu sókn en Sigmar Þröstur tryggði þeim sigurinn í lok- in; varði glæsilega frá Ólafi Stefáns- syni á lokasekúndunum, eftir að Ól- afur hafði brotist í gegn. KA-menn fengu boltann en röf var reyndar dæmd á liðið á síðustu sekúndunni. Valur fékk þar með aukakast, á eig- in vallarhelmingi, sem ekkert varð úr og heimamenn fögnuðu. ÍÞRÚmR FOLK ■ ÁRNI Stefánsson, liðsstjóri KA, var spurður að því í viðtali við út- varp Norðurlands í gærmorgun, hvort hann réði í leikjum eða Alfreð Gíslason, þjálfari. Arni svaraði á þá leið að þeir ynnu þetta í samein- ingu en í undanförum leikjum hefði hann þó messað yfir strákunum að mestu í hálfleik þar sem Alfreð væri yfirleitt orðinn svo þreyttur að hann gæti ekki talað. ■ MIKIL hjátrú er á meðal leik- manna og eitt að því sem ailtaf er í búningatösku KA er bleikur hár- bursti sem lenti þar fyrir sigurleik um daginn og er nú ómissandi. ■ TROÐFULLT var í KA heimil- inu í gærkveldi og komu þeir fyrstu um einni og hálfri klukkustund fyrir leik til þess að taka þátt í stemmning- unni og fá góð stæði. ■ ÞAÐ er mál manna á Akureyri að margir sem lítinn áhuga hafa sýnt íþróttum sæki nú leiki KA stíft því vart sé hægt að hugsa sér betri skemmtun. ■ HEIMAMENN nota einnig tæki- færið þegar gesti í öðrum erinda- gjörðum ber að garði og í gærkvöldi höfðu Bandaríkjamenn, sem höfðu ekki fyrr séð handbolta, að þeir hefðu aldrei kynnst annarri eins stemmn- ingu. KA sigraði Val eftirframlengingu í annarri úrslitaviðureigninni SuKNARNYTING m KA v Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % Annar eikur liðanna i urslitum íslandsmótsins, þriðjudaginn 21. mars 1995. Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti Urslitakeppmn i handknattleik 1995 Þannig vörðu þeir Sigmar Þröstur Óskarsson KA 10 (þar af 3 til mót- herja): 4 (1) gegnumbrot, 3 langskot, , 2 (2) horn, 1 víti. Guðmundur Hrafnkelsson Val 10 (þar af 2 til mót- heija): 5 langskot, 2 (1) gegnumbrot, 1 horn, 1 (1) víti. Axel Stefánsson, KA 2 (bæði til mótheija): 2 (2) langskot. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.