Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 1
 Ungt fólk, takið ábyrga afstöðu! Stóri dagurinn NÆSTKOMANDI laugardag er stóri dagur- inn. Margir fá að kjósa í fyrsta. skipti og vil ég því taka saman nokkrar hugleiðingar sem eink- um eru ætlaðar yngri kjósendum, þótt þær eigi erindi til alira framfara- sinnaðra kjósenda. Um það leyti er nú- verandi ríkisstjórn tók við, fór að harðna í ári, einkum vegna mikils aflasamdráttar; fiski- skip okkar veiða sífellt minni fisk, einkum þorsk, sem er undirstað- an í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta hagfræðingamál fyrir þig, ungi kjósandi? Þetta þýðir að þjóðarbúið hefur minni peninga til ráðstöfunar, hvort sem er í menntamál, heilbrigðismál, sam- göngur eða annað. Kostirnir tveir Ríkisstjómin stóð því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að draga saman seglin eða hins vegar að láta sem ekkert hefði í skorist og eyða jafn miklu fé og áður. Seinni kosturinn hefði þýtt að okkar kynslóð yrði sendur reikningurinn seinna meir. Fyrri möguleikinn er val hins ábyrga stjórnmálamanns sem ber hag þjóðarinnar fyrir bijósti en hugs- ar ekki eingöngu um skammtímavin- sældir eða hagsmuni sérhagsmuna- hópa. Núverandi ríkisstjórn valdi fyrri kostinn, hún rifaði seglin og því bitnaði samdráttur þjóðarbúsins óhjákvæmilega á mörgum, svo sem námsmönnum. Þetta varð vatn á myllu áróðursmeistara vinstri flokk- ana sem höfðu nóg að gera. Fátt er þó svo slæmt að ekki boði eitthvað gott. Þrátt fyrir samdráttinn hefur náðst ýmis árangur sem við getum verið stolt af. Af mörgu er að taka en helstu atriðin eru: 1) Verðbólga er að- eins um 2%, sem þýðir að lánin standa nærri því í stað. Vextir hafa einnig lækkað. Hvort tveggja er hrein kjara- bót fyrir fólkið í land- inu, ekki síst skulduga íbúðakaupendur, fyrr- um námsmenn og at- vinnurekendur. 2) Fyrirtækin hafa þurft að hagræða í rekstri, samkeppnin hefur aukist og millilið- um svo sem heildsölum fækkað. Þannig hefur stærðarhagkvæmnin aukist sem þýðir að verð á matvöru og fatnaði hefur lækkað. Kjarabót fyrir heimilin í landinu, ekki síst barnmargar fjöl- skyldur. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur eru ekki trúverðugir, segir Hákon Þór Sindrason, sem varar kjósendur við sýndarmennsku stjórn- arandstöðunnar. 3) EES-samningurinn, sem að- eins Alþýðuflokkurinn stóð alls hug- ar að, er í höfn. Meðaí þess sem samningurinn tryggir þér, kjósandi góður, er að þú getur unnið hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu án atvinnuleyfis. Alþýðuflokkurinn vill að ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu til að sjá hvaða kjör okkur bjóðast. Samningurinn yrði svo borinn undir þjóðina í þjóðarat- kvæðagreiðslu. 4) Alþýðuflokkurinn vill að fiski- miðin verði sámeign þjóðarinnar, en ekki eign fárra útvaldra. 5) Alþýðuflokkurinn berst fyrir hagsmunum heildarinnar en ekki ein- stakra sérhagsmunahópa. Kjósum að athuguðu máli Já, svona er ísland í dag, en við kjósum um framtíð okkar. Fátækt hefur vissulega aukist, gjaldþrot fyr- irtækja og sameining fyrirtækja. Margir eiga um sárt að binda, en það er ekki sök ríkisstjórnarinnar heldur vegna slæmra ytri aðstæðna. En nú er bjart framundan, spáð er 2,5% hagvexti svo vindur er að blása í seglin. Kjósandi góður, ekki gleypa við áróðri vinstri flokkanna sem lofa öllu fögru, en tala minnst um hvaðan peningarnir eigi að koma. Flokkar eins og Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn eru ekki trúverðugir. Framsóknarflokkurinn er síbreytilegur; hann var vinstri sinnaður félagshyggjuflokkur undir stjórn Steingríms Hermannssonar en skilgreinir sig nú sem frjálslyndan miðjuflokk undir stjórn Halldórs Ás- grímssonar. Tekist hefur að lappa upp á ímyndina en afturhald beggja flokka er það sama. Þessir flokkar ásamt framsóknararmi Sjálfstæðis- flokksins voru andvígir EES-samn- ingnum, þeim mikla framfarasamn- ingi. Framsóknarflokkurinn hefur lengi staðið vörð um sérhagsmuni sína og staðið í vegi fyrir málum eins og jöfnun atkvæðisréttar og fleiru. Alþýðubandalagið boðar út- flutningsleiðina en ágæti kjósandi, við flytjum 70% af vörum okkar til Evrópu, það breytist ekki í Asíu eða Ameríku á einni nóttu. Nei, ágæti kjósandi, góðir fram- sæknir stjórnmálamenn eru það sem við viljum: menn sem að hætti góðs bókhaldara tala ekki bara um í hvað þurfi að eyða heldur einnig hvernig peningarnir eigi að koma á móti. Kæri kjósandi, fyrir framtíð okkar allra en ekki fárra sérhagsmunahópa veljum ísland í A-flokk. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar að markaðsmálum. Hákon Þór Sindrason Matarkarfa kratanna ALÞÝÐUFLOKKUR- INN hefur kynnt það helsta stefnumál sitt að sækja ódýra matarkörfu til Brussel. Virðast þeir trúa því að ekki sé hægt að nálgast slíka matark- örfu án þess að íslend- ingar gangi í Evrópu- sambandið. En hver er ástæðan fyrir því að al- menningur hér á landi getur ekki keypt land- búnaðarvörur á svipuðu verði og annars staðar? Glúmur Jón Björnsson son og Halldór Blöndal í ríkisstjómum síðustu átta ára. Þessa tolla má afnema í einni svipan án þess að Evrópusam- bandið komi þar við sögu. Þá gætum við flutt inn ódýrar matarkörfur frá hvaða landi sem er. Ef við gengjum í Evr- ópusambandið tækju heins vegar ytri tollar sambandsins gildi hér á landi sem minnkuðu möguleika okkar á ódýr- um matarkörfum og öðrum varningi frá lönd- um utan Evrópusambandsins. Evr- ópusambandsaðild væri því ekki að- eins furðulegur krókur á leið Islend- Jú, fyrst og síðast háir tollar á innfluttar land- búnaðarafurðir sem Alþýðuflokks- menn hafa komið á í félagi við land- búnaðarráðherrana Steingrím Sigfús- Háa tolla af búvörum má afnema í einni svip- an, segir Glúmur Jón Björnsson, án þess að ESB komi þar við sögu. inga að ódýru matarkörfunni heldur einnig atlaga að möguleikum okkar á nýjum og gömlum mörkuðum utan Evrópusambandsins. Höfundur cr efnafræðingur og gjaldkeri Heimdallar, f.u.s., í Rcykjavík. Amþrúður Karls- dóttir leiðrétt FRAMBJÓÐANDI Framsóknarflokks- ins, Arnþrúður Karls- dóttir, er nýtin á greinar sínar. í Mbl. sl. fimmtudag endur- birti hún grein er birst hafði nokkrum dögum áður í Tíman- um! Ég sá mig knúinn að biðja Tímann fyrir athugasemdir af minni hálfu við þá grein vegna þess að þar var farið með rangfærslur. Er nú óhjákvæmilegt að biðja einnig Mbl. að birta eftirfarandi. Í lengstu lög hafði ég vonast til þess að heimsmeistarakeppnin í handknattleik fengi að standa utan við þá kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Arnþrúði Karlsdóttur frambjóðenda Framsóknarflokks- ins verður það hins vegar á í Tím- anum um helgina að blanda keppn- inni inn í baráttu sína með þeim hætti að óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir. Ég ætla ekki að víkja að þeim skoðunum á Sjálf- stæðisflokknum og forystumönn- um hans sem Arnþrúður lætur í ljósi í grein sinni um fjölnota íþróttahöll í Reykjavík. Én ég kemst ekki hjá því að leiðrétta þær rangfærslur sem koma fram í greininni að því er varðar breyting- arnar á. Laugardalshöll fyrir keppnina nú í maí. Arnþrúður segir m.a. eftirfar- andi í grein sinni: „Eftir að menn höfðu gengið á milli ráðherra þess- arar ríkisstjórnar í þeirri von að ríkisvaldið kæmi auga á hag- kvæmni þessa máls (HM ’95 - innskot GHH) og þá langt út fyrir raðir íþróttahreyfingarinnar, var ómögulegt að fá forsætis- og fjár- málaráðherra til að bijóta odd af oflæti sínu. R-listi, meirihluti borg- arstjórnar Reykjavíkur, beitti sér í málinu, en allt kom fyrir ekki og svar sjálfstæðismanna í ríkisstjórn var áframhaldandi nei. Borgar- stjórn breytti hins vegar Laugar- dalshöll, svo HM ’95 yrði að veru- leika og þar með var líka komið í veg fyrir að íslendingar yrðu sér til' skammar á alþjóðlegum vett- vangi með því að afþakka keppn- ina.“ Samstarf þriggja aðila Hér er mjög hallað réttu máli. í upphaflegum samningum um HM ’95 var alltaf gert ráð fyrir því að keppt yrði í höllinni óbreyttri og hafði Alþjóðahandknattleikssam- bandið samþykkt það að því til- skildu að í húsinu rúmuðust 4.200 áhorfendur. Flestir sem að málinu komu voru hins vegar sammála um að höllin óbreytt væri of lítil til að hægt væri að halda keppnina þar með fullum sóma. Þess vegna spannst umræðan á síðasta ári um nýja byggingu eða við- byggingu við höllina. Borgarstjórn Reykjavíkur vildi hvorki standa ein að byggingu fjölnota íþróttahúss né stækk- un Laugardalshallar. Sú afstaða kom marg- oft fram og var í sjálfu sér skiljanleg. Sú lausn sem varð ofan á byggðist á þríhliða samstarfi Reykjavík- urborgar, íþróttasam- bands íslands og rík- isvaldsins. Borgin og ÍSÍ eiga viðbygging- una til helminga, en ríkið veitti ÍSÍ ríkisábyrgð á láni fyrir sínum hluta sem vitað er að íþróttahreyf- Flestir voru sammála um, að höllin óbreytt, segir Geir H. Haarde, væri of lítil til að hægt væri að halda HM-keppnina með fullum sóma. ingin mun að óbreyttu ekki hafa bolmagn til að standa undir. Þessi ríkisábyrgð var forsenda fram- kvæmdarinnar, en að sjálfsögðu hefði ekkert orðið af framkvæmd- um ef ekki hefði komið til áhugi og velvilji borgarinnar og ráða- manna hennar. Afskipti ráðherra Forsætisráðherra, fjármálaráð- herra og utanríkisráðherra beittu sér persónulega fyrir því að ríkis- ábyrgðin fékkst. Eg hygg að eng- inn þekki betur til aðildar ráðherr- anna að máli þessu en ég. Mér þykir þess vegna miður að Arn- þrúður skuli hafa fallið í þá gryfju að skrifa um málið án þess að kynna sér málavöxtu, því ég efast ekki um að hún vill unna ráðherr- unum sannmælis þótt þeir séu póli- tískir andstæðingar. Þetta mál er svo í raun óskylt því hvort og hvenær hér verður ráðist í byggingu fjölnota íþrótta- húss. Reyndar mun nýja viðbygg- ingin við Laugardalshöllina geta nýst sem tengibygging við slíkt mannvirki samkvæmt teikningum Gísla Halldórssonar. Það er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir íþróttahreyfinguna að slíkt hús rísi, ekki síst knattspyrnuna', og að því verður áréiðanlega unnið á næstu árum. Málflutningur Arn- þrúðar Karlsdóttur er hins vegar því máli lítt til framdráttar. Höfundur cr formaður fram- kvæmdanefndar HM '95 og þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.