Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Audi A4 á toppnum í Þýska- landi NÁLÆGT 190 þúsund lesendur þýska bílablr.ðsins Auto Bild tóku þátt í kjöri blaðsins á bíl ársins í Þýskalandi. Audi A4, arftaki Audi 80, stóð uppi sem sigurvegari en bíllinn hefur verið á þýskum mark- aði frá því í nóvember og keppir einkum um hylli bílkaupenda við k Mercedes C-línuna'og BMW 3-lín- una. Af um 190 þúsund atkvæðum féllu 63.877 Audi A4 í vil. Næstu sæti skipuðu: 2. Opel Omega (18.232 at- kvæði). 3. VW Polo (17.757 atkvæði). 4. BMW 7-línan (16.847 at- kvæði). 5. Opel Tigra (10.055 atkvæði). 6. Audi A8 (8.689 atkvæði). 7. Renault Laguna (8.556 at- kvæði). 8. Fiat Coupé (6.090 atkvæði). 9. Mazda 323 (5.767 atkvæði). 10. Ford Scorpio (5.388 at- kvæði). Ný dfsllvél frá VW VW kynnti nýja gerð dísilvélar á bflasýningunni í Genf fyrir Golf, Golf langbak og Vento. Vélin, Morgunblaðið/Ámi Sæberg TWINGO Easy er orðinn ennþá auðveldari í meðförum eftir að kúplingunni var hent út henni komið fyrir í gírstönginni. Handskiptur Twingo, audveldur í meðförum MITSUBISHI smíðar Jeep. SDI, er 1,9 lítrar að rúmtaki, með beinni eldsneytisinnsprautun og skilar 64 hestöflum. Golf með þess- ari nýju vél er sagður eyða 4,9 lítr- um á hveija 100 km eða um 12% minna en vél af sömu stærð sem ekki er með beinni innsprautun. Hámarkhraði Golf SDI er 156 km á klst. KONZEPT 1 smíðaður í Mexíkó. Mltsublshl smfðar Jeep MITSUBISHI hefur ákveðið að halda áfram smíði á Willys og bjóða útfærslu með 2,7 lítra dísilvél með forþjöppu sem skilar 100 hestöfl- um. Mitsubishi hóf framleiðslu á Willys jeppanum árið 1952 með framleiðsluleyfi frá Chrysler og má einvörðungu selja sína bfla í Japan. Nýja bjallan smíðuð C MexCkó VW hefur ákveðið að smíði á Konz- ept 1, arftaka gömlu Bjöllunnar, fari fram í verksmiðjum sínum í Puebla í Mexíkó. Konzept 1 verður með vélina staðsetta að framan og verður framhjóladrifínn ólíkt Bjöll- unni. Hann byggir að mörgu leyti á tækni sem ekki verður kynnt fyrr en með næstu kynslóð Golf. Ráðgert er að framleiða 100 þús- únd bfla á ári og helsti markaður- inn verður Bandaríkin. VW hefur lýst því yfír að bíllinn komi á mark- að árið 2000 en búist er við að það verði eitthvað fyrr. RENAULT Twingo, sá minnsti frá Renault, þótti vægast sagt nokkuð óvenjulegur gripur þegar hann var kynntur á bfla- sýningu í París haustið 1992. Útlit var óvenjulegt, innrétting frumleg og litir nýstárlegir. Nú koma Re- nault verksmiðjurnar aftur á óvart með því að bjóða handskiptan Twingo án kúplingar, þ.e. hún er kom- in í sjálfa gírstöngina, raf- eindastýrð, vökvaknúin pressa með tilheyrandi skynjurum og fylgihlutum og annast hún það sem venjulega gerist með kúpl- ingu í gólfinu. Við kynnum okkur þennan nýja mögu- leika í dag um leið og við rifjum upp kynnin af þessum skemmtilega bíl en í nýju útgáf- unni heitir hann Twingo Easy - hinn auðveldi. Óvenjulegt útlit Twingo skapast meðal annars af því að framhjólin og þó sérstaklega afturhjólin eru staðsett mjög framar- og aftarlega þannig að hjólhaf á þessum stutta bfl verður furðu langt eða 2,34 m á bíl sem er 3,43 m að heildar- lengd. Twingo er í stórum dráttum eins konar smækkuð mynd af Re- nault Espace sem hefur verið bráð- um áratug á markaði en það er 8 manna fiölnotabíll. Framendinn á Twingo er stuttur, hallar niður á við og í framhaldi af honum kemur síðan allstór framrúðan í sömu hallandi línunni. Þakið hallar nokk- uð aftur eftir bílnum og síðan er afturendinn eins og á langbak og þar er hleri sem opnast upp á við. Framluktir eru svo til kringlóttar en neðsta ræman er fyrir stefnu- ljósin. Að innan er Twingo fyrst og fremst óvenjulegur fyrir mælaborð- ið sem er í senn frumlegt og inn- réttinguna sem einkennist af ein- faldleika. Staðsetning hraðamælis og bensínmælis er óvenjuleg, nefni- lega efst á miðri mælaborðshillunni og þar uppi er einnig rofí fyrir blikkljósin. Beint fram af ökumanni er lítil ræma þar sem eru helstu INNRÉTTTING er í senn frumleg og einföld. aðvörunarljós. Mest áberandi í mæla- borðinu eru eigin- lega miðstöðvaropin bæði fyrir miðju og til hliðanna. Þurrkurofar eru á armi hægra megin við stýrið og á miðju mælaborði eru þeir fáu rofar sem fyrirfínnast í þessari einföldu innrétt- ingu, hita á afturrúðu og fleiru. Englnn ofurkraftur Vélin í Twingo Easy er sem fyrr 1.239 rúmsentimetrar, íjögurra strokka og 55 hestöfl, með beinni innsprautun og er bfllinn framdrif- inn. Þessi vél er gamalgróin og byggir á vélinni sem var í Renault 4 á sjöunda áratugnum er svosem ekki beint kraftmikil eða rösk í við- bragði og má telja það eina galla bílsins sem er þó ekki stórvægilegur miðað við notkun í þéttbýlisskaki. Bíllinn er 14 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu og enginn vandi er að halda ferðahraða og rúmlega það á þjóðvegaakstri en hámarkshraðinn er 150 km. En það er skiptingin sem er það óvenjulegasta í þessum óvenjulega VERÐIÐ á Twingo er all- þokkalegt, kr. 968.000. Renault Twingo í hnotskurn Véls 1.239 rúmsenti- metrar, 4 strokkar, 55 hestöfl. Framdrifinn. Vökvastýri. Fjögurra manna. Fimm gíra handskipting. Fjarstýrö samlæsing. Rafdrifnar rúður. Rafstillanlegir hliðar- speglar. Hituð afturrúða með þurrku og sprautu. Lengd: 3,43 m. Breidd: 1,63 m. Hæð: 1,42 m. Hjóihaf: 2,34 m. Þyngd: 790 kg. Rúmmðl bensíntanks: 40 lítrar. Eyðsla: 5,1 á 90 km hraða, 7,41 í þéttbýli. Vlðbragð úr kyrrstððu í 10O km: 14 sekúndur. Hðmarkshraðl: 150 km. Staðgrelðsluverð kr.: 968.000. Umboð: Bifreiðar og land- búnaðarvélarhf., Reykja- vík. Lipur Vel búinn Sparneytinn Vinnsla Twingo. Eins og fyrr segir er enginn kúplingsfetill, ekkert fyrir vinstri fótinn að gera frekar en i sjálfskiptum bíl. Gír- stöngin er þó á sínum stað og þama er um að ræða fímm gíra handskipt- ingu. Þegar bíllinn hefur verið gang- settur - og þá verður hann að vera í hlutlausum - þá er stöngin sett í fyrsta gír, stigið varlega á bensíng: jöfína og bíllinn mjakast af stað. í fyrsta sinn gerist þetta ósjálfrátt mjög varlega af því að ökumanni finnst eitthvað vanta eða að hann hafi gleymt einhveiju af því að vinstri fóturinn hefur ekkert hlut- verk. Þessi tilfinning situr í ökumanni í nokkrum fyrstu skiptingunum - hann treystir því varlega að skipt- ingin ghngi snurðulaust fyr- ir sig og á hálfpartinn von á einhveijum óhljóðum. En því er aldeilis ekki að heilsa og þessi sjálfskipting að hálfu leyti er bara sérdeilis skemmtileg. Hln elglnlega handsklptlng Galdurinn er sá að í gír- stöngina sjálfa hefur verið settur skynjari sem sendir merki til kúplingarinnar um að nú skuli skipt um gír. Um er að ræða rafeinda- stýrðan vökvabúnað og alls 9 skynjara sem nema það sem er að gerast þegar ökumaður hreyfír við gírstöng- inni, hraða og út frá gangi vélar og fleiru. Eini munur- inn á þessari hand- skiptingu og hinni venjulegu með kúplingsfetli »í gólfunu er sá eins og fyrr segir að vinstri fóturinn er orðinn verk- efnalaus. Þetta er því kannski hin eina rétta handskipting i orðsins fyllstu merkingu. Twingo Easy kostar kr. 968.000 og er það sæmilega gott verð þegar skoðað er hvaða búnað bfllinn hefur að geyma - m.a. þó nokkuð af þessum rafknúnu þægindum sem eru að verða ómiss- andi í nútíma bflnum. Ef menn kjósa heldur hina hefðbundu gerð, þessa með kúplingu í gólfinu þarf að greiða 898.000 en þá missa menn líka af rafdrifnum rúðum, samlæs- ingum og rafdrifnum útispeglum. Menn ættu því að skoða vandlega hvort ekki sé óhætt að veija 70 þúsund krónum meira í bílakaupin og fá þá Twingo hinn auðvelda með tilheyrandi - því eins og fram kem- ur af þessari samantekt að þó að kúplingunni hafi verið hent út er ýmislegt annað komið í staðinn.l Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.