Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Snaggaralegur Suzuki Baleno á skaplegu verði Viðbragð Lipurð Framsæti Vegahljóð (A BALENO heitir nýjasta gerðin frá Suzuki og er hann nú kominn til landsins en þessi nýi og fullstóri bíll var frumsýndur á bílasýningun- um í Amsterdam og Genf snemma árs. Baleno er sýnd- ur hjá umboðinu núna um helgina en þetta er framdrif- inn og fimm manna venju- J legur fjölskyldubíll og fáan- S legur með tveimur véla- stærðum, 1300 og 1600 rúmsentimetrar og 85 og 98 hest- öfl, sjálfskiptir eða með fimm gíra handskiptingu. Baleno er svo sem enginn framúrstefnubíll í útliti eða búnaði, en hann er snotur að utan sem innan og býður af sér góðan þokka í viðkynningu. Verðið er frá rúmlega 1.089 þúsund krónum og uppí 1.429 þúsund fyrir hand- skiptu gerðimar og fer eftir vélar- stærðum og má það teljast vel viðunandi. Það hækkar síðan um 100 og 120 þúsund ef tekin er sjálfskipting. Við skoðum í dag aflmeiri gerðina með handskipt- ingu en tekið var örlítið í þá með minni vélinni einnig. Suzuki Baleno stallbakurinn er 4,19 m langur og því bíll í fullri stærð og hefur hann ágætlega lagaðar línur. Framendinn virkar breiður og mikill og er allur boga- dreginn, ljós og grill fínlegt og stuðari nokkuð verklegur. Hann er samlitur á GLX gerðinni en svartur á GL gerðinni. Rúður eru stórar og það undirstrikar nokkuð að bíllinn er stór en það sem dreg- ur aftur á móti úr því er að hjólin virka of lítil en þau em samt með 13 þumlunga hjólbörðum rétt eins og fjölmargir aðrir bílar í dag af þessari stærð. Afturendinn er fremur stuttur og þar eru luktir stórar og síðan opnast farangurs- lokuð alveg niður á stuðara. Góður hliðarstuðningur Baleno er ágætlega rúmgóður að innan. Framsætin em góð og veita mjög góðan hliðarstuðning við bak og Iæri og hægt er að ráða hæð ökumannssætis auk hinna hefðbundnu stillinga. Nóg lofthæð er þar einnig og það á líka við um aftursætin svo og fóta- rýmið. Sporöskulöguð lína er yfir ágætu mælaborðinu þar sem fínna má alla hefðbundna mæla, m.a. snúningshraðamæli í báðum út- gáfunum. Uppröðunin á miðju- stokknum hefur þann kost að út- varpsstæðið er ofar miðstöðvar- rofum en það sem helst má finna að því er að heldur þröngt getur verið að komast að miðstöðvarstilling- unum þar sem gír- stöngin er heldur of framarlega, a.m.k. þegar bíllinn er í 1., 3. eða gír. Farang- ursrými er 346 lítrar, svo sem ekki íkja stórt, en stækkanlegt með því að leggja niður bak aftursæt- is, að hluta eða í heild og það opnast mjög niður á stuðara svo auð- velt er að fara þar með dót út og inn. Eins og fyrr segir eru tvær vélar í boði. Báðar eru fjögurra strokka og 16 ventla og sú stærri er 1.600 rúmsentimetrar og 98 hestöfl en sú minni 1.300 og 85 hestöfl. Þessi munur er satt að UNDIR sporöskjulagaðri mælaborðslínunni er að finna alla hefðbundna og nauðsynlega mæla. STÆKKA má farangursrýmið úr 346 litrum með því að leggja niður hluta af aftursætisbaki eða það allt ef svo ber undir. segja varla merkjanlegur í innan- bæjarakstri og kemur trúlega meira fram í vinnslu við þjóðvega- akstur. Þar dugar stærri vélin ágætlega, gefur góða vinnslu og finnst ekki mikill munur hvort í bílnum situr ökumaður einn eða þrír-fjórir farþegar með honum. Heldur heyrist of mikið vegarhljóð í akstri á malarvegi og stundum er vélarhljóð líka of mikið þegar verið er að drífa upp hraðann og snúninginn á vélinni. Finnst þetta helst við slíkar að- stæður en er minna áber- andi í bæjarakstri. Þetta veldur þó engum truflunum eða erfiðleikum við samræður manna í milli við þjóðvegaakstur- inn. Báðar vélar snarpar Báðar vélamar í Baleno hæfa vel í þéttbýlisakstri, em þar vel snarpar og gera hann þar að skemmtilega snaggaralegum bíl. Þar hjálpar líka til góð og lipur handskiptingin. Eyðslan í bæja- rakstri er 8,5 hjá stærri vélinni og 7,6 hjá þeirri minni en á jöfnum þjóðvegahraða fer hún niður í 5,3 og 5,2 lítra. Bæta má rúmum lítra við þessar tölur fyrir sjálfskipting- una. Fjöðran er hefðbundin MacP- herson sjálfstæð gormafjöðrun og skilar hún hlutverki sínu allvel. Örlítið getur þó afturendinn skellt sér til á léttum bílnum við vissar aðstæður á möl eða ósléttum vegi en um leið og komin er „ballest" í aftursætið hverfur þessi tilhneig- ing. Skaplegt veró Sú gerðin af Baleno sem hér hefur mest verið fjallað um, þ.e. 1600 GLX gerðin kostar 1.429 þúsund krónur, GL gerðin með 1300 vélinni kostar um 1.229 þús. kr. og þriggja hurða hlaðbakurinn 'kostar liðlega 1.089 þúsund krón- ur. Allar þessar gerðir fást með sjálfskiptingu og er um tvær gerð- ir hennar að ræða. í GLX gerðinni er um að ræða fjögurra þrepa skiptingu með möguleika á þremur stillingum, spyrnu-, spamaðar- og vetrarstillingu og kostar hún um 160 þúsund krónur. í 1300 gerðun- um er í boði þriggja þrepa sjálf- skipting sem kostar 100 þúsund krónur. Verðið er nokkuð skaplegt fyrir þessar gerðir og með því sem lægst gerist á markaði fyrir sam- bærilega bíla og er þá átt við GL stallbakinn. Munurinn á GL og GLX gerðunum er einkum sá fyrir utan vélarstærð að GL hefur ekki ýmis þægindi GLX gerðarinnar, svo sem rafmagn í rúðum, spegl- um og samlæsingar. Þar sakna menn helst samlæsingar en að því slepptu má telja GL 1300 stallbak- inn á 1.229 þúsund krónur all hagstæð kaup og fullboðlegan bíl því eins og fyrr segir er aflmunur þessara bíla ekki til að gera veður út af. Að lokum má nefna til fróðleiks að. Suzuki er meðal yngstu bíla- framleiðenda, verksmiðjurnar standa á fertugu nú þegar Baleno bætist í línuna en upphaflega og nánast fram undir síðustu ár hefur Suzuki einbeitt sér að smábíla- markaðnum. Bílarnir hafa þó farið stækkandi og nú síðast með Ba- leno og er þar verið að svara kröf- um tímans. Swift verður áfram fáanlegur og hér verður hann boð- inn sem þriggja og fimm hurða hlaðbakur á 11 til 1200 þúsund krónur eftir búnaði. ■ Jóhannes Tómasson Morgunblaðið/Þorkell BALENO er stærsti fólksbíllinn frá Suzuki og er boðinn hér með tveim- ur vélastærðum, stallbak- ur og hlaðbakur. Suzuki Baleno GLX í hnotskurn Vél: 1600 rúmsentimetrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 98 hestöfl. Framdrifínn - fimm manna. Fimm gíra handskipting. Vökvastýri - veltistýri. Samlæsing. Rafstýrðar rúðuvindur. Rafstýrðar stillingar hliðar- spegla. Fjölstillanlegt ökumannssæti. Lengd: 4,19 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,43 m. Hjólhaf: 2,48 m. Þvermál beygjuhrings: 9,8 m. Þyngd: 945 kg. Burðargeta: 430 kg. Bensíneyðsla í þéttbýli 8,5 1 og 5,3 á jöfnum 90 km hraða. Hámarkshraði: 175 km/klst. Staðgreiðsluverð kr.: 1.429.000. Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.