Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Meiri landafræði STRIKIÐ út þá stafí á mynd- inni sem koma fyrir tvisvar . sinnum. Að því loknu fínnið þið hvaða landaheiti er falið í stöfunum sem eftir eru. Einfalt ekki satt, gaman ekki satt, gangi ykkur vel ekki satt. Kærustupar á villigötum HANN er svo öruggur með sig, náunginn sem brunar um stræti og torg með stúlku drauma sinna sér við hlið í glænýja blæjubílnum sínum. (Hann á hann ekki neitt. Móð- urbróðir hans er nýbúinn að kaupa sér bílinn og lánaði hon- um hann með því skilyrði að hann færi ekki á honum niður í bæ.) Það er sumarkvöld í Reykja- vík, sólin roðar Jökulinn, hann er eins og ís í brauðformi sem þú hefur rekið tungubroddinn oní. Það er enginn norðan strekkingur sem rennir sér eftir Lækjargötunni þennan daginn, ó nei, ó nei - hik, augnablik, það er eitthvað að gerast: Draumadísin má ekki vera niðrí bæ eftir að Dómkirkju- klukkan slær tólf högg að kvöldi, sagði pabbi hennar. Töffarinn, á þessu andartaki litli drengurinn hennar mömmu sinnar, kemur upp um sig, hann er eitthvað annars hugar, hann er eitthvað svo rosalega stúrinn og ofan á allt ratar hann ekki heim til draumadísarinnar. Æi, krakkar, hjálpið vesal- ings stráknum, þessum mikla töffara, og strikið leiðina fyrir hann og stúlkuna hans út úr þessum ógöngum sem þau eru komin í. Ekki gefast upp, krakkar, nú reynir á ykkur sjálf og skemmtið ykkur. Risablóm í Garðabæ ANTON Örn Einarsson, Þrastarlundi 15, 210 Garðabæ, komdu nú sæll og blessaður. Þú ert aldeilis flink- ur að tússa. Mér brá pínulítið þegar ég sá stóra blómið við hliðina á húsinu - vá, það er miklu stærra en húsið! - en svo skyldi ég að það er ekkert skrýtið þótt blómið sé svona stórt. Blómin heima eru nefnilega sum miklu stærri en maður sjálfur. Og það er ekkert sem bann- ar að teikna blóm stærra en mann og hús. Jááá, vel á minnst, blóm. Þið, sem eruð að lesa þetta, athugið eitt: Það tilkynnist hér með, að ekki er leyfilegt að SLÍTA UPP blóm í blómabeð- um, hvorki í almenningsgörð- um né í einkagörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.