Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ London - nafli leiklistar Leikhúslíf í London er í miklum blóma nú sem fyrr. Sveinn Haraldsson brá sér til London og sá ótrúlega mörg leikverk á jafn ótrúlega skömmum tíma. H'ERGI gefst færi á að sjá jafn fjölbreytt leik- hús á jafn litlu svæði og í London. Það að nafli leiklistar í hinum enskumælandi heimi er staðsettur í seilingarfjar- lægð frá landinu kalda er staðreynd sem ég held að of fáir landar geri sér grein fyrir. Við skiljum málið betur en önnur erlend mál, við höf- um séð meira af bresku leiknu efni í sjónvarpi, hlustað á meira breskt efni þýtt á íslensku í útvarpi og séð meira af slíku á leiksviði en efni skrifað á íslensku. Þrátt fyrir að íslensk leiklistar- hefð hafi einnig orðið fyrir áhrifum frá Bandaríkjunum, írlandi, Norð- urlöndum, Þýskalandi og hinum rómönskumælandi heimi, hafa fleiri bresk leikverk verið sett hér upp af atvinnuleikhúsunum síðan þeim var komið á fót heldur en frá nokkru öðru landi í veröldinni. íslensk leik- listarhefð er gegnsýrð breskum áhrifum og áhorfendur hér eru ald- ir upp í breskri leiklistarhefð. Auðvitað notar íjöldi íslendinga tækifærið og fer í leikhús þegar þeir fara til London og til er að fólk fari sérstaklega til borgarinnar héðan reglulega til að kynna sér leiklistarlífið. Kynning á leikhúslífi í London fyrir þá sem eiga leið um borgina í sumar er því vel við hæfi, í þeim tilgangi að hvetja þá til að notfæra sér það sem leikhúsin hafa upp á að bjóða og jafnframt auð- velda þeim það þegar á hólminn er komið. Undarleg dýpt I Aldwich Theatre er verið að sýna nýtt leikrit eftir Tom Stoppard sem kallast Indian Ink. Sviðsverkið er byggt á útvarpsleikritinu In the Native State og ber þess nokkur merki. Meðal leikara eru Art Malik (þekktur hér úr sjónvarpsþáttaröð- inni The Jewel in the Crowrí) og Felicity Kendal. Stoppard leikur sér að stað og stundu og samtímis er verið að túlka atburði í Englandi og á Indlandi, sem gerast á íjórða áratugnum, fyrir sex mánuðum og núna. Þetta gefur verkinu undar- lega dýpt sem er í andstöðu við kyrrstöðuna á sviðinu. í Apollo Theatre við Shaftes- bury Avenue í Soho er verið að endurvekja In Praise of Love, sem er eitt af síðustu leikritum Terence Rattigan. Á allra síðustu árum hef- ur rykið verið dustað af helstu verk- um Rattigans í Englandi og þau ýmist sett á svið, verið flutt í sjón- varpi eða jafnvel gerðar kvikmyndir eftir þeim. Rattigan var meistari í gerð hefðbundinna stofuleikja en laut í lægra haldi fyrir „eldhús- vasksbylgjunni" á sjötta áratugnum (John Osborne, Shelagh Delaney o.fl.). Meðal leikenda er Peter Bowl- es sem er íslenskum sjónvarps- áhorfendum að góðu kunnur. í Comedy Theatre er verið að sýna A Passionate Woman eftir Kay Mellor. Þetta er gamanleikur sem fjallar um húsmóður á tímamótum og hefur verið líkt við leikritið Sig- rúnu Ástrós (Shirley Valentine) sem gekk hér lengi í Borgarleikhúsinu. My Night with Greg í Criterion Theatre er gamanleikur með alvar- legu ívafi um hóp samkynhneigðra vina sem kemur saman eftir dauða eins þeirra úr eyðni. Það kemur á daginn að þeir hafa flestir einhvem- tímann eytt nótt með hinum látna. Hverri blekkingahulunni af annarri er svipt af meðlimum hópsins þar til sannleikurinn stendur einn eftir berstrípaður. í Duchess Theatre er enn verið að sýna farsann Don’t Dress for Dinner. Þetta er nýr franskur farsi sem hefur verið staðfærður upp á enskar aðstæður. Hraðinn og mis- skilningurinn er í hefðbundnum farsastfl en verkið er það vel skrifað og leikarar vel valdir að hann virð- ist ferskur og bráðfyndinn. The Woman in Black í Fortune Theatre er nokkurs konar viktor- íanskt hryllingsleikhús. Aðdáendur hryllingsmynda ættu að nota tæki- færið og sjá hvort þeir njóta ekki hryllingsins enn meir í návígi. Örfá- ir leikarar fara með hlutverkin en aðalstjaman hlýtur að vera leik- myndahönnuðurinn. Ég hef sjaldan séð leikmynd notaða á jafn áhrifa- mikinn hátt og í lokaatriðinu. Leik- ritið er að hluta til í frásagnarstíl og gerist á síðustu öld. I hinu nýnefnda Gielgud The- atre eru hafnar sýningar á leikriti Noel Cowards Design for Living. Meðal leikenda eru Rupert Graves og Marcus D’Amico, báðir þekktir úr sjónvarpi hvor sínu megin Atl- antsála en tiltölulega óþekktir úr þeim fjölmiðli hér á landi. I St Martins Theatre er enn verið að sýna Músagildruna (The Mousetrap) eftir Agöthu Christie, sem er sú uppfærsla sem lengst hefur gengið í leikhúsheiminum gervöllum. Þetta er vel skipulögð morðsaga eins og kellu er von og vísa en leikurinn er upp og ofan enda oft skipt um leikara. Leikmun- ir, sviðsmynd og búningar hafa verið eins eða svipaðir frá upphafí og er vel þess virði að sjá sýninguna. Gordon Kaye (kráareigandinn úr grínþáttunum ’Allo, ’allo i ríkissjón- varpinu) og Rue McCIanahan (Blanche í Golden Girls) eru í aðal- hlutverkum í gamanleiknum Harv- ey um mann sem á sér ímyndaðan vin sem vill svo til að er hvít risa- kanína. í Strand lýkur sýningum á Horft af brúnni (A View from a Bridge) eftir Arthur Miller 11. júní. Sýning- in hefur ekki fengið sérstaka dóma og þykir leikstjórinn hafa vannýtt þau tækifæri sem textinn hefur upp á að bjóða. Utan „West End“ Ennfremur má nefna þau leikhús í London sem teljast staðsett utan „West End“. Þau eru auðvitað fjöldamörg. Time Out gaf t.d. síð- ustu vikuna í maí upplýsingar um 66 leikhús og leikhópa sem voru með sýningar „Off-West End“ eða sem falla undir skilgreininguna „Fringe Shows“. Það sem sýningar þessar eiga sammerkt er að þær standa iðulega í stuttan tíma og er erfitt að henda reiður á því hvað verður á boðstólum í sumar. Svo nefnd séu einhver leikhús má mæla með Theatre Royal Stratford East við Gerry Raffles Square, Stratford (E15), The Bridewell Theatre, Bride Lane, Fleet Street (EC4), Greenwich Theatre, Crooms Hill, Greenwich (SEIO), The Lyric Hammersmith, King Street (W6) og Riverside Studios, Crisp Road, við Queen Caroline St, Hammersmith (W6), sem sýnir Anton ogKleópötru eftir Shakespe- are með Vanessu Redgrave og Paul Butler í aðalhlutverkum til 11. júní. í Þjóðleikhúsinu breska (The Royal National Theatre) er sýnt í þremur sölum. Nú er verið að sýna Vindsór-konurnar kátu (The Merry Wives of Windsor) og Rík- harð annan eftir Shakespeare, Trójukonur (Women of Troy) eftir Evripídes, í Mjólkurskógi (Under Milk Wood) eftir Dylan Thomas, What the Butler Saw eftir Joe Or- ton með John Alderton og Absolute Hell eftir Rodney Ackland með Judi Dench í aðalhlutverki, sem einnig lék sama hlutverk í sjónvarpsgerð leikritsins, sem var sýnt nýlega í ríkissjónvarpinu. Einnig hafa þeir hafíð sýningar á tveimur nýjum leikritum, Skylight eftir David Hare og The Blue Ball eftir Paul Godfrey. Velskur Malvolio The Royal Shakéspeare Comp- any setur upp leikrit í Stratford- upon-Avon og í London og hefur til umráða þrjú leiksvið í hvorri borg. Leiksviðin í London eru í The Barbican Centre, gríðarstóru steinsteyptu völundarhúsi við borg- armörk The City, hinnar gömlu Lundúnaborgar. Meirihluti verk- anna er eftir Shakespeare og er núna verið að sýna Draum á Jóns- messunótt (A Midsummer Night’s Dream), Líku líkt (Measure for Measure), Kóríólanus (Coriolanus) Ofviðrið (The Tempest), og Þrett- ándakvöld (Twelfth Night) allt eftir Shakespeare. Síðastnefnda sýning- in er mjög vel heppnuð og leggur áherslu á skopið í verkinu. Desmond Barrit slær í gegn sem Malvolio, og velur að tala með suður-velskum hreim, sem breskum áhorfendum finnst hvað fyndnastur (sjá stóru myndina). Tvö leikrit eftir spor- göngumenn Shakespeares, John Ford og Thomas Southerne, eru á fjölunum þessa dagana auk Bingo eftir Edward Bond, sem fjallar um síðustu daga Shakespeares eftir að hann hætti að semja leikrit og sneri aftur til fæðingarbæjar síns, konu og bama. Fjórir söngleíkir eftir Lloyd Webber Vinsælasti söngleikjahöfundur nú á dögum er tvímælalaust Andrew Lloyd Webber. í sumar verða fjórir söngleikir eftir hann sýndir í London, þrír þeirra hafa gengið árum saman, Cats, Óperu- draugurinn (The Phantom of the Opera) og Starlight Express. Þessir söngleikir standa fyrir sínu, músik- in er talin best í Óperudraugnum og sviðsetningin í Cats en Starlight Express talinn einna sístur (snýst mest um rúlluskauta). Miða er yfír- leitt hægt að fá auðveldlega, nema að betra er að hugsa fyrir þeim í tíma ef fara á um helgi. Fjórði söngleikurinn og sá nýj- asti er Sunset Boulevard sem byggður er á kvikmynd með sama nafni. Aðsókn hafði dalað svo að Elaine Paige, sem telst þekktust söngleikjastjama breskra, var feng- in til að taka að sér aðalhlutverkið. Áherslan er lögð á að leikararnir geti sungið frekar en leikið, en söngur Elaine Paige, sviðsmyndin og minningarnar sem sýningin vek- ur um kvikmyndina með William Holden og Gloriu Swanson, sem söngleikurinn er byggður á, halda sýningunni uppi. Tónlistin er í stíl Lloyd Webbers án þess að vera dæmigerð fyrir hann. Hún er til- raunakenndari og stundum dettur manni helst í hug að Lloyd Webber sé að reyna að stæla Wagner við notkun á leitmótífum, nema hvað ef það vakir fyrir honum er langt frá að honum takist það. Áhorfand- inn kemur ekki út af sýningunni raulandi lög heldur sundurlausa lagstúfa sem hafa einmitt verið stífðir heldur hrottalega áður en þeir náðu að verða að laglínu. EI-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.