Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 1
 • London - nafli leiklistar/2-3 • Stíllinn í list Ásmundar/á • „Þér eruð fölur, meistari/A PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 BLAÐ' Kirkjulistahátíð 1995 sett í Hallgrímskirkju VIÐ SETNINGARATHOFN Kirkjulistahátíðar 1995 í Hall- grímskirkju í dag kl. 14 verða frumfluttir níu sálmar um ljósið og lífið og opnaðar tvær mynd- listarsýningar. Kirkjulisthátíð stendur til 18. júní og verður þar m.a. frumflutt nýtt íslenskt leik- verk og frumsýndur dans við Sálumessu Mozarts. Kunnir er- lendir gestir sækja hátíðina. Sigurbjörn Einarsson biskup og Þóra Kristjánsdóttir formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju flytja ávörp við setningu Kirkju- listahátíðar. Skólakór kársness og Gradualekór Hallgrímskirkju flytja Te Deum eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Þá munu bamakór- ar úr Reykjavíkurjjrófastsdæm- um og karlaraddir úr Mótettukór Hallgrímskirkju frumflytja níu sálma um Ijósið og lifið eftir krist- ján Val Ingólfsson ásamt textum úr ritningunni við tónlist Hjálm- ars H. Ragnarssonar. Séra Ragnar Fjalar Iárusson prófastur opnar að lokinni setn- ingarathfön tvær sýningar í and- dyri og nýjum safnaðarsal Hall- grímskirkju. Hátíðamessa er í Hallgríms- kirkju kl. 11.00 á hvítasunnudag og kl. 20.00 eru fyrstu orgeltón- leikar Kirkjulistahátíðar 1995, en þá leikur Francois-Henri Bou- bart organisti Madelaine kirlq- unnar í París franska orgeltónl- ist frá fjórum öldum. Að kvöldi annars dags hvíta- sunnu verður frumflutt í Hall- grímskirkju nýtt islenskt leik- verk eftir Steinunni Jóhannes- dóttur sem nefnist: „Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardótt- ur í kirkju Hallgríms." Þriðju- daginn 6. júní kl. 20.00 verða tónleikar Samkórs Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra og Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna þar sem verður flutt Messa í G-dúr eftir Schubert og norræn kór- tónlist. Fimmtudag 15. júní ogföstu- dag 16. júní kl. 20.00 flylja Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Sinfón- íuhljómsveit Islands og íslenski dansflokkurinn Requiem og Lita- níu K V 243 eftir W.A. Mozart. Sljórnandi er Hörður Áskelsson og danshöfundur Nanna Ólafs- dóttir. Einsöngvarar eru Sólrún Bragadóttir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Gunnar Guðbjörns- son og Magnús Baldvinsson. Á Kirkjulisthátið 1995 komu erlendir gestir, svo hver orgel- leikaramir Edgar Krapp frá Þýskalandi og Gillian Weir frá Englandi. Frá Noregi koma óperusöngkonan Anna-Lise Bertsen og tónlskáldið Nils Hen- rik Asheim til þess að flytja Örv- ar englanna sem er rómuð dag- skrá með gömlum alþýðusálmum. Óratoríukór Gustav Vasa og Kon- unglega hirðhljómsveitin ljúka hátíðinni meðtónleikum 18. júní. Stríðið gert upp á bók Að undanfömu hafa komið út fjölmargar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um heimsstyrjöldina síðari r'ILEFNI þess að í maí var hálf öld liðin frá stríðslokum í Evr- ópu hefur fjöldi bóka verið gef- inn út þar sem litið er á heimsstyij- öldina síðari frá ýmsum og oft ný- stárlegum sjónarhomum. Að mati The Economist eru margar þeirra vel þess virði að líta í. Fyrsta má telja „The World at Arms“ eftir Gerhard Weinberg, sem er 1.178 blaðsíður og gefin út hjá Cambridge University Press. í henni lítur Weinberg á stríðið í heild, allt frá því að Þjóðveijar réðust inn í Pólland í september 1939 og fram að uppgjöf Jaþana 2. september 1945. Hann tekur hernaðartæknina fyrir, fjailar um styrk og veikleika Þýskalands, bandamenn þess og óteljandi fjandmenn. Bókin er sögð skýr og skorinorð og að höfundur hafi haft fyrir því að leita sjálfur heimilda í skjalasöfnum í stað þess að vitna í og treysta á verk annarra. Hermenn segja sögu sína Það gustar þó ekki eins um verk Weinbergs og „Total War“, 1.360 síðna doðrant eftir Peter Calvocor- essi, sem var nýlega endurútgefínn hjá Penguin. Birt er 50 síðna frásögn Calvocoressis frá þeim tíma sem hann starfaði hjá bresku leyniþjón- EIN af myndum Bills Mauld- ins: „Segðu honum að horfa á björtu hliðarnar, Villi. Það er búið að snyrta trén hans, plægja akrana og húsið hans er nú loftkælt." ustunni. Honum var gert að sleppa kaflanum þegar bókin kom út árið 1972 þar sem hann var talinn inni- halda hemaðarleyndarmál. í báðum bókum lýsa höfundamir stríðsrekstri æðstu leiðtoga og embættismanna, þó að þeir reyni einnig að nálgast þá hlið stríðsins sem sneri að óbreytt- um borgumm og hermönnum. Robin Neillands lítur hins vegar ein- göngu á stríðið út frá sjónarhóli hinna síðamefndu í bók sinni „The Conquest of the Reich", sem Weidenfeld & Nicol- son gefa út en hún er 352 blaðsíður. Neillands hefur safnað lýsingum sjó- manna, hermanna og flugmanna á síðustu fjórum mánuðum heimsstyij- aldarinnar og fléttar inn í lýsingar þýsks almennings á því hvemig það var að verða fyrir sprengjuárásum og játa sig svo sigraðan. David Reynolds fjallar um stríðið sem háð var í lofti í „Rich Relations" sem HarperCollins og Random House gefa út. Undirtitill bókarinnar er „Hemám Bandaríkjamanna í Bret- landi 1942-1945“ en Reynolds tekur einnig fyrir þau áhrif sem vera V/2 milljónar bandarískra hermanna hafði á breskar konur og dregur fram í dagsljósið muninn á bandarískum og kandadískum hermönnum í Bretlandi. Hann þykir skrifa af næmri tilfinningu og trúverðugleika en Reynolds er pró- fessor í sagnfærði við Cambridge. Martin Gilbert gerir tilraun til að fanga andrúmsloftið í Evrópu á friðar- daginn í bók sinni „The Day the War Ended", 473 bls. sem HarperCollins gefur út. Að mati The Economist tekst það með ágætum. Gilbert lýsir einnig aðdragandanum að endalokun- um og ágreiningi Stalíns annars veg- ar og Churchills og Trumans hins vegar þegar þeir reyndu að sættast á einn ákveðinn stríðsiokadag og þeim erfiðleikum sem urðu til þess að styij- öldin varð að köldu stríði. Listin lifir sagnfræðina The Economist telur þó að þau verk um heimsstyijöldina sem lifa muni lengst séu skáldsögur, ljóð og teikningar. Eru skopteikningar Bills Mauldins nefndar sem dæmi en „Up front“ er safn teikninga hans sem Norton-forlagið gefur út. Af nýjum bókum er að síðustu ótalið 320 bls. ljóðasafn Chatto & Windus „Poetry of the Second World War“. Ljóðin í bókinni koma frá öllum heimshomum og eiga það eitt sameiginlegt að vera samin á stríðasárunum. Nýr geisladiskur munkanna frá Silos Sögðu skilið við EMI-útgáfuna LÍF munkanna frá Silos hefur ekki verið samt frá því að þeir lögðu heiminn að fótum sér með geisladiskinum „Chant“, þar sem þeir syngja gregoríanska kirkju- tónlist. Á síðasta ári sló diskurinn sölumet og fór í 3. sæti vinsældalist- ans en við það var friðurinn úti, því ferðamenn og aðdáendur streymdu að Silos-klaustrinu á Norður-Spáni. Og það sem verra var, munkunum þótti þeir hafa farið flatt á samningn- um við útgefanda sinn. Þrátt fyrir að „Chant“ seldist í 6 milljónum eintaka og færði EMI- útgáfunni yfir 50 milljónir dala, seg- ist kórstjórinn, Laurentino de Buru- aga, munkana ekki hafa haft nema 40.000 dali upp úr krafsinu, sem dugi varla til að greiða fyrir viðgerð á hripleku þakinu í miðaldaklaustrinu, að því er segir í nýjasta hefti Tirne. Munkarnir hafa því sagt skilið við EMI-útgáfuna og freista gæfunnar hjá Milan-útgáfunni, sem gaf nýlega út „The Soul of Chant“, nýjan geisla- disk munkanna frá Silos. Að sögn Buruagas þótti munkun- um tilstandið í kringum útgáfu fyrri disksins afar óþægilegt, löngu áður en hann lagði leið sína á vinsældalist- ana. í fyrsta lagi setti EMI-útgáfan mynd af Fransiskusar-munkum í brúnum kuflum á umslag geisla- disksins í stað hinna svartklæddu Benediktusarmunka. í öðru lagi kom það illa við munkana er salan jóskt á geisladiskinum, að háttsettur starfsmaður útgáfunnar skyldi skyndilega birtast við klausturhliðið á þyrlu, sem höfð var í gangi á meðan hann bankaði upp á með samning um áframhaldandi útgáfu upp á vasann. Munkamir, fullir tor- tryggni, neituðu að hleypa mannin- um inn og ræddu við hann í gegnum gægjugat. Það sem gekk þó endanlega fram af þeim var sú krafa EMI að munk- amir stæðu við samning sem reglan hafði undirritað 30 ámm áður við Hispavox-útgáfuna er EMI hafði yf- irtekið. í honum var munkunum áskilinn 1.500 dala heildargreiðsla fyrir hveija útgáfu. EMI vísar öllum þessum ásökunum á bug, segir .... nnnVii 1..M1111T1HIn■ m'ii'i ■■ j ' , , . BURUAGA segir EMI-útgáf- una hafa hlunnfarið munkana frá Silos. munkana hafa þegið „mun hærri upphæð" en 40.000 dalina. Þrátt fyrir þetta mótlæti heldur frægðarsól þeirra áfram að stíga, þó hægar en fyrr, en nýi geisladiskurinn situr nú í 10. sæti bandaríska vin- sældalistans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.