Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA GOLF 1995 ■ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ STÆRSTU golf- klúbbar landsins halda meistara- mót sin i þessari viku og kylfingar á suð-vesturhorn- inu fengu að kynnast óblíðri veðráttu, roki og rigningu í gær. Myndin er tekin á átjándu flötinni í Grafarholtinu þegar meistara- flokksmennIuku öðrum keppnis- degi sínum. Sig- urður Hafsteins- son [til hægri] þakka Hjalta Pálmasyni fyrir hringinn. Miklar sviptingar voru í mörgum flokkum á meistaramótun- um sem lýkur á föstudag og laug- ardag. ■ Umsögn / D2 ■ Úrslit / D2 . ; 7,/ , /' '''' / *' '/' " ■■ \ 7 ,/v ' ', f , M .. Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Roy McFarland tekur við Bolton BOLTON, liðið sem Guðni Bergsson leikur með, hefur ráðið Roy MeFarland sem eftir- mann Bruce Rioch, fyrrtun framkvæmda- stjóra félagsins, sem fór til Arsenal. McFarland var áður lyá Derby en samningur hans var ekki endurnýjaður þar. Honum til aðstoðar verður Colin Todd, sem var aðstoðarmaður Rioch. Todd var í fyrsti talinn líklegur eftir- maður Rioch, en forráðamönnum í Bolton töldu að hann væri ekki tilbúinn í slaginn. McFar- land og Todd eru ekki ókunnugir, því að þeir léku saman sem miðverðir í vörninni hjá Derby og enska landsliðsins á árum áður. Gordon Hargreaves, formaður Bolton, tók skýrt fram að hugmyndin að fá McFarland væri að hluta til kominn frá Todd sjálfum. „Við leggjum áherslu á að þessi ákvörðun er tekin sameiginlega eftir miklar umræður og að tillögu frá Todd. Einn af kostunum er sá að þeir spiluðu saman i félagi og landsiiði og hafa sömu áherslu á fótboltanum.“ M.L Carrtekur við Boston GAMLA kempan M.L. Carr, fyrrum leikmaður Boston Celtics og síðan yfirmaður korfuknatt- leiksmála félagsins, hefur nú einnig tekið við þjálfun liðsins í kjöifar þess að Chris Ford var rekinn eftir slakt tímabil. Það er takmark mitt að koma Boston á toppinn í NBA. Við erum búnir að leita að nýjum þjálfara í NBA, háskól- j um og menntaskólum en fundum ekki neinn frambærilegan. Liðið er að ganga í gegnum breytingar og enghin þekkir það eins vel og ég,“ sagði Carr, sem lék með Boston frá 1979 til 1985, en bætti við að ef betri kostur byðist í þjáifaranuilum myndi hann hleypa honum að. „Við ætlum að taka upp gamla hraða stilinn okkar. Við byrjuðum þannig í vetur en af ein- hveijum ástæðum datt hann upp fyrir en nú verður hraður leikur í vörn og sókn. Við viljuin að leikmenn og áhorfendur skemmti sér.“ Boston liðið talaði við Roy Williams í Kans- as, Rich Pition hjá Kentucky og Mike Jarvis lyá George Washington ásamt fyrrum stjörnum Boston Larry Bird og Dave Cowens án árang- urs, Ford, sem horfði uppá dauða Reggie Lewis og brottför Birds þjá Celtic, var rekinn af Carr í maí en átti tvö ár eftir að sainningi sínum. Liðið vann 35 en tapaði 47 leikjum í vetur og var eina liðið sem fór í úrslitakeppnina með fleiri tapaði leiki en unna og tapaði þar strax fyrir Orlando Magic. HESTAR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Vilja ekki að Hinrik keppi í Sviss HVORKI stjóm F.E.I.F. (alþjóða- samband eigenda íslenskra hesta) né forráðamenn heims- meistaramótsins í Sviss telja við hæfi að Hinrik Bragason mæti þar og keppi fyrir hönd íslands á mótinu. Þessi skoðun kemur fram í bréfi sem forseti F.E.I.F. Lasse Eklund sendi Landsam- bandi hestamannaféiaga og Bændasamtökum íslands sem eru handhafar aðildar íslands að samtökunum. Lýst er í bréfinu ákveðnum skoð- unum F.E.I.F. á Gýmismálinu þar sem segir að eftir því sem stjóm- armönnum skiljist sé ljóst að Gýmir hafi verið meðhöndlaður með deyfi- lyfjum fyrir keppnina og þeir líti svo á að hann sé ábyrgur fyrir því sem gerðist á landsmótinu meðan ekki sé sannað að hestinum hafi verið gefíð lyf án vitundar Hinriks. Þá segir að F.E.I.F. geti ekki tekið á þessu máli miðað við núverandi reglur en unnið sé að endurskoðun lag- anna með það fyrir augum að hægt verði að taka föstum tök- um mál sem þetta ef upp kunna að koma. Þá eru íslend- ingar hvattir mjög ákveðið til að marka opin- bera móralska stefnu í málinu og menn beðnir að spyija hvort Hin- rik geti áfram komið fram fyrir ís- lands hönd eða hvort honum ætti að vera heimilt að keppa yfír höfuð meðan hann ekki getur sannað sak- leysi sitt. Þá eru fulltrúar íslands beðnir að gera sitt ítrasta til að hafa áhrif á að lögreglurann- sókn verði hrað- að sem mest og hægt sé að Ijúka þessu máli, svo fyrir liggi sekt eða sakleysi. Ennfremur telur stjórn F.E.I.F. afar óheppilegt ef Hinrik keppir fyrir hönd Is- lands á heims- meistaramótinu ef málið verður ekki til lykta leitt fyrir þann tíma. Verði hann i íslenska liðinu munu bæði stjóm F.E.I.F. og forráðamenn móts- ins sett í mjög erfiða aðstöðu. Síðan segir „Þessvegna munum við ef þetta óvissuástand ríkir áfram gera okkar ítrasta til að hindra Hinrik í að keppa á mótinu með öllum tiltækum ráð- um.“ í niðurlagi segir að haldi Hinrik áfram að keppa muni hljótast af umtalsverður skaði á góðu orðspori samtakanna og íslenska hestinum um allan heim. Hinrik hafði skráð eitt hross í úrtökukeppnina þar sem valið er landslið íslands en keppnin hófst í gær. Hinrik mætti ekki til leiks en sagði aðspurður það ekkert hafa með efni bréfsins að gera heldur lægju þar aðrar ástæður að baki. Eins og fram hefur komið í féttum Morgun- blaðsins á Hinrik rétt á að mæta með Eitil frá Akureyri til leiks í 250 metra skeið þar sem hann varð heimsmeist- ari í þeirri grein og skiptir því í raun ekki máli hvort hann mætir með hross í úrtökuna. Formaður L.H. Guðmund- ur Jónsson ræddi efni bréfsins við Hinrik en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ekki borin fram formleg ósk um að hann tæki ekki þátt í mótinu. Formaður lyfjanefndar LS.Í. Birgir Guðjónsson hefur sent stjóm F.E.I.F. bréf þar sem skýrt er hver staða málsins sé og einnig hver sé réttarstaða Hinriks í málinu. Að- spurður kvaðst Hinrik tvímælalaust ætla mæta með Eitil á heimsmeist- aramótið og hafi hann nýverið tekið þátt í stóru móti í Þýskalandi á Eitli þar sem þeir sigruðu í skeiðinu og fóru þrisvar á 22,3 sekúndum. Þetta mót segir Hinrik að hafi verið undir- búningur og æfíng fyrir HM. „Heims- meistaramótið er keppni þar sem þeir mæta sem rétt hafa til þess sam- kvæmt settum reglum. Þeir sem ekki hafa þar keppnisrétt sitja eftir heimat: eða á áhorfendapöllunum. Ég hef fullan rétt til að keppa þar og mun ég nýta mér hann“ sagði Hinrik sem vildi ekki tjá sig um efni bréfsins að öðru leyti. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HINRIK hyggst mæta til leiks meö Eltll frá Akureyrl á HM AFREKSMANNASJÓÐUR ÍSÍ: MARTHA ERNSTSDÓTTIR í BIÐSTÖDU / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.