Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNmgtutMafcto C 1995 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNI BLAD Fyrsti landsleik- ur á Austurlandi Islenska landsliðið í knattspymu heldur um helgina á Neskaupstað til að leika fyrsta landsleik í knatt- spymu á Austurlandi og er spilaður vináttuleikur við Færeyinga. Að sögn Eggert Magnússon formanns KSÍ er leikurinn meðal annars hugsaður sem hluti af útbreiðslustarfsemi sam- bandsins og er æft á þremur völlum fyrir austan til að gefa sem flestum færi á að berja landsliðsmennina augum, á Egilsstöðum kl. 16.30 á föstudag, kl.ll á laugardag á Nes- kaupsstað og kl.17.30 sama dag á Eskifirði. Ætlunin er að spila fleiri landsleiki á landsbyggðinni næstu árin. í liðinu eru 14 af 20 landsliðs- mönnum síðustu leikja og það þann- ig skipað: Birkir Kristinsson, Friðrik Friðriksson, Kristján Jónsson, Izudin Daði Dervic, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Adolfsson, Lárus Orri Sig- urðsson, Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Örlygsson, Sigurður Jónsson, Amar Grétarsson, Haraldur Ingólfsson, Gunnar Oddsson, Eyjólfur Sverris- son, Bjarki Gunnlaugsson og Einar Þór Daníelsson. Einn nýliði er í hópn- um, Lárus Orri Sigurðsson, sem leik- ur með Stoke City í Englandi. Eggert segir að Færeyingar hafi lengi lagt metnað sinn í að sigra íslendinga í A-landsleik en það hafí ekki gengið eftir. í liði Færeyinga eru þrír leikmenn sem leika í Dan- mörku, markvörðurinn sem leikur með Herfölge Boldklub en það lið komst upp í dönsku úrvalsdeildina í ár og tveir framheijar sem leika með A.C. Horsens, sem er leikur í 2. deild þar. Völlurinn á Neskaupstað hefur að sögn Viðar Þorkelssonar í undirbún- ingsnefnd austanmanna, komið vel undan snjó og ætti að vera ágætur þar sem græni liturinn sé óðum að taka völdin. Mikill hugur sé í fólki á Austurlandi fyrir leikinn og þó að margt sé að gerast þar á sama tíma, telur hann að það geta jafnvel hjálp- að til og spenningur mikill meðal yngri kynslóðarinnar. LÁRUS Orrl Slgurðsson og Þorvaldur Ör- lygsson eru báðlr í landsllðshðpnum gegn Færeyingum á sunnudaglnn þegar lelkinn verður fyrstl landslelkur á Austurlandl og fer hann fram á Neskaupstað. Lárus Orrl, fyrir ofan á myndlnnl, er að lelka sinn fyrsta landslelk. Sigurjón leikur enn undir pari SIGURJÓN Amarsson, kylfingur úr GR, virðist vera í miklum ham þessa dagana. Um helgina tók hann þátt í þriggja daga móti á Disney Palm vellinum í Flórida og varð í 15. sæti af 61 keppanda, lék á 214 höggum, tveimur undir pari vallarins sem er 72 högg. Siguijón lék fyrsta daginn á 74 höggum og mun- aði þá mestu um að á 6. holu, sem er par 4, sló hann tvo bolta í vatn og fékk átta á holuna. Daginn eftir gerði hann fá mistök og lék á 68 höggum, fjór- um undir pari. Hann fékk fjóra fugla og 14 pör og lék 17 holur hnökralaust, eða á „regulatíon". Siðasta daginn lék Siguijón síðan á pari og varð í 15. sætí. Sigurvegarinn lék á 205 höggum. Besti sundmaður Finna í bann PETTERI Lehtinen, helsta von frænda vorra Finna í sundkeppni næstu Ólympíuleika, Petteri Lehtínen hefur verið dæmdur í tveggja ár keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Petteri hefur allt frá ár- inu 1993 að hann náði fimmta sætí í 200 metra flug- sundi á Evrópmeistaramótinu i Sheffield, verið aðal- sundgarpur þjóðarinnar og miklar vonir bundnar við hann. Forráðamenn finnska sundsambandsins hafa sagt að þarna séu á f erðinni einhver mistök. Petteri hafi tekið lyf vegna astma og það sé lyfið sem kom fram við lyfjaprófið. Talsmenn alþjóðasundsambandsins segja hins vegar engin mistök hafa átt sér stað þvi ekkert hafi verið tilgrein um lyfjatöku vegna sjúk- dóms, eins og eigi að gera, á tílteknu eyðublaði sem menn fá er þeir fara á lyfjapróf. Finnar getí hinsveg- ar áfrýjað banninu. Stich aftur úr leik ÞJÓÐVERJINN Michael Stích, sem varð Wimbledon- meistari 1991, var í gær sleginn út í fyrstu umferð þessa stærsta tennismóts ársins. Tap hans var það eina sem kom á óvart á öðrum keppnisdegi í Wimble- don. Stích mættí Holleiidingnum Jacco Eltingh og tapaði 6-4 7-6 6-1. Stích, sem féll nú úr mótinu í fyrstu umferð annað árið í röð, var í niunda sætí á styrkleikalista mótsins í ár. Hann kenndi lélegum uppgjöfum um tapið. Andre Agassi og Steffi Graf, sem eru efst á styrkleikalista mótsins í karla- og kvennaflokki komust bæði auðveldlega áfram. HjörturíUMFG HJÖRTUR Harðarson körfuknattleiksmaður gekk í gær frá samningi við Grindvikinga fyrir næsta leik- tímabil. Hjörtur lék með félaginu í hitteðfyrra en dvaldist við nám í Bandaríkjunum síðasta vetur. SNÓKER Öruggur áfram Morgunblaðið/Kristinn JÓHANNES R. Jóhannesson er efstur í sínum rlðll og hefur lagt alla mótherja sína tll þessa. Hann stefnlr að því að ná lengra en í fyrra, en þá datt hann út í undanúrslltum á Evrópumóti áhugamanna. Jóhannes B. kemst hlns vegar ekkl í 16 manna úrslltln. Jóhannes R. er öruggur áfram Jóhannes Ragnar Jóhannesson er öruggur um að komast áfram í 16 manna úrslit á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Belfast þessa dagana, en nafni hans, Jó- hannes Birgir Jóhannesson á mögu- leika á að ná þriðja sætinu í sínum riðli, en það dugar ekki til að kom- ast áfram. Síðasti dagur riðlakeppninnar er í dag og sigri Jóhannes R. í sínum leik verður hann efstur í riðlinum og það segir hann skipta miklu máli til að fá þá heldur léttari mót- heija í 16 manna úrslitunum, en Jóhannes komst í undanúrslit 4 þessu móti í fyrra og ætlar sér lengra í ár. „Ég hef ekki verið að leika neitt sérstaklega vel, en hef samt unnið alla mína leiki þannig að maður vonar að þetta sé að koma,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sigraði Frakka í gær 4-1 en þeir voru efstir og jafnir fyrir leikinn í gær og þar með tryggði Jóhannes sér áframhaldandi keppn- isrétt í mótinu. Nafni hans Birgir sigraði einnig í gær, lagði Þjóðveija 4-2, en hafði áður tapað tveimur leikjum og kemst ekki áfram. Hann lék vel gegn Þjóðveijanum og gerði meðal annars 100 „breik“ á hann. Sigri hann í dag verður hann í 17.-24. sæti í mótinu, sem er mjög sterkt enda eru sex af þeim sem keppa á leið í atvinnumennskuna, en keppendur eru 48 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Á morgun hejast 16 mann úrslit- in og þá þurfa menn að sigra í 5 römmum til að komast áfram. Frí verður á föstudaginn en svo hefjast átta manna úrslitin og svo koll af kolli þar til úrslitaleikurinn, þar sem verður að sigra í 8 römmum, fer fram. KNATTSPYRNA: FRAM FÆR SKAGAMENN í HEIMSÓKN í BIKARNUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.