Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 4
 t . I—;'-L-iLvbJÍ mssmz ÍÞROmR KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Þór hafdi sigutviljann ÞAÐ voru Þórsarar frá Akureyri sem ieika í 2. deild sem komu, sáu og sigruðu í Eyjum þegar þeir sigruðu fyrstu deildar lið heimamanna 2:3 í baráttuleik og hef ndu þar fyrir stórt tap, 6:1, í fyrstu deildinni í fyrra. Eg vissi að við myndum sigra hérna, ég hef haft það á til- finningunni undanfarna daga,“ sagði Sveinbjöm Hákonarson ánægð- ur að leikslokum og að sama skapi þreyttur og bætti við: „Þú mátt hafa eftir mér að við höfðum Sæmund Víglundsson dóm- Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar ara á móti okkur allan leikinn og það er ekki tilviljun að ég fæ gult spjald nánast í hveijum leik sem hann dæmir hjá okkur.“ Leikurinn lofaði góðu strax í byijun. Heimamenn fengu fljótt víti og skoruðu en það tók Þórsara að- eins eina mínútu að jafna. Þetta voru kanski fölsk fyrirheit um góð- an leik því hann fjaraði fljótt út í miðjuþóf og lítið var um færi. Það voru þó leikmenn ÍBV sem sóttu meira í fyrri hálfleiknum og áttu mörg skot að marki Þórs sem flest fóru yfir mark þeirra. í síðari hálfleik komu Þórsarar ákveðnir til leiks og voru sprækari en það voru samt Eyjamenn sem komust yfir um miðjan hálfleikinn og fengu síðan tækifæri til að gera út um leikinn þegar Leifur Geir var felldur innan títateigs Þórs og dæmd var vítaspyrna, en Ólafur Pétursson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Rúts Snorrasonar og hélt Þórsurum inni í leiknum. Þórsarar jöfnuðu er fimm mínútur voru eftir og framlengingin var fremur róleg fram að síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar Þórsarar fengu víti sem þeir skoruðu örugglega úr. Þeir bökkuðu síðan vel í síðari hluta framlengingarinnar og stóðu allar sóknir Eyjamanna af sér og fögnuðu því sigri og eru komnir í átta liða úrslit en Eyjmamenn eru úr leik og geta engum nema sjálfum sér um kennt, ætluðu greinilega að hafa lít- ið fyrir hlutunum þannig að allt líf vantaði í leik þeirra að þessu sinni. Gríndavík sendiFHútí í kuldann ann- aðáriðíröð GRINDVIKINGAR endurtóku leikinn frá í fyrra og slógu FH- inga út úr bikarkeppninni með 0:2 sigri í Hafnarfirði í gær- kvöldi. í þetta sinn fengu Hafn- firðingar ekki að gera nein mörk en í fyrra var staðan 2:2 eftir venjulega leiktíma. Það skipti sköpum núna að FH-ing- ar féllu saman eftir fyrra mark- ið. Bæði iið byijuðu með ágætis bar- áttu, eins og einkennir bikar- leiki, þó lítið væri um færi. Hafnfirð- ingar voru þó aðeins betri og spiluðu meira en hvort lið fékk gott færi. Grindvíkingar þegar Ólafur Ingólfsson lék upp að endalínu við markteig og gaf út á Þorstein Jónsson sem skaut, en Stefán Arnar- son i markinu varði vel niðri og FH-ingar þremur mínútum síðar þegar Albert Sævarsson markvörður gestanna varði skallabolta frá Jón Erling Ragnarsson í horn. En mínútu Stefán Stefánsson skrifar 0B 4[ Á 23. minútu lögðu ■ | Grindvfkingar af stað upp völlinn. Þorsteinn Jónsson var með boltann vinstra megin, sendi inná Tómas Inga Tómas- son fyrir miðju rétt utan víta- teigs og hann framlengdi strax yfír á vinstri væng þar sem Grétar Einarsson skaut lága skoti til hægri við Stefán Amar- son í markinu. Fallegt mark. Om *% Eftir sjö mínútur í ■ áLsíðari hálfleik fékk Grétar Einarsson boltann á hægri kanti, lék upp í að víta- teig og gaf fyrir. Þar horfðu leikmenn beggja liða á boltann skoppa þar til Þorsteinn Jóns- son kom skokkandi og skaut í mark úr miðjum vítateig. síðar kom fyrra mark Grindvíkinga og við það hreinlega slökknaði á Hafnfirðingum, Grindvíkingar færðu sér það í nyt og áttu mörg góð færi. Zoran Ljubicic skaut rétt framhjá eftir góða fyrirgjöf Grétars Einars- sonar frá hægri og rétt á eftir varði Stefán í marki FH glæsilegt við- stöðulaust skot Þorsteins Jónssonar eftir frábæra fyrirgjöf Tómasar Inga Tómassonar. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálf- leik kom annað mark Grindvíkinga og ef slökknaði á FH við fyrra mark- ið, kviknaði heldur betur á þeim við síðara markið! Þeir spiluðu af miklum krafti og oft skall hurð nærri hælum Grindvíkinga en það vantaði alveg að binda endahnútinn á sóknimar og vörn gestanna var sem fyrr sterk. En FH var ekki umbunað fyrir dugn- aðinn og við það dró úr kraftinum er á leið svo að undir lokin voru það Grindvíkingar sem gátu bætt við. „Við spiluðum svo sem vel en það gekk ekki að skora,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH dapur í bragði eftir leikinn. Mikið rétt hjá honum, lið hans hefði átt skilið að skora eftir síðara markið en fann ekki smugu í gegnum vöm gest- anna. í kaflanum milli markana áttu þeir hins vegar ekki neitt skilið, enda á hælunum. Grindvíkingar mættú tilbúnari til leiks. Þó stundum skorti á gæði knatt- spymunnar hjá þeim, bættu þeir það upp með snörpum sóknum og mjög sterkri vörn. Zoran sá um miðjuspilið og þó Tómas Ingi virtist stundum þunglamalegúr, átti hann góðar send- ingar og Þorsteinn Jónsson góða spretti. „Þetta small saman hjá okk- ur, við duttum niður eftir fyrra mark- ið en komumst aftur inní leikinn í lokin og sigurinn hefði átt að vera stærri. Mér er sama hvaða lið ég fæ næst,“ sagði Luca Lukas Kostic þjálf- ari Grindvíkinga eftir leikinn. „Við höfum verið að klúðra leikjum í deild- inni, strákarnir segja vegna óheppni en ég segi að einbeitingu hafi skort.“ Morgunblaðið/Golli HÖRDUR Magnússon, FH, og Mllan Jankovlc, Grindavfk, gáfu hvorugur eftir þegar þeir síðarnefndu sóttu Hafnfirðinga heim í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Peter Shilton gekk til liðs við Coventry PETER Shilton, fyrrum landsliðs- markvörður Englands, sem er 45 ára, gekk í gær til liðs við Co- ventry, eftir að hafa verið um tíma í herbúðum Bolton. Shilton skrif- aði undir þriggja mánaða samning — hans hlutverk er að veija mark Coventry þar til Steve Ogrizovic, markvörður sem fótbrotnaði í maí, verður orðinn góður í septem- ber, að sögn Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóra Coventry. Shilton hefur leikið um 1.000 deildarleiki með Leicester, Stoke, Nottingham Forest, Southampton, Derby, Plymouth og Bolton. GOLF Sólseturs- mót í Urríða- vatnsdölum Sólseturmótið verður haldið á golfvellinum í Urriðavatnsdöl- um í kvöld og hefst kl. 21. Mótinu er ætlað að verða í framtíðinni al- þjóðlegt mót er höfði til górða kylf- inga og laði hingað til lands erlenda áhugamenn um golf. Dagsetningin er valin með tilliti til „Artic Open“ á Akureyri og á þetta mót að höfða til sama hóps. Fyrir þá sem ekki vita hvar þessi völlur er þá er best að komast að honum um Flótta- mannaveg. 1B^%Jón Bragi Amarsson ■ tók langt innkast inná vítateig Þórsara og eftir góð færi Eyjamanna fékk Tryggvi Guðmundsson boltann og var felldur innan teigs og víti dæmt — strax á 3. mínútu. Rútur Snorrason skoraði úr spymunni, alveg út við stöng hægra megin. 1m <4 Radovan Cvijanovic ■ I skallaði inná teig Eyjamanna, boltinn barst til Áma Þórs Ámasonar með við- komu í Eyjamanni og Árnl Þór skaut hnitmiðuðu skoti efst í markhornið vinstra. Þetta gerð- ist á 4. mínútu. 2b afl Dragan Manojlovic ■ | tók aukaspyrnu á 69. mínútu á vftateigshomi Þórsara vinstra megin, sendi inná teig- inn, Leifur Geir Hafsteinsson skaliaði í innanverða stöngina, þaðan barst boltinn til Tryggva Guðmundssonar sem var á miðjum markteig og renndi boit- anum í netið. 2B^Páll Viðar Gíslason ■ ■Mifékk boltann á 85. mínútu eftir aukaspymu Þórs- ara og renndi inná teig á Áma Þór Árnason sem skoraði ör- ugglega af stuttu færi. 2-0 ■ '■ÍPr 'Gisli Sveinsson ►markvörður _ Eyja- manna felldi Áma Þór Árnason á 104. mínútu. Árni Þór var á leið frá markinu en Gísli skutl- aði sér á hann og felldi þannig að vfti var dæmt. Sveinbjörn Hákonarson tók vítaspyrnuna og skoraði örugglega í vinstra homið. ÍÞR&IHR FOLK ■ IVAN Zamorano, sem var út- nefndur knattspyrnumaður ársins 1995 á Spáni á dögunum, leikur ekki með Chile í Ameríkukeppn- inni. Zamorano, sem skoraði 28 deildarmörk með Real Madrid — var markahæstur á Spáni, sagðist á sumarfrí á að halda. „Ég þarf á hvíld að halda, til að ég verði full- komlega góður þegar næsta keppn- istímabil héfst,“ sagði Zamorano, eftir að hann hafði rætt við Edu- ardo Frei, forseta Chile í gær. ■ FORRAÐAMENN nýbökuðu þýsku meistaranna í knattspyrnu, Bomssia Dortmund, eru að reyna að fá framheijann Heiko Herrlich frá Borussia Mönchengladbach. ■ HERRLICH, sem er 23 ára og er nýkominn í þýska landsliðið, var markakóngur í þýsku 1. deildinni í vetur með 20 mörk. Herrlich til- kynnti í vikunni að hann vildi losna frá Gladbach, þrátt fyrir að hann sé samningsbundinn til 1997. Dort- mund hefur boðið honum 1,2 millj- ónir þýskra marka í árslaun; and- virði 54 milljóna króna en forráða- menn Gladbach, sem varð bikar- meistar á dögunum, eru ekki á því að sleppa honum. ■ GEORGE Foreman, heims- meistari IBF í þungavigt hnefa- leika, hyggst mæta Michael Moor- er í haust, í síðasta bardaga sínum áður en hann leggur hanskana end- anlega á hilluna — og afsala sér heimsmeistaratitlinum, frekar en að mæta Þjóðveijanum Axel Schulz aftur, eins og IBF krefst. Hann sigraði Schultz á stigum fyrr á árinu í Las Vegas, og þótti sá úrskurður dómaranna vafasamur í meira lagi. Foreman er 46 ára og elsti heimsmeistari sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.