Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 D 5 er runninn úr vekur okkur til um- hugsunar að allt er breytingum háð og hvert tímabil endurskapar bók- menntaverk í sínum eigin anda. Eftirfarandi leikrit verða sýnd í Stratford það sem eftir lifir sum- ars: Júlíus Sesar (Julius Caesar), Rómeó og Júlía (Romeo and Juli- et), Snegla tamin (The Taming of the Shrew) öll að sjálfsögðu eftir Shakespeare og sýnd í aðalleikhús- inu, The Royal Shakespeare Thea- tre. The Devil is an Ass eftir Ben Jonson, The Relapse, or Virtue in Danger eftir John Vanbrugh, Kirsu- berjagarðurinn (The Cherry Orc- hard) eftir Tsjekhov, Ofviðrið (The Tempest) eftir Shakespeare og Bingo eftir Edward Bond, sýnd í The Swan, leikhúsi sem hannað er eins og leikhús frá því um aldamót- in 1600. The Painter of Dishonour (E1 pintor de su deshonra) eftir Don Pedro Calderón de la Barca og Höfuðpaurinn (Lord of the Flies) leikgerð Nigel Williams eftir sögu William Golding í The Other Place (sjá síðustu viku um leikhúsin). Almennar upplýsingar: Lestir til Stratford frá London ganga frá Paddington- lestarstöð- inni (stoppa í Slough, Reading, Oxford og Banbury). Upplýsingar um ferðir frá Paddington fást í síma 0171-262 6767 og kostar ferðin 17 pund fram og til baka. Ef farið er á kvöldsýningu ganga rútur frá lestarstöðinni í Stratford til Oxford og London upp úr kl. 11 og gildir þá lestarmiðinn til baka. Einnig er hægt að taka Iest frá Euston-lestarstöðinni til Coventry og rútu þaðan til Stratford. Biðjið um Shakespeare Connection-miða í Euston því þá kaupið þið ferðina alla leið í einum pakka og fáið í kaupbæti aðgöngumiða í öll Sha- kespeare-húsin (verð 27 pund) Upp- lýsingar um ferðir frá Euston til Stratford fást í síma 01789 294 466. Skoðunarferðin um Stratford og nágrenni er farin í rútu frá Guide Friday-fyrirtækinu (grænar og gul- ar tveggja hæða rútur, opnar fyrir veðurguðunum á efri hæð). Hægt er að fara úr á ýmsum stöðum, dvelja eins lengi og hver vill og taka bílinn áfram að næsta sýni- stað. Rúturnar ganga á fímmtán mínútna fresti yfír daginn. Leið- sögn fer fram á skýrri ensku og er mælt með ferðinni þar sem það er handhægasta leiðin til að sjá næsta nágrenni bæjarins. Upplýs- ingar um ferðimar fást í síma 01789 294 466. Hægt er að fara inn í húsin fímm sem tengjast Shakespeare- fjöl- skyldunni frá því milli 9 og 10 á morgnana og til milli 5 og 6 á dag- inn á sumrin og til 4 á veturna. Fullt verð fyrir aðgang að öllum húsunum er 8 pund fyrir fullorðna, 3,60 pund fyrir börn. Einnig er hægt að kaupa aðgang að hveiju húsi fyrir sig eða bara að húsunum þremur sem em innan bæjarmark- anna. Lítið vaxmyndasafn er niður við ána, nálægt leikhúsunum, og kallar það sig The World of Shakespeare. Heimsókn þangað er varla pening- anna virði enda lítið lagt í myndirn- ar. Hægt er að kaupa miða í leikhús- in í síma 01789 295 623 og borga með greiðslukorti. Munið að hafa við höndina upplýsingar um gildis- tíma kortsins, hvert reikningurinn er sendur og nafn korthafa eins og það kemur fyrir á kortinu. Miða- verð er mjög mismunandi eftir degi, leikhúsi, uppfærslu og stað, eða allt frá 4,50 pundum upp í 42. Athugið að ef hringt er frá ís- landi í eitthvert þessara númera er núllinu fremst í svæðisnúmerinu sleppt. Heimildir: O’Connor, Garry, William Shakespeare: A Life, London: Hoddcr & Stoughton, 1991. Shakespeare, William, Sneg-la tamin (The Tam- ing of the Shrew), leiksýning 27. maí og leikskrá. Jonson, Ben, T/ie Devil is an Ass, leiksýning 27. maí og lcikskrá. Ýmsir bæklingar fyrir ferðamenn með al- inennum upplýsingum um Stratford-upon-Avon. Af nógu að taka þrátt fyrir endalok kommúnismans Milan Richter hefar undanfarín tvö og hálft ár veríð sendiráðunautur Slóvakíu á íslandi, með aðsetur í Osló. Nú er hann hins vegar á heimleið og hyggst taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð við ritstörf og þýðingar. Af því tilefni ræddi Sigrún Davíðsdóttir við Richter í Ósló fyrir skömmu, MIÐ-EVRÓPA er gamalgró- ið menningarsvæði og Milan Richter á rætur að rekja í þennan jarðveg. Hann er gyðingur af slóvakískum ættum, ljóðskáld og mikilvirkur þýð- andi. Undanfarið tvö og hálft ár hafa þó menningarstörfin legið í láginni, því hann hefur verið sendiráðunautur Slóvakíu í Noregi og á íslandi, með aðsetur i Ósló. Á þeim tíma hefur hann tekið þátt í heimsókn Jóns Bald- vins Hannibalssonar þáverandi utan- ríkisráðherra 1993 og heimsókn Vig- dísar Finnbogadóttur forseta 1994 til Slóvakíu og átt þátt í útnefningu Pét- urs Kjartanssonar sem heiðursræðis- manns Slóvakíu á íslandi. Það var ein- mitt heimsókn Vigdísar sem varð til þess að Richter fór að huga að ljóða- þýðingum úr íslensku. Richter er gott dæmi um það nýja hlutverk sem mennta- og listamenn í Mið-Evrópu hafa fengið eftir að lýðræði var komið þar á. Eftir að hafa verið í ónáð og ekki fengið ljóðin sín útgefín var hann skipaður fulltrúi lands síns. Nú er hann á heimleið og vonast til að geta haldið áfram starfi á menningarsvið- inu. Milan Richter lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir og málvísindi, auk þess sem hann lærði svolítið í sænsku. Á háskólaárunum byijaði hann að skrifa, bæði ljóð og smásög- ur. Þetta var rétt fyrir innrás Sovét- manna í Tékkóslóvakíu 1968. Næstu árin komu út þijár ljóðabækur eftir hann, en 1976 fékk hann skyndilega ekki meira útgefið. Og eins og venja var á þessum tíma, segir hann, þá fékk hann enga skýringu á útgáfu- banninu. „En ég þykist vita að það hafi verið vegna þess að ég hafði feng- ið birt eftir mig ákaflega svartsýnt kvæði, byggt á dauða föður míns og fjölskyldu, sem drepin var í gereyðing- arbúðum í seinni heimsstyijöldinni. And-gyðingleg viðhorf blossuðu upp á áttunda áratugnum og áttu vísast þátt í útgáfubanninu, auk þess sem kvæði í þessum stíl féll ekki að ríkj- andi hugmyndum og kröfum um fé- lagslegt raunsæi." Eftir þetta vann Milan Richter sem þýðandi hjá bókaútgáfum og sá um þýskar og norrænar útgáfu, en hætti 1980, þegar þrýst var á um að útgef- endur væru einhvers konar gæslu- menn kerfisins. Áhrifa frá mannrétt- indakröfum tékkóslóvakíska Charta 77-hópsins, sem ýmsir kunnir kerfis- gagnrýnendur skrifuðu undir, gætti einnig meðal slóvakískra yfirvalda. Richter framfleytti sér á að þýða úr sænsku og þýddi klassísk verk, meðal annars eftir Emily Dickinson. Einn af þeim sem hann þýddi var sænska skáldið Arthur Lundkvist. Lundkvist tók ekki við höfundargreiðslunum, heldur lét þær ganga til Richters. Reyndar var það óleyfilegt, en þeir fundu nú samt krók móti bragði. „Ég sagði Lundkvist líka síðar að hann hefði haldið lífinu í mér og fjölskyld- unni þessi ár.“ En 1988 fékk hann aftur gefna út bók eftir ellefu ára hlé, var tekinn inn í rithöfundasambandið heima fýrir og um leið rættist úr at- vinnumöguleikum, enda farið að halla undan fæti fyrir kommúnistaflokknum. Menntamenn með hreina samvisku gátu fyllt skörð flokksgæðinganna Eins og fleiri landa hans miðast tímatal Richters gjarnan við flauels- byltinguna. Eftir hana var hann Ful- bright-styrkþegi við Háskólann í Kali- forníu, Los Angeles (UCLA) í eitt ár og fékk svo hug á að ganga í utanríkis- þjónustuna, eins og fleiri félagar hans og vinir. Þar var mikið af lausum stöð- um, því flestir sendiherrar, skipaðir af kommúnistastjórninni, voru leystir frá störfum. Miðað við vestur-evr- ópska hefð kemur það spánskt fyrir sjónir að skipa mennta- og listamenn sendiherra, en Richter segir að nær sé að bera þetta saman við suður- ameríska hefð. „Einnig þar voru kall- aðir til skáld og listamenn, fyrst eftir að lýðræði var komið á. Þar nægir að nefna menn eins og Pablo Neruda, Octavio Paz og Miguel Asturias. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar þurfa auðvitað að sinna störfum sínum af fagmennsku og kunnáttu, en menntamenn geta kannski gætt starf- ið hugmyndaflugi og sköpunargáfu og það getur ekki verið nema til bóta.“ Hið nýja hlutverk mennta- og lista- manna í Mið-Evrópu berst í tal og hver margir þeirra hafi valist til ýmissa leiðtogastarfa. „Þegar þörf var á heilum hópum fólks með hreina sam- visku þá var leitað til menntamanna, blaðamanna og listamanna, sem ekki áttu neitt saman við gömlu stjórnvöld- in að sælda. En hlutverk mennta- manna og listamanna hefur líka löng- um verið að boða sannleikann eins og hann kemur þeim fyrir sjónir, án þess að ganga erinda stjórnvalda. Þess vegna var eðlilegt að leita til þessara hópa, þegar þurfti að fylla í skörðin." Bókmenntir áfram mikilvægar í Mið-Evrópu Bókmenntir voru öflugt vopn gegn kommúnisma, eins og barátta kerfis- ins gegn rithöfundum sýnir best. Eftir fall kommúnismans hefur sú spurning vaknað víða í Mið-Evrópu hvort áhugi á bókmenntum muni ekki minnka og staða rithöfunda versna, þegar allt fæst prentað og allir mega segja allt. Richter segir að honum fínnist aðstaða rithöfunda í raun hin sama. „Á þessum tíma reyndi ég aðeins að gera mitt besta og held því áfram. Arið 1988 var birt eftir mig ljóð í þýskri þýð- ingu, er birtist síðan á slóvakísku. Það fjallaði um okkur, sem biðum stöðugt á rauðu ljósi, meðan Volgubílarnir með stjórnargæðingunum virtust alltaf fá Milan Richter Mortrunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Rætur í loftinu { loftinu, þar eru rætur þínar, þar, í loftinu. Paul Celan. - Hvert ætlarðu, doktor? í kirkjugarðinn? - Já, nágranni góður, að heimsækja leið- in. Móðir mín hvílir þar, bróðir minn líka, og frænka konunnar, jörðuð í fyrra, hvítblæði var það vist. Hvert ætlar þú? - Heim til mín. Dagamir teknir að stytt- ast. Mér líður best heima. - En leiðin þín, hefurðu nýlega séð þau? - Ég á engin leiði. Konan hljóp frá mér, einsog þú veist. Synir mínir lifa, en langt í burtu, í Kanada, trúi ég, Kanada... leiði á ég engin... - En móðir þín, faðir þinn, bræðumir, afar og ömmur, hvar hvíla þau öll? - í loftinu yfir Auschwitz, þar hvíla þau öll, í loftinu. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi þetta Ijóð Milan Richter sem birtist í Tímariti Máls og menningar. grænt ljós. Eftir að hafa lesið kvæðið spurði útgefandi mig hvort ég vildi bara banna kommúnisma . .. A þess- um tíma var hægt að nota bókmennt- irnar til að tjá sig milli línanna. Og þegar manni tókst ekki að fá neitt gefið út, var hægt að snúa sér að klassískum verkum, þýða þau og koma á þann hátt á framfæri því sem hugur- inn stóð til. Mig langar bara að halda áfram í sama dúr og áður, en ekki endilega að skrifa um pólitísk efni, því aðstæð- ur eru ekki eins aðkrepptar núna. En rithöfundum og menntamönnum ber alltaf skylda til að kveða upp úr um hvað þeim þyki rétt og rangt. Þó það ríki frelsi er samt alltaf nóg að fjalla um og því hafa þessir hópar ekki glat- að hlutverki sínu. Það er ekki sama hefð fyrir gólitískri umræðu í Slóvakíu eins og á íslandi eða hér í Noregi. Um áhuga Slóvaka á bókmenntum kvíði ég engu. Líkt og íslendingar hafa þeir löngum haft mikinn áhuga á bókmenntum, alveg síðan farið var að skrifa á slóvakísku um miðja síð- ustu öld. Nú þegar allt fæst birt hafa auðvitað alls kyns bókmenntir flætt yfir markaðinn, jafnt erlendar fagur- bókmenntir sem afþreyingarbók- menntir. Ég held þó að fólk mettist fljótt af léttmetinu og snúi sér þá aft- ur að alvarlegri bókmenntum. Slóvak- ar eru 5,3 milljónir talsins og ljóðabækur seljast gjarnan í þúsund til nokkur þúsund eintökum og það tel ég gott.“ Bæði í Þýskalandi og annars staðar í Mið-Evrópu hefur aftur borið á and- gyðinglegum málflutningi. Richter tekur undir að honum skjóti upp, en hann lítur ekki á hann sem hótun. „Slóvakar hafa lifað í lokuðu þjóðfé- íagi í hálfa öld, ekki getað ferðast, ekki lært tungumál og einangrun leið- ir oft af sér hræðslu við hið óþekkta og framandi. Hlutverk þeirra upplýstu er að tala gegn öllum tilhneigingum til öfgastefnu. Það er enn af nógu að taka, þó kommúnisminn sé Iiðinn und- ir lok.“ „Þýði (jóð sem höfða til mín“ Hvað íslenskum bókmenntum við- víkur þá hefur Richter lengi haft veð- ur af þeim. Langt er síðan bækur Laxness voru þýddar í Mið-Evrópu og Eddukvæðum hefur hann haft auga- stað á lengi. Lætur sig reyndar dreyma um að þýða þau fái hann tækifæri til. Eftir ferð til íslands 1993 komst hann svo í tæri við nútímakveðskap. „Ég fékk ljóðasöfn með íslenskum kvæðum í þýðingum og byrjaði að þýða þau kvæði sem höfðuðu til mín, með hliðsjón af þýðingunum og frum- textanum, án þess að ég þekkti nokk- uð til skáldanna. Ég ber mig alltaf þannig að, þýði ljóð sem höfða til mín. Ég hef laðast að kvæðum Matthí- asar Johannessen og þýtt nokkur þeirra. Ég hefði hug á að útbúa lítið ljóðasafn með þýðingum úr íslensku, líkt og ég hef áður gert með þýsk og sænsk ljóð, en einnig að þýða sérstak- lega úrval ljóða eftir Matthías, einfald- lega af því hann er gott skáld. Fyrir löngu bað eitt ríkisforlagið mig um að þýða Eddukvæði, en svo datt það upp fyrir, þegar ríkisforlögin voru úr sögunni. Ég var byijaður og studdist við þýðingar á þýsku og ensku. Það háir mér að kunna ekki íslensku, en þekking mín á sænsku kemur mér til góða, þegar ég hef aðr- ar þýðingar til hliðsjónar. Eg vonast eftir að fá tækifæri til að fara til ís- lands og undirbúa þessa þýðingu, auk þess að kynna mér íslenskar bók- menntir og hvemig hægt sé að koma þeim á framfæri erlendis." Nýjar bækur • VEGNA 20 ára afmælis Sumartón- leika í Skálholtskirkju er komið út rit með tólf greinum og viðtölum um ýmsar hliðar tónlistarinnar sem snerta Skálholt beint og óbeint. Ritið heitir Sem niður margra vatna með vísan í Opinberun Jóhannesar: „Og ég heyrði rödd af himni sem nið margra vatna ..." Sr. Sigurður Sigurðsson fylgir ritinu úr hlaði með ávarpsorð- um. í ritinu fjalla Jón Þórarinsson, Helga Ingólfsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson um kirkjutónlist og hlut- verk Skálholts í tónmenntum á fyrri tíð, þ. á m. spurninguna um það hvaða hljóðfæri hafi verið til á bisk- upsstólnum. Guðmundur Óli Ólafsson, Þorsteinn Gylfason og Atli Heimir Sveinsson glíma við spurninguna un tengsl trúar og tónlistar og komast að nokkuð mismunandi niðurstöðum. Tveir tónlistarmenn fjalla um mis- munandi túlkun á barokktónlist, fiðlu- smiðurinn Hans Jóhannesson og hol- lenski fiðluleikarinn Jaap Schröder. Viðtal er við tvö tónskáld sem semja sérstaklega fyrirtónleikana í sumar, Jón Nordal og Þorsteinn Hauksson. Þeir segja „sköpunarsöguna", þ.e. af hvaða rótum listsköpun þeirra er sprottin. Arngeir Heiðar Hauksson segir frá Henry Purcell en tónlist hans verður í hávegum höfð á þessu sumri vegna 300 ára ártíðar hans. Loks segir Þorkell Helgason ágrip af sögu Sumartónleikanna í Skálholts- kirkju. Þar kemur m.a. fram hvaða meginþættir hafi einkennt tónleika- haldið: Aðgangur hefur alltaf verið ókeyp- is. Tónlistarmenn dvelja og æfa í Skál- holti vikuna fyrir hveija tónleika. Áherslan í verkefnavalinu hefur verið á barokktónlist annars vegar og nýja íslenska músík hins vegar enda hafa nær 50 verk verið samin sérstak- lega fyrir sumartónleikana. Ritið er prýtt fjölda mynda ogfæst ínokkrum bókaverslunum auk þess sem það verður á boðstólum ISkál- holti í tengslum við tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.