Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBIAÐIÐ -H Pizzuþraut HÉR sjáið þið pizzu sem á er mjög frumlegt krydd og ofaná- lag. Jááá, einmitt, nefnilega tölustafapizzu! Rosalega eruð þið klár, ha. En eruð þið svo klár að geta fundið hvað á að vera á pizzusneiðinni sem er ekki með neinu á, ekki einu sinni með pizzusósu eða osti? - Ég tek skýrt fram að rétt svar er ekki pepperóní. Þið eigið að finna út hvaða tala á að vera á sneiðinni. Hin- ar tölurnar eru settar á flat- bökuna eftir ákveðnu kerfi. Ef þetta er ykkur um megn getið þið athugað hvort lausn- ina er að finna einhvers staðar annars staðar í uppáhaldsblað- inu ykkar, Myndasögum Moggans. Gangi ykkur vel og góða skemmtun, eða ætti ég ef til vill að segja verði ykkur að góðu. ■' ■ '■ .. - ■ . 1 mm m wm «SR EINU sinni var lítill ungi, sem var mjög fallegur. Hann átti tvo bræður, sem voru mjög öfundsjúkir út í hann, því hann var miklu fallegri heldur en þeir. Einn daginn fóru ungarnir og andamamma út að synda. Eftir sundið gengu andar- bræðurnir til litla unga og sögðu: - Þú ert ógeðslega ljótur. Litli, sæti unginn fór að há- gráta, en þá sögðu bræðurnir: - Við skulum gera þig fal- legan. Litli, sæti unginn þáði boðið og bræðurnir gerðu hann ofsa- lega drulluskítugan án þess að litli unginn vissi það. Um kvöldið þegar litli ung- inn kom heim þekkti mamma hans hann ekki fyrir skít og drullu, og rak hann út. Ungi litli hljóp niður að tjörn og hágrét, en allt í einu sá hann hvað hann var ógurlega ljótur og skítugur. Hann þvoði sér og fór svo aftur heim og sagði mömmu sinni alla söguna. Þegar bræð- urnir sáu að litli ungi var kom- inn aftur hreinn og fínn hlupu þeir í burtu og létu aldrei sjá sig aftur. ENDIR. Höfundur þessarar spenn- andi sögu er Jónína Herdís Ólafsdóttir, 9 ára, Jóruseli 22, 109 Reykjavík. Þú átt þakkir skildar fyrir söguna og mynd- ina sem fylgir henni. Krakkar, meira svona, takk fyrir. Það er aldrei fallegt þegar einhver er vondur við annan og enn verra ef tveir eða fleiri ráðast á einn, það vitum við öll. En það var óþarfi af ung- unum tveimur að hlaupast á brott og þora ekki að taka afleiðingum gerða sinna. Andamamma hefði ugglaust fyrirgefið þeim og jafnframt kennt þeim betri siði. Hvað varð eiginlega um aumingjana litlu? Finnst ykkur að þið eigið að neita að horfast í augu við afleiðingar gjörða ykkar? Nei, varla. Og það má svo sannar- lega segja ykkur eins og öðrum til syndanna! Gangi okkur öllum vel að vera góð hvert við annað og okkur sjálf. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.