Morgunblaðið - 06.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.07.1995, Qupperneq 1
KÖRFUKNATTLEIKUR: TORFIMAGNÚSSON ÞJÁLFARIVALS / 04 ____________________________________________________________L Roberto Baggio í* raðir AC Milan ÍTALSKA knattspyrnusfjarnan Roberto Baggio hefur undirritað samning við AC Milan um að leika með þeim á næsta keppnistimabili. Þetta staðfesti kappinn í gær og sagði jafnframt að þrátt fyrir að eigendur Juventus hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð að til halda í hann þá hefði það ekki verið nóg. „Ég verð að hugsa um hvað mér er fyrir bestu sem knattspyrnumaður. Ég hef undirritað samning við AC Milan sem ég er fullkomlega ánægður með,“ sagði Baggio í gær. Ekki hefur verið upplýst hversu háa fjárupphæð Milanómenn þurfa að reiða af hendi fyr- ir Baggio, en þegar hann gekk til liðs við Juventus frá Fiorcntina fyrir fimm árum var kappinn dýrasti knatt- spyrnumaður heimsins. Þessi yfirlýsing Baggios bindur enda á vangaveltur um framtíð hans, en allt frá því að samningur hans við Juventus rann út í vor hefur hann verið orðaður við ýmis lið víðsvegar um heim. Forráðmenn ít- ölsku meistaranna voru ekki tilbúnir til að end- urnýja samninginn nema að því tilskyldu að stjarnan sætti sig við launalækkun, en sú hug- mynd féll í grýttan jarðveg hjá leikmanninum. Baggio sagði þegar hann var inntur eftir fjár- hagshlið samnings hans við Mílanó að ekki hefði verið endanlega gengið frá þeim hlutum en því lyki fyrir helgi. í yfirlýsingu sem Juventus lét frá sér fara í gær sagði að Baggio hefði upplýst þá um að hann hefði náð samningum við AC Milan um að leika með liðnu næsta keppnistimabil og forráða- menn félagsins óskuðu honum góðs gengis með nýju félagi. Fall Dynamo Dresden er hátt DYNAMO Dresden, sem varð átta sinnum meist- ari í fyrrum A-Þýskalandi og sjö sinnum bikar- meistari, er ekki lengur atvinnumannafélag. Lið- ið, sem féll úr 1. deildinni á nýliðnu keppnistfma- bili, hefur verið gert að áhugamannaliði og mun leika framvegis í einum af áhugamannadeildun- um í Þýskalandi. Ástæðan fyrir hinu mikla falli Dresden er, að forráðamenn félagsins hafa átt í miklum erfiðleikum með að fjánnagna reksturinn og er liðið skuldum vafið. Fjármálaerfiðleikar Dresden hafa verið staðreynd lengi, en fyrir tveimur árum voru sex stig dregin af Dresden í 1. deildinni, vegna fjármálanna. Þá náðu forráða- mennirnir að bjarga liðinu með því að selja mið- hetjann Olaf Marschall rétt áður en þýska knatt- spyrnusambandið tók mál liðsins fyrir — í gær var ljóst að Dresden átti ekki eftir neitt útspil til að bjarga sér. Hansa Rostock, sem varð sigurvegari í 2. deild- arkeppninni sl. keppnistimabil, er eina liðið frá austurhluta Þýskalands, sem leikur í 1. deildinni næsta keppnistímabil. 1995 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ BLAD Sampras hefur tekið stefnuna á þrennu PETE Sampras stefnir að því að vinna Wimbledon-skjöldinn þriðja árið í röð, en hann mætir Króatan- um Goran Ivanisevic í undanúr- slitum. Sampras tapaði fyrstu lot- imni gegn Japananum Shuzo Matsuoka í gær, 6-7, en vann síð- an þijá lotur örugglega 6-3 6-4 6-2. „Ef ég tapa tveimur fyrstu lotunum á föstudaginn, mun ég ekki gefast upp,“ sagði Sampras, sem getur orðið fyrstur til að vinna þijú ár í röð síðan Björn Borg vann það afrek. Þjóðverjinn Boris Becker, sem hefur fagnað sigri þrisvar í Wimbledon-keppninni, tekur nú þátt í tólfta sinn, lenti í kröppum dansi í gær, sem stóð yfir í fjórar klukkustundir og ellefu mín. Hann tapaði fyrstu tveimur lot- unurn, 6-3 6-1, gegn Frakkanum Cedric Pioline (nr. 58 á styrk- leikalistanum), en snér leiknum síðan sér í haf eftir mikla baráttu 6-7 6-7 9-7. Eins og hjá konunum, sem leika undanúrslitaleiki sína í dag, eru fjórir efstu mennirnir á alþjóða styrkleikalistanum í undanúrslit- um. Becker mætir Andre Agassi, sem er efstur á listanum, í undan- úrslitum — Agassi vann Hollend- inginn Jacco Eltingh í gær. ■ Úrslit / D2 Hugsar um framhaldið PETE Sampras, Wimbledon-melstarinn tvö sl. ár, sat hugsi eftlr aö hafa tap- aö fyrstu lotunni gegn Japanum Shuzo Matsuoka. Það var elns og hann vlldl horfa fram á veg með svipuAu augnaráðl og Japanar. HANDKNATTLEIKUR Guðmundur Albertsson með bandaríska landsliðinu á ÓLTAtlanta? Hrein ævintýraþrá ef aff verður Guðmundi Albertssyni hand- knattleiksmanni úr KR hefur verið boðið að æfa með bandaríska landsliðinu í handknattleik. Guð- mundur á bandarískan föður og íslenska móður og því ríkisborgara- rétt í báðum þjóðlöndum. Boðið barst Guðmundi nýlega en hug- myndin að því kveiknaði á meðan bandaríska landsliðið dvaldi hér á HM í handknattleik. „Ég var umsjónarmaður með bandaríska landsliðinu á meðan það dvaldi hér á HM og æfði stund- um með þeim og þeir vissu af að- stæðum mínum,“ sagði Guðmund- ur í viðtali við Morgunblaðið í gær. „I framhaldinu óskuðu þeir eftir við mig að ég sendi handknatt- leikssambandi þeirra upplýsingar um mig og feril minn sem hand- knattleiksmanns. í síðustu viku fékk ég síðan bréf frá þeim þar sem þeir bjóða mig velkominn á reynsluæfingar seinni hluta ágúst- mánaðar, en ég hef ekki tekið ákvörðun ennþá hvort ég tek þessu boði.“ Guðmundur sagði að ef hann tæki þessu boði þyrfti hann að flytja til Bandaríkjana og æfa og leika þar fram yfir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Handknatt- leiksforystan í Bandaríkjunum vill að leikmenn landsliðsins séu þar í landi og leikmenn sem leika utan landsins fá ekki að leika með lands- liðinu. „Það er enginn deildar- keppni í Bandaríkjunum og lands- liðið æfir mikið en leikur fá lands- leiki. „Þeir eru mótfallnir því að ég leiki áfram ineð KR komist ég í liðið hjá þeim. Þetta er stefna sem ég er ekki hrifin af og sem dæmi má nefna að besti handknattleiks- maður Bandaríkjana lék ekki með landsliðinu á HM vegna þess að hann leikur í Austurríki. Ef svo færi að ég léti slag standa þá væri það af hreinni ævintýraþrá,“ sagði Guðmundur Albertsson, að lokum og sagði jafnframt að hann myndi taka ákvörðum af eða á á næstu dögum. TENNIS/WIMBLEDON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.