Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÓHEFTUR HRYLLINGUR í þessum mánuði mun Flugfélagið Loftur á ný kynna íslenskum áhorfendum hinn þekkta söngleik The Rocky Horror Show í Héðinshúsinu. Sveinn Haraldsson rekur feril verksins og uppfærslur erlendis og hérlendis og ræðir við þá sem fóru með hlutverk Frank’n’Furters í tveimur fyrri upp- færslum hér á landi. SÖNGLEIKURINN The Rocky Horror Show hefur farið eins og stormsveipur um heims- byggðina frá því hann var fyrst settur á svið í London 19. júní 1973. Stykkið gekk samtals nær 3.000 sýningar í London en aðeins 45 á Broadway í New York. Það var aft- ur á móti í Bandaríkjunum sem Rocky Horror sló svo í gegn tveim- ur árum síðar, þegar söngleikurinn var festur á filmu af 20th Century Fox-kvikmyndafyrirtækinu banda- ríska undir nafninu The Rocky Horr- or Picture Show, enda léku margir leikaranna úr upphaflegu uppfærsl- unni í myndinni. Myndin var sýnd fyrst hér á landi veturinn 1976- 1977 undir nafninu Hryllingsóperan en hefur verið endursýnd öðru hvoru. Rocky Horror hefur ver- HIN sívinsæla Mary Poppins. ið settur upp tvisvar hér í Reykjavík. 1984 voru nokkur lög úr mynd- inni flutt af Verslunarskóla- nemum á Nemendamóti og 1991 var söngleikurinn fluttur í Iðnó af Leikfélagi Menntaskólans í Hamrahlíð. Nú í þessum mánuði mun Flugfélagið Loftur á ný kynna þennan söngleik íslenskum áhorf- endum í Héðinshúsinu. Vegna þessa þótti ekki úr vegi að spyija þá F.elix Bergsson og Pál Óskar Hjálmtýs- son, sem fóru með hlutverk Frank’n’Furters í þessum tveimur uppfærslum, um álit þeirra á per- sónunni og hvernig þeir tóku á hlut- verkinu. Að selja sig í spor klæðskiptinga „Ég var sextán ára þegar ég byijaði að æfa hlutverkið og var nýbyijaður í Verslunarskólanum,“ segir Felix Bergsson. „Ég get viður- kennt það bara hreinlega hér og nú að ég skildi ekki nokkum skapaðan hlut út á hvað þetta gekk og um hvað verkið var. Það var það stutt síðan kynhvötin fór að bæra á sér. í raun gekk ég bara inn í þetta af hreinum ungæðislegum krafti og lærði þessi lög og texta eins og páfagaukur. Ég reyndi að setja mig af veikum mætti í spor klæðskipt- inga án þess að vita á þeim haus eða sporð. í rauninni vorum við af- skaplega mikið að apa eftir mynd- inni og reyndum að gera það sama og Tim Curry var að gera í henni. Ég held að þannig hafí það einfald- lega vérið.“ Aðspurður um hvort hann eigi einhverjar sérstakar minningar frá undirbúningi og æfingum segir Fel- ix, að eftir Nemendamót hafi tekið sig til lítill hópur leikenda sem kall- aði sig Rocky Horror-hópinn og fór smá rúnt um landið. „Við sungum mikið í Evrópu, sem nú er brunn- in,“ segir Felix dreyminn eins og einhver sem minnist annars frægs brunnins skemmtistaðar. „Þetta var fyrir okkur öll sem stóðum að sýningunni fyrsta nasa- sjón af einhverskonar frægð eða PÁLL Óskar Hjálmtýsson í hlutverki Frank’n’Furters 1991. viðurkenningu,“ en Rocky Horror var upphafið að ferli Felix á sviði. „Það var skrifað um mig í blöðin og tekin við mig viðtöl, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Það var ferlega gaman. Mörg okkar tóku þá ákvörðun í kjölfarið að halda áfram í þessum bransa og má þar m.a. nefna Stefán Hjörleifsson, Gísla Kærnested, sem var nú nýver- ið í West Side Story, Jóhönnu Jónas og Gunnar Guðbjömsson óperu- söngvara, en þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem hann söng rokk og rói.“ En til marks um það hvað tímarn- ir hafa breyst og hvernig áhorfend- ur skildu persónuna Frank’n’Furter í þessa árdaga Rocky Horror á ís- landi segir Felix eftirfarandi sögu: „Við vorum á Blönduósi að skemmta og eftir sýninguna kom ég fram og þekkti þar eitthvert fólk. Þá sagði einn maðurinn við mig: „Heyrðu, mig langar bara til að segja þér að ef maður er að leika svona konur á að setja eitthvað inn i bijóstahaldar- ann.“ Ég held að þetta segi næstum því allt um hvernig skilningurinn var á þessu verki á þeim tíma.“ Upphaf ferilsins Páll Óskar var öllu ábúðarmeiri þegar haft var samband við hann og hafði margt um persónusköpun sína að segja: „Þú getur bókað það ÆVINTÝRIÐ hófst á síðustu öld þegar Pár Bonk I. uppgötvaði að perúönsku risaansjósurnar, sem hann hafði flutt til finnska bæjarins Nystad, framleiddu rafmagn. í dag er Bonk alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og selur tæki á borð við Raba Hiff óvirknivélarnar. í vor lagði Bonk- tæknin undir sig Listasafnið í Stokkhólmi og stefnt er að frekari landvinningum, meðal ann- ars á íslandi. Heilinn á bakvið þetta skáldaða viðskiptastórveldi er Alvar Gullichsen myndlist- armaður og „vöruþróunarstjóri“ Bonk. í veröld Bonk getur allt gerst enda fæddist Párre Bonk, aðalforstjóri fyrirtækisins, fyrst sem teiknimyndafígúra með múrsteinsnef með- an Alvar Gullichsen var enn í námi í Listaaka- demíunni í Helsinki þar sem hann lagði stund á málverk og skúlptúr. Strax á fyrstu málverk- unum af Pár Bonk frá 1987 bjrtust vélarnar sem alla tíð síðan hafa verið ómissandi þáttur af Bonk Business Inc. „Ég ákvað eftir þriggja ára nám í myndlistarskólanum að ef ég ætti að fást við listsköpun í framtíðinni, yrði hún líka að vera skemmtileg," segir Alvar Gullic- hsen. Brátt nægðu vélamar á léréftinu ekki lengur og Alvar sneri sér að því að skapa tæki úr allskyns efnivið. Fyrirtækið Bonk varð til og árið 1988 komu hinar víðfrægu Raba Hiff-vélar fyrst fram á sjónarsviðið. Eftir að Alvar komst í kynni við þúsundþjalasmiðinn Henrik Helpiö í Nystad flutti hann framleiðslu Bonk-vélanna þangað. Tækin urðu stærri og flóknari, Bonk varð umfangsmeira fyrirtæki og árið 1993 var haldið upp á aldarafmæli Bonk Business með pompi og pragt. Ansjósuorkan Feðgamir Bönken og Pár Bonk iögðu grunn að fyrirtækinu með framleiðslu sinni á ansjósu- olíu sem smurði hjól iðnaðarins í Finnlandi upp úr miðri síðustu öld. Þegar Eystrasaltsansjósan (Engraulis Baltica) var uppurin vegna ofveiði gripu feðgamir til þess ráðs að flytja inn perú- Bonk Business Inc. fer sigurför um heiminn Bonk er alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og selur tæki á borð við óvirknivélar. Arnar Guðmundsson lýsir hér sérstæðrí ver- öld Alvars Gullichsen og hugmyndafræði hans í listsköpun. anskar risaansjósur (Eng- raulis Ringens). Fljótlega uppgötvaðist að perúönsku ansjósumar framleiddu raf- magn um leið og þær syntu um í upphituðum keijum sín- um. Þrátt fyrir vantrú bæj- arbúa í Nystad lagði ansjós- urafmagnið grunninn að iðn- væðingu svæðisins og árið 1893 stofnaði Pár Bonk I. fyrirtækið P. Bonk & Co árið 1893 með það að markmiði að framleiða vélar sem yrðu mannkyninu til heilla. Miklar rannsóknir og vöruþróun leiddu til afurða á borð við ansjósuhraðaiinn og Gamm, töfradrykk sem eimaður var úr ansjósum og átti síðar mikil- vægan en lítt þekktan þátt í rússnesku bylting- unni. Pár Bonk átti sér þá hugsjón að byggja risavaxin ansjósuorkuver og rafvæða Rúss- land. Því hélt hann til Tunguska í Síberíu í leit að steinefninu enokít. í síðasta skeytinu frá honum sagði að tilraunirnar lofuðu góðu. En þann 1. mars 1908 fór eitthvað úrskeiðis. Verksummerkin eftir sprenginguna sjást enn í dag. Heilu skógarnir flöttust út og Pár Bonk hvarf ásamt aðstoðarmönn- um og 200 innfæddum. Flestir vísindamenn halda enn í þá hæpnu kenningu að sprengingin í Tunguska hafi orðið vegna áreksturs við loftstein. En i Kína greip um sig skelfing þegar ans- jósum tók að rigna yfir land- ið. Dulin virkni Bonk-vélanna Hinn ungi Párre Bonk ákvað að snúa sér að fram- leiðslu heimilistækja eftir sviplegt fráfall föður síns. Hann þróaði meðal annars Kosmo, handhægan mót- takara fyrir andlega róandi orkubylgjur og hinn goðsagnarkennda Gnagg-booster. Þegar Párre Bonk týndist í orrustunni um Hogland í heimsstyijöldinni síðari, var Párre yngri send- ur vestur um haf þar sem hann tók upp nafn- ið Barry. Barry Bonk vinnur enn í anda forfeðr- anna við að víkka út framleiðslu fyrirtækisins mannkyninu til heilla og stýrir því bakvið tjöld- in þótt hann búi nú í einangrun sem höfðingi Anchovak indíánanna í Kanada. Bonk Business Inc. er nú alþjóðlegt fyrir- tæki sem á auk þess fjölda dótturfyrirtækja. Gagnrýnendur þess og keppinautar hafa reynt að kasta rýrð á Bonk með því að segja að Bonk-vélarnar geri ekkert. Að sögn vöruþróun- arstjórans Alvars Gullichsens er þessi gagn- rýni byggð á misskilningi. Hin dulda virkni vélanna felst í nærveru þeirra sem samkvæmt rannsóknum er afkastahvetjandi og leiðir til aukinnar framleiðni. Auk þess eyða Bonk-vél- amar engri orku, þær þurfa ekkert viðhald og notendur þurfa ekki að lesa flókna leiðbein- ingabæklinga. Bonk til Reykjavíkur Áhugasamir hafa geta kynnt sér sögu Bonk Business í Bonk minja- og tæknisafninu sem Alvar og Henrik Helpiö hafa innréttað í gam- alli rafstöð í Nystad, fæðingarbæ Bonk. Stór- sýningin Bonk Swexpo sem nú er í Stokkhólmi mun næst fara til Kaupmannahafnar árið 1996 auk þess sem Alvar kveðst stefna að sýningu í London. „Við ætluðum að koma til Reykjavík- ur en sýningin varð svo stór og dýr að við urðum að hætta við,“ segir Alvar. Hann bætir því við að nú séu í smíðum smærri sýningar og ekkert sé því til fyrirstöðu að koma hingað til lands strax á næsta ári ef þær verði tilbúnar. „Fyrir Bonk sem fyrirtæki eru því engin takmörk sett hvað það getur orðið stórt. Bonk gæti þessvegna hafíð landvinninga í geimnum. En frá sjónarhóli okkar sem stöndum að baki Bonk er það eiginlega eins stórt í dag og við ráðum við. Við erum aðeins fjórir sem stöndum að þessu og sýningin í Stokkhólmi var mjög erfíð," segir Alvar. Hann segir að þetta gæti vaxið áfram með samvinnu við „alvöru" fyrir- tæki og slíkt sé vissulega byijað í smáum stíl, til dæmis framleiðsla á stuttermabolum. „En þegar þetta hættir að vera skemmtilegt, þá er það komið úr böndunum." Aftur til málverksins í fyrra fannst Alvari Bonk vera farið að líkj- ast alvöru fyrirtæki svo mjög að hann ákvað -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.