Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 D 3 URSLIT Fram-ÞórU-23 1:0 Laugardalsvöllur, bikarkeppni KSÍ — 8-liða úrslit, miðvikudaginn 12. júlí 1995. Aðstæður: Eins og best verður á kosið, nánast logn og hiti 14 stig. Völlurinn í góðu standi. Mark Fram: Þorbjöm Atli Sveinsson (69.). Gult spjald: Nökkvi Sveinsson, Fram (88.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Egill Már Markússon. Dæmdi vel. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Gísli H. Jóhannsson. Áhorfendur: 454 greiddu aðgangseyri. Fram: Birkir Kristinsson — Steinar Guð- geirsson, Pétur Marteinsson, Kristján Jóns- son, Ágúst Ólafsson — Hólmsteinn Jónas- son, Nökkvi Sveinsson, Atli Helgason, Josip Dulic — Þorbjöm Atli Sveinsson, Alti Ein- arsson (Þórhallur Víkingsson 65.). Þór U-23: Brynjar Davíðsson — Heiðmar Felixson, Birgir Þór Karlsson, Guðmundur Hákonarson (Orri Stefánsson 20.), Arnar B. Gunnarsson — Sigurður Hjartarson, Elm- ar Eiriksson, Sigurður Pálsson (Jakob Gunnlaugsson 87.), Kristján Ömólfsson, Brynjar Ottarsson — Örlygur Þór Helgason. Keflavík - Fylkir 2:1 Keflavíkurvöllur: Aðstæður: Sól og blíða, hiti um 16 stig og völlurinn góður. Mörk Keflavíkur: Ragnar Margeirsson (35.), Kjartan Einarsson (48.). Mark Fylkis: Aðalsteinn Viglundsson (55.). Gult spjald: Ingvar Ólason, Fylki,(51. brot). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Mariasson var góður. Línurverðir: Pjetur Sigurðsson og Ari Þórðarson. Áhorfendur: Um 500. Keflavík: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guðbrandsson, Helgi Björgvinsson, Karl Finnbogason, Eysteinn Hauksson - Jóhann B. Guðmundsson, Marko Tanasic, Ragnar Steinarsson (Róbert Sigurðsson 67.), Jó- hann B. Magnússon - Ragnar Margeirsson, Kjartan Einarsson. Fylkir: Kjartan Sturluson - Þorsteinn Þor- steinsson (Erlendur Gunnarsson 80.), Guð- mundur Torfason, Ómar Valdimarsson, Gunnar Þ. Pétursson (Ómar Bendtsen 88.) - Þórhallur Dan Jóhannsson, Ingvar Ólason, Ásgeir M. Ásgeirsson, Finnur Kolbeinsson, Ólafur Stígsson - Aðalsteinn Víglundsson. Valur - Grindavík 0:2 Aðstæður: Blessuð blíða og sól Skein glatt en völlurinn gæti verið betri. Mörk Grindavíkur: Ólafur Öm Bjarnason (96.), Tómas Ingi Tómasson (103.). Gult spjald: Kristinn Lárusson (9.) - fyrir brot, Valur Valsson (28.)- fyrir brot, Stuart Beards (35.) - fyrir mjög gróft brot - Tóm- as Ingi Tómasson (40.) - fyrir brot, Guð- mundur Brynjólfsson (53.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, vantaði meiri yfirsýn, batnaði þegar á leið leikinn. Línuverðir: Smári Vífilsson og Sæmundur yíglundsson. Áhorfendur: 500 greiddu aðgangseyri. Valur: Tómas Ingason - Jón Grétar Jóns- son, Bjarki Stefánsson, Valur Valsson (Dav- íð Garðarsson 86.), Kristján Halldórsson - Guðmundur Brynjólfsson (Hörður Már Magnússon 72.), Hilmar Sighvatsson (Gunnar Einarsson 76.), Sigþór Júlíusson, Ivar Ingimarsson - Kristinn Lámsson, Stu- art Beards. Grindavík: Albert Sævarsson - Björn Skúlason, Guðjón Ásmundsson, Milan Jankovic, Gunnar Már Gunnarsson - Grétar Einarsson (Sveinn Guðjónsson 86.), Þórar- inn Ólafsson (Lúka Lúkas Kostic 65.), Ólaf- ur Öm Bjamason, Þorsteinn Jónsson - Tóm- as ingi Tómasson (Vignir Helgason 117.), Ólafur Ingólfsson. I. deild kvenna KR-Valur..........................0:2 - Kristbjörg H. Ingadóttir (13. og 38.) Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABLIK 7 6 1 0 39: 4 19 VALUR 6 5 1 0 21: 5 16 STJARNAN 7 4 1 2 24: 7 13 KR 7 4 0 3 24: 13 12 ÍA 7 3 1 3 18: 16 10 HAUKAR 7 1 1 5 3: 44 4 ÍBA 6 0 1 5 5: 26 1 ÍBV 5 0 0 5 5: 24 0 4. deild karla: Víkveiji - Afturelding.............3:0 KBS-Einheiji.......................2:0 Ameríkukeppnin B-riðilI: Brasilia - Perú....................2:0 Zinho (vsp. 76.), Edmundo (83.). Kólumbía - Ecuador............... 1:0 Fredy Rincon (45.) Staðan: Brasilía................2 2 0 0 3:0 6 Kólumbía................2 1 1 0 2:1 4 Perú....................2 0 1 1 1:3 1 Ecuador.................2 0 0 1 0:2 0 C-ríðill: Bolivía - Bandaríkin...............1:0 Marco Etcheverry (24.). Argentína - Chile..................4:0 Gabriel Batistuta (l.,52.), Diego Simeone (6.), Abel Balbo (55.). Staðan: Argentína...............2 2 0 0 6:1 6 Bolivía.................2 1 0 1 2:2 3 Bandaríkin..............2 1 0 1 2:2 3 Chile.........*.........2 0 0 2 1:6 0 Hjólreiðar Frakklandskeppnin: Heildarstaðan eftir 10 áfanga 1. Indurain 42:32.58 (Næstir koma - mín. á eftir) 2. Zuelle 2.27 3. Riis 6.00 4. Rominger 8.19 5. Gotti 8.20 6. Jalabert 9.16 7. Pantani 12.38 8. Mauri 12.49 9. Tonkov 12.58 10. Escartin 13.43 11. Chiappucci 14.10 12. Virenque 15.46 13. Madouas 16.17 14. Dufaux 18.13 15. Lanfranchi 19.19 16. Mejia 19.42 17. Bruyneel 20.09 Frjálsíþróttir Stigamót alþjóða fijálsíþróttasambandsins í Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands í gærkvöldi: 400 m grindahlaup kvenna:............sek. 1. IonelaTirlea (Rúmeníu).........55,26 2. Tatjana Kurotsjkína (Hv.Rússl.)....55,42 3. Neja Bidouane (Marokkó).............55,85 4. Vera Ordína (Rússl.)...........55,88 5. Corinne Pierre-Joseph (Frakkl.)....59,02 6. Tracy Mates (Bandaríkj.)............61,14 3.000 m hlaup kvenna:...........mín. sek. 1. Elena Fidatov (Rúmeníu)......8.45,71 2. Victoría Nenacheva (Rússl.)..8.46,02 3. ZahraOuaziz (Marokkó)........8.46,78 4. Albertina Dias (Portúgal).........8.48,21 5. Laura Mykytok (Bandaríkj.)........8.51,23 6. Meramai Denboba (Eþíópíu)....8.51,60 7. Gwen Griffith (S-Afríku)..........8.51,94 8. R. Mursia-Gangloff (Frakkl.).8.52,20 9. Farida Fates (Frakkl.)............8.55,34 10. Gunhild Halle (Noregi).......9.02,39 11. Margaret Ngotho (Kenýa)......9.05,45 400 m grindahlaup karla:.............sek. 1. Danny Harris (Bandaríkj.)...........47,98 2. Eronilde De Arojo (Brasilíu)........48,04 3. Samuel Matete (Zambíu).........48,38 4. Ken Harden (Zimbabwe)...............49,03 5. Marc Dollendorf (Belgíu).......49,11 6. Shunji Karabe (Japan)...............49,24 7. Brian Bronson (Bandaríkj.)..........49,63 8. Ryan Hayden (Bandaríkj.)............49,68 Kúluvarp kvenna:...................metrar 1. Astrid Kumbemuss (Þýskal.).....20,64 2. Kathrin Neimke (Þýskal.).......20,53 3. Victoria Pavlysh (Ukraínu).....18,58 4. Connie Price Smith (Bandaríkj.) ....18,52 5. Iripa Kudoroshkína (Rússl.).........18,24 6. Nathalie Belotti (Frakkl.)..........14,45 200 m hlaup kvenna:..................sek. 1. Melina Gainsford (Ástralíu)....22,63 2. Beverly McDonald (Jamaíka)..........22,72 3. Mary Onyali (Nígeríu)...............22,74 4. Carl. Guidry-White (Bandaríkj.) ....22,88 5. Galína Malchugína (Rússl.)..........22,99 6. Merlene Frazer (Jamaíka)............23,16 I. 000 metra hlaup karla:.......mín. sek. 1. Haida Mahjoub (Marokkó)...........2.14,69 2. Joseph Tengelei (Kenýa)...........2.14,73 3. Arth. Hatungimana (Búrúndí)....2.15,48 4. Vincent Malakwen (Kenýa).....2.16,20 5. William Tanui (Kenýa)........2.16,26 6. Hicham Elguerouj (Marokkó)...2.16,85 7. Benson Koech (Kenýa).........2.17,40 8. Lahlou Benyounes (Marokkó) ....2.22,01 9. Giuseppe D’Urso (Ítalíu)..........2.24,69 2.000 metra hlaup karla:........mln. sek. 1. Venuste Niyongabo (Búrúndí) ....4.48,69 2. Smail Sghir (Marokkó)........4.52,88 3. Steven Korir (Kenýa).........4.54,80 4. Azzedine Seddike (Marokkó)...4.58,15 5. Samir Benfares (Frakkl.).....4.58,60 6. Salah E1 Ghazi (Marokkó).....4.58,79 7. MattGiusto (Bandaríkj.)...........4.59,91 8. Larbi Zeraoui (Marokkó)......5.03,31 9. NadirKosh (Frakkl.)..........5.04,19 3.000 m hindrunarhlaup karla: ..mín. sek. 1. Eluid Bamgetuny (Kenýa)...........8.09,24 2. Bernard Barmasai (Kenýa).....8.09,63 3. Mark Croghnan (Bandaríkj.)...8.10,43 4. Mathew Birir (Kenýa)..............8.11,70 5. Abdelaziz Sahere (Marokkó)...8.12,06 6. Saad A1 Asmari (Saudi Arabíu) ..8.14,33 7. Elarbi Khattabi (Marokkó)......8.16,66 8. Christopher Koshei (Kenýa)........8.18,91 9. Brahim Boulami (Marokkó).....8.20,64 10. Tom Nohilly (Bandaríkj.)......8.21,57 II. Joseph Keter (Kenýa 8.30,52 12. Henry Belkacem (Frakkl.).....8.36,77 13. Rezki Chaib (Frakkl.)........8.39,84 14. IrbaLakhal (Marokkó).........8.40,31 15. Jamal Abdi (Qatar)...........8.40,39 110 m grindahlaup karla:............sek. 1. Florian Schwarthoff (Þýskal.).......13,29 2. Colin Jackson (Bretlandi)......13,35 3. Courtney Hawkins (Bandaríkj.)..13,35 4. TongLi (Kína)..................13,44 5. IgorKovac (Slóvakíu)...........13,47 6. Dan Ohulibert (Frakkl.)........13,56 7. Duane Ross (Bandaríkj.).............13,91 8. Larry Harrington (Bandaríkj.)..14,14 1.500 mhlaupkarla:..............mín. sek. 1. Noureddine Morceii (Alsír)........3.27,37 2. William Kemei (Kenýa).............3.31,40 3. Eric Dubus (Frakkl.)..............3.32.37 4. Steve Holman (Bandaríkj.)....3.32,48 5. Abd. Chekemani (Frakkl.)......3.35,36 6. Driss Maazouzi (Marokkó).....3.35,45 7. Abdallah Abdelhak (Marokkó)....3.36,63 Míluhlaup kvenna:..............mín. sek. 1. Sonia O’Sullivan (írlandi)...4.23,61 2. Refeina Jacobs (Bandaríkj.)..4.24,23 3. Carla Sacramento (Portúgal)..4.24,26 Þrístökk kvenna.................metrar UAnna Biryukova (Rússl.)..........14,91 2. Inna Lasovskaya (Rússl.).;.....14,83 3. Inessa Kravets (Úkraínu).......14,82 Stangarstökk karla:...............metrar 1. Okkert Brits (S-Afríku)..............5,85 2. Rodion Gataullin (Rússl.).......5,80 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Keflvíkingar of sterkir fyrir topplið 2. deildar TVÖ mörk frá Keflavíkingum þurfti til að snúa Fylkismönn- um í gang, þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í Kef lavík f gærkvöldi og þrátt fyrir mark frá annarrar deildarliðinu úr Árbænum fljót- lega eftir hlé, var það of seint og Keflvíkingar komnir áfram með 2:1 sigri. „Þeir pressuðu ekkert en urðu auðvitað að sækja meira eftir síðari mark- ið,“ sagði Kjartan Einarsson Keflvíkingur eftir leikinn og var sama hverjir yrðu næstu mót- herjar f bikarnum, „það skiptir ekki máli hvaða lið við fáum næst því við verðum að vinna þau öll.“ Fyrri hálfleikur var skemmtilegur fyrir þá 500 áhorfendur sem sóluðu sig í blíðunni í Keflavík. Lið- in spiluðu oft skemmtilega og skiptust á góðum færum en heima- menn sóttu þó mun meira á meðan Fylkismenn lögðu áherslu á vömina og spáðu þess meira í hvað mótheijar þeirra ætl- uðust fyrir. Strax á 5. mínútu átti Eysteinn Hauksson gott skot að marki Fyikis en tveimur mínútum síðar varði Ólafur Gottskálksson, markvörður Keflvíkinga, góðan skallabolta frá Ómari Valdimars- syni af stuttu færi. Á 22. mínútu sló Kjartan Sturluson markvörður Fylkis þrumuskot Kjartans Einars- Stefán Stefánsson skrifar sonar og rétt á eftir hinum meginn varði Ólafur gott skot Aðalsteins Víglundssonar. Kjartan Fylkis- markvörður sló annað gott skot nafna síns frá Keflvík í horn á 32. mínútu en mínútu síðar slcaut Þór- hallur Dan rétt framhjá marki Kefl- víkinga. Fyrra mark Keflvíkinga kom nokkrum mínútum síðar og við það tóku gestirnir úr Árbænum aðeins við sér en heimamenn léttu ekki af þeim pressunni og rétt fyr- ir leikhlé varði Kjartan í marki Fylkis gott skot Jóhanns B. Fylkismenn vissu sem var að þeir yrðu að sækja eftir hlé en var refsað fyrirfram eftir þrjár mínútur með síðari marki Keflvíkinga frá Kjartani. Árbæingar voru fljótir að jafna sig og eftir nokkur þokkaleg færi skoraði Aðalsteinn fyrir Fylki. Árbæingar sóttu meira eftir þetta og Keflvíkingar urðu að bakka en þrátt fyrir nokkur ágætis færi tókst gestunum ekki að skora. Keflvík- ingar fengu þó færi að bæta við þegar Kjartan gaf góða sendingu inná Marko Tanasic inni í markteig og mörkin urðu ekki fleiri. Keflvíkingar voru vel að sigrinum komnir. Vörnin með Helga Björg- vinsson og Karl Finnbogason hélt vel og liðið spilaði betur um völlinn og sóknarmenn fengu margar góð- ar sendingar til að moða úr en þar munaði mestu á liðinunum því Ragnar og Kjartan voru skæðir. Einnig verður að geta framgöngu Ólafs í markinu, sem varði oft vel og greip vel inní. „Við vonjm daufir í fyrri hálfleik og vöknuðum ekki fyrr en staðan var orðin 2:0 en komumst þá inní leikinn," sagði Magnús Pálsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Við ætluðum að detta aftar á völlinn og sjá hvernig leikurinn myndi þró- ast en vorum ekki nógu grimmir að fara fram þegar færi gafst. En þeir voru betri en við og vel að sigr- inum komnir." Guðmundur Torfa- son, Ólafur Stígsson og Ingvar Óla- son voru góðir hjá Fylki en eflaust hefur íjarvera Kristins Tómassonar, sem er meiddur, haft áhrif. Fylkis- menn voru góðir en 4-5-1 leikað- ferð í fyrri hálfleik var eftir á að hyggja ekki nógu góð hugmynd. Tveirúr 1. deild í bann Tveir leikmenn úr 1. deild karia voru dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í fyrra kvöld; Ólafur Adolfsson, Akranesi, vegna brottvísunar í leik ÍA og Fram og Ragnar Gíslason, Leiftri, vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir taka báðir út leikbannið í leikjum liða sinna um helgina. Þrír leikmenn 2. deildar karla taka einnig út eins leiks bann; Enes Cogic, ÍR, Ivar Jónsson, HK og Dean E. Martin úr KA. Þorbjöm Atli var bjargvætftur Framara „Mikilvægasta markið sem ég hef gert," sagði Þorbjörn Atli FRAMARAR sluppu fyrir horn gegn ungmennaliði Þórs í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli i gærkvöldi. Þorbjörn Atli Sveinsson gerði eina mark leiksins þegar rúm- lega stundarfjórðungur var til leiksloka. „Þetta er mikilvæg- asta markið sem ég hef skor- að. Það var gaman að sjá bolt- ann í netinu — ég hélt satt að segja að þetta ætlaði bara ekki að ganga. Þórsarar voru engin lömb að leika sér við, þeir börðust eins og Ijón allan leik- inn,“ sagði markaskorarinn ungi. Framarar byrjuðu leikinn með miklum látum og áttu hvert marktækifærið á fætur öðru, en inn vildi boltinn ekki þó oft hafi hurð skollið nærri hælum. Þrí- vegis small knöttur- inn í marksúlum Þórs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skalli frá Atla Einarssyni á 16. mínútu og síðan átti Ágúst Ólafsson tvíveg- is skalla í stöng í sömu sókninni. Auk þess átti Steinar tvö góð skot sem Brynjar, markvörður Þórs, varði vel. Þegar líða tók á hálfleik- inn komust Þórsarar aðeins meira inn í leikinn en án þess að skapa sér hættuleg færi. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Josip Dulic var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi á upphafsmínútunum en Brynjar varði meistaralega í horn. Þórsarar Valur B. Jónatansson skrifar fengu þó færi á að komast yfir er Kristján Örnólfsson komst einn í gegnum vörn Fram skömmu síðar en Birkir varði vel. Við þetta fór um Framara og þeir bitu á jaxlinn og upp úr góðri sókn þeirra átti Atli Helgason þrumuskot í slá. Það var því aðeins spurning hvenær Frömurum tækist að bijóta ísinn og það gerði Þorbjörn Atli 16 mínút- um fyrir leikslok. Eftir það færðu Þórsarar sig framar á völlinn og freistuðu þess að jafna og þeir voru nálægt þvi er Brynjar Ottarsson slapp í gegn eftir mistök í vörn Fram en Birkir var starfi sínu vax- inn og varði með úthlaupi í horn. Hólmsteinn Jónasson fékk síðan tvö ágæt færi á lokamínútunum en hafði ekki erindi sem erfiði. Framarar voru mun betri og stjórnuðu leiknum nær allan tím- ann, en eins og áður segir áttu þeir í hinu mesta basli með að bijóta sterkan varnarmúr Þórs á bak aftur og við það urðu Framarar örvænt- ingafullir og gerðu þá oft mistök, sem gátu reynst dýrkeypt. Steinar var sterkur á hægri vængnum og skapaði oft hættu, Josip Dulic var duglegur á miðjunni og eins Þor- björn Atli í framlínunni. Þórsarar geta borið höfuðið hátt. Þeir féllu úr keppni í 8-liða úrslitum með bæði lið sín með minnsta mun. Þeir léku skynsamlegan varnarleik, vissu sín takmörk og börðust eins og ljón allan leikinn. Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir með markverði því Brynjar Davíðsson sýndi að hann gefur félaga sínum, Ólafi Pét- urssyni, lítið eftir. Hann varði oft á tíðum meistaralega og var besti leikmaður liðsins. Birgir Þór Karls- son var einnig mjög öflugur sem aftasti maður varnarinnar og Krist- ján Örnólfsson og Ileiðmar Felixson áttu góðann leik og eru leikmenn framtíðarinnar. Evrópukeppnin Forkeppni Dregið var í aðalstöðvum UEFA í Genf I Sviss í gaer. UEFA-keppnin: Örebro SK (Svíþjóð) - Beggen (Lúxemborg) Tampere (Finnlandi) - Viking FK (Noregi) Bangor City (Wales) - Widzew Lodz (Póll.) Shelbourne (írlandi) - IA Bröndby (Danm) - Inkaras-Grifas (Litháen) Glenavon (N-Irlandi) - FH Lilleström (Noregi) - Flora Tallinn (Eistl.) Motherwell (Skotl.) - MyPa-47 (Finnlandi) Skonto (Lettl.) - Maribor Branik (Sloveníu) Sturm Graz (Áusturr.) - Slavia (Tékkl.) Jeunesse d’Esch (Lúx) - FC Lugano (Sviss) Slovan (Slóvakíu) - NK Os(jek (Króatíu) Dundalk (írlandi) - Malmö FF (Svíþjóð) Crusaders (N-írlandi) - Silkeborg Afan Lido (Wales) - RAF Riga (Lettlandi) Raith Rovers (Skotl.) - ÍF Götu (Færeyjum) Slavia (Búlg.) - Olympiakos (Grikkl.) Zimbra (Moldavíu) - Hapoel (ísrael) Sparta Prag (Tékkl.) - Galatasaray (Tyrkl.) Omonia (Kýpur) - SHema (Möltu) FC Kosice (Slóvak.) - Ujpest (Ungveijal.) Universitatea (Rúm.) - Dinamo Minsk Fenerbahce (Tyrkl.) - FC Partizan (Albaníu) FC Varda (Maked.) - Samtredia (Georgíu) Botev (Búlg.) - Dinamo Tbilisi (Georgíu) Apollon (Grikkl.) - Olimpija (Slóveníu) Rauða Stjarnan - Neuchatel (Sviss) Hibernians (Möltu) - Chomomorets (Úkra.) Kapaz (Aserbaidsjan) - Austria (Austurr.) Tirana (Albaníu) - Hapoel Beer (ísrael) Levski Sofia (Búlg.) - Dinamo Búkarest Zaglebie (Pól..) - Shirak Erevan (Armeníu) ■Fyrri leikirnir verða 8. ágúst og síðari leikirnir 28. ágúst. Keppni bikarhafa Tiligul Tiraspol (Moldavíu) - Sion (Sviss) VAC Samsung (Ungv.) - FC Sileks (Maked.) Turku (Finnl.) - FC Teuta (Albaníu) Vaduz (Lichtens.) - Hradec Kralove (Tékkl.) Hapoel (Kýpur) - Nefski (Aserbaidsjan) Wrexham (Wales) - Petrolul (Rúmeníu) Valetta (Möltu) - Inter Bratislava (Slóvak.) Shakytyor (Úkraínu) - Linfield (N-Irl.) Zalgiris (Litháen) - NK Mura (Slóveníu) Katowice (Póll.) - Ararat (Armeníu) Obilic (Júgósl.) - Dinamo Batumi (Georgíu) Lokomotiv (Búlgaríu) - Derry City (írl.) Maccabi Haifa (ísr.l) - Klakksvik (Fær.) Dinamo Minsk (H-Rús..) - Molde (Noregi) Grevenmacher (Lúxemborg) - KR Dag-Liepaja (Lettl.) - FC Lantana (Eistl.) ■Fyrri leikir Iiðanna fara fram 10. ágúst og síð- ari leikimir 24. ágúst. Evrópukeppni meistaraliða, forkeppni Y stendur fyrir fram þau lið sem raðað hefur verið niður eftir styrkleika, áður en dregið var. YGrasshoppers - Maccabi Tel Aviv YGlasgow Rangers - Famagusta (Kýpur) Leiga Wársjá (Póll.) - YIFK Gautaborg YSalzburg - Steaua Búkarest (Rúm.) Dynamo Kiev (Úkraínu) - YÁlaborg Rosenborg (Noregi) - YBesiktas (Tyrkl.) YAnderlecht - Ferencvaros (Ungv.) YPanathinaikos - Hajduk Split (Króatíu) IFyrri leikir liðanna fara fram 9. ágúst og síðari 23. ágúst. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson NIÐURLÚTIR Fylklsmenn eftlr að Ragnar Margelrsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þeir eru Ólafur Stígsson, við fjærstöngina, Kjartan Sturluson markvörður og Þorsteinn Þorsteinsson. Magnús Jónsson, þjálfari Fram Kvótinn á Laugar- dalsvelli er1:0 „EG er ánægður með sigurinn, en ekki leikinn í heild. Við erum bún- ir að vinna alla þrjá leikina okkar á Laugardalsvelli í sumar 1:0 og maður fer að halda að það sé kvót- inn okkar,“ sagði Magnús Jónsson, þjálfari Fram. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og markstangirnar komu í veg fyrir fleiri mörk í þessum leik. Eg var farinn að hafa áhyggjur af þessu í seinni hálfleik því ég vildi ekki fara í vítakeppni." Nói Björnsson, þjálfari Þórs, sagðist aldrei vera ánægður með tap. „Við lögðum upp með það veganesti að spila öfluga vörn sem og við gerðum það. Það var mikil barátta í strákunum og þeir lögðu sig alla fram. Þó svo að Framarar hafi verið meira með boltann og fengið fleiri færi eru það mörkin sem telja, en ekki færin eða stang- arskotin. Þetta var spurning um að þeir sofnuðu á verðinum og þeir gerðu það, en við nýttum það ekki nægilega vel. Við fengum tvö góð færi sem hefðu getað skipt sköpum," sagði Nói. 4| hornspyrnu Keflvíkinga frá vinstri á 35. mínútu barst I ■ %pboltinn í gegnum markteig að fjærstönginni þar sem Ragn- ar Margeirsson skaut upp í þaknetið af meters færi úr þröngri stöðu, 1:0. 2B ^\Á 48. mínútu skaut Ragnar úr upplögðu færi hægra meginn ■ \#i vítateignum en Kjartan Sturluson í marki Fylkis varði. Boltinn barst aftur til Ragnars sem lyfti fyrir markið, þar reyndi Marko Tanasic hjólhestaspyrnu í miðjum markteig en það gekk ekki upp og boltinn barst áfram til Kjartans Einarsson sem skaut í mark frá markteig. 2a 4 Á 55. mínútu náði Þórhallur Dan Jóhannsson I'ýlkismaður ■ | boitanum hægra meginn á miðjum vallarhelming Keflvík- inga og vippaði áfram að marki Keflvíkinga. Boltinn skoppaði yfir vörnina á meðan Aðalsteinn Víglundsson skaust í gegnum hana og utan við vítateig lyfti hann yfir ölaf Gottskálksson markvörð, sem var kominn út úr markinu. Öruggt hjá Valsstúlkum Kristbjörg gerði bæði mörkVals gegn KR VALSSTÚLKUR halda uppi heiðri Hlíðarendaliðsins þetta sumar- ið. Þær sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu í Frosta- skjólinu í gærkvöldi, og eru til alls líklegar á toppi fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu. „Það var góð stemmning í hópnum fyrir leikinn. Við urðum að fá þessi stig til að vera ítoppbaráttunni og það kom ekkert annað til greina en sigur," sagði Kristbjörg H. Ingadóttir eftir leikinn, en hún gerði bæði mörk Vals. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORBJÖRN Atli Sveinsson var hetja Framara er hann gerði sigurmark- ið gegn ungmennaliði Þórs á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Hér reynir hann aö komast framhjá Heiðmari Felixsyni, Þórsara, í leiknum. 1B #%Hólm9teinn Jónasson ■ \^sendi fyrir mark Þórs frá hægri væng á 69. rnínútu og þar var ÞorbjÖrn Atli Sveinsson á réttum stað og skallaði knöttinn glæsilega efst f hægra markhornið, óveijandi fyrir Brynjar Davíðsson, mark- vörð Þórs. Valsstúlkur voru betri frá byrjun og fyrra markið kom strax á 13. mínútu. Þar var Kristbjörg á ferðinni með laglegt skot eftir varn- Eklfson armistök hjá KR. skrifar Um miðjan hálfleik- inn virtust KR- stúlkur vera að komast inn í leik- inn og gerðu á tímabili harða hríð að marki Vals, en vörnin hélt og á 38. mínútu skoraði Kristbjörg aftur fyrir Val, af stuttu færi. Síð- ari hálfleikur var heldur tíðindalít- ill en Valsstúlkur höfðu áfram augljósa yfirburði á miðjunni. Valsstúlkur léku oft á tíðum ágætlega, samspilið var gott, yfir- burðirnir á miðjunni miklir og Guðrún Sæmundsdóttir lék frá- bærlega í vörninni. Kristbjörg átti einnig góðan leik, sívinnandi og spræk lengst af. Þá áttu Erla Sig- urbjartsdóttir og Ásgerður H. Ingi- bergsdóttir marga skemmtilega spretti. KR-stúlkur voru ekki sannfær- andi. Guðlaug Jónsdóttir var í banni og munar um minna. Varn- arleikurinn var ekki nægilega traustur og sóknarmennirnir fengu litla hjálp. FOLX ■ JASON Ólafsson handknatt- leiksmaður og kona hans Helena Björk Magnúsdóttir eignuðust í fyrradag 18 marka og 55 sentimetra dreng, sem mun halda á næstunni til Italíu ásamt foreldrum sínum en þar mun Jason leika handknattleik næsta vetur. ■ PARMA keypti í gær Fabio Cannavaro frá Napoli fyrir um 350 milljónir króna, en í gær rann út frestur fyrir ítalska knattspyrnu- menn að skipta um lið. Napolí veit- ir ekki af þessum peningum því fé- lagið þarf að verða sér úti um einn og hálfan milljarð fyrir 20. júlí til að verða ekki rekið úr úrvalsdeild- inni. Cannavaro hefur leikið með U-21 árs landsliði Ítalíu. ■ CLARENCE Seedorf hefur loks skrifað undir þriggja ára samning við Sampdoria á Italíu en verðsins var ekki getið. Forráðamenn ítalska liðsins sögðu Hollendinginn happa- feng fyrir ítalska knattspyrnu og það hefði verið langt síðan krakkar hefðu legið á gluggum félagsheimilisins til að berja knattspyrnugoð augum. ■ MONICA Seles gefst ekki upp í baráttu sinni fyrir að koma árásar- manninum, sem stakk hana í bakið á tennismóti fyrir tveimur árum, á bak við lás og slá. Árásarmaðurinn fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir alvarlega líkamsárás en Seles vill að hann fái fimm ára dóm. ■ BRUCE Grobbelaar, Hans Se- ger og John Fashanu, sem liggja undir grun um að hafa haft áhrif á úrslit í leikjum liða sinna og ganga nú lausir gegn tryggingu, þurfa að bíða til að vita hvort ákærur verða lagðar fram gegn þeim eða þeir laus- ir allra mála. Rétturinn hafði boðað að ákvörðun yrði tekin 21. júlí en breytti því í 24. júlí. ■ PAUL Cascoigne leikur sinn fyrsta leik með Rangers gegn Bröndby í æfingleik í Danmörku 21. júlí. Mikill áhugi er fyrir leiknum og hafa forráðamenn Bröndby ákveðið að færa leikinn af æfinga- svæði sínu yfir á aðalleikvanginn. ■ EFTIR að forsvarsmenn Arse- nal keyptu David Platt frá Sampd- oria fyrir 4,75 milljónir punda hafa ensk félagslið fjárfest í leikmönnum fyrir 57 milljónir punda síðan í maí. ■ TRANMERE hefur keypt hinn 31 árs gamla sóknarmann Garry Bennett frá Wrexham. Bennett á að leika við hlið John Aldridge. ■ RAY Wilkins framkvæmdastjóri QPR hefur keypt Simon Osborn frá Reading fyrir 100 milljónir króna. Helmingur kaupverðsins er greiddur með því að Reading fær Mike Mea- ker frá QPR. ■ STEVE Btili sóknarmaður Wolwes hefur verið seldur fyrir 150 milljónir til Coventry City. Frá því Bull gekk til liðs við Wolves hefur hann skorað 251 mark í 400 leikjum. Stuðningsmenn Wolves eru ekki hressir með framkvæmdastjórann Grahams Taylors , telja rangt að selja stjörnuna til nágrannaliðs. ■ EFTIR að landsliðsmaðurinn enski, Paul Gascoigne, gekk til liðs við Rangers hefur eftirspurn eftir miðum á leiki félagsins næsta vetur aukist mjög mikið. Forseti liðsins, David Murray, sagði í vikunni að Ibrox, heimavöllur Rangers tæki nú 40.000 áhorfendur. „Við getum auðveldlega stækkað áhorfenda- svæðið svo það taki 51.000 og jafn- vel 61.000 áhorfendur verði það nauðsynlegt," sagði Murray glaður í bragði. Ikvöld Knattspyrna kl. 20 2. deild karla: Akureyri: KA - Skallagrímur Garðabær: Stjarnan - HK 3. deild: Húsavík: Völsungur - Dalvík 4. deild: Ármannsvöllur: Léttir - Víkveiji Blönduós: Hvöt - SM Vopnafjörður: Einheiji - UMFL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.