Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 1
mm LANDSMAN 9totgmðfl$faib 1995 KNATTSPYRNA Evrópukeppnin íslensku liðin heppin fSLANDSMEISTARAR Akra- ness drógust gegn Shelbourne frá írlandi í forkeppni UEFA- keppninnar, en dregið var í Sviss í gær. FH fer til Norður- írlands annað árið í röð og mætir Glenavon. KR-ingar, sem leika í Evrópukeppni bikar- hafa, mæta Grevenmacher f rá Lúxemborg. Eg held að við hefðum alveg getað verið heppnari með lið þannig lagað," sagði Ólafur Þórðarson fyrirliði Skgamanna í samtali við Morgunblaðð í gær. „Maður veit að það er ekkert gefið í svona leikjum en ég hef það á tilfinningunni að við ættum að komast áfram með góðum leik og það er ágætt að leika fyrst úti. Þeir leika ábyggilega nokkuð fast en við ætlum áfram. Kosturinn við þetta er að þetta er stutt og þægi- leg ferð þannig að það ætti ekki að eyðileggja fyrir okkur," sagði Ólafur. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR- inga, sagðist mjög ánægður með mótherjana frá Lúxemborg. „Ég held að við hefðum varla getað orð- ið heppnari. Ég var með í magnum þegar ég sá hvaða lið voru með okkur í riðli. Það er ánægjulegt að þurfa ekki að fara til austur Evr- ópu. Lúxemborg er góður kostur fyrir okkur samgöngulega séð og gott að fá fyrri leikinn á útivelli. Eg veit ekkert um þetta lið en tel að við eigum góða möguleika á að komast áfram eins og reyndar ÍA og FH líka," sagði Guðjón. Ólafur Kristjánsson fyrirliði FH-inga var einnig þokkalega sátt- ur við að lenda á móti Glenavon frá Norður-írlandi. „Við vitum ekkert um þetta lið en lékum í fyrra við Linfield og vorum fúlir að komast ekki áfram gegn þeim, það var bara okkar aumingjaskap- ur. En núna ætlum við áfram. Svo er þetta sjálfsagt ódýrasta dæmið sem við gátum fengið — og ég held því að þetta sé bara hið besta mál," sagði Ólafur. FIMMTUDAGUR 13.JULI BLAÐ D Drátturinn / D2 GOLF íslendingar eru nedarlega á EM ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi er í 18. og næst neðsta sæti eftir fyrri dag höggleiksins á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Mílanó á ítalíu. Stúlkurnar léku á 411 höggum í gær og eru aðeins einu höggi á eftir tékklensku stúlkunum og 15 höggum á undan þeim portúgölsku. Ólöf María Jónsdóttir lék best ís- lensku stúlknanna í gær, kom inn á 76 höggum, Ragn- hildur Sigurðardóttir lék á 78 höggum, Karen Sævars- dóttir á 84, Þórdís Geirsdóttir á 86, Herborg Arnars- dóttir á 87 og Ásthildur Jóhannsdóttir á 91 höggi en taldi ekki. Spánvarjar eru með eins höggs forystu á Frakka, hafa leikið á 366 höggum. Unglingalandslið karla er einnig á Evrópumóti og er í 16. sæti eftir fyrsta dag, lék á 411 höggum eins og stelpurnar. Portúgalir eru einnig á 411 höggum og Sviss rekur lestina með 415 högg. Belgar eru næstir fyrir framan okkar menn með 406 högg en Skotar hafa forystu á 378 höggum. Morgunblaðið/Sverrir TÓMAS Ingi Tómasson var maðurlnn á bak vlð slgur Grlndvíklnga gegn Val; lagðl upp fyrra markið og skoraðl það sfðara. Hann fór svo af velll að loknu góðu dagsverki og er hór fagnað af félögum sfnum á varamannabekknum. Enn fagna Grindvík- ingar að Hlíðarenda EFTIR fremur slakan leik voru það baráttumennirnir úr Grinda- vík sem hrósuðu sanngjörnum sigri á Val að Hlíðarenda í gær- kvöldi og tryggðu sér sæti í 4ra liða úrslitum bikarkeppninnar. Mikið þurfti að teygja úr slökum leik til að ná fram úrslitum. Það var ekki fyrr en komið var í f ramlengingu að Grindvíkingar tóku af skarið og skoruðu tvö mörk með skömmu millibili án þess að heimamenn fengju rönd við reist. Liðin mættust á sama stað í 1. deildinni fyrir skömmu og þá sigruðu Grindvfkingar líka. Ivar Benediktsson skrifar Ekki vantaði að aðstæðurnar til knattspyrnu á Valsvellinum í gærkvöldi voru nálægt því að vera eins góðar og best gerist hér á landi. Veðrið lék við leik- menn og áhorfendur og því stóðu vonir manna til þess að leikmenn legðu sig fram um að nota tækifærið og sýna hvað í þeim býr. Því miður þá tókst leikmönnum það lengst af ekki. Mikil barátta var í gangi allan tímann og það á kostnað gæðanna ogjpví fátt um glæsileg tilþrif. í fyrri hálfleik voru Valsmenn sterkari aðilinn lengst af og sóttu meira og á fyrstu átta mínútnum fengu þeir fjögur allgóð færi, en án árangurs. En Grindvíkingar komu meira við sögu þegar á leið eftir að hafa verið fremur staðir á upphafsmínútunum en gekk illa að skapa verulega hættu á vallarhelm- ingi Vals. Valsmenn fengu færi og færi en voru mjög mislagðar fætur þegar á hólminn var komið. Þá var vörn Grindavíkur sterk með Milan Jankovic fremstan í flokki og hún gaf lítið eftir. í síðaari hálfleik gerðist fátt merkilegt. Menn héldu áfram að berjast úti á vellinum, en lipurlegt samspil var lítt í hávegum haft. Eftir níutíu mínútna leik þurfti því að grípa til framlengingar til að ná fram úrslitum. í framlengingunni voru Grindvíkingar sterkari og sigr- uðu sanngjarnt með tveimur falleg- um mörkum. „Það þýddi ekki annað en að nýta tækifærið sem ég fékk núna með byrjunarliðinu. Þorsteinn Guð- jónsson er meiddur og Ljubicic var í banni. Þegar é.g fékk boltann frá Tómasi þá lét ég bara vaða og hitti vel," sagði Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Grindavíkur sem skoraði fyrra mark Ieiksins, en það sérstak- lega fallegt. „Við erum í það góðu líkamlegu formi að við vissum að ef til framlengingar kæmi þá mynd- um við sigra þá, enda kom það á daginn, við vorum mikið betri," bætti Olafur við. Valsliðið barðist í þessum leik en því gengur illa að rífa sig enn frekar upp og láta knöttinn ganga á milli og skapa hættu, meðan svo er eiga þeir í vanda. En nú þegar Valsmenn eru úr leik í bikarkeppn- inni geta þeir einbeitt sér að því að verja sæti sitt í deildinni og forðast það sem aldrei hefur gerst í sögu meistaraflokksliðs Vals, að falla í 2. deild. 0:1 H *m Tómas Ingi Tómas- ¦ I son vann boltann á 96. mínútu réttfyrir innan miðju Valsmeginn á veUinum og jpd stungusendmgu inn á ólaf öra Bjarnasou sem kom á sprettin- um við markteigshornið hægra megin. Ólafur hikaði ekki, held- ur spyrati knettinum viðstöðu- laust á fjær markhornið efst uppi viö samskeytin, glæsilegt mark og óverjandi fyrir Tómas lngason i marki Vals. ^/¦áte •Lúkas Kostic tók ¦ Mteaukaspyrnu á 103. rnínútu ót við hornfanann, hægra megin, sendi inn í mark- teigin og Milan Jankovic fratn- lengdi boltann & fjærstöng, þar sem Tómas Ingi' Tómaðson kom aðvífandi og renndi knett- inum í markið. GLÆSILEGT HEIMSMET MORCELIS í 1.500 METRA HLAUPI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.