Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30 JÚLÍ 1995 C 3 Breyttur Kia Sportage verður meiri bíll KIA Sportage jeppinn frá Kia bíla- verksmiðjunni Suður-Kóreu hefur náð dálítilli útbreiðslu hérlendis enda er þetta nokkuð knár smáj- eppi með tveggja lítra og 128 hest- afla ágætlega röskri bensínvél og kostar rétt tæpar tvær milljónir króna á götuna. Eins og er með aðra jeppa er hægt að breyta og bæta Kia Sportage og er hann raunar vel til þess fallinn án þess að verið sé að tala um stórkostleg flárútlát eða gjör- breytingar. Nýlega var tekið í breyttan bíl með ýmsum auka- búnaði og þannig búinn kostar bíllinn 2,5 milljónir króna og verður litið nánar á það í þess- ari^ uppriijun. I útliti eru mjúku línurnar ríkjandi hjá Kia Sportage og segja má að bíllinn sé allur fremur fínlegur og virðist kannski vart nógu líklegur til átaka eða sterklegur. En hann leynir þó á sér og dugar vel með sínum hefðbundna aldrifs- búnaði og hann er byggður á sjálf- stæðri grind. Bílnum er ekið í aftur- drifí, framdrif með driflokum er tengjanlegt með einu handtaki og síðan er völ á lágu drifi. Að innan er að finna fólksbílaþægindi, góð sæti, fallega lagað mælaborð og sæmilegt rými. Farangursrýmið er þó í minna lagi nema fyrir tvo til þijá en það má stækka með því að fella niður aftursæti í hlutum. Vel falllnn til breytinga Sportage er vel fallinn til breyt- inga og er ekki þörf á þeirri sér- stöku breytingaskoðun sem krafist er þegar jeppar eru tekinir í meiri háttar breytingar og upphækkanir. Umboðið, sem heitir Kia bílar á íslandi og er í eigu Heklu hf., býð- ur ýmsan upphækkunarbún- að. Bíllinn sem prófaður var hafði verið hækkaður á grind og gormum og settir á hann brettakantar. Þá var hann með 30 þumlunga og grófum hjólbörðum, svartri grind að framan, stigbretti, vindskeið að aftan með ljósi og fleiru. Þessi búnaður ákominn kostar nálega 500 þúsund krónur og er því heild- HELDURþröngteru mþrjáí aftursæt- inu. Stærðin á hjólbörðunum er 235/75x15 og kostar hver kr. 12.000. arverð bílsins með þessu tæpar 2,5 milljónir króna. Vitanlega þarf ekki að breyta svo miklu en óhætt er að mæla með hækkun og því að setja undir hann stærri hjólbarða. Við það verður bíllinn bæði meiri á velli og heldur traustlegri til ferða um fjallvegi og með þessum lág- marksbreytingum er verðið kring- um 2,3 milljónir króna. Með þeirri fjárfestingu er Kia Sportage orðinn álitlegur ferðaj- eppi en er samt ágætlega lipur í þéttbýlinu og þjónar því þessu tvö- falda hlutverki ágætlega. Bensí- neyðslan er kringum 12 lítrar, þ.e. meðaleyðsla, en í borgarþéttbýlinu fer hún uppí um og yfir 13 lítra en vel niður fyrir 12 í venjulegum og jöfnum þjóðvegaakstri. Snörp vél Vélin er sem fyrr segir tveggja lítra, íjögurra strokka með 16 ventlum og hún er 128 hestöfl og er hún ágætlega snörp fyrir þennan 1.420 kg þunga bíl og á hvorki í vandræðum með að knýja hann úr sporunum í viðbragði úr kyrrstöðu né vinnslu á þjóðvegaakstri og sjálfstæð gormafjöðrun að framan með tvöföldum spyrn- um og gott hjólahaf gera bíl- inn vel rásfastan á hvers kyns ósléttum vegum og lausamöl. Heildarlengd Kia Sportage er 4,24 metrar, breiddin 1,73 m (miðað við óbreyttan bíl), hæðin 1,65 m og hjólhafið 2,65 metrar. Eins og fyrr segir er verðið á þeim breytta bíl sem hér hefur verið lýst tæpar 2,5 milljónir en grunnverðið er kr. 1.990.000. Vinna og efni við hækkun á klossum og ef teknir eru 30 þumlunga hjól- barðar á álfelgum er kringum 170 þúsund krónur. Síðan er hægt að bæta við ýmsum aukabúnaði og sem dæmi um kostnað við auka- hluti sem sumum finnst tilheyra breytingum en eru hreint ekki nauðsynlegir fyrir aksturinn má nefna svörtu grindina framan á bílnum kr. 26.720, stigbretti kr. 28.170 og vindskeið með ljósi kr. 28.075. Hér geta menn því stjómað því alveg sjálfír hversu mikið þeir leggja í bílinn en rétt er að mæla með hækkun og stærri hjólbörðum ef nota á bílinn mikið til ferðalaga, hann verður mýkri og meiri ferða- bíll fyrir vikið. ■ jt KIA Sportage verðurmeiriávelli þegar hann er kominn á 30 þuml- unga hjólbarða og traustlegri til fjalla- ferða. Morgunblaðið/jt Ný og betri jeppadekk fró Dick Cepek BÍLABÚÐ Benna hefur tekið til sölu bætta útgáfu af 38“ og 36“ Fun Country Radial dekkjum frá Dick Cepek. Framleiðendur dekkjanna segja að breytingin liggi fyrst og fremst j því að nú er hætt að nota stál/nylon þræði í belgina og þess í stað er nú notað stál/polyester þræð- ir. Polyester þráðurinn er sagður breytast lítið þó kalt sé í veðri eða bíilinn standi kyrr á sama stað í lang- an tíma. Þetta þýðir að hið hvimleiða hopp og hristingur sem margir fundu áður í þessum dekkjum þegar ekið var af stað eftir næturstöðu ætti að vera horfið. Þá hafa ný mót verið tekin í notk- un fyrir dekkin. Mótin eru mun ná- kvæmari og engar ójöfnur eiga nú að finnast í belgnum eða á yfirborði dekksins. Af þessu leiðir að minni þyngd þarf við jafnvægisstillingu en áður var. Tæknimaður framleiðanda segir að dekkin verði nú miklu líkari radial dekkjum en diagonal eins og áður var. Hann telur þessi dekk marka tímamót í framleiðslu og sölu dekkja í þessum stærðum og að þau hafi fengið góðar viðtökur á Banda- ríkjamarkaði. ■ Allt að 55% verðmunur ÍESB ALLT að 55% verðmunur er á bílum á sameiginlegum markaði ESB. Bílar eru ódýrastir á Ítalíu en dýrastir í Austurríki samkvæmt skýrslu frá framkvæmdastjórn ESB. Verðmunur hefur aukizt mjög á síðustu mánuðum og afsannar þá kenningu að sameiginlegur mark- aður hinna 15 aðildarríkja banda- lagsins muni draga úr mun á verði bíla og annarrar framleiðslu. Verð- munur hefur þvert á móti aukist mikið síðan í nóvember 1994. Munur á verði á rúmlega helmingi 75 gerða, sem rannsóknin náði til, var yfir 20% í bandalagslöndunum, en það er skýlaust brot á reglum ESB frá 1985, sem heimila ekki meiri verðmun en 12% eða 18% á innan við ári. ■ BORG SKEIFUNNI 6 SÍMI 553 - 5555 KT. 511094-2089 NISSAN SUNNY SLX 1600 4 dyra '92 ekinn 65þ. Verö 970 þ. Gott úrvat notaöra bíla Góö greiöslukjör Útvegum allar geröir bílalána Stór og bjartur innisalur 101 bíllísal Opið sunnudag 13-17 VW GOLF STATION '94 ekjnn 44þ., rafm. rúöur, central Verð 1.200þ. MMC LANCER GLXI '93 sjálfsk. ekinn 45þ. einn m/öllu Verö 1.230þ. RANGE ROVER VOGUE '88 ekinn 100þ., toppl., central, rafm.rúður, einn eigandi. Verö aðeins 1.750þ. TOYOTA LAND CRUISER GX DIESEL INTERCOOLER TURBO'91 m/öllu, ekinn aðeins 61 þ. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! Bílasalurinn Fosshálsi 27 • 110 Reykjavík Sími 587 4 x 4 GMC Jimmy 1988 ek. aðeins 50 þús. 6.2 DIESEL, m/túrbo, 44" dekk — spil — o.m.fl. Verð tilboð RENAULT 19 — 1993 ek. 50 þús, álfelgur — tölva — spoiler. Verö kr. 1.090.000.- FORD ECONOLINE 250 XLT 1989 ek. aðeins 37þús 7.3 DIESEL, loft- púðafjöðrun — spil — 44" dekk, sæti fyrir 11. Verð kr. 3.300.000.- PORSCHE 911 SC 1977 ('83 VÉL) — 204 hö — leðursæti — sóllúga — spoiler. Verð kr. 1.850.000.- CHEVY BLAZER K-5 1984 6.2 DIESEL ek. 20 þús á vél, 35" dekk. Gott verð kr. 850.000.- MMC PAJERO 1992 ek. aðeins 45 þús. hlaðinn búnaði. Verð kr. 2.900.000.- TOYOTA COROLLA TOURING 1992 ek. 63 þús. 1 eig. Verð kr. 1.320.000.- RENAULT CLIO RT 1992 ek. 69 þús Verðkr. 690.000.- Einnig CLIO S 1994 Hummer sýningarbíll í salnum Vantar allar tegundir bíla á skrá og á staðinn mikil sala. ► ÖRYGGI - ÞÆGINDI ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.