Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA HM í Gautaborg 5000 m hlaup kvenna Fyrsta umferð - fyrstu fjórar í hveijum riðli komust áfram í úrslitahlaupið og þar að auki þrír bestu tímar þeirra sem á eftir komu. l.RIÐILL 1. ElenaFidatov (Rúmeníu)....15:36.39 2. Olga Churbanova (Rússl.)..15:37.23 3. Gina Proeaccio (Bandar.)..15:37.66 4. C..Barsosio (Kenýja)......15:38.22 5. Paivi Tikkanen (Finnl.)...15:38.25 6. AtsumiYashima(Japan)......15:40.02 7. Rosario Murcia (Frakkl.)..15:41.73 8. N.Christiansen (Danmörku)....15:44.66 9. Brynhild Synstnes (Noregur) ..15:46.17 10. Adriana Fernandez (Mexíkó)...15:46.89 11. Milka Mihaylova (Búlgaríu)...15:49.31 12. Tamara Koba (Úkraínu)........15:53.67 13. Martha Emstsdótir............16:05.33 14. Marina Bastos (Portúgal).....16:16.78 Alison Wyeth (Bretl.)..........lauk ekki Derartu Tulu (Eþfópía).........lauk ekki Elana Meyer (S.Afríku)........lauk ekki 2. RIÐILL 1. SoniaO’Sullivan (írlandi)....15:13.88 2. Gabriela Szabo (Rúmeníu).....15:14.65 3. MariaPantyukhova (Rússl.)....15:14.70 4. Paula Radcliffe (Bretl.).....15:14.77 5. Sara Wedlund (Svíþjóð).......15:15.67 6. Sally Barsosio (Kenýja)......15:18.41 7. Michiko Shimizu (Japan)......15:18.97 8. Silvia Sommaggio (Ítalíu)....15:20.89 9. Ana Dias (Portúgal)..........15:29.32 10. Serap Aktas (Tyrkl.).........15:53.76 11. Libbie Johnson (Bandar.).....15:54.97 12. Anne Cross (Ástral.).........16:09.32 Monika Schafer (Þýskal.)......lauk ekki Dong Zhaoxia (Kína)...........lauk ekki Hilde Stavik (Noregur)........lauk ekki Getenesh Wami (Eþíópía).......lauk ekki Marleen Renders (Belgíu)......lauk ekki 3. RIÐILL 1. Rose Cheruiyot (Kenýja)......15:21.36 2. ZohraQuaziz (Marokkó)........15:22.02 3. Fernanda Ribeiro (Portúgal) ...15:22.04 4. Gwen Griffiths (S.Afríku)....15:32.22 5. Annemari Danneels (Belgíu) ...15:33.70 6. Chiemi Takahashi (Japan).....15:35.13 7. Carolyn Schuwalow (Astral.) ..15:37.62 8. Gitte Karlshoj (Danmörku)....15:39.12 9. Luchia Yisak (Eþíópía).......15:42.37 10. Laura Mykytok (Bandar.)......15:48.95 11. Andrea Karhoff (Þýskal.).....16:02.26 12. UrsulaJeitziner(Sviss).......16:12.57 13. Sinead Delahunty (írlandi)...16:18.61 14. Marie-Pierre Duros (Frakkl.) ..16:48.66 15. Mirsada Buric-Adam (Bosníu)17:07.44 ....Yiktorijía.Nenashe.va.(Rússl.)....lauk ekki Gunhild Halle (Noregur)......lauk ekki Þrístökk kvenna 1. Inessa Kravets (Úkraínu)......15.50 ■heimsmet 2.1va Prandzheva (Búlgaríu)......15.18 3. Anna Biryukova (Rússl.).......15.08 4. Inna Lasovskaya (Rússl.)......14.90 5. Rodica Petrescu (Rúmeníu).....14.82 6. Ren Ruiping (Kína)............14.25 7. Zhanna Gureyeva (Hv-Rússl.)...14.22 8. Barbara Lah (Ítalíu)..........14.18 9. Jelena Blazevica (Lettl.).....14.09 10. Yelena Govorova (Úkraínu).....14.07 11. YolandaChen(Rússh)............14.05 12. Michelle Griffith (Bretl.)....13.59 200 m hlaup kvenna 1. Meriene Ottey (Jamaíka)........22.12 2. Irina Privalova (Rússl.).......22.12 3. Galina Malchugina (Rússl.).....22.37 4. Melanie Paschke (Þýskal.).......22.60 5. Silke-Beate Knoll (Þýskal.).....22.66 6. Mary Onyali (Nígeríu)..........22.71 7. Marina Trandenkova (Rússl.)....22.84 GwenTorrence(Bandar.)...dæmd úr leik Sjörþaut 1. Ghada Shouaa (Sýrlandi).......6.651 2. S.Moskalets (Rússl.)..........6.575 3. Rita Iancsi (Ungverjal.)......6.522 4. Eunice Barber (S.Leóne).......6.340 5. Kym Carter (Bandar.)..........6.329 6. Regla Cardenas (Kúbu).........6.306 7. Denise Lewis (Bretl.).........6.299 FLUGLEIÐIRf* innanlandssími 5050 200 8. Dede Nathan (Bandar.) 9. U.Wlodarczyk (Póllandi) 6.258 6.248 10. Kelly Blair(Bandar.) 400 m grindahlaup 6.229 47,98 48,03 3. Stephane Digana (Frakkl.) 48,14 48,83 48^84 50 km ganga karla ..3:43:42 ..3:45:11 3. R.Korzeniowski (Póllandi) ..3:45.57 4. M.Rodriguez (Mexíkó) ..3:46:34 Knattspyrna 2. deild karla: Þróttur R. - ÍR............ .....1:2 Óskar Óskarsson (15.) - Ólafur Sigurjóns- son (44.), Guðjón Þorvarðarson (53.). 1. deild kvenna: Breiðablik - Valur................1:1 Ásthildur Helgadóttir (81.) - Kristbjörg H. Ingadóttir (56.). ÍA-Stjarnan.......................2:1 Áslaug Ákadóttir (20.), Jónína Víglunds- dóttir (52.) — Ragna Lóa Stefánsdóttir. ■Skagastúlkur unnu sanngjarnan sigur í baráttuleik, þar sem þær voru sterkari. Áslaug eftir að hafa leikið á markvörð Stjörnunnar. Jónina skoraði eftir að vamar- maður Stjörnunnar sofnaði á verðinum — náði að teygja sig og pota knettinum í net- ið. Eftir að Ragna Lóa skoraði fyrir srjörn- una, einkenndist leikurinn af mikilli barátt. Sigþór Eiríksson, Akranesi ÍBA - Haukar.......................1:0 Rósa Sigurbjörnsdóttir. Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABLIK 9 7 2 0 52: 5 23 VALUR 9 7 2 0 28: 8 23 KR 9 6 0 3 31: 14 18 STJARNAN 10 5 1 4 27: 11 16 ÍA 10 5 1 4 27: 21 16 ÍBA 10 1 1 8 7: 43 4 HAUKAR 10 1 1 8 4: 55 4 ÍBV 7 1 0 6 7: 26 3 í kvöld KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: KR-völlur: KR-ÍBV............19 2. deild karla: Akureyri: Þór - Skallagrímur.19 Fylkisvöllur: Fylkir - KA....19 Garðsvöllur: Víðir- Stjarnan.19 Kópavogur: HK - Víkingur.....19 3. deild: Haukar - Selfoss, Völsungur - íjöln- ir, Þróttur N. - Dalvík. 4. deild: TBR - Framherjar, Hvöt - Tinda- stóll, Magni - Neisti H., Huginn - Neisti D. ■Allir leikir hefjast kl. 19, nema TBR - Framherjar kl. 20. HELGAR-GOLF Afmælismót LEK Landssamtök eldri kylfinga, LEK, er tíu ára á þessu ári. Til að minnast afmælisins gengur LEK fyrir móti á Strandarvelli að Hellu sunnudaginn 13. ágúst — ræst verður út kl. 9. Höggleikur í flokki 50-54 ára, 55 ára og eidri og flokki kvenna 50 ára og eldri. Skráning fer fram í golfskálanum á Hellu til laugardagskvölds. ■OLÍS-TEXACO stigamótið verður í Graf- arholti 12. og 13. ágúst. 36 holur í karla- og kvennaflokki án forgjöf og í einum for- gjafaflokki kvenna og karla. ■Opna Coca Cola-mótið fer fram á Nesvell- inum 12. og 13. ágúst. 36 holur með og án forgjöf. ■Opna Límstrésmótið verður að Flúðum 13. ágúst. 18 holur með og án forgjöf í karla og kvennaflokki. ■Opna Ljónsbikarsmótið verður á ísafirði. 18 holur með og án forgjöf í karlaflokki. ■Golfklúbbur Homarfjarðar verðir með opið mót fyrir karla 13. ágúst — 18 holur með og án forgjöf. ■GK verður með opið kvennamót, JS silfur- mótið, 12. ágúst. 18 holur með og án for- gjöf. ■Á Selfossi verður einnig opið kvennamót, Citizen, 12. ágúst. 18 holur með og án for- gjöf. íþróttahús Fram Lausir tímar í vetur í hádeginu frá ki. 11.30 -12.30 og 12.30 -13.20. Upplýsingar í síma 588 0344. Taugaspenna Á kostnað gæða, þegartoppliðin skildu jöfn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSTHILDUR Helgadóttir, Breiðabliki, fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Val í gærkvöldi en Blrna Björnsdóttir markvörður ýtlr boltanum útúr markinu. EFSTU lið 1. deildar kvenna sem jafnframt eru ósigruð, Breiðablik og Valur, skildu jöfn 1:1 í Kópavoginum í gærkvöldi í síðari leik liðanna en sá fyrri fór einnig 1:1. Bæði lið hafa oft boðið uppá góða knatt- spyrnu í sumar en nú var annað upp á teningnum því leikurinn var lengst af mjög slakur og taugaspennan greinilega alls- ráðandi. Jafnteflið er þó Kópa- vogsstúlkum meira í hag því markatala þeirra er mikið betri en stúlknanna frá Hlíðarenda. Kópavogsbúar sóttu meira í byrj- un en lítið var um spil, aðal- lega barningur á miðjunni og varla um færi að ræða Stefán fyrir hlé. Stefánsson Meira líf var í síð- skrifar ari hálfleik sem byrjaði með því að Valsstúlkan Kristbjörg Ingadóttir komst upp hægri kant og skaut úr slöku færi í stað þess að gefa fyrir markið þar sem tveir samherjar hennar voru í góðu færi. Síðan leið og beið með hálffærum fram að 55. mínútu þegar Ásthildur Helgadóttir gaf góða sendingu innfyrir vörn Vals á Stojönku Nikolic en Birna Björnsdóttir markvörður Vals kom vel út á móti. Mínútu síðar fékk síðan Kristbjörg aðra sendingu upp hægri kantinn en náði þá að skjóta framhjá markverði Blika og staðan 0:1. Kópavogsbúar ætluðu sér ekki að láta vonir um íslandsmeistaratit- il íjúka út í loftið og komust sífellt meira inní leikinn án þess að eiga opin marktækifæri á meðan Vals- stúlkur sættu færis að komast í skyndiupphlaup og úr einu slíku á 79. mínútu náði Sigfríður Sophus- dóttir markvörður_ Blika að bjarga í horn góðu skoti Ásgerðar H. Ingi- bergsdóttur. Það var síðan tæpum tíu mínútum fyrir leikslok að Ást- hildur skallaði að marki Vals og Birna í markinu náði að setja hend- ur í boltann en datt við inní markið og boltinn á eftir henni, 1:1. Ekki munaði miklu að Breiðablik tapaði öðrum mikilvægum leik sín- um í röð, fyrst sló KR liðið útúr bikarkeppninni og nú hefði sigur Vals gert vonir þeirra um íslands- meistaratitli daufar. „Leikurinn var örugglega leiðinlegur á að horfa en við vorum betri í fyrri hálfleik og fengu betri færi þó að þær hafi skorað úr sínu,“ sagði Margrét Sig- urðardóttir sem var sterk í vörn- inni. „Við höfum leikið tvo slaka leiki í röð en þar spilar inní að við eru nýkomnar frá móti í Noregi og leikurinn gegn KR í bikarnum var erfiður. Við fengum þó stig,“ bætti Margrét við. Ásthildur og Margrét Ólafsdóttir, sem gjarnan ráða miðjuspili, áttu þokkalega kafla til skiptis en náðu sér ekki á strik og það munar um minna en annars var engin sem skar sig úr að getu. „Líklega var leikurinn svona lé- legur því mikilvægið var svo mikið og spenna útaf leiknum hefur verið mikil undanfarna daga,“ sagði Guð- rún Sæmundsdóttir, „en það er svekkjandi að vera yfir þar til tíu mínútur eru eftir, því sigur hefði komið liðinu í þægilega stöðu. Þetta viðheldur þó spennunni í deildinni en nú má ekki misstíga sig - þá erum við úr leik,“ bætti Guðrún við en hún var að venju góð í vörn- inni. Kristbjörg gerði oft usla en þraut kraft er á leið, Erla Sigur- bjartsdóttir byijaði vel en Rósa J. Steinþórsdóttir og Birna markvörð- ur voru góðar. ■ ÍR-ingar léku með sorgarbönd gegn Þrótti í gærkvöidi til minningar um Auðunn Hlíðkvist Kristmanns- son, sem lést af slysförum í síðustu viku_ og var jarðsettur í gær. ■ ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði fyrir ÍR í gærkvöldi en það var fyrsta mark hans með meistaraflokki. ■ VANDA Sigurgeirsdóttir, þjálf- ari og leikmaður Breiðabliks, lék ekki með í gær því hún meiddist á æfingu_fyrir leikinn. ■ HJÖRDÍS Símonardóttir úr liði Vals, lék ekki með gegn Breiðabliki vegna meiðsla. ■ BIRNA Björnsdóttir markvörð- ur Vals var í bestri aðstöðu til að sjá hvort knötturinn hefði farið inn- fyrir línuna, þegar Ásthildur Helga- dóttir skoraði jöfnunarmark Breiða- bliks í gærkvöldi en það var varla hægt að greina það úr stúkunni. Birna, heiðarleikinn uppmálaður, sagði boltann hafa farið boltabreidd innfyrir, rétt sloppið, en nóg. Baráttusigur hjá IR EFTIR þrjá tapleiki IR í röð sneri liðið við blaðinu og vann 1:2 baráttusigur á Þrótti í Laug- ardalnum ígærkvöldi, en Þrótt- arar virðast heillum horfnir. „Það vantaði máttarstólpa í lið okkar, Arnar Hallsson og júgó- slavana Allen og Enes, sem allir eru meiddir en ég er ánægður með baráttuna í lið- inu sem fleytti okkur í gegnum þessa hindrum og stigin þrjú eru kærkomin í botnbarátt- unni,“ sagði Bragi Björnsson þjálfari ÍR ánægður í leikslok. IR-ingar byrjuðu undan sterkum vindi en komust lítt áleiðis gegn Þrótturum sem sóttu stíft og áttu ■■■ mörg góð færi. Á Ingólfur 15. mínútu skoraði Amarsson Óskar Óskarsson sknfar meg snyrtilegum skallabolta þegar Breiðhyltingum tókst ekki að hreinsa frá marki sínu. Leikur jafn- aðist eftir markið og áttu bæði lið nokkur hættuleg færí. Á 42. mín- útu fékk Siguijón Hákonarson í liði ÍR rautt spjald fyrir brot og við það slökuðu Þróttara á í stað þess að herða róðurinn. Tveimur mínútum síðar barst knötturinn út fyrir teig og ÍR-ingurinn Ólafur Siguijónsson hamraði boltann í gegnum vörn Þróttar og út við stöng, 1:1. Síðari hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk, með þungri sókn IR-inga og á 53. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu eftir klaufalega tilburði varnarmanns Þróttar þegar hann togaði niður Brynjólf Bjarna- son. Guðjón Þorvarðarson skoraði af öryggi úr spyrnunni, föstu skoti vinstra meginn en markvörðurinn var farinn til hægri. Eftir markið urðu aftur kaflaskipti og sóttu Þróttarar mikið en tókst ekki að nýta neitt af ijölmörgum færum. Þremur mínútum fyrir leikslok fækkaði enn í liði ÍR þegar Jón Þór Eyjólfsson fékk að líta rauða spjald- ið fyrir brot en ekkert gekk hjá Þrótturum að nýta sér að vera tveimur fleiri. Bestur hjá ÍR var Ólafur Þór Gunnarsson markvörður sem varði mjög vel og Pálmi Guðmundsson skapaði oft usla í vörn andstæðing- ana en fyrst og fremst var baráttan til staðar og uppskeran eftir því. Þróttarar virkuðu andlausir og leikur þeirra oft hugmyndasnauður og lítt fyrir augað. Eftir uppsveiflu liðsins í byijun móts virðist leiðin nú liggja niður á við og kærumálið gegn Stjörnunni virðist hafa sett svip sinn á liðið. Blikastrákar meistarar STRÁK ARNIR í 2. flokki Breiðabliks urðu íslandsmeistarar í knattspymu í gærkvöldi, eftír að Víkingar höfðu lagt KR-inga að velli, 2:1. Blikarnir, sem unnu stórsigur á Skagamönnum, 6:2, á miðvikudagskvöid, eru með þrettán stiga forskot á KR-inga þegar fjórar umferðir eru eftír. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 C 3 HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Le'rt á mynd af Edwards ogbætti heimsmetið Þurfti nauðsynlega á því að halda að stökkva af krafti og gera gilt í þriðju tilrauninni til að komast í átta manna úrslitum EFTIR tvö ógild stökk þá tók ég upp áritaða mynd af Jonathan Edwards sem hann hafði gefið mér, leit á hana og lét mig síðan vaða í þriðja stökkið sem var upp á líf og dauða í keppninni, stökkið heppnaðist fullkomlega og ég setti heimsmet," sagði Inessa Kravets frá Úkratnu eftir að hún hafði sigraði í þrístökk- skeppni kvenna heimsmeistaramótsins í Gautaborg og um leið bætt heimsmetið um 41 sentimetra, stökkið 15,50 m. Hún setti þar með þriðja heimsmetið á mótinu, en áður hafði Bretinn Joant- han Edwards tvíbætt heimsmetið íþrístökki karla. Mynd/Göran Hágeríjord MARTHA Ernstsdóttir í 5.000 metra hlaupinu í gærmorgun. Kravets þurfti nauðsynlega á því að halda að stökkva af krafti og gera gilt í þriðju tilrauninni til að komast í átta manna úrslitum og það gerði hún svo sannarlega. Iva Prandzheva frá Bulgaríu varð önnur stökk 15,18 m sem er níu sentimetrum lengra en gamla heimsmetið var en það var tveggja ára gamalt og í eigu Önnu Biry- ukovu frá Rússlandi sem hlaut þriðja sætið í keppninni, stökk ein- um sentimetra skemur en gamla metið hennar var eða 15,08 m. „Ég get enn bætt tækni mína og aukið kraftinn, en ég býst við að þetta heimsmet standi í þijú til fjögur ár, þó gaman yrði nú að bæta það á Ólympíuleikunum í Atl- anta á næsta ári,“ sagði Kravets , en ekki er langt síðan farið var að keppa í þessari grein á stórmótum og reyndar verður hún í fyrsta skipti á dagskrá Ólympíuleikana á næsta sumri. Martha langt frá íslandsmetinu Var nærri 10 sekúndum frá metinu í 5.000 m hlaupi, sem hún setti ítyrra Skapti Hallgrímsson skrifar frá Gautaborg Martha Ernstsdóttir tók þátt í 5.000 metra hlaupinu í gærmorgun og náði sér ekki á strik. Hljóp á 16 mínútum 05,33 sekúndum. ís- landsmet Mörthu, sem hún setti í fyrrasumar, er 15.55,91 þannig að hún var nærri 10 sekúnd- um frá metinu. Martha náði lágmarki fyrir HM í 10 og 5 kílómetra hlaupi, en ekki stóð til að hún yrði með nema í því fyrrnefnda. Hún lét þó slag standa og hljóp í gær, en varð næst síðust í fyrsta riðli. Hún var einnig langt frá sínu besta í 10 kíló- metrunum, eins og fram kom í blaðinu á miðvikudaginn og sagðist þá ekki vera í nógu góðri æfingu - eitthvað hlyti að hafa brugðist í undirbúningnum. HANDKNATTLEIKUR Hlaupið var í þremur riðlum í gær og var Martha í þeim lang slakasta, en þegar á heildina er litið voru reyndar sex stúlkur með lakari tíma en Martha. Rúm- enska stúlkan Elena Fidatov sigraði í fyrsta riðli á 15.36,39 — sem er persónu- legt met — Rose Cheruiyot frá Kenýa varð fyrst í þriðja riðli á 15.21,36 en í öðrum riðli sigraði Sonia O’Sullivan frá írlandi á nýju heimsmeistaramótsmeti — 15.13,88. I þeim riðli hlupu níu stúlkur undir 15 og hálfri mínútu, þijár í þriðja riðli en engin í þeim fyrsta. Portúgalska stúlkan Fernanda Ribeiro varð þriðja í síðasta riðlinum á 15.22,04 og hljóp — eins og hinar — einungis til að komast áfram í úrslit, en hún á heimsmetið í greininni. Það er 14.36,45, setti 22. júlí síðastliðinn. Knútur Sigurðs- son íVíking Knútur Sigurðsson handknattleiks- maður skrifaði í gær undir félag- skipti úr FH í Víking og að sögn Vík- inga byijar hann strax að æfa með lið- inu í kvöld. „Þetta var veikasta staðan, þarna hægra meginn fyrir utan eru sjaldgæfír hvítir hrafnar en núna erum við búnir að manna hana,“ sagði Árni Indriðason þjálfari Víkinga. „Við erum því sáttir “I við þetta en vorum búnir að líta vel í kringum okkur lengi. Við erum ekkert að leita lengur en enn er opið fyrir félags- skipti fram á haust og eflaust verða breytingar á öllum liðum fram að þeim tíma“. Víkingar misstu mikinn mannskap í ár þegar Bjarki Sigurðsson, Sigurður Sveinsson og Gunnar Gunnarsson yfirg- áfu herbúðir þeirra. Sjónvarp Breyting er sjónvarpsútsend- ingu frá HM í Gautaborg í dag. Þar sem Sigurður Ein- arsson keppir í B-riðli, hefst bein útsending kl. 9.25, ekki 7.30, og stendur útsendingin til 11.25. Sigurður 0 i v |i 3* i riðli með heimsmet- hafanum UNDANKEPPNI í spjótkasti er á dagskrá í dag og þar er Sigurður Einarsson á meðal keppenda. Hann er í seinni ríðlinum, sem hefst kl. 9.30 að íslenskum tíma og er þar fyrstur í kaströðinni. Tólf bestu komast áfram í úrslitakeppnina, eða þeir sem ná að kasta 82 metra, en 37 eru skráðir til keppni. Sigurð- ur á best 80,06 metra í ár en lengst hefur bann kastað 83,32. Alls hafa 20 þeirra sem mæta tíl leiks í dag kastað yfir 82 metra á árinu, þai’ af tíu í riðli Sigurðar. Hann verður ekki í dónalegum fé- lagsskap í dag, þvi í sama riðli eru m.a. heimsmethafinn, Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu, sem hefur kastað næst lengst í ár, 90,80 m, Bretinn Steve Backley, sem á þriðja lengsta kast ársins, 88,54 og það þriðja lengsta frá upphafi, 91,46, og Finninn sterki, Seppo Raty, sem á fjórða lengsta kastið frá upphafi, 90,60 en hefur kastað 87,68 í ár. I>jóðveijinn Raymond Hecht, sem hefur kastað lengst í ár, 92,60, er í fyrri riðlinum en það kast hans er það næst lengsta frá upp- hafi. Heimsmet Jans Zeleznys fráq 1993 er 95,66 metrar. Reuter GHADA Shouaa þakkar hér áhorfendum stuðninginn eftir að sigurinn í sjöþrautinni var í höfn í gær. Hvað gefur Sýrlands forseti henni nú? EFTIR að sýrlenska stúlkan Ghada Shouaa sigraði í sjöþrautarkeppn- inni á HM í gær og krækti þar með i fyrstu gullverðlaunin sem land hennar vinnur heimsmeistaramóti í fijálsíþróttum spyrja menn í Sýrlandi, hvað gefur forsetinn henni núna? í fyrra þegar þessi 21 árs stúlka sigraði í sjöþraut á Asíuleikunum gaf forseti Sýrlands, Hafez al-Assad, henni glæsilegt einbýlishús og dýran bíl. Með sigrin- um hefur hún bætt öðrum bíl við þvi allir sigurvegarar á HM fá Mercedes Bens að launum. Mowafak Jomaa formaður sýrlenska fijálsíþróttasambanssins sagði að þeir myndu standa fyrir skrúð- göngu frá höfuðborginni, Damaskus til heimabæjar Shouaa, Ma- harda, 120 km metra leið henni til heiðurs, en enn er beðið eftir því hvað forsetinn muni gera. Handboltaskóli Víkings Dagana 14. - 25. ágúst kl. 13.00-15.00 verður starfræk- tur handboltaskóli í Víkinni fyrir stelpur og stráka f. 1983- 89. Skipt verður í hópa eftir aldri. Reyndir handboltaþjál- farar leiðbeina. Skráning í síma 553-3688 kl. 10.00-15.00 föstudaginn 11. ágúst. Einnig verður innritað í Víkinni 14. ágúst. Verð er kr. 2.500. ÍSLAIUD - SVISS Á Laugardalsvelli 16. Ágúst kl. 21:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá aflienta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, Föstudag 11. Ágúst kl. 14:00 -18:00 og Laugardag 12. Ágúst kl. 10:00 - 14:00 ATH! MIÐAR VERÐA EKKI AFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.