Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Brandarabanki Myndasagnanna! HÆSTU mögulegir vext- ir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyfið því að gutla svolít- ið og hristast af ykkur með lestri Brandara- bankans — Brandara- bankinn; besta heilsubót sem völ er á — Mesta og besta ávöxtunin Halló, Myndasögur Mogg- ans! Ég sendi brandara í bank- ann ykkar (athugasemd MM: þetta er bankinn ykkar, krakkar). Laufey Helga Guð- mundsdóttir, 12 ára, Vallar- braut 18, 220 Hafnarfjörður. Kennarinn: Jens, þú ertsvo óþekkur, þú getur ekki setið hjá siðuðu fólki. Það er best að þú komir og sitjir hjá mér. xXx Mamma Lísu: Borðaðu nú spínatið, Lísa, svo þú fáir lit í kinnamar. Nei, ég vii ekki fá grænar kinnar. xXx Bananinn: Af hverju varð allt í einu svona ðimmt? Eplið: Peran fór! xXx Einn frá Birnu Dögg Berg- þórsdóttur, Melbraut 29, 250 Garði: Maður kom í heimsókn til nágrannakonu sinnar. Eftir skamma stund þurfti liann að hnerra og tók eldhúsrúllu- bréf til þess að snýta sér í. Þá sagði konan: Ertu að snýta þér í húsbréfin mín?! xXx Nokkrir góðir frá Ösp Ás- geirsdóttur, Lyngbarði 7, 220 Hafnarfjörður: Afsakið, herra forsljóri! Eru nokkur tök á að gefa mér frí á morgun til þess að ég geti hjálpað konu minni við hreingerningar? Nei, kemur ekki til greina. Þakka yður kærlega fyrir, ég vissi að ég gæti treyst á yður. xXx Veistu af hverju er búið að loka skóverslun dordinguls- ins? Nei. Þúsundfætlan fluttist til næsta bæjar. xXx Af hverju haldið þér við bitann minn með þumalfingri, þjónn? Til þess að ég missi hann ekki í gólfið einu sinni enn! xXx Kári: Ég trúi því naumast að Nonni sé eins latur og þú hefur lýst. Láms: Jú, ég segi þér satt. Ef hatturinn fyki af honum settist hann bara niður og biði eftir að vindurinn snerist. xXx Fólk er sannarlega skrýtið. Allt vill það lifa lengi - en ekkert verða gamalt. xXx Siggi! Þú talar ekki um annað en knattspyrnu. Ég er viss um að þú manst ekki hvenær við giftum okkur. Jú, jú, það var daginn eftir að við unnum Austur-Þjóð- verja 2:1. xXx Kennari: Getur þú nefnt dæmi um hræsni? Nemandi: Þegar einhver kemur skælbrosandi í skól- ann. xXx ■■m'wiwnnm'iiriiMMBiMBnBniiii'iiii ii'inimarwn— UJfft. mwryte-Ut-iFp—— í mWiífíarT—~ Hrikalegt húðflúr KLUKKUNA vantar tuttugu mín- útur í fimm og höndin er allsvaka- lega marglit. Hvernig gat húðflúr- unarmeistarinn gert nokkuð svona lagað? Hann byijaði klukkan eitt og átti að gera eina fallega rauða rós - en eigandi handarinnar sofn- aði (á verðinum) og húðflúrarinn gjörsamlega missti stjórn á sér. Og eins og það sé ekki nóg þá þurfti hann endilega að naglalakka negl- urnar með sínum litnum hveija. Katrín Eva Auðunsdóttir, 12 ára, Hátúni 4, 900 Vestmannaeyjar, er höfundur þessarar litfögru myndar og spyr ykkur, yndislegu og þægu börn, hvað margir litirnir eru í myndinni. Byrjið nú að telja og þegar því er lokið má athuga hvort eitthvað er að græða á Lausnum. Katrín Eva, þakkir fyrir flotta mynd. - Og já, hún segist alltaf lesa Myndasögur Moggans. Gott hjá þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.