Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Eyjamenn með annan fótinn í Evrópukeppni Vestmanneyingar eru komnir með annan fótinn í Evrópu- keppni félagsliða og geta tryggt sér sæti með sigri í dag, er þeir mæta KR-ingum í Reykjavík. Þeir eru með 28 stig og hafa skorað 16 mörkum meira en þeir hafa fengið á sig á meðan Leiftursmenn og Keflvíkingar hafa 21 stig og hafa skorað tveimur mörkum færra en liðin hafa fengið á sig. Grindvík- - ingar eru með 20 stig og marka- tala þeirra er óhagstæð um þrjú mörk. Skagamenn eru þegar búnir að ná inn í Evrópukeppni með ís- landsmeistaratitlinum og KR-ingar eru komnir í keppni bikarhafa þannig að hafni KR í öðru sæti deildarinnar, mun þriðja liðið í 1. deild komast þar inn. Róðurinn gæti þó orðið Eyjapeyj- um þungur því þeir þurfa að tak- ast á við KR-inga í dag, síðan Grindvíkinga og Skagamenn í síð- ustu umferðinni. „Við munum spila nákvæmlega eins og við höfum gert í allt sumar hvort sem það hefur verið gegn veikum eða sterk- um liðum,“ sagði Atli Eðvaldsson þjálfari Eyjamanna við Morgun- blaðið í gær. „Það er alltaf gaman að fara á stemmningsvöll svo að þetta getur ekki orðið annað en skemmtilegt. Við erum í þægilegri stöðu í deildinni svo að þetta verð- ur spuming um áhorfendur, hvort þeir láti betur heyra í sér. Áhorf- endur okkar hafa stutt okkur vel í sumar og við ætlum að reyna að gera þeim til hæfis. Annars er þetta er bara einn af þeim átján leikjum sem við byijuðum á í sumar, eng- inn úrslitaleikur um annað sætið ennþá, en Evrópusæti ef við vinn- um. Ef við komumst þangað verða búin til sérstök „Evrópufögn“,“ bætti Atli við. Leiftursmenn gætu lent í vand- ræðum gegn Breiðabliki í Ólafsfirði í dag, því Gunnar Már Másson og Nebosja Corovic eru i banni og Baldur Bragason og Slobodan Mil- isic em enn meiddir en að auki þurfa Kópavogsbúarnir enn að ná stigum til að forðast fallið fyrir fullt og allt. „Við emm búnir að tapa tveimur leikjum í röð og verð- um að snúa við blaðinu," sagði Óskar Ingimundarson þjálfari Leiftursmanna, sem eiga enn möguleika á að komast í Evrópu- keppnina. „Við tökum samt bara þennan leik fyrir og hugsum ekki lengra en það. Við gemm okkur grein fyrir að Blikamir þurfa stigin svo að þetta verður erfítt." DAÐI Dsrvic og félagar í KR taka á móti Eyjamönnum í Frostaskjólinu í dag. Afmælis- leikur „keis- ara“ Beck- enbauers MARGAR af helstu stjörnum knattspyrnunnar síðastliðna þrjá áratugi munu leika góð- gerðarleik á Ólympíuleikvangin- um í Miinchen á morgun, í til- efni af fimmtugsafmæli Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðs- fyrirliða og landsliðsþjálfara Þjóðverja. Þar mætast lið Þýskalands og „heimslið" — en í þýska liðinu verða kappar eins og Sepp Mai- er, Berti Vogts, Giinther Netzer, Paul Breitner, Uwe Seeler, Gerd Miiller og Karl-Heinz Rummen- igge innan borðs en í heimsliðinu eru meðal annarra Peter Shil- ton, Bobby Charlton og Kevin Keegan frá Englandi, Frakkinn Michel Platini, Johan Neeskens frá Hollandi og Brasilíumaður- inn Zico. Einu stórstjörnurnar frá þessum tima sem verða fjar- verandi eru hinn eini sanni Pele, Argentínumaðurinn Diego Maradona og hoUenska stjarnan Johan Cryuff. Beckenbauer, sem verður fimmtugur á mánudaginn, mun spila fyrir bæði lið og er búist við að um 25 þúsund manns muni mæta til að beija stjöm- urnar augum. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Sigur Kipt- anuis innan seilingar Síðasta stigamót Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins (LAAF) í ár verður í Monte Carlo í dag. Besti hindrunarhlaupari sögunnar, Kenýamaðurinn Moses Kiptanui, á góða möguleika á að sigra í stiga- keppninni í karlaflokki en honum dugar að hafna í þriðja sæti í hindr- unarhlaupinu, svo framarlega sem keppinautar hans setji ekki heims- met. Sigri hann í stigakeppninni hlýtur hann andvirði rúmlega 8,3 milljóna íslenskra króna í verðlaun. Heimsmet í 5.000 metra hlaupi og í 3.000 metra hindrunarhlaupi hafa skilað honum 12 stiga forskoti, sem ætti að duga til sigurs. Það féll í grýttan jarðveg þegar Kiptanui viðurkenndi á heimsmeist- aramótinu í Gautaborg að hafa slakað á á lokasprettinum í 3.000 metra hindrunarhlaupinu, til að spara sig fyrir stóra peningamótið í Ziirich sem fram fór nokkrum dögum síðar. Þar fékk hann ríflega 6 milljónir fyrir að slá heimsmet í þeirri grein, hljóp á 7,59.19 mínút- um. „Að vera fyrstur undir átta mínútum er mikilvægara en gull- verðlaun," sagði Kiptanui eftir hlaupið frábæra í Ziirich og bætti við: „nú á ég bara eitt eftir - Olymp- íuverðlaunin á næsta ári.“ Maria Mutola frá Mósambik hef- ur sex stiga forskot í keppni kven- fólksins eftir heimsmet í 1.000 metra hlaupi í Briissel á dögunum en sigur nú yrði ágætar sárabætur fyrir að hafa verið dæmd úr leik í 800 metra hiaupinu í Gautaborg. Fleiri stjömur verða í sviðsljós- inu í Monte Carlo, til dæmis Micha- el Johnson, Noureddine Morceli, Haile Gebreselassie og Sonia O’S- ullivan. Stangarstökkvarinn Sergei Bubka, sem fluttur er til Monte Carlo, mun eflaust reyna við heims- met en Merlene Ottey frá Jamaíka, sem einnig er er búsett í dvergrík- inu, verður ekki með vegna meiðsla. Meiri peningar næsta ár Forseti Alþjóðafijálsíþróttasam- bandsins, Primo Nebioío, sagði í gær að peningaverðlaun á stiga- mótunum yrðu aukin verulega næsta ár; IAAF myndi setja eina milljón bandaríkjadala til viðbótar í mótaröðina — það svarar til 66 milljóna króna. Sigurvegari í stigakeppninni í ár fær 100.000 dali í sinn hlut, en það svarar til 6,6 milljóna króna. Að auki fær viðkomandi 30.000 dali, tæpar tvær milljónir króna, eins og allir sigurvegarar í einstaka greinum á mótaröðinni. Meira er greitt fyrir sigur í hverri grein á lokamótinu og verður sú upphæð 50.000 dalir á næsta ári, ríflega þijár milljónir. Engar aukagreiðsl- ur em nú fyrir heimsmet en á næsta ári verða greiddir 100.000 dalir, 6,6 milljónir króna, fyrir hvert heimsmet og sigurvegari í Reuter MOSES Klptanui, hindrunarhlauparinn frábæri frá Kenýa verður í sviðsljósinu í dag HANDKNATTLEIKUR Sætta sig ekki við samning RÚV stigakeppninni fær 200.000 dali, rúmlega 13 milljónir króna. Verð- launaféð verður sem sagt tvöfald- að. Sú breyting verður einnig á regl- um stigamótaraðarinnar næsta ár að stigagjöfin verður reiknuð út eftir árangri á öllum átta mótunum, ekki fimm eins og í ár. „íþrótta- mennimir verða því að keppa á öllum átta mótunum, þannig að þau ættu öll að verða enn athygliverð- ari en þau em nú,“ sagði Primo Nebiolo í gær. Mobile olíufyrirtækið hefur verið aðal styrktaraðili stigamótanna frá upphafi, í tíu ár, og greiðir 2 milljónir dala, andvirði 132 milljón- ir króna, árlega. Fyrirtækið dregur sig hins vegar væntanlega í hlé eftir þetta keppnistímabil. IAAF vill fá 5 milljónir dala fyrir næsta tímabil og það finnst forráðamönn- um Mobile allt of mikið. Handknattleiksdeild Vals hyggst taka á fjármálum sínum og hafa forráðamenn deildarinnar lýst því yfir að þeir muni ekki sætta sig við svipaðan samning og fyrstu deildar félögin í handboltanum gerðu við Ríkissjónvarpið í fyrra. Þá kvað hann á um að hvert félag fengi í sinn hlut 80.000 krónur fyr- ir keppnistímabilið, óháð hve mikið væri sýnt frá leikjum liðsins. Brynjar Harðarson formaður handknattleiksdeildar Vals sagði á blaðamananfundi í gær, að hann myndi frekar segja félagið úr sam- tökum fyrstu deildar félaga og taka afleiðingunum, frekar en sætta sig við sams konar samning og í fyrra, því um líf eða dauða deildarinnar sé að tefla. Deildin hefur ennfremur selt leik- inn við KA í meistarakeppni HSÍ til Akureyrar. Leikurinn á að fara fram 13. september og þar sem Valsmenn eru íslandsmeistarar eiga þeir rétt á heimaleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.