Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4
Lausnir MÖGGU væri hollast að nota framlengingarsnúru merkta með bókstafnum b ef hún ætlar að fá straum á blásarann. 0O0 Summa talnanna í reitaþrautinni er þijátíu og sex. 0O0 Við erum að tala um físk sem kallast skata. 0O0 Fiskar merktir númer eitt og níu eru eins. ÚÚÚ! Eruð þið ekki hrædd? Var þetta ekki draugur sem heyrðist í?! Jú, einmitt - en þið þurf- ið ekki að óttast neitt, þetta var bara hann Casper, draugurinn góðhj artaði. Eins og þið hafið vafalítið tekið eftir eru Casper og félagar mættir til leiks í sýningarsölum Sambíóanna og Háskólabíós og í tilefni af því bjóða Sambíóin og Myndasögur Moggans til litaleiks. Þið litið svarthvítu myndina eins og ykkur finnst að hún eigi að líta út eða hafið hana eins og fyrirmyndina. Síðan sendið þið myndina til Mynda- sagna Moggans. Dregin verða út nöfn 250 krakka og Sambíóin munu senda verðlaunin til ykkar sem verðið heppin í þetta sinn. Verðlaunin eru: Casper bíómiði, bolur og húfa: 50 Casper bolur: 150 Casper bíómiði: 50 Þið þurfið að hafa hraðar hendur því síðasti skiladag- ur er 20. september. Nöfn vinningshafanna birtast síð- an í Myndasögunum 27. september næstkomandi. Góða skemmtun, lita- glöðu börn. Heimilisfangið er: Myndasögur Moggans - Casper Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.