Morgunblaðið - 14.09.1995, Page 2

Morgunblaðið - 14.09.1995, Page 2
2 D FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBIAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 D 3 ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Handknattleikur KA-Valur 23:26 KA-heimilið, Meistarakeppni Handknatt- leikssambands íslands, miðvikudaginn 13. september 1995. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 6:3, 9:6, 12:8, 13:12, 14:13, 17:15, 18:16, 18:19, 20:20, 21:23, 23:24, 23:26. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 13/2, Julian Duranona 6/2, Jóhann G. Jóhannsson 2, Erlingur Kristjánsson 1, Björgvin Björg- vinsson 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 15 (4 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 8/1, Sigfús Sigurðsson 8, Júlíus Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 3, Dagur Sigurðsson 3. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15/4 (3/0 til mótheija). Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Nokkuð góðir. Áhorfendur: Um 600. Góð stemmning lengst af. Körfuknattleikur Rekjanesmótið: Njarðvík - Haukar.............73:101 Knattspyrna Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Kiev, Úkraínu: Dynamo Kiev - Panathanaikos......1:0 Vitaly Kosovsky (61.). 85.000. Nantes, Frakklandi: Nantes - Porto...................0:0 25.000. B-RIÐILL: Varsjá, Póllandi: Legia - Rosenborg................3:1 Leszek Pisz 2 (64.. 73.), Ryszard Staniek (69.) — Jahn Ivar Jakobsen (63.). 10.000. Blackburn, Englandi: Blackburn - Spartak Moskva.......0:1 - Sergei Juran (41.). 20.940. C-RIÐILL: Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Juventus..............1:3 Möller (1.) — Padovano (12.), Del Piero (37.), Conte (69.). 35.800. Búkarest, Rúmeníu: Steaua - Glasgow Rangers.........1:0 Daniel Prodan (84.). 26.000. D-RIÐILL: Amsterdam, Hollandi: Ajax - Real Madrid...............1:0 Marc Overmars (14.). 42.000. Zúrich, Sviss: Grasshopper - Ferencvaros........0:3 - Kristan Lisztes (61.), Otto Vincze 2 (81., 90.). 15.000. UEFA-keppnin Lurgan, N-lrlandi: Gienavon - Werder Bremen...........0:2 - Cardoso (59.), Angelo Vier (88.). 4.000. Faro, Portúgak Farense - Lyon.....................0:1 - Giuly (6.). 10.000. England 1. deild: Derby - Southend..................1:0 Millwall - Luton................ 1:0 Wolves - Norwich..................0:2 Golf Mót í Grindavík Golfmót haldið á Húsatóftarvellinum í Grindavík um helgina. Án forgjafar: Einar Long, GR.................... 69 Guðmundur Jónssn, GG................77 Jón Pétursson, GG...................78 Með forgjöf: EinarLong, GR.......................65 Siguringi Sigutjónsson, GS..........65 Vignir Hauksson, GR.................65 Öldungamót Haldið á Húsatóftarvelli á sunnudag: Yngri flokkur Með forgjöf: Jón R. Sigurðsson, GR...............64 Jón Guðmundsson, GS.................71 Guðmundur S. Guðmundsson, GR........71 Án forgjafar: Jón R. Sigurðsson, GR...............78 Gunnlaugur Ragnarsson, GVV..........81 Guðmundur S. Guðmundsson, GR........82 Eldri flokkur Með forgjöf: Hans Kristinsson, GR................66 Knútur Bjömsson, GK.................66 Pétur Antonsson, NK.................66 Án forgjafar: Knútur Bjömsson, GR.................76 Pétur Antonsson, NK.................76 KarlHólm, GK........................78 Leiðrétting Þau mistök vom í korti á blaðsíðu 2 í íþróttablaðinu á þriðjudaginn að árangur FH árið 1989 féll niður og leit út fyrir að félagið hafi verið í 2. deild það ár. FH-ing- ar urðu hins vegar í öðm sæti í fyrstu deild þetta árið og vora mjög nærri því að verða Islandsmeistarar en töpuðu síðasta leiknum í Kaplakrika gegn Fylki. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. GLIMUDEILD KR Ný byrjendanámskeið eru að hefjast Aðalþjálfari er Ólafur Haukur Ólafsson. Æfingatafla 1995-1996: Mánudagar 19.50-20.40 Fullorðnir Þriðjudagar 19.00-19.50 Unglingar 10-15 ára ii 19.50-20.40 Fullorðnir Miðvikudagar 20.40-21.30 Fullorðnir Föstudagar 19.00-19.50 Unglingar 10-15 ára ii 19.50-20.40 Fullorðnir Allaræfingar fara fram ííþróttahúsi Melaskólans INNRITUN og frekari upplýsingar í síma 562 5287 Tel mögu- leika okk- ar vera jafna - segir Kristinn Björns- son, landsliðsþjálfari kvenna, um leikinn gegn Rússum FYRSTI leikur íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu í und- ankeppni Evrópumótsins verður gegn Rússum á Laugardalsvelli klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Kristinn Björnsson, þjálfari ís- lenska liðsins býst við jöfnum leik. „Þrátt fyrir að ég viti ekki nógu mikið um rússneska liðið þá veit ég að þær eru sterkar og hafa verið á mikilli uppleið undanfarin ár. Þær léku í átta liða úrslitum keppninnar í fyrra og töpuðu þar fyrir þýsku stúlkunum, fjögur núll í Þýskalandi en eitt núll heima svo það er greinilegt að þær eru sterkar," sagði Kristinn. „Ég tel möguleika okkar vera nokkuð jafna á við þeirra." íslenska liðið leikur í riðli með Frökkum og Hollendingum auk Rússa í undankeppninni og leikur alla þrjá heimaleikina í haust, en útileikimir verða á næsta ári, tveir í júní og einn í ágúst. „Af ýmsum ástæðum hefur ver- ið erfítt að raða niður leikjunum og því verðum við að byrja á því að leika heimaleikina okkar, en ég hefði kosið að það hefði ekki verið svo,“ sagði Kristinn. „Okkur gekk vel í keppninni í fyrra og við stefnum að því einnig nú. Gegn Russum stillum við upp okkar besta liði og ég á von á hörkuleik." Ikvöld Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: Laugardalsvöllur: KR - Everton ....20 Körfuknattleikur Reykjanesmótið - karlar: Keflavík: Keflavík - UMFG...20 Reykjavíkurmótið - karlar: Smárinn: UBK - Leiknir...20.00 Kennaraskólinn: ÍS - Valur.21.30 Handknattleikur Opið Reykjavikurmót kvenna: Höllin: Haukar - KR.........18 Höllin: Fram-FH..........19.30 Höllin: Víkingur - Valur....21 Reuter EDGAR Davids og Wiston Bogarde fagna hér sigurmarki Marc Overmars (t.h) — þegar Ajax lagði Real Madrid á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam. KORFUKNATTLEIKUR NBA-verkfall fellt Leikmenn í NBA-deildinni í körfu- knattleik gengu til atkvæða- greiðslu á þriðjudaginn þar sem þeir samþykktu að halda áfram í stéttar- félaginu, en nokkrir leikmenn höfðu lagt til að félagið yrði leyst upp. OPNA IBR KVENNAMOTIÐ veröur haldiö á Grafarholtsvelli laugardaginn 16. september n.k. Leikin veröur punktakeppni, Stableford 7/8 forgjöf. Hæsta gefin forgjöf er 28. Tvær skrá sig saman í lið og leika betri bolta. 10 efstu sætin gefa verðlaun. Aukaverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. •A&Vfau Þátttökugjald er kr. 1.800,00. Skráning í síma 587 2215. ■T'p' Skráningu lýkur föstudaginn 14. september kl. 16.00 Golfklúbbur Reykjavíkur. blÓfUOUOÍ ? GOLIVÍÍKSLUN idŒKty jMe IMk" paris ' . ’rHtnJf GATINEAU Leikmennirnir samþykktu áfram- haldandi veru með 226 atkvæðum á móti 134 og um leið samþykktu menn samning við eigendur félag- anna til næstu sex ára. Trúnaðarmenn og eigendur félag- anna eiga að vísu eftir að skrifa undir, en talið er ólíklegt að þeir þráist eitthvað við. Lögfrærðingar Patricks Ewings og Michaels Jord- ans hafa hótað því að fara í mál við David Stern og segja að hann hafi haft í hótunum við leikmenn áður en þeir gengu til atkvæða. Jordan sagði hins vegar þegar úrslitin voru ljós: „Ef þetta er það sem leikmenn vilja verður maður að taka því. En þeir verða þá að taka þeim launum sem þeir verða með á næstu árum.“ Launahæstu leikmennirnir vildu aflétta launaþakinu sem verið hefur á liðunum, en nú er ljóst að það verður ekki gert. Þreifingar á milli liða hafa legið niðri vegna þessa máls og ekki má hefja samningavið- ræður við leikmenn fyrr en í næstu viku þegar eigendur og trúnaðar- menn stéttarfélagsins hafa skrifað undir samninginn - og þá er búist við að allt fari á fulla ferð, en deild- in hefst með 14 leikjum 3. nóvember. Framkvæmdanefnd ■ ■ JOAO Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði eftir fund með formönnum álfusambandanna fyrir helgi að lýð- ræðið væri í heiðri haft hjá FIFA og afneitaði vangaveltum um valdabar- áttu FIFA og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Hann sagði að allir væru jafnir innan FIFA og samband- ið væri opið fyrir umræðum en sum- ar tillögur UEFA varðandi breytt; skipulag og aukin áhrif álfusam- bandanna á kostnað FIFA yrðu rædd- ar á framkvæmdanefndarfundi FIFA í París 11. desember. Á fundinum i París verður áhersla Iögð á þrjú mál. í fyrstá lagi hug- myndir um að álfurnar skiptist á að halda lokakeppni heimsmeistara- móts karla, í öðru lagi hvernig best sé að framkvæmdanefnd FIFA sé skipuð og loks hlutverk álfusam- bandanna. Havelange sagði að tillög- ur Lennarts Johanssons, formanns UEFA, í markaðsmálum hefðu ekki borist FIFA en þær yrðu teknar fyr- ir þegar þar að kæmi. Hins vegar gaf hann til kynna að um væri að ræða viðkvæmt mál. „Við þurfum ekki álfusamband til að segja okkur hvernig eigi að starfa. Ég veit hvem- ig á að fara að því,“ sagði Havelange. Lennart Johansson lét lftið sem ekkert hafa eftir sér eftir fundinn en sagðist vera ánægður með stöðu sína. Slim Aloulou þjá Knattspymu- samhandi Afríku sagði að fundurinn hefði verið jákvæður og stefnan væri í rétta átt. „Það sem UEFA legg- ur til nú, einkum hvað viðkemur hlut- verki álfusambandanna, er það sem Afríka hefur óskað eftii’ um árabil. Allir hafa neitað óskum okkar en breythigar virðast í aðsigi.“ Havelange sagði að erfítt gæti reynst Lframkvæmd að halda HM til skiptis í álfunum, því mótshaldari þyrfti að uppfylla mörg skilyrði eins og fjarskipti, aðstöðu, flutninga, ör- yggi auk annarra atriða. „En ég vona að ég sjái HM í Afríku áður en ég dey,“ Havelange áréttaði enn einu sinni að hann ætlaði sér að vera forseti FIFA í það minnsta til 1998. „Ég hef aldrei beðið um að vera forseti, fólk- ið hefur heðið mig um það. Ég verð 82 ára 1998 og ef ég verð hvorki Lík- amlega né andlega í lagi hætti ég um leið. Annars sjáum við til.“ Unglingar Ajax lögðu Real Madrid EVRÓPUMEISTARAR Ajax sendu þau skýru skilaboð til annarra liða í Evrópumeistaradeildinni, að þeir myndu ekki láta meistara- titilinn af hendi svo auðveldlega, eftir að hafa lagt sexfalda Evr- ópumeistara frá Real Madrid að velli, 1:0, á Ólympiuleikvanginum í Amstardam í gærkvöldi. Ajax lék án lykilmanna eins og Patrick Kluivert, fyrirliðans Danny Blind og Arnold Scholten, þannig að þjálfarinn Louis van Gaal varð aðtefla fram ungum og óreyndum leikmönnum og kom það ekki að sök. Mollenski landsliðsmaðurinn Marc Overmars skoraði sigur- mark Ajax á 14. mín., þegar hann lék á varnarmenn Real Mardid — og skaut knettinum af 20 metra færi og hafnaði boltinn alveg út við stöng og Buyo, markvörður, átti enga möguleika á að verja. Eftir markið reyndu Spánverjarnir að sækja en komust lítt áleiðis gegn sterkri og vel skipulagðri vörn Ajax þar sem Frank de Boer réði ríkjum. Markaskorarinn Overmars sagði eftir leikinn að þrátt fyrir sigurinn hefði Ajax ekki sýnt hvað í liðinu býr. „Við gerðum of mikið af smá- vægilegum mistökum. Við vorum með marga unga leikmenn sem hafa varla leikið í bytjunarliðinu áður, og hvað þá í svona mikilvæg- um leik,“ sagði Overmars. Ferencvaros frá Ungverjalandi sigraði svissnesku meistarana í Grasshopper 3:0 í Sviss. Grasshop- per réð lögum og lofum á vellinum fyrsta hálftímann en eftir að Svían- um Mats Gren var vísað af leikvelli á 33. mínútu snerist dæmið við. Mörk Ungveijanna komu þó ekki fyrr en á lokakaflanum; Kristan Lisztes á 61. mín. og Otto Vincze gerði tvö, á 81. og 90. mínútu. Juventus sýndi mikla yfirburði, 3:1, gegn Dortmund þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark á fyrstu mínútu leiksins sem fram fór í Þýskalandi. Itölsku meistaramir sýndu að þeir eru til alls líklegir í Minni Bolis þokukennt LÍÐAN snOlinganna í liði Mónakó, varnarmannsins Basile Bolis og markvarðarins Marc Delaroche, sem skuilu saman og rotuð- ust er þeir reyndu að stöðva markahrókinn Anthony Yeboah hjá Leeds þegar liðin léku saman í Evrópukeppninni í fyrra- dag, er sögð viðunandi. Atvikið gerðist á 80. mínútu og voru samherjarnir fluttir á spítala þar sem talið var í fyrstu að Delaroche hefði skaddast á hálsi og Boli höfuðkúpubrotnað. Eftir læknisskoðun reyndist sá ótti ástæðulaus en þeir félagar verða þó að halda kyrru fyrir á spítalanum til frekari rannsóknar. Félagi þeirra, Belginn Enzo Scifo, heimsótti þá félaga og sló á létta strengi, sagði að minni Bolis væri enn þokukennt og hann héldi enn að það væri hálfleikur. Stein varaður við keppninni og gætu hampað Evrópu- bikarnum í fyrsta sinn síðan 1985. Andreas Möller, fyrrum leikmað- ur Juve, kom Dortmund yfir eftir aðeins 38 sekúndna leik og voru áhorfendur þá enn að koma sér fyr- ir í stúkunni. Það tók gestina ekki nema 12 mínútur að jafna. Þar var að verki Michele Padovano eftir fyr- irgjöf frá hinum tvítuga Alessandro Del Piero, sem var besti leikmaður vallarins. Hann lék í treyju númer 10 sem Roberto Baggio var vanur að nota. Hann skoraði sjálfur annað mark Juve í fyrri hálfleik — mark sem sjálfur Baggio hefði verið stolt- ur af og hann átti einnig stóran þátt í þriðja markinu sem Antonio Conte gerði með skalla á 69. mínútu. Pólsku meistaramir í Legia Var- sjá sigruðu Rosenborg frá Noregi 3:1 og gerði Leszek Pisz tvö marka heimamanna. Pisz jafnaði leikinn á 64. mínútu eftir að John Ivar Jak- obsen hafði komið norska liðinu yfir. Ryszard Staniek kom Legia í 2:1 á 69. mínútu og Pisz bætti því þriðja við fjórum mínútum síðar. Rússneski landsliðsmaðurinn Sergej Júran gerði sigurmark Spar- tak Moskvu í 1:0 sigri gegn ensku meisturunum í Blackburn rétt fyrir leikhlé. Þetta var fyrsta mark Júr- ans síðan hann kom til Spartak frá Portúgal. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og hefðu úrslitin al- veg eins geta orðið 5:5. Dynamo Kiev, sem lék fyrir fram- an 85.000 áhorfendur, vann Panat- hinaikos með marki Vitaly Kosovsky. FOLK ■ MATS Gren, fyrirliði Grass- hoppers var rekinn af leikvelli á 33. mín. í leiknum gegn Ferencva- ros, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. ■ TVEIR leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið í Búkarest. Þeir Damian Militaru hjá Steaua og Alan McLaren hjá Rangers lentu saman, með þeim afleiðingum að franski dómarinn Alain Sars sendi þá í sturtu á 76. mín.. ■ SIGURLÁS Þorleifsson fyrr- um markakóngur 1. deildar karla, hefur fengið tilboð um að þjálfa 1. deildar lið ÍBV í kvenna knatt- spyrnu næsta sumar. Sigurlás hefur ekki gefið svar, en hann þjálfaði yngri flokka Þórs í knatt- spyrnu í sumar. ■ GUÐLAUG Jónsdóttir knatt- spyrnukona úr KR sem um þessar mundir dvelur við nám í Banda- ríkjunum kemur til liðs við ís- lenska landsliðið í knattspyrnu fyr- ir leikinn gegn Rússum á sunnu- daginn. Eggert Magnússon for- maður KSI sagði að Guðlaug væri fyrsta landsliðskonan í kantt- spyrnu sem sent væri eftir vegna landsleiks. ■ ÍSLENSKA landsl- iðið í knattspymu verður saman á hótel Kelfavík daginn og nóttina fyrir leikinn fyrir Rússum. ■ RÚSSNEKSA landsliðið kemur til landsins á um miðjan dag á föstu: dag og dvelur á Sport hóteli ÍSÍ og æfir í Laugardal á föstudags- kvöldið og á laugardagskvöldið. Þýska knattspymusambandið hefur varað Uli Stein, fyrrum landsliðsmarkvörð, við því að ef ásakanir hans á hendur Hannesi Bongartz, þá þjálfara Kaiserslaut- ern, fyrir að reyna að múta sér í leikjum Hamborg í Bundesligunni á árunum 1986 til 1987 reynast rangar, verði Stein refsað fyrir aga- brot. Stein sagði meðlimum sambands- ins frá því í síðustu viku að Bong- artz hefði boðið sér peninga fyrir að reyna að tapa með liði sínu tii að Kaiserslautern næði sæti í Evr- ópukeppninni. Stein segist ekki hafa þegið boðið enda vann Ham- borg leikinn 4:0. Þjálfarinn neitaði öllum sakargiftum þegar hann var kallaður fyrir hjá knattspyrnusam- bandinu en það ætlar að kalla fyrir í næstu viku annan fyrrum leik- mann Hamborg, Ditmar Jakobs, og einnig eiginkonu Steins. Ef ásakanirnar eiga við rök að styðjast er um versta hneyksli í þýsku knattspyrnunni í nærri 25 ár að ræða og er knattspyrnusam- bandinu mjög í mun að ljúka þessu máli sem fyrst. Árið 1971 voru yfír 50 leikmenn, tveir þjálfarar og sex félög sektuð fyrir að hafa hagrætt úrslitum. Stein spilar nú fyrir Arminia Bi- elefeld sem leikur í 2. deild, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann stendur i ströngu. Á heimsmeistara- keppninni 1986 var hann rekinn heim fyrir að kalla þjálfarann Franz Beckenbauer „léttvægan“ og á síð- asta ári var hann rekinn frá Eintracht Frankfurt fyrir að blóta samheijum sínum á æfingu og bijóta niður liðsandann. Leikur ársins KR — EVERTON hitað upp á Rauða ljóninu. Tilboö é pottnétti með hvítlauksbnauði J Arangur lands- liðsins TÖLULEGUR árangur landsliðs- ins undir stjórn Ásgeirs Elíasson- ar var ekki réttur í blaðinu í gær. Hér kemur árangur liðsins — HM: heimsmeistarakeppnin, EM: Evrópukeppni landsiiða, VL: vináttuleikir: HM......... 8 3 2 3 7: 6 EM......... 8 2 1 5 6:14 VL.........17 7 4 6 18:18 Samtals:..33 12 7 14 31:38 ■Heildarárangur liðsins undir stjórn Ásgeirs er 47% OPNA Ó. Johnson & Kaaber hf M0TIÐ verður haldið í Urriðavatnsdölum 16. september n.k. Leiknar veröa 18 holur - glæsileg verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar - lengsta teighögg á 3ju braut, næst holu á 4/13 & 6/15 braut, einnig verður dregið úr skorkortum við verðlaunaafhendingu, góður vinninaur. Ræst verður út frá kl. 8-10 og 13-15. Skráning fer fram í golfskála Oddfellowa sem opinn er frá 10-22 alla daga í síma 565 9092. Ó. Johnson & Kaaber hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.