Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Þorkell CICERO - Sófinn er framleiddur og hannaður af Erik Jörgensen, sem einnig hefur hannað stól í stíl. Aklæðið er með blómamynstri Gary Bukovniks. Blómamynstur og kirsuberjaviður Jjgg BLÓM, litadýrð og léttleiki einkennir 20 ára afmæl- issýningu Epals hf., sem nú stendur yfir í boði ■p verslunarinnar, danska sendiráðsins, Norræna húss- 9 ins og Dansk íslenska félagsins. Þar gefur m.a. að líta ýmsar nýjungar í danskri húsgagnagerð og hönnun. “ Blómamynstruð áklæði og gluggatjöld frá danska vefnaðarfyrirtækinu Kvadrat eru mest áberandi, enda Iitatilbrigði óvenju mikil og mynstrin nýstárleg. Þau eru eftir Gary Bukovnik, bandarískan vatnslitamálara, sem getið hefur sér frægð víða um heim fyrir blómamyndir sínar. Ove Frandsen, markaðsfulltrúi Kvadrat, segir að þótt blómamynstur séu engin nýlunda í framleiðslunni, hafi þau ekki áður verið jafn afgerandi. Sú hugmynd að fá Bukovnik til að hanna mynstur hafi vaknað fyrir rúm- lega tveimur árum, er listaverkabók með verkum málar- ans rak á fjörur talsmanna fyrirtækisins. Þeir hafi orðið mjög hrifnir og sett sig í samband við umboðsmann Bukovniks. Allt gekk að óskum og Bukovnik féllst á að hanna og aðlaga mynstur til notkunar í vefnað. „Afrakst- ur samstarfsins var kynntur í apríl sl. Viðtökur hafa farið fram úr öllum vonum og við höfum þegar fengið fjölda pantana." Húsgögn og.umhverfisvernd Áklæða- og gluggatjaldaefni eru seld í metravís í Epal og geta viðskiptavinir valið áklæði eftir Bukovnik sem og önnur áklæði á húsgögn sem þeir panta. Aðspurð- ur hvort blómamynstur væru mikið í tísku, sagði Eyjólf- ur Pálsson, framkvæmdastjóri, að þau hefðu alltaf verið með í bland. Hann taldi þó líklegt að mynstur Bukovn- ik's ættu eftir að auka vinsældir þeirra til muna. Eyjólfur segir að Danir hafi lengi staðið framarlega í húsgagnahönnun, að vísu dalað svolítið fyrir nokkrum árum, en þeir væru óðum að ‘endurheimta orðsporið. „Léttleiki og góð nýting efnis, án þess að það komi niður á gæðum, eru helstu einkenni nýjustu húsgagnanna. Ræktaður viður eins og kirsubeijaviður á upp á pallborð- ið og virðast umhverfsiverndarsjónarmið ráða nokkru þar um. Tijátegundir sem vaxa í regnskógunum eru síður notaðar í húsgagnagerð." ■ vþj VATNSLITAMYND (74.4 x 87.6 cm.) IVlynd úr bókinni Flowers um Gary Bukovnik og verk hans. JIVE - Fisléttur stóll úr kirsuberjaviði frá Kvist mobel Hönnuður: Tom Stepp. Efnið á setunni er fléttað saman. F eðgar í Vatnaskógi svo þeir verði vaskir menn GÍTARLEIKARAR fara um salina í Gamla skála í Vatnaskógi, feðgarnir vakna og sonurinn spyr: „Af hveiju spila þeir svona fallegt lag þegar við_vöknum?“ Úti bíður fánastöngin. Sextíu feðgar streyma_að henni og foringi hrópar: „Myndið tvíbreiða röð - beina!" íslenski fáninn hafinn á loft undir háum söng og útréttum hönd- um: „Fáni vor sem friðarmerki/ fara skaltu’ á undan nú.“ Ljómandi Lindaijóður liggur í fjalladal. „Mig langar út á bát,“ seg- ir sonurinn og stekkur upp í kassa- bíl. „Keyrðu út í bátaskýli," bætir hann við. Faðirinn hlýðir með ánægju og bíllinn brunar af stað. Nokkrar torfærur á leiðinni, sonur- inn dettur af bílnum en slasast ekki. Vatnið og skógurinn allt í kring. Björgunarvestin spennt og haldið út á vatnið og róið upp í öldurnar. Róið langt og lengi og ekki hætt fyrr en í fjörunni við Oddakot. Sonurinn stekkur út í vatnið, sex ára snáði, og reynir að draga bátinn upp í fjöruna. Svo tekur hann aðra árina og berst við að raða kringum hana steinum og festa hana lóðrétta í sandinum eins og fánastöng. Pabb- inn rifjar upp gamlar minningar, þ«"gar hann hvolfdi kajak. Hann gleymir sér og veit ekki fyrr en drengurinn hefur ýtt bátunum úr vör og bisar við að róa í burtu. Allar hendur undir borð Foringi stendur við matskálann og blæs í lúður. Feðgarnir þvo sér um hendur og setjast við borðin. „Meistarinn er hér og vill finna þig,“ stendur á veggnum. Foringi hringir bjöllu, allar hendur undir borð og: „Þar sem Drottinn ber á borð, blessun streymir niður. Þar sem hljómar himneskt orð, helg- ur ríkir friður." Gijónagrauturinn lækkar í pottunum og brauðið hverf- ur. FUNK - Borðstofusett úr kirsubeijaviði frá Kvist mebler. Hönn- uður: Tom Stepp. Stólarnir eru þægilegri en ætla mætti við fyrstu sýn, því þeir eru hannaðir með lögun líkamans í huga. TRINIDAD - Stóllinn er úr kirsuberjaviði og stáli. Hann var svolítið öðruvísi þegar hann kom fyrst á markað fyr- ir tveimur árum. Arkitektinn og iðnönnuðurinn, hin 73 ára Nanna Ditzel, var ekki full- komlega ánægð og breytti • honum í núverandi horf. „Hefur þú komið hingað áður?“ spyr faðir föður. „Já, ég var hérna í flokki 10, 11 og 12 ára.“ „Það hefur ekkert breyst,“ segir hinn. „Eins og ég hafi verið hérna í gær. Það er mjög sniðugt að hafa svona feðgahelgi." Bjallan glymur. „Þeir við borð la mega bera af borðum og þeir við borð 4 mega ganga fyrst úr saln- um,“ tilkynnir foringinn. Lagt er í ferð um skóginn með plöntur í kjöltu til að gróðursetja. Sonurinn: „Hvers vegna eru bara karlar hérna?“ Pabbinn: „Ja, bara, þetta er strákastaður.” Sonurinn: „Mega konurnar sækja karlana þeg- ar þeir fara heim?“ Kassabílarallí og hermannaleikur Það er skemmtiiegt í skógi, limið veifar öngum og áttatíu ný tré bæt- ast í hópinn. Skógarstígurinn liggur svo niður að kassabílabrautinni. Skeiðklukkan tifar og kassabíl- arnir þjóta af stað. Synirnir stýra og pabbarnir ýta af öllum mætti. Hraðametið verður ekki slegið svo glatt. „Hraðar, hraðar!“ En pabbinn kemst ekki hraðar og gamla metið stendur áfram. Lúðurinn gellur kaffi. Sonur við föður, faðir við son. Allir í sama liði. Kex við kökur og kakó við kaffi. Allt verður eitt. Foringi stendur upp og tilkynnir hermannaleik framund- an. Allir í kór: „Þökk fyrir sopann, hann var góður." Ung rödd bætir við: „Eins og alltaf, nema einu sinni, þegar hann var betri.“ Sussið í pab- banum hverfur í hlátri. Hermannaleikurinn er hafinn. Setuliðið hleypur við fót út í Odda- kot, gegnum skóginn, yfir mold og polla. Blautir í fætur og með gult band um handlegg komast þeir í skjól. Árásarliðið fram í stríðið stefnir með fjólublátt óvinaband. „Pabbi, ég er dauður," segir son- urinn með grátstafi í kverkum. „Farðu til prestsins, hann er með tvö aukalíf," segir pabbinn og það reyn- ist rétt. Þegar leiknum lýkur er son- urinn enn lifandi en pabbinn dauður með lífsbandið slitið. „Gulir unnu en fjólubláir fundu fjársjóðinn sem var banani sem vakti ógnvekjandi skógarapann af værum blundi. Nú voru allir í sama liði aft- ur og apinn var yfirbugaður og flutt- ur burt í gúmmímótorbát yfir vatn- ið. Synirnir óðu út í á eftir og busl- uðu reifir heim á leið. Vatnið! Vatn- Berklar breiðast út ÞRÁTT fyrir tilraunir til að fyrir- byggja berkla, heldur plágan áfram að breiðast út. í skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar segir, að ef svo haldi fram sem horfi muni sjúkdómurinn, sem er mjög smit- andi, vaida 4 milljónum dauðsfalla á ári árið 2005. I grein, sem nýverið birtist í bandaríska tímaritinu Science, er fjallað um hættuna samfara því að sjúklingar hætti of snemma á sex mánaða sýklalyfjakúr, vegna þess að einkennin hverfa oft innan fárra vikna. Slíkt auki enn frekar á út- breiðslu sjúkdómsins vegna þess að hann smitast einkurn þegar sýkt manneskja hósti eða hnerri. Ófull-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.