Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 C 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF F ordómar og vanþekking leiða til SÚ TÍÐ er liðin að gallabux- ur voru forboðnar á bæði kynin og herrarnir voru skyldaðir til að hafa hálstau til að vera gjaldgengir inn á skemmtistaðina. Svört jakkaföt og bindi, síðkjólar, pinnahælar og galagreiðslur eru ekki nauð- synlegur búnaður þegar haldið er út á lífið um helg- ar. Þar sem einhverjar regl- ur gilda um klæðaburð núna, lúta þær fyrst og fremst að snyrtimennsku. Óskað er eftir „snyrtilegum klæðnaði“ og þá er ekki átt við hvernig hálsumgjörðin, sniðið á skyrtunni eða efnið í buxunum er. Bindis- eða slaufuskyldan var mörgum karlinum þyrn- ir í augum í eina tíð. A ör- lagastundu þurftu þeir stundum að þjarga sér fyrir ' horn til að fullnægja fata- skilyrðum veitingahúsanna. Ýmsum brögðum var beitt, t.d. kom fyrir að þeir fóru í næstu sjoppu, keyptu sér lakkrísreimar, hnýttu þær fagmannlega um hálsinn og hrósuðu sigri þegar inn var komið. Fjölgun kráa og kaffihúsa hefur breytt skemmtana- mynstrinu og trúlega bregða mun fleiri sér af bæ en áður. Unga fólkið er enn máttarstólpar skemmtistað- anna, en þeim sem eldri eru hugnast andrúmsloft stað- anna æ betur eftir að diskó- ið hætti að vera allsráðandi. Víða er enn troðið út úr dyrum um helgar, en einnig er oft þéttsetið virka daga. Biðraðir eru ekki liðnar undir lok, en sjaldgjæft að þurfa að híma lengi í þeim, enda fer fólk í auknum mæli á fleiri en einn stað sama kvöldið. Margir fara út að borða eða í bíó og reka þá nefið inn á kaffihús á eftir. En hvernig fatnaður er við hæfi við slík tækifæri? Allflestir virðast reyna að klæðast betri fötunum og snurfusa sig ögn eða miklu meira en venjulega. Sumir vilja falla inn í hópinn og leggja sig í líma við að kanna hvernig þorri fólks klæðist til þess að eiga ekki á hættu að skera sig úr, aðrir kapp- kosta hið gagnstæða og hafa frumleikann í fyrirrúmi og svo eru þeir sem kæra sig kollótta og finnst ekkert endilega tilheyra að dubba sig upp þótt farið sé á mannamót. Daglegt líf fékk þrjár konur og jafnmarga karla, sem öll fara oft eða a.m.k. endrum og sinnum á skemmtistaði, til að klæða sig upp á í fatnað, sem þeim fellur best við slík tækifæri. Fatnaðinn eiga þau sjálf og eins og sjá má hefur hver sinn stíl. ■ vþj GUNNLAUGUR Ingibergsson reynir að fara einu sinni á ári til London til að gera fatainnkaup. Hann fer oft með móður sinni, sem er saumakona, og segist trúlega hafa erft fataá- hugann frá henni. Til skamms tíma saumaði hún flest fötin hans og gerir einstaka sinnum enn. Gunnlaugur fer helst í Ingólfskaffi eða Þjóðleikhúskjallarann, segist fremur sækja í fjörið og skemmta sér en sitja á krám og kaffihúsum og ræða málin. Þá klæðist hann yfirleitt jakkafötum, stundum með vesti, og hefur bindi eða hálsklút, en kann illa við slauf- ur. Af nógu er að taka í fataskáp Gunn- laugs, því hann á átta jakkaföt og allmargar stakar buxur og jakka. „Ég fer út að skemmta mér um hveija helgi og finnst þá við hæfi að klæða mig upp á. Við, vinirnir, erum orðnir alveg eins og stelpurnar að því leyti að við fáum oft lánuð föt hver af öðrum“, segir Gunnlaugur og við- urkennir að hann taki sér dijúgan tíma til að máta föt, greiða sér og snyrta áður en hann heldur út á lífíð. Gunnlaugur segir stráka hafa mun meiri áhuga á fötum núna en áður. „Uppúr þrítugu virðist áhuginn dala hjá flestum, eins og sjá má,“ segir Gunnlaugur, sem tekur vel eftir klæðaburði, bæði karla og kvenna. Hann kaupir sér föt í hveijum mánuði, yfirleitt í Hanz, en Topman er uppáhaldsbúðin hans í London. KLÆÐNAÐUR Vigdísar Gígju Ingi- mundardóttur ræðst af því hvar hún hyggst skemmta sér og hvem- ig tónlist er leikin. Þar sem dans- tónlist, svokölluð hipp-hopp eða reiftónlist er allsráðandi, fínnst henni ekki við hæfí að punta sig mikið. Hún fer af og til og skoðar í tískubúðir og hefur góðar gætur á götutískunni, kíkir stundum á Flóamarkað Hjálpræðishersins og kaupir eina og eina flík, sem hún síðan breyt- ir, t.d. með því að mála á þær myndir með fatalit. „Það fer alveg eftir skapinu hvernig ég klæði mig. Núna fínnst mér gaman að hafa allskonar húfur og vera fremur strákalega til fara á daginn, en breyta alveg um stíl þegar ég fer út að skemmta mér. Þá mála ég mig meira, fer í hælaháa skó og dragsíðan kjól eða pils.“ Vigdís Gígja stefnir á stúdentspróf um jói- in. Aðspurð segist hún ekki vera sérstaklega spennt fyrir að fá sér dragt þegar hún útskrif- ast. „Líklega er ég meira fyrir óhefðbundinn klæðnað en hefðbundinn eins og dragtir. Ég tími aldrei að henda gömlum flíkum, flestar verða einhvem tíma nothæfar aftur, e.t.v. með smálagfæringum, en ég á góða að, því amma mín og vinkona eru góðar saumakon- ur.“ Vigdís Gígja var liðtæk í skemmtanalífínu í sumar, en býst ekki við að hafa mikinn tíma á næstunni. Þá taki alvara lífsins við; bæði námið í FÁ og í tónlistarskólanum, þar sem hún lærir á þverflautu. HILDUR Erla Björgvinsdóttir er ný- komin heim frá Miami þar sem hún var „au-pair“ í sex mánuði. „Þar á „baggy-tískan“, sem er sportlegur fatnaður vel við vöxt; bolir, hné- buxur og derhúfur, miklum vinsældum að fagna meðal jafnaldra minna. Ég gæti vel hugsað mér að klæðast svona, en veðurfarið býður sjaldan upp á slíkt.“ Hildur Erla er fegin þvi að krafan um að falla í hópinn sé liðin undir lok og hryllir sig við tilhugsunina um teygjubuxurnar og köfl- óttu skyrturnar, sem voru allsráðandi fyrir nokkrum árum. „Ég hef ekki farið mikið út að skemmta mér síðan ég kom heim, en áður fór ég aðallega í Rósenberg og Ingólfskaffi. Þá fannst mér strákamir alltaf vera í eins fötum en stelpurnar bæði frumlegar og smekklegar. Ég efast um að mikið hafi breyst síðan.“ Hildur Erla segist ekki vera með föt „á heilanum“. Hún fylgist þó vel með og fínnst gaman að fara í fin föt þegar hún fer út að skemmta sér um helgar. Þá klæðist hún jöfn- um höndum stuttum pilsum og síðum, málar sig meira en venjulega og setur á sig sérkenni- lega skartgripi, t.d. úr skeljum eða beinum. „Ég legg ekki ofuráherslu á frumleika í klæðaburði, en er ekkert feimin við að vera óvenjulega til fara af og til“, segir Hildur Erla, sem á sér enga uppáhaldsbúð, en finnst úr ýmsu að moða í Sautján, Fríðu og dýrinu og Flaueli. ÓTT Árni Valur Árnason líti inn á krár og kaffihús flest kvöld vikunn- ar finnst honum engin ástæða til að koma sér upp sérstökum spari- fatnaði. Við slík tækifæri segist hann í mesta lagi raða fötunum sínum örlítið öðruvísi sam- an; fara í vesti, skipta um skyrtu eða þvíum- líkt. Hann kaupir sér yfirleitt flík í hverri viku og fínnst gaman að gramsa í því sem flóamarkaðir hafa upp á bjóða. „Þar má oft fá ágætisflíkur fyrir um 1.000 kr. Flóamarkaðir eru í rauninni endurvinnsla, úrvalið er fjölbreytilegt og endurspeglar tísku liðinna áratuga. Hagsýnin er þó ekki það eina sem ræður ferðinni hjá mér, því ég geri fata- innkaupin víðar og finnst gaman að blanda gömlum og nýjum fötum saman.“ Um helgar fer Árni Valur gagngert út á lífíð til að dansa, en önnur kvöld til að hlusta á tónlist, rabba við kunningjana og fá sér bjórglas. Yfirleitt fer hann á Tuttugu og tvo og Síberíu. Hann segir klæðaburð sinn ráðast af skap- inu hveiju sinni. Um þessar mundir gengur hann, jafnt innandyra sem utan, með agpel- sínugula- og hvítröndótta pijónahúfu. Árna Val fínnst einkar þægilegt að bera slíka húfu en undir henni er hann snoðrakaður. Hann segist umfram allt klæðast þægilegum fatn- aði. Honum er ekkert í mun að vera áber- andi til fara og segist ekki hafa tileinkað sér ákveðinn stíl. „Sé hægt að kalla þetta stíl þá hef ég ekki þróað hann meðvitað." Morg-unblaðið/Kristinn III W 5 *Z O* *s SÉ W > KRISTJANA Geirsdóttir er nánast um hveija helgi á Kaffi Reykjavík. Þar er hún alltaf í vinnufötum, enda veitingastjóri staðarins. Þótt hún skemmti sér prýðilega í vinnunni fmnst henni gaman að fara á aðra skemmtistaði þá sjaldan sem hún tekur sér frí. Þá fer hún út að borða, í Þjóðleikhúskjall- arann eða kíkir inn á ýmsar krár og kaffí- hús, en segist þó oftast enda á Kaffi Reykja- vík. „Þar sem ég er í einkennisbúningi í vinn- unni fínnst mér skemmtileg tilbreyting að klæðast sparifötunum þegar ég fer út að skemmta mér. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr klæðaburði, en er meinilla við að vera frúar- leg til fara. Dragtir eru of virðulegar fyrir minn smekk. Ég er meira fýrir fjölbreytnina og frumleikann." Kristjana hefur verið í hringiðu skemmt- analífsins í mörg ár. Hún segir Islendinga yfirleitt vel klædda. Einkum hafi karlar tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár, þótt ekki veiti af að taka suma þeirra verulega í gegn. „Ég held mikið upp á mjög skæra liti og kýs gjarnan stutt pils með velsniðnum jökkum. Vinkona mín, María Lovísa fatahönn- uður, er mér innan handar ef ég fæ hugmynd að einhverri flík, sem mig bráðlangar í. Sam- an leggjum við höfuðin í bleyti og útkoman verður oft mjög skemmtileg, enda María Lo- vísa fær í sínu fagi. Annars kaupi ég oft fatnað erlendis, en hér heima aðallega í Cosmo og Gala. Morgunblaðið/Kristinn o 2> o> -O 'O —1 w Jf ÓHANN Ingi Gunnarsson segir áhuga I sinn á klæðnaði hafa aukist mikið í seinni tíð. Á árunum áður var hann I aðallega í íþróttagöllum, enda hand- taþjálfari til margra ára. Helst kýs hann þægileg föt, bæði hvunndags og þegar hann puntar sig upp á. Hann er lítið fyrir bindi, slaufur og klúta, vill einföld en þó óvenjuleg- föt. Kínakragar á skyrtum og vesti ýmiss konar eru í miklu uppáhaldi. Jóhanni Inga finnst stemmningin í mið- borginni skemmtilegri á kvöldin en þegar hann var yngri. Þá segist hann ekki hafa farið mikið út á lífið, enda á kafi í íþróttum. „Mér finnst mjög jákvætt hve skemmtana- menningin hefur tekið miklum stakkaskipt- um. Allt miklu eðlilegra og afslappaðra. Breytingin er líklega fólgin í því að fólk fer út til að skemmta sér en ekki til að Iáta skemmta sér. Núna er hægt að setjast'inn á kaffihús og rabba við kunningjana í næði. Helst fer ég á Kaffi Reykjavík, Óðal eða í Þjóðleikhúskjallarann, staldra mislengi við, rölti oft milli staða, stundum fer ég einn, stundum með eiginkonunni, kunningjum eða viðskiptavinum. “ Jóhann Ingi er sálfræðingur og starfar sem slíkur, en á jafnframt hlut í fyrirtækinu J.S. Gunnarsson, sem er heildsala með skófatnað o.fl. Þótt Jóhann Ingi fari oft til útlanda í viðskiptaerindum kappkostar hann að gera fatainnkaup hérlendis, enda segir hann verðið sambærilegt. Innkaupin gerir hann einkum hjá henni Nínu á Akranesi en líka í ýmsum verslunum í Reykjavík. vanrækslu tilfinningatengsla HÚN er fjölskyld- uráðgjafi hjá Heilsugæslustöð Akureyrar og tek- ur á móti fólki sem sangað leitar með sinn tilfmninga- vanda. Nú er svo komið að hún ann- ar engan veginn eftirspum. Karó- lína Stefánsdóttir sem er félagsráð- gjafi að mennt er fyrsti fjölskyldu- ráðgjafinn hérlendis sem gegnir fullu starfi á heilsugæslustöð. Starf hennar er aðallega fólgið í fræðslu og ráðgjöf varðandi sam- skiptamál og uppeldismál en einnig aðstoðar hún þegar önnur vanda- mál koma upp í fjölskyldum. „Megin tilgangurinn með starfi mínu er að gera fólki kleift að leita til heilsugæslustöðvarinnar með til- fínningavanda sem upp kemur ekk- ert síður en ef vandinn er líkamleg- ur. Við erum stöðugt að átta okkur betur á hvað tilfinningatengsl eru gífurlega mikilvæg fyrir heilsu okk- ar og þroska og hvað fordómar og vanþekking hefur leitt til mikillar vanrækslu á þessu sviði og gerir enn. „Fyrirbyggjum í dag, meðferð gæti reynst um seinan“ var yfir- skrift á evrópskri ráðstefnu um vanrækslu og illa meðferð á börnum sem ég tók þátt í í Osló sl. vor. Fræðimenn og fagfólk víðsvegar frá Evrópu fjallaði þar fyrst og síðast um vanræksluna, gagnvart börn- um, foreldrum og fjölskyldum sem birtast á ýmsan hátt í menningu okkar og þjóðfélagsgerð.“ Hún segir að horft sé á tilfinninga- lega vanrækslu sem meginrót meinsins þar sem hún orsakar blindu, vanhæfni og innri sársauka sem elur af sér erfiðleika í sam: skiptum m.a. höfnun og kúgun. í gegnum tilfinningaleg viðbrögð for- eldranna lærir barnið hvaða tilfinn- inga má eða er hægt að sýna, hveij- ar eru varasamar eða hættulegar og hveijar verða að vera áfram í einmana innra myrkri þar sem ótt- inn býr. Karólína segir að í kjölfar nýrra viðhorfa í heilsufarsmálum hafi ver- ið ákveðið að koma á fót starfi fjöl- skylduráðgjafa við heilsu- gæslustöðina á Akureyri. „Þessi nýju faglegu viðhorf til heilbrigðis endurspegl- ast m.a. í yfirlýsingu Al- þjóðlegu heilbrigðismála- stofnunarinnar Alma-Ata frá 1978 þar sem lögð er áhersla á að heilsugæsla verði áfram kjarni heil- brigðisþjónustunnar og skuli m.a. fela í sér fjöl- skylduráðgjöf." Þessi breyttu viðhorf segir Karólína að feli í sér virðingu fyrir upplifun, ábyrgð og vali ein- staklingsins gangvart heilsunni. „Við höfum frá upphafi lagt mikla áherslu á fyrirbyggjandi starf þann- ig að stór hluti af minni vinnu fer í fræðslu, námskeið og fundi til að hjálpa fólki að tileinka sér nýjan lífsstíl. Mér finnst mikilvægt að nýta heilsugæsluna í beint forvarn- arstarf." Uppeldismál og hjúskaparvandi Hverskonar vandamál eru það sem fólk leitar með til þín? „Þau eru af ýmsum toga en for- eldraráðgjöfin er þó fyrirferðarmest enda hafa verðandi foreldrar, ein- stæðar mæður og foreldrar með ung börn forgang að þjónustunni. Við höfum lagt áherslu á að taka á móti verðandi foreldrum og for- ráðamönnum ungra barna undir skólaaldri því þegar börnin eru komin á grunnskólaaldur er hægt að leita til sálfræðideildar skóla.“ Karólína er í nánu samstarfí við mæðra- og ungbarnaverndina og frá árinu 1992 hefur hún í sam- vinnu við ýmsa aðra unnið að þróun- arverkefninu „Nýja barnið - aukin fjölskylduvernd og bætt samskipti", að undangengnu fjögurra ára und- irbúningsferli. Markmiðið með verkefninu er að huga að sálrænum og félagslegum áhættuþáttum ekki síður en líkamlegum og áhersla er lögð á heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Nýtt eru tíð og reglubundin samskipti í mæðra- vernd og ungbarnaeftirliti til að greina og skilja félagslega og til- fínningalega áhættuþætti og ná samvinnu við íjölskyldurnar um úrræði. Sjálfsstyrking fyrir konur Karólína segir að konur séu í meirihluta þeirra sem leita þjónustu hennar, ýmist fyrir sig eða aðra fjölskyldumeðlimi. „Það er ekkert nýtt að tilfinningaleg málefni og íjölskyldumál brenni almennt meira á konum en körlum en fram til þessa hafa ríkjandi viðhorf og úti- lokun gagnvart tilfinningalegum þörfum lokað á úrvinnsluleiðir. Opnari umræður um þessi mál og almennt um erfiða stöðu kvenna og barna skapar um leið opnari afstöðu og eykur þörfina til að leita úrvinnslu og vaxtarleiða." Konum hefur verið boðið upp á sjálfsstyrkingarnámskeið sem Kar- ólína hefur í samvinnu við jafnrétt- isfulltrúa Akureyrarbæjar skipulagt. Færri konur hafa komist að en vilja. Sorg eða sambúðarvandl Karólína segir mjög al- gengt að fólk leiti til sín ef áföll koma upp í fjöl- skyldum, alvarlegir sjúk- dómar, slys eða missir. Trúnaðarbrestur í hjóna- bandi er eitt þeirra mála sem koma iðulega á borðið til hennar og samskiptaerfiðleikar í hjónabandi. Einnig hittir hún hjón sem eru að skilja og tekur á þeim málum sem þarf með þeim. Sifjasp- ell og kynferðisleg áreitni, ungl- ingavandamál, líkamlegt ofbeldi og fleira er einnig að fínna á listanum yfir þau efni sem leitað er til henn- ar með. - Sérðu fram á að fá annan starfskraft með þér á næstunni? „Það er fjárskortur hér eins og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og óvíst hvað verður. Þörfin er mik- il og auðvitað er erfítt að þurfa sí- fellt að vísa fólki frá sem leitar til mín.“ Fjölskylduráðgjöfín er ennþá ókeypis hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri því þar er litið á hana sem fjölskylduverndarstarfsemi. ■ grg Fyrsti f jöl- skylduráð- gjafinn i fullu starfi á Heilsu- gæslustöð Akureyrar annarekki eftirspurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.