Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 4
Nordahl látinn GUNNAR Nordahl, einn kunn- asti og besti knattspyrnumað- ur Svía á árum áður, lést á Ítalíu í gær, 72 ára að aldri. Hann lék sem framherji hjá AC Milan í kringum 1950 og var fyrsti Svíinn sem gerðist atvinnumaður í knattspyrnu á erlendri grundu. Hann byijaði knattspyrnuf eril sinn iýá De- gerfors og síðan IFK Norrköp- ing áður en hann fór til AC Milan 1949, var þar í fimm ár og lék síðan með Roma i tvö ár. Nordahl myndaði eitt besta sóknartríó sænska landsliðsins og AC Milan ásamt Gunnari Gren og Nils Liedholm á þess- um árum og gekk tríóið undir nafninu Gre-No-Li trióið. Dirceu lést í bflslysi DIRCEU Jose Guimaraes, fyrrum landsliðsmaður Brasil- iu í knattspymu lést í bilslysi í Brasilíu í gær. Hann var 43 ára og lék í þremur heims- meistarakeppnum, 1974,1978 og 1982. Hann var miðvallar- leikmaður og var þekktur fyr- ir kraftmikil skot með vinstri fæti. Hann lék með 14 félögum á 21 árs knattspyrnuferli sín- um, m.a. með itölsku liðunum Verona, Ascoli, Napolí og Como og Atletico Madrid frá Spáni. Hann lagði knatt- spyrnuskóna á hilluna 1988. ÚRSLIT Leggjum altt í sölumar Leikurinn leggst mjög vel í mig og allt liðið því stemmningin í hópnum er góð svo það er engin spuming að við leggjum allt í söl- umar til að vinna leikinn,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, eftir æfingu í gær- kvöldi. Hún kom um hádegið í gær til landsins frá Bandaríkjunum, gagngert til að leika með íslenska landsliðinu gegn Rússum á sunnu- dagskvöldið. „Það er hálfskrýtið að koma heim í þennan leik því ég er nýlega farin til Bandaríkjanna þar sem ég er í háskóla," sagði Guðlaug en hún verður í vetur í Brewton-Parker háskólanum, rétt utan við Atlanta. „Síðan ég kom út hef ég æft á fullu enda er skólaliðið í miðjum undirbúningi fyrir keppnistímabilið, þannig að ég er í góðu formi. Það má reikna með erfiðum leik því rússneska liðið er líkamlega sterkt en kannski kemur á móti að þær eru ekki mjög léttleikandi, en við stefnum á sigur og að gera betur í undankeppninni en við gerð- um í fyrra. Ég vil bara hvetja fólk til að koma völlinn og styðja okkur til sigurs," sagði Guðlaug Jónsdótir að lokum. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÆR Ásthlldur Helgadóttir, Ragna Lóa Stefðnsdóttlr og Gudlaug Jónsdóttir, sem hér eru aö hlta upp í upphafi landsllðsœflngar í Laugardal í gœrkvöldl, verða í eldlínunnl í lelknum gegn Rússum á sunnudagskvöldið. Markmiðið er að hirða stigin „Ég komst yfir spólu með leik rússneska liðsins gegn þýsku stúlk- unum í fyrahaust og af þeim leik að ráða eru þær með þokkalegt lið á evrópskan mælikvarða, en ekkert sem við þurfum að óttast sérstak- lega,“ sagði Kristinn Björnson, þjálf- ari kvennalandsliðsins. „Ég býst vi' jöfnum og spennandi leik og ég vor að heimavöllurinn geri útslagið f okkur. Bæði lið munu þreifa fyrir sér í upphafí. Við munum sennilega stinga okkur inn í leikinn smátt og smátt, en passa upp á að ná tökum á honum strax. Þetta er fyrsti al- vörulandsleikurinn á árinu og því verður að fara rólega af stað, leika af öryggi og gera ekki nein klaufa- mistök í vöminni sem gæti kostað okkur mark eða mörk. Ef í ljós kemur að þær em slak- ari en við gemm ráð fyrir þá mun- um við setja kraft í sóknina og reyna að skora eins mikið af mörk- um og mögulegt er því markatalan getur skipt máli og þá hefur það mikið að segja að skora mikið á heimavelli. En markmiðið fyrir leik- inn er skýrt - við ætlum að sækja öll þtjú stigin sem í boði eru,“ sagði Kristinn Björnsson. Knattspyrna Þýskaland Kaiserslautern - Bayern Muchen.2:3 Brehme (21. - vítasp.), Hengen (56.) - (Bab- bel 13. og 87., Sforza 45. 38.000. Karlsruhe - Diisseldorf........3:1 Bender (3. og 71.), Schmitt (88.) - Drazic (26.). 22.000. Handknattleikur Reukjavíkurmót kvenna: Fram - Haukar................15:19 FH-KR........................19:23 Stjaman - Víkingur...........22:16 Formaður KSI segirákvörðun um landsliðsþjálfara tekna fljótt félaganna vegna Þekkjum Loga og vKum að gott er að starfa með honum EGGERT Magnússonj formaður Knattspymusambands Islands, seg- ir ákvörðun um ráðningu nýs lands- liðsþjálfara hafa verið tekna eins fljótt og raun ber yitni með hag félaganna í huga. Ásgeir Elíasson tilkynnti á þriðjudag að hann hygð- ist daga sig í hlé er samningur hans rennur út í haust og Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, var ráðinn eftirmaður hans í fyrradag. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær hve fljótt hefði vérið að ráðning- unni staðið og einnig tímasetning- una - sem hann sagði það skrýtn- asta sem hann hefði kynnst; ákvörðun Ásgeirs var tilkynnt á blaðamannafundi skömmu fyrir Evrópuleik ÍA í Skotlandi á þriðju- dag og ráðning Loga klukkustund áður en leikur KR og Everton var flautaður á-í fyrrakvöld. „Þegar lá fyrir að Ásgeir myndi hætta sem landsliðsþjálfari vildum við að sá viðskilnaður yrði á sem allra virðulegastan og bestan hátt því hann átti allt hið besta skilið af okkar hálfu. Það var okkar vilji að greint yrði frá þessu áður en fréttin færi að leka út. Þegar svona fer að berast út em hlutimir oft túlkaðir á annan hátt en þeir em í raun,“ sagði Eggert Magnússon við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður að því hvers vegna svo hefði verið staðið að málum. Eggert telur hafa verið mikil- vægt, félaganna vegna, að ganga frá málinu fljótt. Sá tími sé að renna upp sem öll félög vilji hafa sitt á hreinu varðandi þjálfara, og því hafi KSÍ talið mikilvægt að ganga frá ráðningu landsliðsþjálfara. „Nú geta klúbbarnir gengið í sín mál um leið og íslandsmótið er búið.“ Guðjón segir tímasetninguna það skrýtnasta sem hann hafi kynnst. Hefði ekki verið hægt að bíða með tilkynninguna, þótt ekki væri nema í einn dag, svo hún kæmi ekki rétt fyrír leik? „Þetta var komið ansi víða í umræðu með Loga, því svona hlut- ir em fljótir að berast. Við töldum því rétt að segja frá þessu, gagn- vart Skagamönnum og Loga, sem gæti svarað rétt ef hann væri spurð- ur að því hvað væri eiginlega að gerast. Það hefur alltaf verið mín skoðun að langbest sé að koma hreint fram í þessum málum. Við ákváðum þennan tíma, en hvort við hefðum sagt frá þessu klukkan sjö eða tíu í gærkvöldi [fyrrakvöld] tel ég ekki skipta máli. Ég er alveg viss um að þetta hafði ekki áhrif á KR-ingana, því þeir spiluðu eins og englar, og eins og þið sögðuð rétti- lega í Morgunblaðinu var þetta einn besti leikur sem íslenskt lið hefur spilað í Evrópukeppni." Fram hefur komið að þú talaðir við einhverja í vor um landsliðs- þjálfarastarfið. Var það nýtilkomið að Ásgeir hygðist láta af störfum eða hafði ykkur veríð það Ijóst í einhvern tíma? „Það er nýtilkomið. Ég talaði við Ásgeir í vetur og okkur kom þá saman um að við myndum ræða málin fljótlega eftir leikinn við Sviss. Ég fann þá að það gat brugð- ið til beggja vona hvað hann myndi gera, og taldi því rétt að spyija þá sem væru aðallega inni í myndinni hvernig þeirra samningar væru.“ Einhvetjir fleiri komu til greina í stöðu landsliðsþjálfara. Hvers vegna varð Logi fyrir valinu - hvað réð úrslitum? „Eins og alltaf þegar svona ákvarðanir eru teknar er það þröng- ur hópur sem er nálægt landsliðinu sem ræðir þessi mál upprunalega. Þar eru ræddir þeir kostir sem eru fyrir hendi og niðurstaðan varð sú að Logi væri sá maður sem við vild- um ráða núna.“ Menn eins og Guðjón Þórðarson og Teitur Þórðarson hafa einnig veríð nefndir til sögunnar. Voru þeir inni í myndinni? „Já, þeir voru inni í umræðunni, að sjálfsögðu, og fleiri - en ég vil ekki gefa upp hveijir það voru. Það var ekki fyrr en ákvörðun hafði verið tekin sem varð ljóst að Teitur væri laus allra mála [hjá Lilleström í Noregi] en það hefði jekki breytt niðurstöðunni að mínu mati.“ Varð eitthvað sérstakt þess vaid- andi að Logi varð fyrír valinu? „Logi er mjög hæfur maður, hefur getið sér gott orð og hefur náð frambærilegum árangri. Hann hefur líka kynnst landsliðsmálun- um á vissan hátt; var starfandi í tvö ár hjá sambandinu sem aðal- þjálfari kvennalandsliðsins og starfaði náið með öðrum þjálfurum okkar á þeim tíma, Ásgeiri, Gústaf [Björnssyni] og Guðna [Kjartans- syni]. Hann fór í ferðir, meðal annars með átján ára liðinu og A-landsliðinu, þannig að hann hef- ur kynnst starfinu mjög náið. Við höfum starfað með honum, þekkj- um hann vel og vitum að það er mjög gott að starfa með honum. Svona hlutir skipta máli, þegar þetta er metið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.