Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1995, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR Stjörnustúlkurtaka á móti grísku meisturunum í Evrópukeppninni „Vitum nánast ekkert“ lokkur íslensk handknattleikslið eru í eldlínunni um helgina í Evrópukeppninni. Þijó karlalið leika erlendis; KA-menn gegn Víkingi í Stavangri í Noregi í dag, Valsmenn gegn CSKA Moskvu í Þýskalandi í gær og í dag og Afturelding gegn Negotino í Makedóníu. Bikarmeist- arar Fram í kvennaflokki mæta belgísku liði í dag og á morgun ytra en íslandsmeistarar Stjörnunnar í kvennaflokki er eina liðið sem leikur hér heima. Stjaman mætir grísku meisturunum í Garðabæ í dag og hefst leikurinn kl. 16.00. „Því miður vitum við nánast ekk- ert um þetta lið sem við erum að mæta. Það eina sem við vitum er að meðalaldurinn hjá þeim er rúm tuttugu og tvö ár og það hjálpar lítið,“ sagði Guðný Gunnsteinsdótt- ir, fyrirliði Stjömunnar í handknatt- leik, en hún ásamt félögum sínum mætir gríska liðinu Anaganesi Atas í Evrópukeppni meistaraliða í íþróttahúsinu í Ásgarði klukkan sextán í dag. „Við rennum blint í sjóinn og því er mikilvægt að við náum að einbeita okkur fyrir leikinn og setja vel niður fyrir okkur hvem- ig við ætlum að spila. Við teljum þó líklegt að þær séu með einn eða fleiri útlendinga í liði sínu. Það er talsvert af útlendingum í boltanum þama suður frá og þetta lið er meistari í sínu heimalandi og gæti því verið þokkalega sterkt.“ Guðný sagði ennfremur að langt væri um liðið síðan íslenska kvenna- landsliðið lék síðast við Grikki og því ekki hægt að draga neinar álykt- anir af því hversu góður handbolti væri leikinn í Grikklandi. „Það má alveg eins búast við því versta eins og hitt. Þetta er stórleikur hjá okkur stelpunum og við ætlum að leggja allt i sölurnar til að sigra, þótt það sé ekki eftirsóknarvert að komast áfram, því að taka þátt í keppninni kostar mikla peninga. Heildardæmið gerir ráð fyrir því að leikirnir tveir kosti okkur í kringum eina og hálfa milljón króna og við í liðinu þurfum að safna fyrir hveri einustu krónu sjálfar. En að taka þátt í svona keppni er dýrmæt reynsla og það myndast skemmtileg stemmning í kringum leikina." Sjaman mun stilla upp sínu sterk- asta liði í leiknum í dag, allir leik- menn em í góðu formi utan þess að Laufey Sigvaldadóttir á við meiðsli að stríða, „en hún kemur sterk í leikinn eins og henni er von og vísa,“ sagði Guðný. „Ég vil bara hvetja sem flesta til að koma og hvetja okkur í leiknum. Það er tilhlökkun í hópnum og ein- hugur um að standa sig vel,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar að lokum. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Reuter Rodman mættur DENIS Rodman, framherjinn sterki sem fyrrum meistarar Chicago Bulls keyptu frá San Antonio Spurs í vikunni, mætti í herbúðir nýja félagsins í gær og var kynntur fyrir blaða- mönnum í gær. Hann er þekkt- ur fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar t.d. háralit og sýndi svo ekki verður um villst að hann er ánægður með að vera kominn í lið með Mich- ael Jordan, Scottie Pippen og félögum — var búinn að láta klippa sig í tilefni dagsins; merki Chicago liðsins var kom- ið í hnakkann á kappanum og sjá má að sumir urðu a.m.k. hissa á uppátækinu. KNATTSPYRNA Níu leikmenn frá Bayern og Dortmund í landsliðinu FRAMUIMDAN eru tveir þýðing- armiklir landsleikir hjá Þjóð- verjum í Evrópukeppni lands- iiða - gegn Moldavíu í Lever- kusen á morgun og Wales f Cardiff á miðvikudaginn. Ef Þjóðverjar ná ekki viðunandi úrslitum í leikjunum er næsta víst að landsliðsþjálfarinn Berti Vogts verði látinn hætta. Það munaði ekki miklu að Vogts yrði látinn taka poka sinn í heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum, eftir tap gegn Búlgörum í 8-liða úrslitum. Þjóðveijar eru í öðru sæti í sínum riðli, þremur stig- um á eftir Búlgaríu. Þjóðveijar eru nú að beijast um það að verða í öðru sæti, en þær sex þjóðir í riðlun- um átta, sem ná bestum árangri í öðru sæti, komast í lokákeppni EM í Englandi - tvær þær þjóðir sem ná lakasta árangrinum í öðru sæti, þurfa að leika um sæti i EM á hlut- lausum velli - á Anfíeld Road í Li- verpool í desember. Ef Þjóðveijar leggja Moldavíu og Wales að vélli, verður Vogts í góð- um málum. Hann getur ekki teflt fram fyrirliðanum Lothar Matt- háus, sem er meiddur. Jiirgen Klins- mann er fyrirliði og að sjálfsögðu í fremstu víglínu og við hlið hans Heiko Herrlich, miðheiji Dortmund, en Vogts byggir lið sitt upp á tveim- ur sterkustu liðum Þýskalands, Bayem Miinchen og Dortmund. Matthias Sammer, sem tók stöðu Mattháus sem aftasti varnarmaður, kemur á ný inn í liðið eftir að hafa verið í leikbanni þegar Þjóðverjar lögðu Moldavíu 4:1 í síðasta Evr- ópuleik sínum. Líklegt lið Þjóðverja er þannig: Andreas Köpke, Frankfurt, Matthi- as Sammer, Dortmund, Markus Babbel, Bayern, Thomas Helmer, Bayern, Thomas Strunz, Bayern, Steffen Freund, Dortmund, Christ- ian Ziege, Bayern, Thomas Haássl- er, Karlsruhe, Andy Möller, Dort- mund, Jiirgen Klinsmann, Bayern, Heiko Herrlich, Dortmund. Rush og Hughes ekkimeð ÞRÍR lykilmenn landsliðs Wales geta ekki leikið með gegn Þýskalandi í Cardiff á miðvikudaginn kemur vegna meiðsla. Það eru sóknarleik- mennimir Ian Rush, Liver- pool, og Mark Hughes, Chelsea, og miðvallarspilar- inn Dave Phillips. Þeir léku allir með í sigurleik, 1:0, gegn Moldavíu á dögunum. Rush meiddist á baki í deild- arbikarleik gegn Sunder- land. Phillips hefur ekki leik- ið síðustu fjóra leiki Notting- ham Forest vegna meiðsla á hásin. Þessir þrír kappar hafa leikið samtals 190 lands- leiki og skorað 42 mörk í þeim. Bobby Gould, landsl- iðsþjálfari Wales, valdi I gær Gareth Taylor, Crystal Palace, Iwan Roberts, Leic- ester, Jason Bowen, Birm- ingham og nýliðann Kurt Nogan, Bumley, í landsliðs- hóp sinn. UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Gindavík: Grindayjjk-ÍA...........17 Smárinn: Breiðabl.'’-Njarðvík..17.30 Valsheimili: Valur - Keflavík.....14 1. deild kvenna: Egilsst.: Höttur - Þór Þorl.......14 Kennarah.: ÍS-Snæfell.............16 Selfoss: Selfoss - Reynir S.......16 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR-KR.................20 Úrvalsdeildin: Borgames: Skallagr.-ÍA............20 Akureyri: Þór - Grindavík.........20 Njarðvík: Njarðvik - Haukar.......20 Sauðárkr.: Tindast. - Keflavík....20 Seltnes: KR-Valur.................20 Smárinn: Breiðablik - lR..........20 1. deild karla: Austurberg: Leiknir - Stjarnan....20 Handknattleikur Laugardagur: Evrópukepþnin: Garðabær: Stjaman - Aragenisi.....16 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur-Haukar.........16 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir -HK...........16 FVamhús: Fram - íyikir............15 Smárinn: Breiðablik - BÍ..........14 Bikarkeppni karla: Varmá: UMFAb-Valurb...............16 Knattspyrna Landsleikur kvenna: Laugard.Jsland - Holland..........16 Blak íslandsmótið hefst með eftirtöldum leikjum á sunnudagskvöldið. 1. deild karla: Digranes: HK - Stjaman............20 Hagaskóli: Þróttur - IS...........20 Skvass í dag og á morgun fer fram Opna Vegg- sportsmótið í Veggsporti við Gullinbrú. Keppt verður í ötlum flokkum karla og kvenna. Mótið gefur punkta til íslandsmóts. Júdó í dag fer fram í húsnæði Júdódeildar Ár- manns í Einholti 6 Reykjavíkurmót drengja og stúlkna yngri en 15 ára. Keppni hefst klukkan 10.30. Tekist verður á í tveimur flokkum, 7-10 ára og 11-14 ára. Boccia íslandsmót fatlaðra í Boccia fer fram í dag á Húsavík og hefst keppni klukkan níu. Götuhlaup FH Götuhlaup FH, Búnaðarbankans óg vina Hafnarfjarðar fer fram við Suðurbæjarlaug- ina i Hafnarfirði í dag og hefst klukkan þrettán. Keppt verður í sjö flokkum. ÚRSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna: ÍBA-ÍBV........................14:28 2. deildkarla: Ármann - BÍ....................30:36 ÍH-Reynir.......................10:0 ■Reynir mætti ekki til leiks. Körfuknattleikur 1. deild kvenna: ÍS-UMFT........................39:71 1. deild karla: KFÍ-ÍH........................113:88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.