Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 C 3 Sjötta kynslóð Honda CivU NY kynslóð Honda Civic var frum- sýnd á bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði. Þetta er sjötta kynslóð þessa vinsæla bíls sem er smíðaður víðs vegar um heiminn. Civic kom fyrst á markað 1972 og síðan hefur hann verið smíðað- ur í þremur meginútfærslum, þ.e. sem tveggja dyra sportbíll, þriggja og femra dyra stallbakur og fyrr á þessu ári var fimm dyra hlaðbak- ur frumkynntur. Tíu milljónasti Civic bíllinn rann af færibandinu í Suzuka verk- smiðju Honda í Japan í maí 1995 en sá bíll var af fimmtu kynslóð sem kynnt var til sögunnar 1992. Civic verður áfram smíðaður í þremur útfærslum en tveggja dyra sportbíllinn verður smíðaður í Bandaríkjunum. Þriggja dyra hlaðbakurinn og stallbakurinn verða smíðaðir í hinum ýmsu verk- smiðjum Honda víða um heim en fimm dyra hlaðbakurinn er smíð- aður í verksmiðju Honda í Swindon á Englandi. Nýtt útlit Áður en sjötta kynslóðin varð til lét Honda gera viðamikla skoð- anakönnun meðal Honda eigenda í Japan, Evrópu og Bandaríkjun- um. Spurt var hvað væri mikilvæg- ast í þeirra huga að nýr Civic hefði til að bera. Þrennt stóð upp úr þegar niðurstöðurnar voru skoðað- ar. Evrópumenn lögðu mesta áherslu á að dregið yrði úr vélar- hljóði, Bandaríkjamenn vildu betri nýtingu hjólbarða og Japönum þótti mest um vert að sparneytni bílsins yrði sem mest. Niðurstöð- urnar segir Honda að hafi verið hafðar að leiðarljósi við hönnun nýja bílsins. Bílarnir hafa fengið nýjan fram- enda sem er eins á öilum út- færslunum og hannaður með það í huga að ökumaðurinn sjái meirá af vélarhlífínni en á fyrri gerðum. Halogen framlugtir eru tvær á hvoru horni bílsins inni í spor- öskjulaga hlíf og varpa þær frá sér 45% meira birtumagni en fyrri gerðir ljósa á Civic. Sitt hvorum megin frá grillinu gengur brot upp á vélarhlífína. Grillið á fernra dyra stallbaknum er lagt krómi. Bilarn- ir eru allir smíðaðir á sömu grind og hafa sama hjólhaf, 2,62 m. Þar með lengist þriggja dyra hlaðbak- urinn töluvert sem skilar sér í betra fótarými í aftursæti. Allar útfærslurnar þijár eru reyndar örlítið lengri en fýrirrennararnir. Endurbætt vélarlína Dregið var úr titringi í lausa- gangi inni í farþega- rýminu og vélarhljóði með Ný l-,5 1 VTEC-vél með einum ofan á liggjandi knastási er fáan- leg í þriggja og fernra dyra Civic LS. VTEC búnaðurinn stjórnar opnun ventla í strokknum og veld- ur því að einn inntaksventill á hverjum strokki er alltaf því sem næst lokaður nema ef ökumaður vill spretta úr spori. Þannig sam- einar VTEC vélin kosti sparneyt- innar vélar og sprækrar vinnslu ef ökumaðurinn kýs það fremur. Vélin skilar 114 hestöflum við 6,500 snúninga á mínútu og togið er 138 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Þessi vél gæti sömuleiðis hentað vel íslenskum aðstæðum. Önnur VTEC vélin er með 1,6 1 slag- rými. Hún skilar sömu hestaflatölu og 1,5 1 vélin en meira togi, 144 Nm, við minni snúning, 5.000. 1,6 1 VTEC vél með tveimur ofan á liggjandi knastásum er sannkölluð orkustöð, skilar 160 hestöflum við 7.600 snúninga á mínútu og'togið er 153 Nm við 7.000 snúningá. Staðalbúnaður í Civic er fimm gíra handskipting en bíllinn'-er einnig fáanlegur með fjögurra þrepa sjálfskiptingu með sjö val- möguleikum (PRND321) sem býð- ur upp á þann möguleika að bíllinn sé settur í fyrsta gír og búnaður- inn þannig notaður sem vélar- hemill. ■ CIVIC þrennra dyra 1,6 VTi. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson VERSLUN Guðlaugs Búa og Hákons er fremur heimilisleg og óvenjuleg af bilahlutaverslun að vera. Á BOÐSTÓLUM eru m.a. álfelgur frá Antera og Fittipaldi auk stýra frá Momo. efnismeiri einangrun völdum stöðum, eins bakhlið mælaborðs. Með nýjum Civic kemur endur- bætt vélarlína. Um er að ræða 16 ventla léttmálmsvélar. Tvær gerð- ir 1,4 1 véla verða í grunngerðum þriggja og fernra dyra bílanna, 75 hestafla og 90 hestafla. 75 hestafla vélin verður í boði á þeim mörkuðum þar sem iðgjöld bíla- trygginga ráðast m.a. af hestafiaijölda vélar. Því má búast við að íslendingar fái að njóta kraftmeiri vélarinnar. CIVIC fernra dyra FYRIRTÆKIÐ Impetus hf., sem sagt var frá í Bílum fyrir ári, hefur flutt framleiðslu sína á vindskeiðum úr trefjagleri til Bandaríkjanna og hyggst hasla sér völl ytra með framleiðsluna. Impetus hefur jafnframt hafið sölu á ýmsum búnaði í bíla, t.a.m. álfelgum, hjólbörðum, stýrum og fleiru. Eigendur fyrirtækisins eru tveir ungir menn, Guðlaugur Búi Þórðarson og Hákon Halldórs- son. Guðlaugur Búi segir að það hafi reynst of dýrt að flytja inn hráefni til framleiðslu á vind- skeiðum hingað til lands og fyrir- tækið hafi ekki verið samkeppn- ishæft í verði. Það er undirverk- Fyrirtækió Impetus hf. Láta framleiða vindskeiðar í Bandaríkjunum taki í Bandaríkjunum sem fram- leiðir fyrir Impetus úr mótum fyrirtækisins og hófst framleiðsl- an fyrir tveimur mánuðum. Imp- etus er að gera samninga við nokkra dreifingaraðila í Banda- ríkjunum og einnig í Þýskalandi og Danmörku. Þeir félagar einbeita sér ein- vörðungu að smíði vindskeiða á Honda bíla og ætla að gera það meðan verið er að ná upp sölu á þeirri vöru. „Við eigum til hönn- un vindskeiða á VW Golf og Hekla hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í því,“ sagði Guðlaugur Búi. Impetus flytur inn álfelgur frá þýska fyrirtækinu BBS, þrykkt- ar álfelgur frá bandaríska fyrir- tækinu Fittipaldi sem notar að- eins hreint ál í felgurnar, álfelg- ur frá ítalska fyrirtækinu Ant- era, en felgur frá því voru vald- ar þær fallegustu á bílasýningun- um í Frankfurt 1993 og 1994, og stýri frá ítalska fyrirtækinu Momo, sem hefur framleitt stýri fýrir Ferrari og Rolls Royce. ■ X-90 frá Suzuki sérstaklega fyrir Ameríku SUZUKI ætlar að sækja á Banda- ríkjamarkað með nýjum smábíl, X-90, sem er sportlegur smábíll og ætlar hinn japanski bílaframleiðandi að láta öðrum eftir að beijast á markaði um stærri bílana. Verðið á vera undir 20 þúsund bandaríkjadöl- um eða innan við 1.400 þúsund krón- ur og verður hann boðinn frá um 1.100 þúsund krónum. Suzuki X-90 verður boðinn í tveimur grunn- gerðum, eindrifmn eða með aldrifi og með sömu vél, 1,6 lítra, 16 ventla, fjög- urra strokka og með fímm gíra hand- skiptingu. Aldrifsbíllinn verður einn- ig fáanlegur með sjálfskiptingu. Bíli- inn er sérstaklega hannaður fyrir Ameríkumarkað en verður þó seldur bæði í Evrópu og í Japan. Ráðgert er að framleiða tvö þúsund bíla á mánuði og mun helmingur þeirra ætlaður Bandaríkjamarkaði en afgangurinn á að skiptast milli Evrópu og Japans. Talsmenn Suzuki telja að kaupend- ur X-90 verði ekki síst konur. ■ X-90 heitir þessi nýi sportjeppi frá Suzuki sem kynntur verður á Banda- rílqamarkaði nú í haust og kostar frá um 1.100 þúsund krónum. TILBOÐ ÓSKAST Auökennandi f atnaöur fyrir bílgreinina MERCEDES-BENZ E er heimsins öruggasti bíll í árekstri að fram- an, samkvæmt niðurstöðum í árekstrarprófun Auto, Motor und Sport. Árekstrarprófun Benz E fær toppeinkunn L í Ford ExplorerXL4x4, árgerð '91 ,Toyota 4-Runner SR-5, árgerð '90, Chevrolet Corsica, árgerð ’89 og aðrar bifreið- ar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 10. október kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Baker gafallyftara m/bensínvél 4.000 Ibs. og I.H.C. pallbifreið m/krana, árgerð 75. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA BÍLIÐNAFÉLAGIÐ segir að tækni- breytingar í bílum á undanförnum árum valdi því að búnaður bíla er orðinn nákvæmari og viðkvæmari gagnvart allri meðhöndlun. Röng meðhöndlun í minnstu smáatriðum geti valdið bíleigandanum skaða upp á tugi þúsunda króna. Það skipti því miklu máli að sá sem fær nýlega bíla til meðhöndlunar í dag hafi næga þekkingu og getu til réttrar meðhöndlunar. Hingað til hefur ekki verið svo gott fyrir almennan bíleiganda að átta sig á því hvort þeir eigi við- skipti við fagmenn. Það er oft ekki fyrr en eitthvað kemur upp á og farið er að athuga málin að í ljós kemur að viðkomandi er ekki fag- maður. Bíliðnaðarfélagið kynnir nú auð- kennandi vinnufatnað fyrir iðnaðar- menn í bílgreinum, þ.e. bílamálara, bifvélavirkja og bifreiðasmiði, í þeim tilgangi að hjálpa almennum bíleig- blabib -kjarni málsins! Til sölu Honda Civic CRX VTi ‘92, ek. 57 þús. km, 160 hö, álfelgur, ABS, samlæsingar, sólþak, vökva- stýri, rafmagn í öllu o.fl. Ath. skipti. Verð 1700 þús. Upplýsingar í sfmum 553-4203 og 552-4536. Til sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur. anda að gera grein- armun á fagmennt- uðum og ófagmennt- uðum bílaviðgerðar- mönnum. Að auki er þetta liður í að bæta ásýnd starfsmanna í bílgreinum og fyrir- tækja þeirra. Um er að ræða tvenns konar út- færslur á vinnufatn- aði með merki fé- lagsins og merki fyr- irtækisins á. Annars vegar er fatnað- ur ætlaður almennum viðgerðar- mönnum (litur kóngablár - sloppur, galli, vesti, buxur) og hins vegar ætlaður verkstjórum og móttöku- mönnum (litur grár - buxur, jakki eða vesti). Fatnaðurinn er hannaður og fram- Ieiddur í samstarfi við Sjóklæðagerð- ina 66°N. Starfsmenn sérmerktir - bein tengsl við bílefgendur Bíleigendur þurfa oft að eiga í beinum samskiptum við þann við- gerðarmann sem gerir við bílinn. Með þessum auðkennum fá þeir ekki einasta vitneskju um að sá sem er að vinna f bíl viðkomandi sé fagmað- ur heldur fær hann upplýsingar um nafn hans og fagmenntun. Gert er ráð fyrir sérmerkingum á hverjum fagmanni sem segi til um nafn hans og menntun eða starfsheiti ásamt fyrirtækjaheiti. Er ekki vafi á að þetta mun í mörgum tilfellum auðvelda samskipti Starfsmenn bifreiðaverkstæðis Bifreiða og land- búnaðarvéla, það fyrirtæki var fyrst til að fá afhentan fatnaðinn. bíleigenda við bílaviðgerðarmanninn en það eru einmitt samskiptin sem oft geta reynst Þrándur í Götu milli manna. Fagmenn með aðgang að breiðum þekkingarauði Iðnaðarmenn í bílgreinum hafa allir lokið 4 ára fagnámi auk þess sem þeir eiga möguleika á að við- halda þekkingu sinni og getu með því að sækja fagtæknileg námskeið að loknu námi. Fræðsluráð bílgreina stendur fyrir eftirmenntunarnámskeiðum og hafa margir fagmenntaðra iðnaðarmanna í greinunum nýtt sér það í gegnum árin. Á komandi vetri standa mönnum til boða allt að 70 námskeið sem m.a. fjalla um rafkerfi bíla, tækni- ensku, hjólastillingar, innsprautun- arbúnað og kveikikerfi, ABS hemla,. nýjungar í bílamálun, umhverfis- vemd, air-bag, sjálfskiptingar, plast- viðgerðir, vélastillingar, rafeinda- og tölvubúnað og fleira. ■ NÝR Mercedes-Benz E fékk topp- einkunn í árekstrarprófi sem þýska bílablaðið Auto, Motor und Sport framkvæmdi fyrir skemmstu. „Lægstu gildi sem nokkurn tíma hafa verið mæld“, sagði í umsögn bílablaðsins eftir að bílnum hafði verið ekið á steinsteyptan vegg á 55 km hraða á klst. Einkum vöktu athygli niðurstöður sem sýndu að höfuð ökumanns var í minni hættu en áður hefur mælst í sambærileg- um rannsóknum. Það skýrist að hluta til af velheppnuðu krumpu- svæði framan á bílnum og að hluta til af virkni sætisbeltanna. Sætis- beltastrekkjarinn er stilltur af í sam- ræmi við líknarbelgina á þann hátt að fyrst eftir að beltin taka af högg- ið, gefa þau lítillega eftir þannig að jafnari dreifing verður á höggi á allan líkamann. ■ Tvö ný rit fyrir ökunema ÚT eru komin tvö ný rit fyrir þá, sem ökunám stunda, gefín út af Ökukennarafélagi íslands. Hið fyrra nefnist Umferð og samfélag en höfundur þess er Örn Þ. Þorvarðarson, fulltrúi hjá Um- ferðarráði. Rit þetta, sem alls er um 90 blaðsíður í stóru broti, er ætlað þeim sem stunda nám til aukinna ökuréttinda en gagnast auk þess öllum þeim sem áhuga hafa á þróun umferðarmála hér á landi frá upphafi bílaaldar. Fjallað er um umferðarmannvirki, sögu umferðar og ökutækja, umferðar- slys og umferðarfræðslu og stofn- anir umferðarmála en byggt er á námskrá fyrir nám til aukinna ökuréttinda sem Umferðarráð gef- ur út. Rit þetta er hið þriðja í flokki 'rita til nota á þessu sviði en áður eru komin út Umferðarsálfræði og Stjórnun stórra ökutækja. Ritið Umferð og samfélag er gefíð út af Ökukennarafélagi íslands með aðstoð frá Iðntæknistofnun ís- lands og Umferðarráði sem auk þess styrkti útgáfuna ásamt Starfsmenntasjóði félagsmála- ráðuneytis. Prentun annaðist Steindórsprent-Gutenberg hf. Umferðin og ég Hitt ritið nefnist Umferðin og éjg en höfundur þess er Arnaldur Arnason, ökukennari sem hefur ianga starfsreynslu að baki. Þetta er önnur útgáfa samnefndrar bók- ar en sú fyrri er nú uppseld. Þetta rit er einkum ætlað ökunemum sem læra fyrir almennt ökupróf en gagnast auk þess öllum al- menningi sem oft þarf á upprifjun að halda á leikreglum umferðar- innar. Bókin skiptist í átta kafla þar sem fjallað er um öll þau atr- iði sem sérhveijum ökumanni er ætlað að kunna skil á. Hveijum kafla fylgja svo ítarleg vérkefni sem ökunemum er ætlað að leysa og dýpka eiga og skerpa skilning á efninu. Bókin, sem alls er um 200 síður, er mjög myndskreytt og eru flestar myndir litmyndir. Prentun, fílmugerð og frágang annaðist prentsmiðjan Oddi. Það er skoðun flestra þeirra sem til þekkja að bók sem þessi eigi í raun erindi inn á hvert heimili landsins. Allir ökumenn þurfi á því að halda að rifja upp umferðar- reglurnar af og til og ekki síður að kynna sér nýjungar og breyt- ingar sem sífellt verða á umferðar- reglum. Bókin er til sölu hjá flest- um ökukennurum og auk þess á skrifstofu ökukennarafélagsins að Þarabakka 3 í Reykjavík. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.