Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Knattspyrna UEFA-keppnin Fyrri leikir, þridja umferð: Odessa, Úkraínu: Chornomorets - Lens.................0:0 35.000. Edinborg, Skotlandi: Raith Rovers - Bayern Miinchen......0:2 Jiirgen Klinsmann 2 (6., 73.). 12.818. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Nott. For................0:1 - Steve Stone (23.). 20.000. Leeds, Englandi: Leeds - Eindhoven...................3:5 Gary Speed (5.), Carlton Palmer (48.), Gary McAllister (72.) — Rene Eijkelkamp (11.), Marciano Vink (35.), Wim Jonk (39.), Luc Nilis 2 (83., 88.). 24.846. Ka upmannahöfn: Bröndby - Liverpool.................0:0 37.648. Bremen, Þýskalandi: W. Bremen - D. Minsk (H-Rússl.).....5:0 Sergei Shtanyuk (53. - sjálfsm.), Mario Basler 2 (64., 83.), Bernd Hobsch (73.), Marco Bode (88.). 15.000, Seville, Spáni: Sevilla - Oiympiakos Piraus (Grikkl. ...1:0 Juanito Rodriguez (45.). 24.000. Prag, Tékklandi: Sparta - Z. Chisinau (Moldavía).....4:3 Martin Frydek (20.), Pavel Nedved 2 (45. - vítasp., 57.), Vaclav Budka (58.) — Alex- ander Suharev (56.), Ion Testimitanu (62., 90. - vítasp.). 8.147. Bordeaux, Frakklandi: Bordeaux - Rotor Voigugrad (Rússl.) ..2:1 Franck Histilloles (48.), Richard Witschge (90. - vítasp.) — Gaetan Huard (40. - sjálfsm.). 10.000. Lyon, Frakklandi: Lyon-Lazíó..........................2:1 Jean-Christophe Devaux (15.), Sylvain Deplace (69.) — Aron Winter (22.). 35.000. Lugano, Sviss: FC Lugano - Slavia Prag.............1:2 Igor Shalimov (83.) — Robert Vagner (19.), Martin Penicka (25.). 8.000. Strasbourg, Frakklandi: Strasbourg - AC Milan..............0:1 - Marco Simone (80.). 35.000. Lissabon, Portúgal: Benfica - Roda (Hol 1.).............1:0 Nica Panduru (78.). 35.000. Barcelona, Spáni: Barcelona - Guimaraes (Port.).......3:0 Kodro 2 (46., 66.), Celades (76.). 91.000. Róm, Ítalíu: Roma - Aalst (Belgíu)...............4:0 Vanderhaege (6. - sjálfsm.), Van der Hoom (51. - sjálgsm.), Abel Balbo (69.), Franc- esco Totti (77.). 19.272. NFL-deildin Buffalo - Seattle.................27:21 Green Bay - Detroit...............30:21 Indianapolis - San Francisco......18:17 jacksonville - Chicago............27:30 NY Giants - Philadelphia..........14:17 Tampa Bay - Minnesota.............20:17 ■Eftir framlengingu. Arizona-Washington................24:20 Carolina - NY Jets................26:15 New Orleans - Miami......'........33:30 San Diego - Dallas.................9:23 Mánudagur: Denver - Oakland...................27:0 Staðan Ameríska deildin Austurriðill Buffalo..................5 1 0 136:95 Indianapolis.............4 2 0 128:127 Miami....................4 2 0 175:110 New England..............1 5 0 69:160 NYJets...................1 6 0 103:204 Miðriðill Cleveland................3 3 0 124:107 Pittsburgh...............3 3 0 138:140 Cincinnati...............2 4 0 136:145 Houston..................2 4 0 105:119 Jacksonville..............2 5 0 108:147 Vesturriðill KansasCity...............6 1 0 178:131 Oakland..................5 2 0 183:106 Denver...................4 3 0 161:116 SanDiego.................3 4 0 113:137 Seattle..................2 4 0 106:140 Landsdeild AusturriðiII Dallas...................6 1 0 203:118 Philadelphia..............4 3 0 144:173 Arizona...................2 5 0 114:180 NYGiants..................2 5 0 115:156 Washington................2 5 0 153:163 MiðriðiII TampaBay..................5 2 0 106:105 Chicago...................4 2 0.169:135 GreenBay.................4 2 0 133:116 Minnesota.................3 3 0 135:125 Detroit...................2 4 0 133:137 Vesturriðill STLouis..................5 1 0 138:105 Atlanta...................4 2 0 122:126 SanFrancisco........... 4 2 0 154:86 Carolina..................1 5 0 105:151 NewOrleans................1 5 0 131:158 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - UMFA..kl. 20 Laugardalshöll: KR-Seifoss....kl. 20 Kaplakriki: FH-ÍR..........kl. 20 KA-húsið: KA -Haukar.......kl. 20 Vestm’eyjar: ÍBV - Valur...kl. 20 Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Seltj’nes: KR-ÍR...........kl. 20 „Eigum góða möguleika“ JÓHANN Samúelsson skorar fyrir Aft- ureldingu gegn Negótínó. Haldvik gerði 19mörkífyrri leiknum gegn Maribor NORSKA liðið Byásen frá Þrándheimi, sem Fram mætir í Evrópukeppni bikar- hafa í kvennaflokki, sló út Branik Mari- bor frá Slóveníu í fyrstu umferðinni um daginn. Báðir leikirnir fóru fram í Noregi og urðu úrslitin 82:19 og 25:22. Þekktasti leikmaður norska liðsins er stórskyttan Trine Haldvik, sem er þrít- ug að aldri og hefur leikið með félag- inu í 15 ár, en lengst af þeim tíma hefur Byásen verið besta lið Noregs. Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Bækkelaget náði yfirhönd- inni en liðið sigraði í deildar- og bikar- keppni Noregs í vor. Andstæðingar Framstúikna töpuðu úrslitaleik bikar- keppninnar og komust þannig í Evr- ópukeppnina. Aðurnefnd Trine Haldvik er geysi- góður leikmaður, mikil skytta og hún gerði sér til dæmis lítið fyrir og gerði 19 mörk I fyrri leiknum gegn Maribor á dögunum! Að sögn blaðamanns í Þrándheimi sem Morgunblaðið ræddi við í gær hefur verið talsverð umræða um það í Noregi hvort ekki sé rétt að kalla Haldvik í landsliðið á ný, margir eru á þeirri skoðun en landsliðsþjálfar- inn er ekki einn þeirra og því verða landsleikir hennar varla fleiri. Landslið Noregs er eitt það besta í heimi, sem kunnugt er — varð í þriðja sæti á sið- asta heimsmeistaramóti, og í dag eru tveir landsliðsmenn í liði Byásen: línu- maðurinn Kari Solem og Ann Cathrin Eriksen, sem leikur í hægra hominu., Lengjunni hleyptaf stokkunum ÍSLENSKAR getraunir hleyptu af stokkunum nýjum getrauna- leik í gær og ber hann nafnið Lengjan. Það var Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, sem opnaði kerfið formlega á blaðamannafundi í Laugardals- höll í hádeginu með því að tippa á þrjá leiki. Lengjuleikurinn byggist á því að tipparinn spáir fyrir um úrslit í þremur til sex leikjum af vikuleg- um sextíu leikja seðli og velur einn- ig sjálfur hve háa upphæð hann setur á röðina, minnst 100 krónur og að hámarki 12.000 krónur. Sett eru merkin 1, X og 2 á leikina og á bak við hvert merki er hlutfalls- stuðull sem vísar til þess hve mikl- ar líkur eru á sigri, jafntefli eða tapi. Lágir stuðlar (t.d. 1,25) tákna líkleg úrslit en háir (t.d. 5,15) ólík- legri eða óvæntari úrslit. Stuðlarn- ir margfalda vinnigsupphæðina. En þess má geta að tipparinn verður að hafa alla þijá til sex leikina rétta til að fá greiddan vinning. I hverri viku er mikið úrval íþróttaviðburða og þvi boðið upp á ýmsar íþróttagreinar. Gildir þá einu hvort um er að ræða leiki í ís- lenskri eða eriendri knattspyrnu, körfubolta, handbolta, leiki í kvenna- eða karladeildum, lands- leiki eða heimsmeistarakeppni. Leikirnir á Lengjunni þessa vik- unna eru flestir úr erlendri knatt- spyrnu, en einnig eru leikir úr 1. deildinni hér heima_ í handknattleik og körfuknattleik. í körfuboltanum er hægt að tippa á jafntefli, en það á aðeins við í venjulegum leiktíma eins og reyndar öll önnur úrslit. í Lengjunni eru leikir vikunnar í tírnaröð og nokkrir leikir í boði á hveijum degi. Hægt er að tippa á nokkra leiki í dag og svo aftur á morgun. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, var fyrstur til að tippa á Lengjuna í gær og hóf þar með leikinn. Hann valdi þijá íslenska leiki fyrir 500 krónur. Hann spáði heimasigri ÍBV gegn Val í 1. deild karla í handbolta sem fram fer í kvöld (1), útisigri Víkinga gegn Gróttu á Seltjarnarnesi annaðkvöld (2) og loks tippaði hann á sigur Skallagríms gegn Tindastóli í úr- valsdeildinni í körfuknattleik sem fram fer annaðkvöld (1). Ef Þor- steinn verður með alla þijá leikina rétta fær hann 8.925 krónur í út- greiddan vinnig. Árni Þór Arnason, formaður stjórnar íslenskra getrauna, sagði á blaðamannafundinum í gær að í nútímaþjóðfélagi gerði neytandinn kröfur um mismunandi útfærslur allt eftir því sem við á og þess vegna væri Lengjan til komin. „Þessi leikur hefur sannað sig er- lendis. Eitt sinn voru einnota barnableiur mikil nýjung en í dag þurfa að vera til bæði bleikar og bláar. Þannig er líka með happa- drættismarkaðinn, að möguleik- arnir þurfa að vera margir. Lengjan sem við bjóðum mun styrkja hið mikla æskulýðs- og unglingastarf sem fijáls og óháð íþróttahreyfing getur boðið upp á því afraksturinn fer beint í grasrótina. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til skipulegs íþróttastarfs sem útheimtir mikla vinnu og mikla fjármuni, en launin eru ríkuleg og birtast í æsku sem kemur út í lífið fullt af þrótti, bú- Afturelding fertíl Póllands EINAR Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, er ekki óvanur að ferðasttil Austur-Evrópulanda í Evrópukeppninni. „Þetta er ekki lengsta ferð, sem ég hef farið,“ sagði Einar, þegar ljóst var að Afturelding fékk pólska Iiðið Zaglebie Lubin í 2. umferð Borgakeppni Evrópu. Sem þjálf- ari hefur Einar yfirleitt farið til landa fyrir sunnan Alpafjöll — Ungverjalands, Króatíu, Slóven- íu og Makedóníu. „Eg tel að möguleikar okkar á að komast áfram séu góðir, þar sem pólskur handknattleikur hefur verið í lægð á undanf örn- um árum — og að sjálfsögðu stefnum við á að komast áfram,“ sagði Einar. Afturelding leikur fyrri leikinn heima, 11. eða 12. nóvember. „Við munum reyna hvað sem við getum til að fá Lubin til að leika báða leikina í Mosfellsbæ, og munum bjóða þeim þá upphæð sem það kostar okkur að fara til Póllands og það sem kostar okkur að halda liðinu uppi,“ sagði Einar Þorvarðarson, en gárungamir segja að hann hafi „sérmenntað" sig í ferðum til Austur-Evrópu, síðan hann var fararstjóri í Búlgaríu um árið. andi að þeim uppeldisþáttum sem við leggjum mesta áherslu á að rækta,“ sagði Árni og bætti við að Islenskar getraunir hefðu nú fært íþróttahreyfingunni rúman milljarð króna frá því þær hófu starfsem fyrir 44 árum. Sigurður Baldursson, fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna, sagðist vongóður um að þessi leik- ur gengi vel í íslendinga eins og raunin hefur orðið hjá öðrum þjóð- um. Hann sagði að þessi leikur hafi fyrst komið á markað í Svíþjóð 1986 og hefði gengið mjög vel. „Við gerum ráð fyrir söluáætlun upp á 150 milljónir fyrsta árið og ég held að það sé ekki of varlega talið. Auðvitað kostar alltaf mikið að koma nýjum leik á koppinn og við áætlum að eyða um 20 milljón- um á þessu starfsári í kynningu og markaðsmál. Ég get ekki annað en verið bjártsýnn á að þetta falli vel í kramið hér hjá okkur,“ sagði Sigurður. Báðirleikir laikntr é Salfóssl GETRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER1995 D 3 HANDKNATTLEIKUR Valsmenn gegn ABC Braga í Portúgal í fótspor Hauka Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, sagði að menn þar á bæ væru þokkalega ánægðir með mótheija sína, ABC Braga frá Portúgal, en Haukar léku við liðið í síðustu Evr- ópukeppni. Haukar léku fyrri leik- inn í Braga og töpuðu með 12 marka mun, 28:16, en unnu síðari leikinn í Hafnarfirði 28:25. Haukar léku mjög illa í Braga og réðu ekk- ert við 3-2-1 vöm liðsins sem heimamenn léku mjög framarlega. í síðari leiknum var allt annað að sjá til Hafnfirðinga og þeir féllu úr keppni með sæmd. Miðað við leiki Hauka og Braga eiga Valsmenn góða möguleika á að komast áfram því portúgalska liðið er langt frá því að vera ósigr- andi. „Þetta leggst vel í okkur, það þýðir ekkert annað,“ sagði Brynjar. „Braga er algjört atvinnumannalið, og það er ekki mjög algengt í hand- boltanum. Það eru tvö ár síðan at- vinnumennskan varð algjör hjá fé- laginu og það hefur leikið í úrslitum Evrópukeppninnar, gegn Teka frá Spáni. Atvinnumenn æfa tvisvar á dag og það er stigsmunur á þeim og okkur og þessi munur gæti riðið baggamuninn þegar á hólminn er komið. Við Valsmenn erum hins vegar með mikla reynslu og hefð og því tel ég okkur eiga góða mögu- Mótherjar ís liðanna _ ^.þiánitheiinur 1 L_a VI-: Evrópukeppni bikarhaía, kvenna: Nc^gur Byásen- Fram Borgarkeppni Evrópu: Afturelding - Zaglebic Lubin V Pölland J Framstúlkur gegn Byásen frá Noregi Lístekki veláþetta Mér líst nú satt að segja ekkert allt of vel á þetta, ef ég á að vera hreinskilin,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaður Fram, sem mætir Byásen frá Noregi í Evrópukeppni bikarhafa. Fram og Byásen mættust í Evrópu- keppni meistaraliða keppnistímabilið 1990-91. Þá lögðu Fram-stúlkur sænska liðið Stockholm Polisen að velli í fyrstu umferð og drógust síðan gegn þeim norsku. Fram tapaði fyrri leiknum 34:16 úti og þeim síðari á heimavelli, 23:15. „Liðið var rosalega sterkt þá með Trinu Haldvik og Miu Hermansson sem bestu menn,“ sagði Guðríður. Þess má geta að Mia þessi var í fyrra kjörin besta handknattleikskona heims, eftir heimsmeistaramótið, sem fram fór í Noregi. Hún er nú farin frá Byásen og leikur í Austurríki. „Ég get ekki sagt að mig hafi lang- að að spila gegn þessu liði aftur, en þetta gat orðið verra. Ég gerði það að gamni mínu að gera óskaröð yfir hugsanlega mótheija og þær voru númer sjö eða átta, aðallega vegna þess hvar liðið er landfræðilega — ekki handboltalega. En það er gott að vera laus við langferð eitthvert austur fyrir,“ sagði Guðríður enn- fremur, og bætti við: „Við eigum auðvitað ekki fræðilega möguleika á að vinna þær, en reynum að standa okkur.“ VALUR í Evrópukeppni 1973-1995 Portúi Portúgal er 14. landið sem Valsmenn leika í í Evrópukeppnunum leika gegn Braga, við höfum allt sem þarf til þess að komast áfram. Við slógum jú CSKA Moskvu úr keppninni og það segir allt sem segja þarf.“ Brynjar sagðist ekki vita hvort leikimir yrðu báðir leiknir hér heima eða í Portúgal, eða heima og að heiman. „Það verður auðvitað allt reynt og síðan er að vega og meta alla möguleika í stöðunni. Það kostar okkur sjálfsagt um milljón ef leikið er heima og að heiman og þá er ég að tala um að gera þetta eins ódýrt og hugsast getur, ekkert boð eftir leik og stjórnarmenn borga fyrir sig sjálfír og annað í þeim dúr. Við getum samt verið ánægðir með að lenda gegn Braga, það er allt, allt annað en að lenda gegn einhveiju liði austar í Evrópu. Það er auðvelt að komast þangað, annað hvort í áætlun eða með beinu leigu- flugi eins og Haukar gerðu og ég gæti vel trúað því að við myndum skoða þann möguleika vel.“ Brynjar sagði að það væri mikil vinna að standa í svona. „Við erum nýbúnir með fyrstu umferðina og nú er komið að þeirri næstu. Þetta er gríðarlega mikil vinna og varla fyrir áhugamenn að standa í þessu,“ sagði Brynjar. Tveir í bann TVEIR leikmenn í 1. deild karla taka út leikbönn í kvöld. Guð- mundur Albertsson leikur ekki með KR gegn Selfossi og Evgeni Dudkin leikur ekki með IBV gegn Val. KA mætir slóvakíska liðinu VSZ Kosice Reynum að fá leikina heim Þetta hefði alveg getað verið verra,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari KA, en Akureyringar fengu slóvenska íiðið TJ VSZ Kosice í annari umferð Evrópukeppni bikar- hafa. „Við reynum auðvitað að semja við þá þannig að við leikum báða leikina hér heima, en ef það gengur ekki verðum við að fara einhveijar aðrar leiðir, en ég held að það verði erfiðara með hópferð núna en í fyrstu umferðinni. Ég veit akkúrat ekkert um þetta lið, en það er eflaust ágætt. Við eigum jafna möguleika á að komast áfram og við ætlum að nýta okkur þá möguleika eins og kostur er, við erum allavega ekki búnir að tapa neinu ennþá. Það er viss galli að eiga fyrri leikinn heima, ég hefði frekar viljað byija úti. Ætli maður fari ekki í það á næstu dögum.að setja sig í samband við þetta hol- lenska lið sem Slóvenarnir slógu út í fyrstu umferðinni og fá spólur af þeim leikjum. Það er ljóst að þetta verður ekki eins þægilegt ferðalag og við fórum í til Noregs, en vonandi verður hægt að fá áhorfendur með út ef við náum ekki að kaupa Ieikinn hingað heim. Það væri nú ansi gam- an að komast í þriðju umferðina," sagði Alfreð. Þekki tvo í Póllandi „ÉG ÞEKKI tvo menn í Pól- landi og mun hafa samband við þá til að fá upplýsingar um mótherja okkar,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálf- ari Aftureldingar. Einar átti þar við Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfara og Stanislaw Modrowski, sem þjálfaði Valsliðið þegar Ein- ar lék með Val. Með rútu frá Hamborg * EINAR Þorvarðarson reikn- ar með að lið Aftureidingar fari með flugi til Hamborg- ar og fari þaðan til Póllands I langferðabifreið til Lubin, sem er rétt við landamæri Þýskalands, eða um 500 km frá Hamborg. Nítján ár síð- an FH lék í Póllandi ÍSLENSKT félagslið hefur einu sinni leikið gegn pólsku liði í Evrópukeppni. FH lék gegn Slask Wroclaw 1976 og tapaði báðum leikjum sínum — 20:22 og 18:22. Afturelding tapaði 800 i. kr. þús. AFTURELDING hefur gert upp kostnað sinn við þátt- tðku í 1. umferð og var hann samtals um 1,5 miiy. kr. Tap Aftureldingar á leikjunum gegn Negótínó frá Makedó- níu er hátt í 800 þús. kr. Jason hetja Brixen JASON Ólafsson var svo sannarlega helja ítalska liðsins SSV Brixen, því að mark sem hann skoraði átj- án sekúndum fyrir leikslok gegn Vrilissia Aþenu, 25:18, tryggði Brixen þátttöku í 2. umferð Borgarkeppninn- ar. Vrilissia vann fyrri leik- inn 29:22 og þar með var samanlögð markatala 47:47, en Brixen komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Jason skoraði ellefu mörk í leiknum. Þannig fóru þau áfram MÓTHERJAR íslensku karlaliðauna komust þannig áfram í 2. umferð. Braga lagði Rishon Le Zion frá ísrael í tveimur lcikjuni, sem fóru fram i Braga, 34:17 og 30:22. VSZKosicelagði Horn Sittardia frá Hollandi 23:18 og 21:20, Zaglebie Lubin vann Nikosía frá Kýp- ur 36:23 og 36:29. Geir og félagar til Sviss Geir Sveinsson og félagar í franska liðinu Montpellier fengu svissneska liðið Winterthur í annarri umferð Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta er ekki alveg ókunnugt því ég hef leikið þarna með landsliðinu og svo lékum við XTÍA líAÍA haust,“ sagði Geir Sveinsson í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Geir sagði að Montpellier hefði sigrað í báðum leikjunum en það hefði verið basl. „Þetta er ágaett lið sem er með tvo sterka leikmenn frá Suður-Kóreu, Chang og Cho, sem var númer 10 á HM heima, og svo eru nokkrir svissneskir landsliðs- menn líka í liðinu. Ég var nú hálffegin að lenda ekki á móti Val, því ég hef aldrei leikið gegn Val og fannst það nógu erfitt að leika gegn Víkingum í Evrópukeppninni um árið, en samt hefði verið gaman að fá Val,“ sagði Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.