Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Leeds gerði þijú mörk á heimavelli en steinlá! Reuter Hollendingar fagna á Elland Road LEIKMEIMN PSV Elndhoven fögnuðu flmm sinnum á Elland Road í gœrkvöldl, þar sem þeir unnu óvæntan stórsigur, 3:5. Hér á myndlnni má sjá hollenska landsllðsmanninn Wim Jonk (fyrlr miðju) stökkva upp og fagna þriðja marki Ifðsins. ÞRJÚ lið sem orðið hafa Evrópu- meistarar fögnuðu sigri á úti- velli í gærkvöldi, er fyrri leikir 2. umferðar Evrópukeppni fé- lagsliða — UEFA-keppninnar — voru á dagskrá. PSV Eindhvo- ven, sem sigraði Leeds 5:3 f Englandi, Bayern Munchen sem lagði Raith Rovers 2:0 íSkot- landi og Nottingham Forest sem vann Auxerre 1:0 í Frakk- landi. Fimmtán leikir fóru fram í keppninni og sá síðasti verður í kvöld, en seinni viðureignirnar verða eftir hálfan mánuð. Keppnin er óvenju spennandi í ár þar sem fjöldi mjög sterkra lið tekur þátt. Belgíski landsliðsmiðheijinn Luc Nilis skoraði tvívegis á síðustu sjö mínútunum og tryggði PSV tveggja marka sigur, 5:3, í Leeds í ' ótrúlegum leik. Leeds tók forystu strax á sjöttu mínútu leiksins er Gary Speed skoraði en síðan komu Rene Eijelkamp, Marciano Vink og Wim Jonk gestunum í 3:1 og þannig stóð í leikhléi. Heimamenn komu síðan tvíefldir til leiks eftir hvíldina, Carlton Palmer minnkaði muninn og fyrirliðinn, Gary McAllister, virtist ætla að tryggja liðinu jafntefli er hann jafnaði á 72. mín. með frá- bæri skoti utan vítateigs. En Nilis og félagar í PSV voru á öðru máli og gengu alsælir af velli. John Lukic, markvörður Leeds, sem lék 400. leikinn fyrir félagið á laugardag, hefur því fengið á sig átta mörk í tveimur viðureignum því v Arsenal skoraði þijú hjá honum um helgina. Þó ótrúlegt megi virðast hefðu mörkin getað orðið enn fleiri í leiknum, sé tekið mið af marktæki- færum; sérstaklega voru Antony Yeboah, framheijanum frábæra hjá Leeds, mislagðar hendur í leiknum en hann hefur verið iðinn við kolann í vetur. Bayern í góðri stöðu „Við bjuggumst við erfiðum leik og sú varð raunin," sagði Júrgen Klinsmann, framheiji Bayern Múnchen, eftir að hafa gert bæði mörk liðsins í 2:0 sigri gegn Raith Rovers í Skotlandi. Skoska liðið — sem sló Akumesinga út úr keppn- -i inni í fyrstu umferð — þótti leika vel og var nálægt því að jafna skömmu áður en Klinsmann gerði seinna markið. Oliver Khan varði þá frábærlega skot frá Colin Camer- on. „Þetta var frábær markvarsla, hreint ótrúleg," sagði Klinsmann. „Hefði boltinn farið inn hefði það hleypt þeim affcur inn í leikinn en seinna markið mitt kom á réttu augnabliki fyrir okkur.“ Miðvallarleikmaðurinn Steve Stone, sem lék fyrsta landsleik sinn fyrir England í síðustu viku, skoraði f eftir 23 mínútur og það dugði Nott- ingham Forest til 1:0 sigurs gegn Auxerre í Frakklandi. Landsliðsmaðurinn Mario Basler gerði tvö mörk fyrir Werder Bremen er liðið burstaði Dinamo Minsk frá Hvíta Rússlandi 5:0 á heimavelli og gat leyft sér þann munað að klúðra vítaspymu á síðustu mínútunni; spyrna hans var varin. Gestimir vörðust vel lengi en eftir að vamar- maðurinn Sergei Shtanyuk hafði orðið fyrir því óláni að gera sjálfs- mark á 53. mínútu fékk ekkert stöðvað þýska liðið. Ótrúlegt sjálfsmark Huards Hollenski landsliðsmaðurinn Rich- ard Witschge bjargaði heiðri franska liðsins Bordeaux, er hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu gegn rússneska liðinu Rotor Vologograd. Úrslitin urðu 2:1. Rotor, sem sló lið Manchester United út úr keppninni í fyrstu umferð, komst yfir er franska markverðinum, Gaetan Hu- ard, urðu á hroðalega mistök í fyrri hálfleik; varði knöttinn en kastaði honum svo í eigið mark! Franck Histilloles jafnaði skömmu eftir leik- hlé og sigurmarkið kom í lokin, sem fyrr segir, eftir að Jean-Luc Dogon var felldur í vítateignum. Franska liðið var án þriggja landsliðsmanna, Bixente Lizarazu, Zinedine Zidane og Christophe Dugarry, vegna meiðsla og Ieikbanns. Lyon frá Frakklandi vann einnig; 2:1 gegn ítalska liðinu Lazio. Arg- entínski vamarmaðurinn Jose Cha- mot var rekinn af velli skömmu fyr- ir leikhléi, þannig að leikmenn ít- alska liðsins vom einum færri hálfan leikinn. Jean-Christophe Devaux hafði fært Lyon forystuna á 15. mín. en Hollendingurinn Aron Wint- er jafnaði sjö mín. síðar fyrir Lazio. Sylvain Deplace gerði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Liverpool slapp með skrekkinn Enska liðið Liverpool, sem leikið hefur mjög vel í vetur, var heppið að sleppa með markalaust jafntefli frá viðureign sinni við Bröndby á Parken í Kaupmannahöfn. David James, markvörður enska liðsins, varði tvívegis meistaralega og Mark Wright átti stórleik í vörninni — bjargaði nokkrum sinnum mjög vel. Gamla kempan Kim Vilfort var tví- vegis nálægt því að skora í fyrri hálfleik, Wright komst á síðustu stundu fyrir fyrra skotið og hitt fór rétt framhjá. Liverpool hefði reyndar getað tryggt sér sigur á 69. mín. er Robbie Fowler komst í gott færi, en varnar- maðurinn Dan Eggen bjargaði á línu á síðustu stundu. Leikmenn AC Milan sýndu engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa bar- ist við Juventus í toppslagnum á Ítalíu á sunnudaginn — þeir héldu til Elsass héraðs í Frakklandi og sigruðu heimamenn í Strasbourg 1:0. Það var Marco Simone sem skoraði tíu mín. fyrir leikslok en skömmu áður hafði Marc Keller ver- ið í ákjósanlegu færi hinum megin — stakk ítölsku varnarmennina af en skaut naumlega framhjá. Sérlega vel var að verki staðið er Milan skor- aði: Demetrio Albertini átti ianga sendingu gegnum vörn franska liðs- ins, Líberíumaðurinn George Weah sló varnarmennina út af laginu og sendi glæsilega með hælnum í veg fyrir Simone sem skoraði af öryggi. Rómverjar óhressir Áhorfendur á Ólympiuleikvang- inum í Rómaborg voru ekki ánægðir með sína menn í AS Roma gegn belgíska liðinu Aalst og púuðu á þá lengi framan af. Úrslitin urðu reynd- ar 4:0 en Belgarnir gerðu tvö sjálfs- mörk, á sjöttu og 51. mínútu. Arg- entínumaðurinn Abel Balbo gerði þriðja markið á 69. mín. og Franc- esco Totti það fjórða á 77. mín. Þegar hann skoraði sáu áhorfendur loks ástæðu til að fagna sínum mönnum af einhveijum krafti. Rúmeninn Nica Panduru tryggði Benfica 1:0 • sigur á Roda JC Kerkrade frá Hollandi með marki 12 mín. fyrir leikslok á heimavelli í Portúgal. Sigur Barcelona gegn Vit- oria Guimaraes frá Portúgal var öruggari á Spáni en þar skoraði Bosníumaðurinn Meho Kodro tvíveg- is og Lugano frá Sviss — sem hing- að til hefur ekki talist til þeirra stóru en sló þó Inter Milan út í fyrstu umferð — tapaði á heimavelli, 1:2, fyrir Slavia Prag frá Tékklandi. ■ Öll úrslit / D2 Klinsmann skoraði tvö gegn Raith JÚRGEN Klinsmann skoraði bæði mörk Bayern Múnchen, sem vann Raith Rovers 2:0 í Skotlandi í gærkvöldi. Klins- mann, sem skoraði 30 mörk fyrir Tottenham sl. keppnis- tímabil, hefur skorað sjö mörk fyrir Bayern á yfir- standandi keppnistímabili og 16 mörk í 45 Evrópuleikjum. Hann sagði fyrir leikinn að hann kynni alltaf vel við sig á Bretlandseyjum — og stóð við það. Rovers sótti mun meira í leiknum, en fékk að- eins tvö góð færi. Þau nýttust ekki og Klinsmanns skoraði tvívegis eftir skyndisóknir Bayern. Róstur í Auxerre NOKKRIR stuðningsmenn Nottingham Forest létu að sér kveða fyrir leik liðsins í Auxerre — brutu meðal ann- ars rúðu i glugga á kaffi- húsi, þannig að nokkrir meiddust. Lögreglan skarst I leikinn og notaði táragas til að sundra hópnum. Leikmenn Forest fögnuðu sigri, 0:1, með marki Steve Stone. Réðst á eigin þjáífara LEIKMAÐUR með knatt- spyrnuliðinu Rabali Black- pool í Suður-Afríku hefur verið settur í eins árs leik- bann fyrir að ráðast á eigin þjálfara. Varnarmanninum Ahmed Gora Ebrahim var skipt út af þegar aðeins fimmtán mínútur voru búnar af leik gegn Umtata Bucks, sem var í beinni útsendingu I sjónvarpinu í síðasta mán- uði. Ebrahim var ekki sáttur við ákvörðun þjálfarans, reif sig úr skyrtunni er hann gekk af velli, strunsaði síðan til þjálfarans og réðst á hann með kung-fu sparki — svip- uðu því sem Frakkinn Eric Cantona beitti gegn áhang- anda Crystal Palace á Eng- landi á síðasta keppnistíma- bili. Eftir atvikið var Ebrahim færður burt í lögreglubíl og félagið rifti þegar í stað samningnum við hann. Þjálf- arinn þurfti í meðferð vegna nýrnaskaða og liðið er þegar fallið úr 1. deild þótt þrjár umferðir séu enn eftir. Dómari sló leikmann LUIZ Vila Nova, brasiliskur knattspyrnudómari, kom heldur betur við sögu í leik á dögunum. Hann sýndi leik- manni, Semilde að nafni, rauða spjaldið, sá brást hinn versti við og gerði dómarinn sér þá lítið fyrir og sló hann; lét fast hægri handar hnefa- högg vaða framan í leik- manninn. Semilde svaraði með því að sparka í dómar- ann en aðrir leikmenn á vell- inum komu í veg fyrir frek- ari slagsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.