Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 D 3 URSLIT FH-Valur Kaplakriki, 1. deildarkeppni karla — 6. umferð —miðvikudagurinn 25. október 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:4, 4:6, 5:9, 8:11, 9:16. 10:16, 11:18, 15:19, 17:23, 19:24, 20:26, 21:26, 21:27. Mörk FH: Sigurjón Sigurðsson 7/4, Sigurð- ur Sveinsson 6/3, Hálfdán Þórðarson 4, Hans Guðmundsson 2, Guðjón Ámason 2. Varin skot: Jónas Stefánsson 4 (Þar af eitt skot sem knötturinn fór aftur til mót- herja), Magnús Ámason 4 (Tvö aftur til mótheija). Utan vaílar: 8 mín. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Jón Kristjánsson 6/3, Dagur Sigurðsson 5/1, Skúli Gunnsteinsson 1, Valgarð Thorodsen 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 (Tvö aftur til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson, stóðu sig vel. Grótta - Haukar 29:23 íþróttahúsið Seltjarnamesi: Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 4:4, 8:4, 13:8, 13:10, 15:10, 16:11, 17:13, 19:13, 23:15, 23:18, 26:19, 29:23. Mörk Gróttu: Róbert Rafnsson 7, Júri Sadovskí 7/4, Jens Gunnarsson 4, Jón Þórð- arson 4, Davið B. Gislason 3, Jón Örvar Kristinsson 2, Ólafur Sveinsson 1, Þórður Ágústsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 22 (þar- jai 7 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8/3, Hall- dór Ingólfsson 6/1, Óskar Sigurðsson 4, Björgvin Þ. Þorgeirsson 1, Hinriok Ö. Bjamason 1, Jón Freyr Egilsson 1, Petr Baumruk 1, Viktor S. Pálsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 11 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Gunnar Kjartansson dæmdu vel. KR-Víkingur 21:27 Laugardalshöll: Gangur leiksins: 0:1, 2:5, 4:7, 8:7, 10:11, 10:13, 14:16, 14:19, 17:23, 18:25, 21:27. Mörk KR: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 10/5, Guðmundur Albertsson 3, Ágúst Jó- hannsson 3, Eiríkur Þorláksson 1, Einar B. Ámason 1, Björgvin Barðdal 1, Gylfi Gylfason 1, Hilmar Þórlindsson 1/1. Varin skot: Ásmundur Einarsson 13 (þar af 6, sem fóru aftur til mótheija), Siguijón Þráinsson 1/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 7/3, Guðmundur Pálsson 6/1, Birgir Sigurðsson 4, Ámi Friðleifsson 4, Kristján Ágústsson 2, Hjörtur Amarson 2, Þröstur Helgason 2. Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 22 (þar af 11, sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Gunn- laugur Hjálmarsson, góðir. ÍR-Selfoss 27:21 Seljaskóli: Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 6:6, 8:6, 10:8, 11:10, 14:10, 15:10, 19:14, 19:19, 23:19, 25:20, 27:21. Mörk ÍR: Daði Hafþórsson 7/3, Njörður Ámason 5, Ólafur Siguijónsson 5, Magnús Þórðarson 4, Einar Einarsson 2, Jóhann Ásgeirsson 2, Guðfinnur Kristmannsson 1, Frosti Guðlaugsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Mörk Selfoss: Björgvin Rúnarsson 6, Sig- uijón Bjarnason 5, Valdimar Grímsson 5/1, Grímur Hergeirsson 2, Einar Gunnar Sig- urðsson 2, Finnur Jóhannesson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 5 (þar af eitt til mótheija). Gísli Guðmundsson 2. Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Bræðumir Egill og Öm Markús- synir. Dæmdu ágætlega. 21:27 2. DEILD KARLA BREIÐABLIK- (H.................22:18 Fj. leikja u J T Mörk Stig KA 5 5 0 0 152: 130 10 VALUR 6 4 1 1 143: 127 9 FH 6 3 1 2 164: 146 7 ÍR 6 3 1 2 130: 131 7 HAUKAR 6 3 1 2 140: 143 7 STJARNAN 5 3 0 2 127: 121 6 GRÓTTA 6 3 0 3 142: 137 6 V/KINGUR 6 2 0 4 137: 136 4 iBV 5 2 0 3 110: 111 4 UMFA 5 2 0 3 124: 132 4 SELFOSS 6 2 0 4 147: 158 4 KR 6 0 0 6 136: 180 0 Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 4 4 0 0 114: 74 8 STJARNAN 3 3 0 0 79: 44 6 FH 4 3 0 1 79: 89 6 FRAM 2 2 0 0 46: 30 4 KR 3 1 0 2 75: 66 2 ÍBV 3 1 0 2 65: 58 2 VÍKINGUR 3 1 0 2 58: 63 2 FYLKIR 3 1 0 2 52: 62 2 VALUR 4 0 0 4 76: 102 0 Iba 3 0 0 3 -42: 98 0 Fj. leikja U J T Mörk Stig HK 4 4 0 0 123: 70 8 FRAM 4 3 0 1 112: 75 6 FYLKIR 4 3 0 1 103: 83 6 ÞÓR 3 2 0 1 78: 69 4 BREIÐABLIK 4 2 0 2 94: 94 4 ÍH 4 2 0 2 74: 83 4 BÍ 3 1 0 2 80: 83 2 FJÖLNIR 3 0 0 3 44: 77 0 ÁRMANN 5 0 0 5 100: 174 0 Knattspyrna Meistaradeild Evrópu A-riðiIl Álaborg, Danmörku: Álaborg - Panathinaikos............2:1 Erik Bo Andersen (8.), Jens Christian Mads- en (88.) - Krzysztof Warzycha (42.) Áhorf- endur: 6.100 Staðan: Panathinaikos (Grikkl.).3 2 0 1 5:3 6 FC Porto (Portúgal)....3 1 1 1 2:1 4 Nantes (Frakkl.).......3 1 1 1 4:4 4 Aalborg (Dahmörk)......3 1 0 2 3:6 3 ■Leikir sem eftir em: 1. nóv. Panathinai- kos - FC Porto, Álaborg - Nantes, 22. nóv. Panathinaikos - Álaborg, FC Porto - Nant- es, 6. des. Nantes - Panathinaikos, Álaborg - FC Porto. England Deildarbikarkeppnin, 3. umferð. Sigurliðin komast í 16-liða úrslit: Aston Villa - Stockport............2:0 Coventry - Tottenham...............3:2 Crystal Palace - Middlesbrough.....2:2 Derby-Leeds.......................0:1 Liverpool - Manchester City........4:0 Millwall - Sheff. Wednesday........0:2 Norwich - Bradford.................0:0 QPR-York..........................3:1 Southampton - West Ham............2:1 Stoke - Newcastle.................0:4 Wolves - Charlton..................0:0 Skotland Deildarbikarkeppnin. Undanúrslit: Dundee - Airdrieonians............2:1 ■Dundee mætir Aberdeen í úrslitaleiknum á Hampden Park í Glasgow 28. nóvember. Ítalía Bikarkeppnin, 3. umferð: Atalanta - Juventus...............1:0 •eftir framlengingu. Udinese - Lazio...................0:1 Lecce - Fiorentina.................0:5 Forli - AC Milan..................0:2 Cagliari - Sampdoria..............2:1 Palermo - Vicenza.................1:0 Holland 1. deild f gærkvöldi: Ajax - Volendam...................4:0 (Frank de Boer 15., Ronald de Boer 18. og 51., Wooter 77.) 19.374. Twente Enschede - NEC Nijmegen.....2:0 RKC Waalwijk - Groningen...........1:3 Sparta Rotterdam - Vitesse........3:0 Heerenveen - Go Ahead Eagles......2:1 NAC Breda - Fort. Sittard.........2:0 Roda JC - Willem II...............1:1 Efstu lið: Ajax..............11 11 0 0 41:2 33 PSVEindhoven.....11 9 1 1 36:8 28 Heerenveen........11 6 3 2 20:18 21 Willem II.........11 5 5 1 25:10 20 Groningen.........11 5 2 4 18:20 17 Sparta............11 5 2 4 17:20 17 Þýskaland 2. deild: Hertha Berlín - Chemnitz..........1:1 ■Eyjólfur Sverrisson og félagar í Berlínarl- iðinu em í 11. sæti deildarinnar. Íshokkí NHL-deildin Leikur aðfararnótt miðvikudags: NY Rangers - Vancouver.............5:2 Toronto - Florida.................1:6 Detroit - Ottawa...................1:2 Dallas - Buffalo..................3:0 1.DEILD KVENNA FH- STJARNAN................14: 32 Ikvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Keflavík: Keflavík - Skallagr.20 Njarðvík: UMFN - Valur.......20 Sauðárkr.: UMFT - Þór........20 Seljaskóli: ÍR - Grindavík...20 Strandgata: Haukar - ÍA......20 Smárinn: Breiðablik - KR.....20 Handknattleikur 1. deild karla (leikirnir sem frest- að var I gærkvöldi vegna veðurs): KA-hús: KA - Stjarnan........20 Eyjar: ÍBV-UMFA..............20 1. deild kvenna: Höllin: KR - Valur........18.15 Víkin: Víkingur - iBV........20 HANDKNATTLEIKUR FELAGSLIF Sambandsþing UMFÍ 39. sambandsþing Ungmennafélags íslands verður haldið á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu um helgina. Þingið verður sett kl. 09.00 á laugardag og lýkur á sunnudag. Einfaltog árangursríkt hjáGróttu Skúli Unnar Sveinsson skriiar ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að Grótta hafi komið á óvart f gærkvöldi, öllum nema ef til vill stuðningsmönnum sínum, þegar liðið sigraði Hauka 29:23 á Seljtarnarnesinu. Það sem kom mest á óvart var hversu auðveldur sigur Seltirninga var því Haukar veittu þeim litla mótspyrnu og það var sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Grótta var einfaldlega sterkari og sigurinn síst of stór. Það var rétt í upphafi sem Hauk- ar stóðu í Gróttu en þá var markvörður heimamanna, Sig- tryggur Albertsson, í miklum ham og varði eins og ber- serkur. Markvarsla hans gaf tóninn og með samstilltum leik, bæði í vörn og sókn, tóku Gróttumenn öll völd á vellinum og náðu fjögurra marka forystu um miðjan hálfleikinn og héldu henni til loka án erfiðleika. „Ég er mjög ánægður með þenn- an sigur. Við lékum góða vöm sem sést best á því að það þykir gott að fá ekki nema 23 mörk á sig gegn Haukum,“ sagði Gauti Grét- arsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur- inn. „Sóknarleikurinn var í lagi en eftir að þeir fóru að taka einn og tvo menn úr umferð varð þetta vandræðalegra, en strákarnir léku af skynsemi. Mér finnst vera stíg- andi í leik okkar og áhorfendur eru mjög virkir en mættu vera fleiri því við þurfum á stuðningi að halda,“ sagði Gauti. Baráttan var góð í liði Gróttu. Flöt vömin var föst fyrir og vel hreyfanleg og í sókninni var boltinn látinn ganga vel og eftir að ör- uggri forystu var náð hægðu heima- menn á sóknarleiknum og léku af mikilli skynsemi. Grótta gerði 11 mörk úr 12 sóknum um miðjan fyrri hálfleik og náði þá forystunni sem þurfti til að sigra. Sóknarleikurinn var einfaldur og árangursríkur. Sóknarleikur Hauka, var vand- ræðalegur og í fyrri hálfleik var það bara fyrrum Gróttumaður, Halldór Ingólfsson, sem náði að ógna af einhveiju viti. Eftir að Róbert færði sig á móti honum í vörninni gekk betur að stöðva hann. Aron tók síð- an yfir í síðari hálfleik og var ógn- andi en skaut full mikið. Vörn Hauka var hræðilega slök og mark- FOLX ■ ÁHORFENDUR í íþróttahúsi Seltjarnarness vora vel með á nót- unum í gærkvöldi og létu vel í sér heyra. Þegar Grótta var í sókn vom leikmenn liðsins hvattir áfram af krafti en þegar gestirnir voru í sókn var blístrað og púað. Þegar ljóst var að sigurinn var örugglega í höfn, tveimur mínútum fyrir leiks- lok sungu þeir hástöfum. ■ SPENNUFALL varð í Reykja- vík og nágrenni í gær á meðan leikirnir fóm fram. Við það sló markatölfunni á Nesinu út og tók það um fimm mínútur að koma henni í lag á ný. Þegar þetta gerð- ist vom liðnar 12 mínútur og 6 sekúndur af síðari hálfleik, en klukkan telur venjulega upp en eft- ir spennufallið var ekki hægt annað en láta hana telja niður. varslan lengstum í takt við hana. Oftast var leikin flöt vörn en síðan reyndu Haukar að taka Sadovskí úr umferð og þegar fimm mínútur voru eftir var leikinn allt að því maður á mann vörn, en allt kom fyrir ekki. Sigtryggur varði mjög vel í marki heimamanna. Róbert gerði sjö mörk með mjög fjölbreytilegum hætti og á ínunni var Jens Gunnarsson traut- ur og nýtti færi sín vel eins og reyndar Jón Þórðarson í hægra horninu sem gerði fjögur mörk úr jafn mörgum tilraunum. Sadovskí var einnig góður og mjög yfirvegað- ur leikmaður sem gerir helst ekki mistok. Annars áttu flestir leik- menn Gróttu ágætan dag. Það sama er ekki hægt að segja um Hauka. Þar vantaði alla leik- gleði; en hún hefur verið einkenn- andi hjá liðinu í vetur, og á köflum virkuðu leikmenn eins og viðvaning- ar. Sendingar misfómst og sumar sóknirnar voru hræðilega hug- myndasnauðar og lélegar. Aron var atkvæðamikill, gerði átta mörk en misnotaði jafnmörg skot. Baumrak náði sér alls ekki á strik og gerði aðeins eitt mark í 8 tilraunum. Haldór var ógnandi í fyrri hálfleikn- um og Óskar Sigurðsson nýtti vel þau færi sem hann fékk. Morgunblaðið/Kristinn Valsvörnin þétt fyrir FH-INGURINN Sigurjón Sigurðsson reynir að brjðtast í gegnum vörn Valsmanna, sem var þétt fyrlr - Davíð Ólafsson (2) og Dagur Slgurðs- son, sem tekur á Slgurjóni. Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður, er vel á verðl. ÍR-vörnin stóðst áhlaup Selfyssinga Valur B. Jónatansson skrifar IR-ingar unnu Selfyssinga sann- færandi 27:21 í Breiðholtinu í gærkvöldi. ÍR lék mjög öflugan og skipulagðan varnar- leik og áttu gestirnir í hinu mesta basli með að finna leiðina að markinu og í þau fáu skipti sem hún fannst var Magn- ús Sigmundsson til varnar. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi framan af en smátt og smátt náðu ÍR-ingar undirtökunum. Það sem gerði gæfumuninn var betri varnar- leikur. ÍR-ingar voru fijótir að refsa um leið og hugmyndasnauðar sóknir gestanna runnu út í sandinn og höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 14:10. Þessi munur hélst fram í miðjan síðari hálfleik er staðan var 19:15. Þá gerðust ÍR-ingar of bráðir í sókn- um sínum og Selfyssingar komust á bragðið og náðu að éta upp forskot- ið ogjafna, 19:19, þegar 11 mínútur voru eftir. ÍR-ingar áttuðu sig — gáfu sér meiri tíma og uppskáru þrjú mörk í röð og eftirleikurinn því auðfeldur. ÍR-ingar eru líklega með einna bestu vömina í deildinni; Þeir leika flata 6-0-vöm með þá Guðfinn Krist- mannsson, Einar Einarsson, Guð- mund Þórðarson og Daða Hafþórsson á miðjunni, allir stórir og stæðilegir. Svo var Magnús öflugur í markinu enda ekki ónýtt að hafa svo háan vamarmúr fyrir framan sig. Daði, Einar og Njörður voru bestu menn liðsins í sókn ásamt hinum unga og efnilega Ólafi Sigurjónssyni, sem er aðeins 18 ára. Hann gerði fimm fal- leg mörk, m.a. tvö með undirhandar- skotum að hætti Geirs Hallsteinsson- ar. Það býr mikið í ÍR-liðinu og það hefur meiri breidd en áður. Selfyssingar voru nokkuð frískir til að byrja með eða á meðan Björg- vin Rúnarsson fann glufu á varnarm- úr ÍR, en fljótlega var sett undir lekann. Sóknarleikur liðsins var til- viljunarkenndur og og nánast engin leikkerfi í gangi. Helsta skytta liðs- ins, Einar Gunnar, fann sig ekki enda fékk hann litla hjálp frá félög- um sínum. Aðrir sem leika fyrir utan eru það lávaxnir að þeir náðu ekki að lyfta sér uppfyrir varnarvegg ÍR. Eins var lítil hreyfing í sókninni og línuspil sást varla. Það voru aðeins hornamennirnir Valdimar og Sigur- jón sem varð eitthvað ágengt. Það er erfiður vetur framundan hjá Sel- fyssingum. Létt Valssveif la VALSMENN lögftu FH-inga örugglega aft velli, 21:27, í Kaplakrika, þar sem þeir tóku létta sveiflu og höfðu Iftið fyrir hlutunum. FH-ingar náðu sér aldrei á strik, léku mátt- lítinn, and- og agalausan sóknarleik og varnarleikur þeirra var sem vængjahurð. Þegar langskyttur Vals voru búnar að fá sig fullsadda af því að skora, fóru þeir að dæla knettinum inn á línuna til Sigfúsar Sigurðssonar, sem fór út og inn um „vængjahurðina" að vild og skoraði fimm mörk af línu. Það var fátt um fína drætti hjá FH-ingum, sem komust yfir 3:1, en síðan fóru þeir að glopra knettinum hvað eftir annað og Valsmenn þökkuðu fyrir sig og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum - komust í 5:9 og voru sex mörkum yfir, 9:16, í leikhléi. Hans Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins með langskoti og síðan kom hann ekki við sögu fyrr en 57 mín'. síðar, er hann skoraði síðasta márk FH í leikn- um. Aðeins þetta segir stóra sögu og einnig það að hin skytta FH-liðsins, Guðjón Árnason, skor- aði aðeins tvö mörk. FH-ingar, sem löngum hafa verið þekktir fyrir öflugar skyttur, skoruðu að- eins fjögur mörk með langskotum yfir vörn Vals. Það voru landsliðsmennirnir Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og mark- vörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson sem lögðu grunninn að öruggum sigri Valsmanna, sem þurftu ekki að taka á honum stóra sínum í sveiflu sinni í Kaplakrika. Þeir félagar stjórnuðu Valsdansinum og settu upp æfingaþætti fyrir Sigfús, hinn unga og öfluga línumann, sem fékk að leika lausum hala í síðasta lagi kvöldsins - sigurvalsi Vals. Þeir FH-ingar sem létu mest að sér kveða voru Hálfdán Þórðarson, Sigurður Sveinsson og Siguijón Sig- urðsson. Gunnar Beinteinsson vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst - hann náði ekki að skora í leiknum. Svo dauft var yfir leiknum, að þulur leiksins spurði eitt sinn í hátalarakefi hússins: „Hvar eru áhorfendur?“ Þá létu um tuttugu stuðningsmenn Vals heyra í sér. IÞROTTIR KNATTSPYRNA Öruggt hjá New- castle og Liverpool NEWCASTLE hélt áfram sigur- göngu sinni í Englandi í gær- kvöldi er liðið sótti Lárus Orra Sigurðsson og félaga hans í Stoke heim í deildarbikar- keppninni. Gestirnir sigruðu örugglega, 4:0, og Les Ferdin- and — sem gerði eitt mark — skoraði í áttunda leiknum f röð. Coventry kom á óvart með því að slá Tottenham út og núver- andi deildarbikarmeistarar, Liverpool, burstuðu Manchest- er City. Coventry, sem á í miklu basli í úrvalsdeildinni, var 0:2 undir í leikhléi eftir að Chris Armstrong skoraði fyrir Tottenham strax á annarri mínútu og David Busst gerði sjálfsmark á 20. mínútu. En leikmenn Coventry náðu sér vel á strik í seinni hálfleik. Það var reynd- ar afar vafasamt víti sem kom þeim á sporið; Peter Ndlovu skoraði úr því á 55. mín., Busst bætti fyrir sjálfsmarkið með því að jafna með skalla sex mín. síðar eftir hom- spymu Johns Salakos og það var svo Salako sem gerði sjálfur sigur- markið á 76. mín. Fyrrum félagar Salakos í Crystal Palace komu aldeilis á óvart gegn Middlesbrough með því að skora tvívegis á fyrstu átta mínútunum; skoski U-21 landsliðsmaðurinn David Hopkin var að verki í bæði skiptin. En Nick Barmby og Craig Hig- nett höfðu jafnað er 21 mín. var liðin af leiknum. Boro sótti mun meira eftir hlé en Ieikmenn Palace vörðust vel og fá annað tækifæri. Þeir fengu reyndar einnig færi í seinni hálfleik — eitt mark var dæmt af þeim og eitt sinn björguðu Boro-menn á línu. Newcastle var ekki í vandræðum með Stoke. Gamla brýnið Peter Beardsley skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og Les Ferdinand gerði svo þriðja markið og hefur þar með gert 16 í 13 leikjum fyrir liðið. Darren Peacock gerði svo fjórða markið. QPR, sem Ferdinand lék með áður, stöðvaði York City, sem sló Manchester United út í síðustu umferð. York náði reyndar forystu í gærkvöldi með marki Paul Barnes á níundu mín. en Trevor Sinclair, Andy Impey og Paul Atkin (sjálfs- mark) sáu um að tryggja QPR sig- urinn. Liverpool skoraði þrisvar á síð- ustu átta mínútunum gegn Manc- hester City og martröð Alans Balls, stjóra City, heldur því áfram. Það voru Robbie Fowler, Ian Rush og Steve Harkness sem komu knettin- um í mark undir lokin en áður hafði John Scales komið Liverpool yfir. Gary Speed tryggði Leeds sigur í Derby með eina marki leiksins á 72. mín. og Ugo Ehiogu og Dwight Yorke tryggðu Aston Villa 2:0 sigur gegn Stockport. Varamaðurinn dýrmætur Það var varamaðurinn Jens Christian Madsen sem gerði sigur- mark dönsku meistaranna í liði Ala- borgar gegn Panathinaikos frá Grikkklandi í Meistaradeild Evrópu- keppninnar. Madsen skoraði, 2:1, á 88. mín. Álaborgarar komu inn í keppnina eftir að Dynamo Kiev frá Úkraínu var rekið burt vegna tilraunar 411 að múta dómara og var þetta fyrsti sigur Dananna. Erik Bo Andersen kom heimamönnum yfir á 8. mín. en Grikkimir vom betri og tóku fljótlega völdin. Þeir jöfnuðu skömmu fyrir hlé og virtust sætta sig við jafntefli — sérstaklega eftir að vamarmaðurinn Ioannis Kalitz- akis var rekinn af velli á 55. mín. Þá pökkuðu þeir í vöm en Madsen sá til þess að þeir fóm tómhentir heim — skoraði af stuttu færi eftir glæsilegan undirbúning annars varamanns, Jespers Grönkjær, á vinstri kantinum. Þetta var fyrsti sigur Dananna í keppninni, en liðið hafði áður tapað útileikjum gegn Nantes í Frakk- landi og Porto í Portúgal — liðum sem bæði höfðu tapað gegn Panath- inaikos. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Dapurt og leiðinlegt Víkingar sigruðu KR-inga með 27 mörkum gegn 21 í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. Leikurinn var ákaflega dapur og óspennandi, og við ligg- ur að segja megi að hálftíma hlé sem varð á leiknum í síðari hálfleik vegna rafmagnstmflana hafi verið há- punktur leiksins. Pyrri hálfleikur einkenndist af sveifl- um o g einstaklingsframtaki slakra leik- Stefán Eiríksson skrifar manna. Víkingar náðu fljótlega þriggja marka forskoti en KR-ingar gerðu fjög- ur mörk í röð og komust yfir, 8:7, í fyrsta og eina skiptið í leiknum, þegar tíu mínútur vom til leikhlés. Þá mætti Ámi Friðleifsson hálf haltrandi til leiks og gerði þrjú mörk í röð, en KR-ingar náðu að seiglast áfram og minnka muninn í eitt mark í hálfleik, 10:11. Víkingar gerðu tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik og juku síðan muninn hægt og bítandi. Mestur varð hann sjö mörk, en þeir sigruðu eins og áður sagði með sex marka mun. Hjá Víkingum átti Reynir Þ. Reyn- isson stórleik í markinu, varði alls 22 skot. Þá vakti Guðmundur Pálsson at- hygli fyrir góða takta og tilþrif, og áður hefur verið minnst á þátt Árna Friðleifssonar. Hjá KR-ingum var fátt um fína drætti, Ásmundur varði nokk- uð vel og Ágúst Jóhannsson fór langt á baráttunni. HESTAR Landsmót annað hvert ár? 46. ársþing Landsambands hestamannafélaga um helgina íGarðabæ HESTAMENN munu fylkja liði undir merkjum Landsam- bands hestamannaféiaga í Garðabænum um helgina og halda þar sitt 46. ársþing. Þar munu koma saman um 150 fulltrúar með tilheyrandi fylgdarliði og verða þar af- greidd ýmis mál hestamenns- kunnar. Ritstjóri tímaritsins Eiðfaxa, Rafn Jónsson, gerir þingið að umræðuefni í leiðara í nýút- komnu blaði og segir hann orðin átakalítið, deyfð- arlegt og friðsamt vera mest notuðu orðin í umfjöllun blaðsins yfir þing samtakanna síðustu árin. Gagn- rýnir hann samtökin fyrir fram- taksleysi og segir að þar ríki aft- urhaldssemi og íhald í flestum málum. Ungir og kraftmiklir menn koðni niður í pappírsfullum kerfisfmmskógi og missi áhugann á starfinu. Afkastaleysi sé áber- andi í störfum þingsins og megi finna skýringu í alltof mörgum Valdimar Kristinsson skrífar þingfulltrúum þar sem stómm hluta tímans sé varið í snakk meðan stórmálin dankast enn eitt árið og á hann þar meðal annars við sameiningarmál LH og Hesta- íþróttasambands ísiands. Það er hátt reitt til höggs í Eiðfaxa en því miður verður ekki betur séð en þarna sé á ferðinni þörf og réttmæt ádrepa. Margir þeir sem hafa fylgst með þingum og starfsemi LH úr hæfilegri fjar- lægð em sammála um að þótt ekki séu gerðar neinar stórar vit- leysur þar á bæ og þarna eigi hinir mætustu menn hlut að máli þá vanti meiri djörfung og fram- sýni í rekstur samtakanna. Að sjálfsögðu er ekki ástæða til að keyra á fullu hvert ár en er ekki sjálfsagt að gengið sé í átaksverk- efni svona þriðja hvert ár? Segja má að keyrt hafi verið meira og minna í hægagangi ailt frá því að stjóm LH undir forystu Stef- áns Pálssonar, með þá Gísla B. Björnsson, Sigurð Haraldsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Skúla Kristjónsson og Kristján Guð- mundsson sér við hlið, tók hraust- lega til hendinni í málefnum sam- takanna. Síðan em liðin ein níu ár og tímabært orðið að fríska upp á starfsemina. Ekki má skilja þessi orð á þann veg að ekkert hafi verið gert og allt látið reka á reiðanum. Samtökin hafa verið fremur vel rekin þrátt fyrir knapp- ann fjárhag. Unnið hefur verið hægt og sígandi í málefnum sam- takanna og vissulega miðað á leið í mörgu. Skýringanna á deyfðinni má líklega leita í störfum þings- ins. Velta má fyrir sér hvort vegi þar þyngra hin mannlegu sam- skipti og skemmtan eða fram- ganga málefnanna. Mikillar íhaldssemi hefur oft gætt í af- greiðslu mála þrátt fyrir að þau hafi verið vel unnin upp í hendur þingfulltrúa. Gott dæmi þar um er þegar ein stjórnin lagði til breytingar á lögum. Öllu var ýtt út af borði þingsins en tillögurnar samþykktar ári seinna óbreyttar. Tillögur um fækkun þinga og fjölda fulltrúa hafa ávallt verið felldar svo dæmi sé tékið þrátt fyrir að ljóst sé að árlegt þing- hald sé óþarft og fjöldi fulltrúa dragi úr afköstum og vinnusemi. Af þeim tillögum sem nú liggja fyrir má nefna tvær tillögur um fjölgun landsmóta sem verði þá haldin annað hvert ár í stað fjórða hvers árs. Ein tillaga fjallar um að milliþinganefnd verði skipuð sem geri tillögu að lögum samei- naðra samtaka LH og HÍS. Nokkrar tillögur fjalla um breyt- ingar á reglum um gæðinga- keppni. Þá er í einni tillögunni lagt til að hrossaræktarsambönd missi rétt til að sýna stóðhesta sína í gæðingakeppni félaga en haldi hins vegar rétti sínum gagn- vart fjórðungs- og landsmótum. Þá er lagt'til að tekinn verði upp ungmennaflokkur í gæðinga- keppni. Alls eru tillögur á annan tug og má gera ráð fyrir að ein- hveijar bætist við á þinginu. At- hygli vekur að engin tillaga fjallar um rekstur stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti. Þinghaldið sem fer fram í Garðaskóla í Garðabæ hefst klukkan tíu á föstudag og lýkur síðdegis á laugardag. Hesta- mannafélagið Andvari í Garðabæ sér um þinghaldið að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.