Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 4
Dominique Wilkins er nýr guð Grikkja í körfuknattleiknum Dýrasti leikmaður Evrópu DYRASTl körfuknattleiksmaður Evrópu, Bandaríkjamaðurinn Dominique Wilkins, virðist vera að ná sér á strik hjá gríska félag- inu Panathinaikos, en hann fær 434 milljónir króna fyrir að leika með félaginu næstu tvö árin. Stuðningsmenn Panathinaikos eru himinlifandi yfir að hafa fengið Wilkins til félagsins og þeg- ar hann mætti til Aþenu voru um fimm þúsund stuðningsmenn mætt- ir til að taka á móti honum og tíu þúsund manns komu til að sjá hann í fyreta æfíngaleiknum. „Ég er kominn til Grikklands til að vinna nokkra titla, því það er það sem menn muna eftir þegar ég sest í helgan stein,“ sagði Wilk- ins við komuna til Aþenu, en hann vann til flestra verðlauna sem hægt er að vinna til í NBA, nema að sigra í deildinni. „Konan mín kann mjög vel við sig hér í Grikklandi og það skemmir ekki fyrir að launin eru góð,“ bætti Wilkins við, en hann er sjöundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar — þar hann gerði 25.389 stig. Það var forseti Panathinaikos, Pavlos Yannakopoulos, sem taldi Wilkins á að ferðast yfír Atlantsála og tilboðið var freistandi. 434 millj- ónir íslenskra króna fyrir tveggja ára samning og engum körfuknatt- leiksmanni hefur verið greidd önnur eins upphæð í Evrópu. „Ef þú vinn- ur Evrópumeistaratitilinn fyrir okk- ur færðu andvirði þyngdar þinnar í gulli,“ heyrðu menn forsetann segja við Wilkins á fundi þar sem hann kynnti leikmanninn fyrir grískum ijölmiðlamönnum á dögunum. Peningar eru ekkert vandamál fyrir Yannakopoulos og hann hefur notað milljónir dala undanfarin fyög- ur ár til að gera Panathinaikos að stórveldi í evrópskum körfubolta. Árangurinn hingað til er að liðið hefur tvö síðastliðin keppnistímabil orðið í þriðja sæti Evrópukeppni meistaraliða, og í bæði skiptin tapað í undanúrslitum fyrir nágrönnum sínum í Aþenu, Olympiakos. „Úrsli- takeppnin verður að þessu sinni í París, þar sem ég er fæddur, og ég ætla með Panathinaikos alla leið á topp Eiffeltumsins," sagði Wilkins. Wilkins, sem er 35 ára gamall, hefur alla burði til að leiða Panat- hinaikos alla leið. Hann hefur tví- vegis sigrað í skotkeppni NBA og var lykilmaður í „Draumaliði 11“ sem varð heimsmeistari í Toronto 1994. Hann hóf ferilinn hjá Utah árið 1982 og lék síðan með Atlanta Hawks í ellefu ár, eða allt til ársins 1993 að hann fór til Los Angeles Clippers. í fyrra lék hann með Bos- ton Celtics. Körfuknattleiksunnend- ur í Grikklandi gera sér vonir um að hann eigi eftir að gera góða hluti þar. „Áhorfendur hér eru alveg ótrúlegir, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Wilkins um Grikkina. Wilkins byijaði rólega í grísku deildinni en fyrir viku átti hann stórleik gegn AEK og gerði 31 stig. „Ég hafði ekki leikið körfubolta í fjóra mánuði áður en ég kom hing- að og ég er að koma til. Hér í Evr- ópu er leikinn öðruvísi körfuknatt- leikur en í NBA, mun hægari og ég verð að aðlaga mig honum,“ segir Wilkins. Serbinn Bozidar Maljkovic er nýráðinn þjálfari'Panathinaikos, en hann hefur náð mjög góðum ár- angri með félagslið á Spáni. Maljkovic er þekktur fyrir að láta lið sin leika mjög skipulega og vam- arleikurinn er fyrir öllu hjá honum. Grískir fjölmiðlar segja að þjálfar- inn sé á rangri braut því Wilkins líki ekki að leika svona hægt. En Wilkins er atvinnumaður fram í fíngurgóma. „Ég sakna hraðans en hann [Maljkovic] ræður. Ég er bara í vinnu hjá Panathinaikos," segir Wilkins. Fyrsti stórleikur hans með nýja liðinu verður í dag, í undanúr- slitariðli Evrópukeppninnar, gegn meistumm Real Madrid. Troðið með tilþrifum DOMINIQUE Wllklns langar að gera gríska IIAIA Panathlnai- kos aA Evrópumeisturum. Hér er hann í lelk meA Atlanta Hawks í NBA delldlnni en hann lék í 11 ár meA Hawks. TENNIS Evrópuriðill kvennaliða í Kópavogi EINN riðill í Evrópukeppni kvennalandsliða í tennis verð- ur leikinn hér á landi 10. til 12. nóvember og verður leikið í Tennishöllinni í Kópavogi. Evrópukeppnin er leikin í nokkrum riðlum og verður leikið þessa sömu daga um alla Evrópu. í riðlinum í Kópa- vogi verða auk í slendinga lið frá Danmörku, Irlandi og Lúx- emborg. I hverri viðureign eru tveir einliðaleikir og einn tvfliðaleikur og yfirdómarinn kemur frá Irlandi. ÍÞRÓTTAHREYFINGIN Stefán Konráðsson hjá ÍSÍ um nýjariðkendatölur Viljum ekki taka of mikið mark á vinnuplagginu Samkvæmt bráðabirgðatölum sem íþróttasamband íslands hefur unnið úr gögnum frá íþrótta- félögum landsins voru liðlega 64.000 iðkendur í íþróttum á síð- asta ári en 1993 voru um 86.000 iðkendurskráðir. Mismunurinn felst í því að áður var eingöngu byggt á tölulegum upplýsingum frá félög- unum en nú er félagaskráin borin saman við þjóðskrá og auk þess gerður greinarmunur á iðkanda og félagsmanni. „Markmiðið með nákvæmri skráningu er að hafa allar upplýs- ingar sem réttastar," sagði Stefán Konráðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri ÍSÍ, aðspurður um nýbreytn- ina í skráningunni. „Ekki er óeðli- legt að iðkendatölur séu lægri en áður vegna núverandi fyrirkomu- lags en þar sem öll nauðsynleg gögn hafa ekki enn borist ÍSÍ viljum við ekki að tekið sé of mikið mark á vinnuplagginu. Hafa ber í huga að við erum að gera þetta á þennan hátt í fyrsta sinn og við vitum að ekki hefur verið farið rétt að á öllum stöðum en það er allra hagur að hafa allar tölur sem réttastar. Við eigum eftir að fara nákvæmlega ofan í þetta og það er næsta skref.“ Samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um eru iðkendur í knattspyrnu tæp- lega 12.000 en voru tæplega 20.000 áður. Körfuboltinn er með um 5.700 iðkendur (voru um 7.200) og hand- boltinn um 4.400 (voru um 6.200) en í golfi eru um 5.400 (voru um 5.200) og um 4.900 í fijálsíþróttum (voru um 6.900) svo dæmi séu tek- in. Meistar- arnir með sterkt lið EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid hafa sett stefnuna á enn ehm titilinn þrátt fyrir að hafa misst Arvicas Sabon- is til Portland Trailblazers. Real hefur fengið Serbann Zoran Savic til liðs við sig að beiðni þjálfara liðsins, Serbans Zelikjko Obrandovic. Hann hefur ver- ið mjög sigursæll og hefur m.a. orðið Evrópumeistari með lið sitt síðustu þijú árin, þar af tvívegis með spænsk lið. Juan Morales og Banda- ríkjamaðurinn Mike Smith eru einnig komnir til Real. Panat- hinaikos kostar sitt PAVLOS Yannakopoulos, forseti gríska liðsins Panat- hinaikos, hefur notað gríðar- lega mikla peninga til að gera lið sitt að einu þvi besta í Evrópu. Síðustu fjögur árin hefur hann keypt leikmenn og þjálfara fyrir tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Dominique Wilkins kostaði 434 miljjónir og MaJjkovic, serbneski þjálfar- inn, kostaði Yannakopoulos 93 miUjónir, en hann kann vel til verka og gerði meðal annars Yugoplastika tvívegis að Evrópumeisturum og Li- moges frá Frakklandi einu sinni. Fullt hús; 18.000 manns UPPSELT er á leik Panat- hinaikos og Real Madrid í dag en Ólympíuhöllin i Aþenu tekur 18.000 manns í sæti. Flestir munu fygjjast grannt með Dominique Wilk- ins en einnig verður fylgst vel með miðherjanum frá Króatíu, Stojan Vrankovic og hinni nýju stjörnu félagins, þriggja stiga skyttunni Frangiskos Alvertis. Ölympia- kos setti met í fýrra GRÍSKA liðið Olympiakos hefur einnig átt sæti í úrslit- um Evrópukeppninnar und- anfarin ár og stefnan er auð- vitað sett þangað einu sinni enn. Forseti félagsins er Socratis Kokkalis og hefur hann notað um 1,2 miljjarða króna síðustu árin til að byggja upp gott lið. Yannis Ioannidis er þjálfari liðsins en hann er án efa besti gríski þjálfarinn og hefur flmm sinnum verið í úrslitakeppn- inni. Mikill áhugi er á körfu- knattleik í Grikklandi og í fyrra var sett nýtt met þjá Olympiakos þegar 221.000 VIKINGALOTTO: 3 10 13 23 27 35 + 16 34 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.