Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1
I ' m if!1illlli MMMNMMMNBtt LANDSMANNA PíH-0tiírtil(íií>ÍÍ5 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER BLAÐ B Guðni fær góða dóma Guðni Bergsson, landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu, fær mjög góða dóma í ensk- um fjölmiðlum fyrir frammi- stöðu sína með Bolton í leikn- um gegn Arsenal í fyrrakvöld sem Bolton vann 1:0. í dag- blaðinu Sun fá Guðni og markvörðurinn Keith Brana- gan 8 í einkunn, en aðrir leik- menn fá minna. Guðni var útnefndur maður leiksins í umræddu blaði og sagt að hann hafi haldið hinum mark- sækna Ian Wright alveg niðri auk þess að vera sem klettur í vörninni. Branagan mark- vörður var hins vegar út- nefndur maður leiksins á Sky sjónvarpsstöðinni sem sýndi leikinn í beinni útsendingu. Arsenal var mun meira með boltann í leiknum og sótti stíft, sérstaklega í síðari hálfleik og átti m.a. 24 skot að marki Bolton í öllum leikn- um. Markið sem John McGin- aly gerði fyrir Bolton í fyrri hálfleik var það fyrsta sem David Seaman, markvörður Arsenal, fær á sig í 433 leik- mínútur. Þetta var annar sig- ur Bolton á þessari leiktíð, áður hafði liðið lagt meistara Blackburn. Bolton og KSI tak- ast á um Guðna BOLTON hefur lagt hart að Guðna Bergssyni að spila síðari bikarleikinn gegn Leicester næsta miðvikudag, en Guðni á að koma til móts við íslenska landsliðið í Amsterdam daginn áður, á þriðjudeginum, til undir- búnings fyrir Evrópuleikinn gegn Ungverjum sem fram fer annan laugardag i Búdapest. Fyrri leikur Bolton og Leicest- er í bikarkeppninni endaði með markalausu jafntefli og er því mikið í húfi fyrir Bolton að hafa alla sína bestu menn með í síðari leiknum og þess vegna hafa framkvæmdastjórar félagsins, Colin Todd og Roy McFarland, farið fram á það við Guðna að hann spili bikarleikinn. „I svona tilfellum togast alltaf á hagsmun- ir landsliðsins og félagsins. Auð- vitað hefði ég viljað spila með Bolton gegn Leicester og koma síðan í landsleikinn, en það er ekki hægtþvi landsleikurinn er á laugardegi og landsliðið þarf að koma saman með góðum fyrir- vara. Landsliðið hefur forgang,“ sagði Guðni. Marki fagnað Reuter DANSKI lelkmaðurlnn Dan Eggen fagnar hér marki sínu gegn Liverpool á Anfield Road, sem varð til þess að Bröndby sló Llverpool út úr UEFA-blkarkeppninni. Meistaradeild Evropu i beinni útsend- ingu á Sýn SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur samið um einkarétt á íslandi á beinum útsendingum frá Meistardeild Evrópu í knattspyrnu á yfirstand- andi tímabili og því næsta. Fyrsta útsendingin hefst kl. 19.20 í kvöld og varð viðureign Skot- landsmeistara Glasgow Rangers og Ítalíumeist- ara Juventus á Ibrox-leikvanginum í Glasgow fyrir valinu. „Besta knattspyrna heims er í þessari deild og þvf er mikilvægt að sýna beint frá henni,“ sagði Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, við Morgunblaðið. Næstu umferðir sem jafnframt eru lokaumferðirnar í riðlakeppninni verða 22. nóvember og 6. desember og verður einn leikur í beinni útsendingu hjá Sýn hvort kvöld. Páll sagði að valið væri erfitt því allt væru þetta góðir leikir. Farið yrði eftir stöðu liðanna og möguleikum þeirra á að komast áfram. 6. og 20. mars verða leikir í átta liða úrslitum í beinni útsendingu, 3. og 17. apríl fara undanúrslitaleik- irnir fram og úrslitaleikurinn 22. maí. „ Við sýn- um því átta leiki í meistaradeildinni beint í vet- ur,“ sagðí Páll og bætti við að þráðurinn yrði svo tekinn upp næsta haust. Sýn hefur formlegar útsendingar innan skamms en tekur forskot á sæluna í kvöld og verður útsendingin opin fyrir alla á útbreiðslu- svæði stöðvarinnar, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum. Á umræddu svæði er Sýn inni á öllum sjónvarpstækjum á söniu rás og Stöð 2 var á fyrir myndlyklaskiptin (VHF-12). Grindvíkingar í viðræðum við Guðmund Torfason GRINDVIKINGAR hafa sett sig í samband við Guðmund Torfason um að gerast þjálfari og leikmaður liðsins næsta keppnistíntabil. „Já, ég neita því ekki að þeir hafa talað við mig. Þetta er nú allt á um- ræðustigi enn. Það er verið að skoða málin og það skýrist á næstu dögum hvað verður," sagði Guðmundur. Hann lék með Fylki sl. sumar jafnframt því að vera aðstoðarþjáifarí og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Guðmundur er sjó- aður í boltanum og var búinn að vera atvinnumaður í knattspyrnu í rúm átta ár áður en hann kom til Fylkis fyrir síðasta keppnistimabil. Hann lék með Beveren, Winter- slag og Genk í Belgíu, Rapid Vín í Austurríki og St. Mirren og St Johnstone i Skotlandi. Liverpool fékk skell Bröndby, dönski sem er i öðru áæti dönsku deildarinnar kom á óvart í Liverpool í gærkvöldi og sló fyrrum Evrópumeistara Liverpool út úr Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Liðin gerðu marka- laust jafntefli í fyrri leiknum fyrir hálfum mánuði en Dan Heggen skoraði á 78. mínútu á Anfield og tryggði danska liðinu 1:0 sigur og farseðilinn i þriðju umferð. Liverpool tókst ekki að nýta sér góðán stuðning tæplega 36.000 manns og átti í erfiðleikum með að komast í gegnum þétta vörn Bröndby. Reyndar skoraði Ian Rush þegar á fyrstu mínútu eftir gott spil og sendingu frá Robbie Fowler frá vinstri en þrátt fyrir að markið væri vel gert hjá fyrirliðanum var það réttilega dæmt af vegna rang- stöðu. Bröndby hefur leikið vel í keppn- inni og ekki fengið mark á sig í sex leikjum en áhorfendur á Anfield klöppuðu liðinu lof í lófa að leik loknum. Eggen hefur leikið stórt hlutverk sem miðvörður og hann sá ekki eftir að hafa farið fram undir lokin þegar Ole Bjur tók horn- spyrnu. Hann var einn á auðum sjó sex metra frá marki og skallaði örugglega í netið. Lazio...bls. B3 HANDKNATTLEIKUR: 100. LANDSLEIKUR GEIRS SEM FYRIRLIÐI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.