Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 C 3 -f ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Badminton Opna A og B flokks mót HSK A-flokkur - einliðaleikur karla 1. Indriði Bjömsson, TBR 2. Reynir Guðmundsson, HSK Tvfliðaleikur 1. Gunnar Bjömsson og Jóhannes Helga- son, TBR 2. Indriði Björnss. og Skúli Sigurðss., TBR B-flokkur - einliðaleikur karla: 1. Arnar Már Ólafsson, KR 2. Gunnar Halldórsson, KR Tvíliðaleikur 1. Hrafnkell Bjömsson og Ágúst Eiríksson, TBR/KR 2. Amar M. Ólafsson og Gunnar Halldórs- son, KR B-flokkur kvenna - einliðaleikur: 1. Svava Svavarsdóttir, HSK 2. Unnur Rán Reynisdóttir, HSK Meistaramót KR Opið mót, haldið laugardaginn 11. nóvem- ber. Keppt var í tvíliða- og tvenndarleik. Tviliðaleikur karla: 1. Tryggvi Nielsen og Njörður Lúðviksson, TBR 2. Þorsteinn Páll Hængsson og Guðmundur Adolfsson, TBR ■Þess má geta að Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson vora ekki með á mótinu því þeir era staddir erlendis. Tvfliðaleikur kveima: 1. Guðrún Júlíusdóttir, TBR og Brynja Pét- ursdóttir, ÍÁ 2. Maria Thors, KR og Áslaug Jónsdóttir, TBR Tvenndarleikur 1. Guðmundur Adolfsson, TBR og Brynja Pétursdóttir, ÍA 2. Tryggvi Nielsen og Margrét Þorsteins- dóttir, TBR NFL-deildin Buffalo - Atlanta..................23:17 Detroit - Tampa Bay.............. 27:24 Green Bay - Chicago................35:28 Houston - Cincinnati...............25:32 Jacksonville - Seattle.............30:47 Miami - New England...............17:34 New Orleans - Indianapolis.........17:14 NY Giants - Oakland................13:17 St. Louis - Carolina...............28:17 ■Arizona - Minnesota...............24:30 Dallas - San Francisco.............20:38 ■San Diego - Kansas City............7:22 Philadelphia - Denver..............31:13 Staðan Ameríska deildin Austurriðill Sigrar, töp, mörk Buffalo...................7 3 195:172 Miami......................6 4 255:181 Indianapolis...............5 5 186:200 NewEngland.................4 6 167:218 NYJets.....................2 8 137:257 Miðriðill Pittsburgh.................5 4 208:208 Cleveland..................4 5 178:193 Cincinnati.................4 6 238:228 Houston....................4 6 218:203 Jacksonville...............3 7 168:233 Vesturriðill KansasCity.................9 1 245:148 Oakland....................8 2 250:153 Denver.....................5 5 219:174 Seattle....................4 6 222:253 SanDiego...................4 6 169:208 Landsdeild Austurriðill Dallas.....................8 2 285:181 Philadelphia...............6 4 207:229 Washington.................3 7 207:241 Arizona....................3 7 164:262 NYGiants...................3 7 180:218 Miðriðill Chicago....................6 4 280:245 GreenBay...................6 4 246:216 Minnesota..................5 5 219:225 TampaBay...................5 5 158:175 Detroit....................4 6 236:247 Vesturriðill Atlanta....................6 4 210:220 SanFrancisco...............6 4 250:140 STLouis....................6 4 195:205 Carolina...................4 6 175:206 NewOrleans.................4 6 181:209 íkvöld Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Grótta.....kl. 20 Selfoss: Selfoss - KA..........kl. 20 Strandgata: Haukar-ÍBV.........kl. 20 Varmá: Afturelding - KR.........kl. 20 Valsheimili: Valur-ÍR...........kl. 20 Víkin: Víkingur-FH.............kl. 20 1. deild kvenna: Höllin: KR-Fylkir...........kl. 18.15 KA-húsið: ÍBA-Valur.........ki. 20.30 Strandg.: Haukar- Víkingur...kl. 18.15 Vestm’eyjar: ÍBV-Stjarnan.......kl. 20 2. deild karla: Fylkishús: Fylkir - Reynir......kl. 20 Smárinn: Breiðablik - Ármann...kl. 20 Blak 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Þróttur R..........20 FELAGSLIF Aðalfundur hjá ÍR Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember í fé- iagsheimili ÍR við Skógarsel kl. 20.30. Sambandsþíng UMFÍ 39. sambandsþing Ungmennafélags íslands verður haldið á Laugum f Suður-Þyngeyjar- sýslu dagana 18. og 19. nóvember. Þingið verður sett kl. 09.00 árdegis á laugardag. Veit að hveiju éggeng Stóra verkefni Loga sem landsliðs- þjálfara verður að stýra landsl- iðinu í undankeppni HM í Frakklandi 1998. íslenska landsliðið var ekki langt frá því að komast í lokakeppni HM á Ítalíu 1990 undir stjóm Siegfri- ed Held — aðeins herslumuninn vant- aði og liðið var heldur ekki langt frá því að komast í HM í Bandaríkjunum undir stjóm Ásgeirs Elíassonar. Eftir góðan árangur í HM náðist ekki tak- markið í undankeppni Evrópukeppni landsliða — að ná betri árangri. Logi fylgdist grannt méð Ásgeiri undirbúa liðið fyrir leiki gegn Tyrkjum í Reykja- vík og Ungveijum í Búdapest, þar sem blaðamaður settist niður með honum að leik loknum. Þú fylgdist með undirbúningnum fyrir leikinn í Búdapest. Er það ekki áhyggjuefni hvað gerðist I leiknum sjálfum? „Jú, vissulega er það áhyggjuefni þegar lið nær ekki upp stemmningu fyrir leik og sérstaklega þegar menn leika með íslenska fánann á bijóstinu. Það eitt að leíka fyrir Ísland á að vera nægilegt til að leika sig fram í leiknum, sem menn náðu ekki gegn Ungveijum. Það er svo annað mál að umgjörðin í kringum leikinn hjá Ungveijum og þýðing hans var ekki mikil, en samt sem áður vil ég að stemmningin í kringum liðið og í lið- inu sjálfu sé meiri. Það sem ég sá í þessari ferð nýtist mér mjög vel — ég var á fundinum hjá Ásgeiri fyrir leikinn og hef reyndar verið áður á fundum hjá honum. Ég veit hvað hann er að biðja um og þess vegna þykir mér það slæmt að sjá þá hluti sem hann óskar eftir ekki gerast inni á vellinum. Eins og hann lagði upp leikinn í Búdapest, þá sagði hann að hver einasti landsleikur hefði þýðingu. Það átti að vera metnaður hjá leik- mönnunum að verða fyrir ofan Ung- veija í riðlinum — við vorum með fimm stig eins.og þeir þegar leikurinn hófst." „Vel þá leikmenn sem égheftrú á“ Það er Ijóst að það er viss tímamót hjá landsliðinu. Með liðinu hafa leikið leikmenn sem eru komnir á efri árin á knattspymuferli sínum. Sérð þú miklar breytingar á landsliðinu undir þinnj stjóm? „Ég mun, eftir þessa ferð til Ung- veijalands setjast niður, til að kanna hvað gerist í þeim ihálum. Það er vissulega rétt, að nokkrir leikmenn sem hafa leikið með landsliðinu eru komnir á efri ár og þvi kannski tíma- bært að gera einhveijar breytingar. Ég mun þó, sem Ásgeir hefur gert, ekki vera að velta því mikið fyrir mér hversu gamlir leikmennimir eru, held- ur hvort hann sjálfur hafi trú á honum og telji að hann hafi eitthvað að segja fyrir liðið — þá skiptir ekki máli hvað gamall leikmaðurinn er. Ef menn eru að hugsa um leikmann eins og Amór Guðjohnsen, sem er geysilega góður knattspymumaður, þá veltur það að- eins á honum sjálfúm í hvaða æfíngu hann er. Ef hann er nægilega góður til að leika með landsliðinu áfram, þá verður hann í liðinu. Ef menn eru að hugsa um Sigurð Jónsson, þá á . ég ekki von á öðru en hann gefí sig í það að leika með landsliðinu á fullum krafti. Ég þekki hann vel og veit að hann hefur metnað til að leika fyrir hönd íslands hvar og hvenær sem er — og sýna sig og sanna.“ Spennandi verkefni framund- an á Möltu Hvenær kemur þú til með að velja þinn_ fyrsta landsliðshóp? „Ég mun velja landsliðshóp sem mun mæta á einhveijar æfíngar í janúar, þar sem við leikum þijá lands- leiki á Möltu í byijun febrúar. Ég „Við viljum alltaf verða betrí. Ég trúi því og treysti að menn komi til með að leggja sig fram — við vitum að það urðu straumhvörf í íslenskri knatt- -------------------------------------------------- spymu þegar Asgeir Elíasson tók við landsliðinu. Hann fékk leikmenn til að trúa því að þeir gætu leikið knattspymu gegn erlendum landsliðum — fékk menn til að trúa því að þeir gætu unnið hvaða lið sem væri á góðum degi,“ sagði Logi Qlafsson, sem hefur tekið við landsliðsþjálfarastarfinu, í við- tali við Sigmund O. Steinarsson. „Nú þurfum við að fylgja þessu eftir, við þurfum að ná meira jafn- vægi upp í okkar leik og halda áfram að þróa það sem Ásgeir hefur gert.“ Morgunblaðið/Sigmundur^ ó. Steinarsson LAIMDSLIÐSÞJÁLFARARNIR Logl Ólafsson og Ásgeir Elíasson áöur en haldlð var í síðasta landslelklnn undlr stjórn Ásgelrs — — gegn Ungverjum í Búdapest. ina á sér sem sér um ýmis mál sem koma upp, án þess að ég þurfí að hafa áhyggjur af, þannig að ég get einbeitt mér að leikmönnum og leikn- um sjálfum. Ég mun fljótlega setjast niður með Gústafí, Kristni, Geir, landsliðsnefndinni, formanni KSÍ og framkværndastjóra, og fara yfír öll þessi mál. — hvemig við komum til með að skipuleggja hlutina.“ Það er greinilegt að þú ert að ger- ast bóndi á góðu búi? „Já, ég hef marga sterka menn á bak við mig. Það verða alltaf gerðar kröfur til landsliðsins í knattspymu og við náum ekki alltaf að fá fólk til að líta raunsætt á málin. Við viljum alltaf verða betri. Ég trúi því og treysti að menn komi til með að leggja sig fram — við vitum að það urðu straumhvörf í íslenskri knattspymu þegar Ásgeir Elíasson tók við. Hann fékk leikmenn til að trúa því að þeir gætu leikið knattspymu gegn erlend- um landsliðum — fékk menn til að trúa því að þeir gætu unnið hvaða lið sem væri á góðum degi. Nú þurfum við að fylgja þessu eftir, við þurfum að ná meira jafnvægi í leik okkar og halda áfram að þróa það sem Ásgeir hefur gert.“ Bíða spenntir eftir HM-drætti í París Það þarf ekki að spytja þig — þú bíður að sjálfsögðu eftir drættinum í undankeppni HM, sem verður í París 12. desember? „Já, ég neita því ekki. Þá verður ljóst hveijir verða mótheijar okkar — við getum lent í fimm eða sex liða riðli, sem þýðir að við leikum átta til tíu ieiki í undankeppninni. Allir sem fylgjast með landsliðinu í knatt- spymu bíða spenntir eftir þessum degi — að fá að sjá hveijir mótheijar okkar verða. Það er þýðingarmikið fyrir okkur að fá eina góða peninga- þjóð, sem gæfi okkur tekjur vegna sjónvarpsútsendingar. Þá væri ekki slaamt að fá þjóðir sem eru fyrir ofan okkur í styrkleikaflokki, sem við getum ráðið við á góðum degi, svo eigum við náttúrlega að klára dæmið gegn liðinu sem er fyrir neðan okk- ur.“ Hvort vilt þú fimm eða sex liða ríðil? „Ég hef ekki velt því fyrir mér hvort sé hentugra fyrir okkur. Miðað við þá reglu sem er í gildi með notk- un á landsliðsmönnum, sem leika með erlendum liðum, er „klásúla" um að það sé hægt að kalla þá í sjö leiki á ári. Ef við erum í sex liða riðli þá þurfum við að leika fimm leiki á ári, þannig að ég á rétt á atvinnumönnunum í tvo aðra leiki.“ Weah fagnað sem þjóðhetju GEORGE Weah frá Líberíu, sem var kjörinn besti Afríkumaðurinn í knatt- spyrnunni í Evrópu hjá franska knattspyrnublaðinu Onze Mondial, kom til Monróvíu í fyrradag til að taka við sérstökum verðlaunum frá blaðinu vegna útnefningarinnar sem var fyrir frammistöðu í frönsku deildinni. Weah lék með PSG áður en AC Milan á Ítalíu keypti miðherjann fyrir yfír- standi keppnistímabil. Mikill mannfjöldi var á flugvellinum við komu kapp- ans og var honum fagnað sem þjóðhetju. mun fylgjast með leikmönnum sem eru erlendis og ræða við leikmenn sem eru heima. Minn fyrsti landsliðshópur mun líta dagsins ljós á nýju ári.“ Er það ekki spennandi verkefni að fá tækifæri til að fara með landsliðið í þriggja leikja ferð til Möltu? „Oneitanlega er það spennandi verkefni. Við leikum gegn Möltu, Rússlandi,_sem er mjög sterkt lið, og Slóveníu. Á Möltu verð ég með landsl- iðið í rúma viku og við leikum þijá leiki á fímm dögum, þannig að ég fæ tilvalið tækifæri til að skoða leik- menn. Það verður væntanlega friður um þessa ferð, en ég geri með fylli- lega grein fyrir að það verður pressa á liðinu. Hugsunarháttur íslensku þjóðarinnar er þannig, að það eru gerðar kröfur og menn vilja vinna leiki — gildir þá engu máli hvort við höfum ekki eins góðar aðstæður til að iðka knattspymu og andstæðingar okkar. Það gerir starfið spennandi og ögrandi.“ Þér fínnst greinilega landsliðs- þjálfarastarfíð skemmtilegt verkefni? „Jú, það er það. Ég hefði aldrei tekið það að mér með því að sleppa Skagaliðinu, nema að ég vissi að þetta yrði skemmtilegt. Ég hef kynnst starfínu, ég hef verið með Ásgeiri áður á ferðinni og hef unnið hjá Knattspymusambandi íslands áður. Ég veit að hverju ég geng. Þá þekki ég leikmennina alla og hef fylgst vel með íslenskri knattspyrnu í gegnum tíðina.“ „Er með sterka menn bak við mig“ Hvaða menn koma til með að verða þínir aðstoðarmenn með landsliðið? „Það verður ekki ráðinn fastur aðstoðarmaður, sem heitir aðstoð- arlandsliðsþjálfari, heldur verða Gú- staf Bjömsson og Kristinn Bjömsson mínir aðstoðarmenn. Ef svo ber undir mun ég taka þá báða með mér í þau verkefni sem ég er að fást við hveiju sinni. Við viljum búa til ákveðinn hóp manna sem er á bak við a-landsliðið, þar sem við vitum að landsliðið hefur stuttan tíma til að undirbúa sig fyrir hvert ve'rkefni. Að mínu mati var ferðin til Ung- veijalands of löng. Ég held að það sé erfítt við þær aðstæður sem við þurftum að búa við — leikmenn sem leika á Islandi höfðu ekki leikið lengi og voru ekki vel á sig komnir líkam- lega. Það er því ekki þorandi, eins og Ásgeir gerði réttilega í ferðinni, að vera með tvær æfíngar á dag. Þá hugsaði hann um að leikmenn væru vel út hvíldir þegar út í slaginn væri farið. Mér fínnst persónulega að það skapist meiri stemmning í hópnum ef farið er út tveimur dögum fyrir leik, æft þá einu sinni, tvisvar daginn fyrir leik og eitthvað lauslega um morguninn á keppnisdegi. Þá þarf ég að hafa góða menn með mér eins og Gústaf og Kristin. Gústaf er með fjög- urra ára reynslu sem starfsmaður með Ásgeiri og situr inni með mikið af þekkingu um ýmsa hluti sem koma upp við landsleiki. Það er mér mjög mikilvægt að hafa þannig mann við hliðina á mér. Þá er hið nýja starf sem Geir Þorsteinsson er í hjá KSÍ — sér um alþjóðleg samskipti og rekstur landsliðanna, mjög mikilvægt. Það er mikill styrkur í að hafa mann við hlið- Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson GEIR Þorsteinsson hafðl í mörg horn aö líta í ferö landsliðsins til Ungverjalands. Hér er Geir að skrá inn farangur landsllðsins frá Amsterdam til Búdapest. „Reyndu aðfreista mín, en þaðvarof seint," segir Hlynur Stefánsson, sem er byrjaður að pakka niður Orebro gerði tilraun til að halda Hlyni Stefánssyni, landsliðs- manni, með því að kalla hann á fund í gærmorgun - til að bjóða honum nýj- an samning. „Þeir reyndu að freista mín með því að bjóða mér góðan eins árs samning, en það var of seint,“ sagði Hlynur Stefánsson. Hlynur sagði að það hafi verið erfitt að ræða við forráðamenn Örebro þegar keppnistímabilinu var að ljúka, til að fá hreint út um framhaldið. „Nú þegar þeir átta sig á að þeir eru að missa leikmenn, vakna þeir til lífsins og bjóða nýjan samning. Það er viss söknuður að fara héðan eftir fjögur ár, þar sem ég og kona mín höfum eignast góða vini og okkur hefur liðið vel hér. En eins og ég hef sagt áður, vorum við byijuð að fá heim- þrá síðastliðið sumar. Við erum byijuð að pakka niður og komum heim í byij- un desember,“ sagði Hlynur, sem segir að spennandi verkefni bíði í Eyjum. „Það verður skemmtilegt að koma heim og leika með hinu unga ÍBV-liði.“ HLYNUR Stefánsson. Orebro bauð Hlyni nýjan samning Samhugur í verki fékk kennslukostnaðinn 34 KNATTSP YRNUÞJÁLFARAR sóttu D-stigs námskeið í Hen- nef rétt utan við Köln í Þýskalandi í liðinni viku en þetta er hæsta stig þjálfaramenntunar KSÍ og fyrsti hópurinn sem lýkur því. Á meðal þjálfara voru fimm þjálfarar liða í 1. deild karla og þótti námskeiðið takast vel. Dr. med. Heinz Liesen, sem hefur starfað við rannsóknir og kennslu við þjálfunarmiðstöðina í Köln frá opnun hennar, og dr. Birna Bjarnason, sem vinnur með Lies- en, sáu að miklu leyti um fræðilega þáttinn á námskeiðinu. í stað þess að taka við greiðslu vegna kennslu og kostnaðar létu þau fulltrúa hópsins fá upphæðina frá þátttakendunum og báðu hann að koma henni til skila í söfnunina Samhugur í verki til styrktar þeim sem um sárt eiga að binda vegna hörmunganna á Flateyri. Aðeins Qögur liðömgg - í úrslitakeppni EM í Englandi ^^ðeins gestgjafar Englands, Spánn, Rússland og Sviss hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem verður í Englandi í byijun júní á næsta ári. 16 lið mæta til Eng- lands og í kvöld ræðst hvaða 11 lið bætast i hópinn en liðin með sjö- unda og áttunda besta árangur í 2. sæti riðils leika um 16. sætið í Liverpool 13. desember. Gestgjafamir, sigurvegarar riðl- anna átta og þau sex lið sem ná besta árangri í 2. sæti fara beint í úrslitakeppnina. Verði lið jöfn að stigum f riðli gilda fyrst stig í inn- byrðis leikjum. Sé enn jafnt ráða mörkin í innbyrðis viðureignum. Skeri þau ekki úr um málið er næst litið á fjölda gerðra marka á útivelli. Ef allir þessir liðir eru jafn- ir gilda allir leikir, fyrst markamun- ur, svo gerð mörk og síðan mörk gerð á útivelli. Sé enn og aftur jafnt ráð_a spjöldin úrslitum. Árangur liða í 2. sæti er fyrst metinn út frá stigum gegn liðum í 1., 3. og 4. sæti riðilsins. Fyrst eru stigin lögð til grundvallar, síðan markamunur ef á þarf að halda, gerð mörk, mörk á útivelli og loks spjöldin, sé enn jafnt. 1. riðill: 5 3 1 16:9 18 4 5 0 20:2 17 4 2 3 14:16 14 3 3 3 14:12 12 3 3 3 13:11 12 0 0 9 2:29 0 ■Leikir dagsins: Slóvakía - Rúm- enía, Azerbaijan - Pólland, Frakk- land - ísrael. Ef Rúmenía sigrar Slóvakíu verð- ur Rúmenía í fyrsta sæti en ef Rúmenía tapar eða gerir jafntefli og Frakkland sigrar ísrael verður Frakkland í fyrsta sæti. Ef Rúmen- ía og Frakkland tapa verður Frakk- land fyrir ofan Slóvakíu þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í Slóvakíu og Frakkland vann heima- leikinn 4:0. 2. riðill: Spánn... Danmörk.... Belgía..... Makedónía.... Kýpur...... Armenía... Rúmenía 9 9 Slóvakía 9 Pólland 9 ísrael 9 Azerbaijan 9 ......9 1 ......9 1 ......9 1 9 7 2 0 22:4 .9 5 3 1 .9 4 2 3 4 4 3 5 2 6 23 16:8 18 16:12 14 9:15 7 5:19 6 4:14 5 ■Leikir dagsins: Spánn - Make- dónía. Kýpur - Belgía, Danmörk - Armenía. Spánn hefur þegar sigrað í riðlin- um og Danmörk er nær örugg með að verða í hópi sex efstu liða í 2. sæti. 3. ríðill: Sviss 8 6 2 1 15:7 17 Tyrkland 7 4 2 1 14:6 14 Svíþjóð 7 2 2 3 7:8 8 Ungverjaland 8 2 2 4 7:13 8 ísland 8 1 2 5 3:12 5 keppni stórmóts síðan á HM 1954. 4. riðill: Króatía.............9 6 2 1 20:4 20 Ítalía..............9 6 2 1 16:6 20 Litháen..„..........9 5 1 3 13:8 16 Úkraína............10 4 1 5 11:15 13 Slóvenía............9 3 2 4 12:11 11 Eistland..........10 0 0 10 3:31 0 ■Leikir dagsins: Slóvenía - Króat- ia, Ítalía - Litháen. Ef Króatía sigrar Slóveníu og Ítalía sigrar Litháen, verður Króat- ía í 1. sæti vegna betri stöðu úr innbyrðis leikjum gegn Ítalíu. 5. ríðill: Noregur..............9 6 2 1 17:4 20 Tékkland.............9 5 3 1 18:6 18 Holland..............9 5 2 2 20:5 17 . Hvíta-Rússland......10 3 2 5 8:13 11 Lúxemborg............9 3 1 5 3:18 10 Malta...............10 0 2 8 2:22 2 ■Leikir dagsins: Tékkland - Lúx- emborg, Holland - Noregur. Þetta er opnasti riðillinn. Holland verður að sigra Noreg til að kom- ast í úrslitakeppnina. Tékkland tap- aði óvænt 1:0 í Lúxemborg í júní sem leið en ekki er almennt talið að sagan endurtaki sig. 6. riðill: 9 9 Austurríki 9 9 10 Liechtenstein 10 1 26:7 20 9 5 2 2 17:8 17 3 26:9 16 1:40 1 írland, ■Leikur dagsins: Svíþjóð - Tyrk- land. Sviss er komið áfram hvernig sem leikurinn fer. Ef Tyrkland sigr- ar Svíþjóð verður Tyrkland í 1. sæti og kemst í fyrsta sinn í úrslita- ■Leikir dagsins: Portúgal Norður-Irland - Austurríki. Sigur eða jafntefli gegn írlandi tryggir Portúgal 1. sæti riðilsins. Tap þýðir að Portúgal verður að leika aukaleik um 16. sætið í úrslit- um i Liverpool 13. desember. Aust- urríki verður fyrir ofan írland með því að ná betri árangri í Belfast en Irland í Lissabon því Austurríki stendur betur að vígi í innbyrðis leikjunum. Ef írland sigrar Portú- gal verða írar sigurvegarar riðils- ins. 7. riðill: Búlgaría............9 7 1 1 23:7 22 Þýskaland...........9 7 1 1 24:9 22 Georgía.............9 5 0 4 12:10 15 Albanía.............9 2 1 6 9:15 7 Wales...............9 2 1 6 8:18 7- Moldóva.............9 2 0 7 8:25 6 ■Leikir dagsins: Þýskaland - Búlg- aría, Albanía - Wales, Moldóva - Georgía. Leikur Þýskalands og Búlgaríu sker úr um hvort liðið verður í 1. sæti. Verði jafntefli hefur Búlgaría vinninginn vegna 3:2 sigurs í fyrri leiknum. 8. riðill: Rússland............9 7 2 0 31:4 23 Skotland............9 6 2 1 14:3 20 Grikkland...........9 5 0 4 18:9 15 Finnland............9 5 0 4 17:15 15 Færeyjar............9 2 0 7 10:30 6, SanMarínó...........9 0 0 9 2:31 0 ■Leikir dagsins: Skotland - Sar Marínó, Rússland - Finnland Grikkland - Færeyjar. Rússland hefur þegar sigrað riðlinum og aðeins ótrúlegnstu úr- slit í öðrum riðlum geta komið í veg fyrir að Skotland fari í úrslita keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.