Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 1
 fN**£t«iÞIafrU> 1995 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER BLAD B Sigurður segir tilboð Örebro umhugsunarvert LANDSLIÐSMAÐUKINN Sigurður Jónsson er að velta tilboði sænska félagsins Örebro fyrir sér og gerir ráð fyrir að taka ákvðrðun fljót- lega. Hins vegar telur hann að ekki verði af frekari viðræðum við norska félagið Lilleström. Eins og kom fram í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins fóru Sigurður og Guðjón Þórðarson, þjálfariÍA, til Gautaborgar um helgina vegna tilboðs Örebro. „Þetta er alvarlegt tilboð,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið en um er að ræða samning til tveggja ára. Sigurður sagði að Örebro væri undir miklum þrýstingi að fá nýja leikmenn í stað þeirra sem horfið hefðu á braut og því vildi félagið ganga frá leikmannamálum sem fyrst. KNATTSPYRNA Kristinn stjómar Valsmönnum KRISTINN Björnsson, sem tók við þjálfun 1. deildar liðs Vals síðsumars, lauk umbeðnu verk- efni að siðasta deildarleik loknum en þar sem ekki hefur verið ráðinn nýr þjálfari féllst hann á að sjá um æfingar liðsins til áramóta. Hann er annars þjálfari A-landsliðs kvenna sem og U-20 ára kvennaliðsins. Theódór S. Halldórsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals, sagði við Morgunblaðið að þar sem væri verið að reyna að finna þjálfara erlendis til lengri tíma færu Valsmenn sér að engu óðslega. Hann sagði ennfremur að fyrst og fremst væri verið að athuga málin í Eng- landi og Rússlandi og þjálfari sem væri einnig leikmaður væri síður inni í myndinni. Andri frá Þór á Akureyri til Fylkis ANDRI Marteinsson, knattspyrnumaður sem lék með Fjölni og Þór frá Akureyri sl. sumar og þar áður með FH, hefur ákveðið að leika með Fylki í 1. deildinni næsta sumar. Hann er annar leikmaðurinn sem bætist við leikmannhóp Fylk- is því áður hafði Enes Cogic komið frá ÍR. Þórhallur Dan Jóhannsson, sem hafði hugsað sér til hreyfings og var m.a. orðaður við Grinda- vik, hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Árbæinga. Klinsmann með fjögur mörk fyrir Bayern JURGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins, gerði tvö mörk í 3:1 sigri Þýskalands gegn Búlg- aríu í riðlakeppni Evrópumótsins fyrir viku og tryggði liði sínu sæti í úrslitakeppninni. Hann bætti um betur í gærkvöldi, þegar Bayern Miinchen vann Benfica 4:1. Klinsmann gerði öll mörk þýska liðsins og lagði sitt af mörk- um til að koma Bayem í fjórðu umferð Evrópukeppni félagsliða en þetta var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð. Klinsmann gerði þrjú mörk á 16 mínútna kafla í fyrri hálfleik, skoraði á 27., 32. og 43. mínútu og bætti fjórða markinu við með skalla mínútu eftir hlé. Kalt var í MUnchen en hetjan lét það ekki á sig fá og fagnaði eins og henni einni er lagið — fleygði sér fram og lét sig renna á vellinum við mikinn fögnuð um 40.000 áhorf- enda. Alþjóða knattspyrnusambandið verður að fallast á tillögur UEFA Formenn átfusambandanna styðja tillögur Johanssons Formenn knattspyrnusam- banda álfanna hafa ákveðið að styðja nokkrar af hugmyndum Svíans Lennarts Johanssons, for- manns knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem hann lagði fram í sumar undir nöfnunum Framtíðarsýn I og Framtíðarsýn II. Veigamesta samþykktin hefur með skiptingu hagnaðar af HM að gera en einnig var samþykkt að auka völd álfusambandanna á eigin svæðum og vægi þeirra í kosningu nefndarmanna hjá Al- þjóða knattspymusambandinu, FIFA. Þetta þykir mikill sigur fyrir Johansson en að sama skapi viss ósigur fyrir Joao Havelange, forseta FIFA. Formennimir sex funduðu með Havelange í aðalstöðvum FIFA í Zurich og var Johansson kátur að fundi loknum. „_Er hægt að biðja um meira? Ég er mjög ánægður," sagði hann. Tillögur Svians um að álfurnar skiptust á um að halda úrslitakeppni HM eftir ákveðinni röð og að fram- kvæmdastjórn FIFA yrði kosin samkvæmt breyttum reglum voru lagðar til hliðar að sinni. „Við erum ánægðir með niðurstöðum- ar,“ bætti Johansson við, „en við lítum ekki á okkur sem sigurveg- ara. Það sigraði enginn og tapaði enginn — allar ákvarðanir voru samþykktar samhljóða." Sepp Blatter, framkvæmda- stjóri FIFA, sagði að í samþykkt- unum fælist m.a. að ný knatt- spyrnusambönd yrðu að sækja um aðild að viðkomandi álfusambandi en ekki beint til FIFA eins og áður. Málefni leikmanna yrðu í höndum álfusambandanna og þau yrðu einnig ábyrg gagnvart af- skiptum stjórnvalda á hveiju svæði og kæmi aðeins til kasta FIFA ef eftir því yrði óskað. Álfu- samböndin tækju að sér skipu- lagningu allrar riðlakeppni FIFA nema í heimsmeistarakeppninni. Þá yrði sérstakt ráð formannanna og Havelange komið á sem skerti völd forsetans. Hagnaður til allra sambanda Framtíðarsýn II hefur með markaðsmál knattspyrnunnar að gera og fékk hún samhljóða stuðning á fundinum en þar er gert ráð fyrir að hagnaði af HM verði skipt jafnt á milli allra sam- banda innan FIFA. Johansson hafði gagnrýnt FIFA fyrir að sofa á verðinum í markaðsmálum og vísaði til þess að ef allt væri með felldu ætti hagnaður af heims- meistarakeppninni í knattspyrnu að vera ámóta mikill og hagnaður af Ólympíuleikum en eins og mál- um væri háttað munaði mjög miklu. Samningar hafa verið gerðir vegna heimsmeistara- keppninnar 1998 en Johansson sagði að ef tillögur sínar yrðu samþykktar gætu þær komið til framkvæmda á HM 2002. Niðurstöður fundarins verða teknar fyrir á fundi framkvæmda- stjómar FIFA í París í desemb^r og síðan á FIFA-þinginu í Zúrich í júlí á næsta ári. HANDKNATTLEIKUR: HEÐINN GILSSON LOKS KOMINN MED LEIKHEIMILD / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.