Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stýríð Skoda Felicia LX langbakur í hnotskurn Vél: 1.300 rúmsentimetrar, 4 strokkar, 55 hestðfl. Framdrifinn. Fimm manna. Hæðarstílling á öryggisbelti. Bamalæsing á afturhurðum. Hliðarspeglar stillanlegir inn- anfrá. Hæðarstilling aðalljósa. Farangursrými opnanlegt inn- an frá. Upphituð afturrúða með þurrku og sprautu. Lagnir fyrir útvarp og loftnet. Lengd: 4,20 m. Breidd: 1,63 m. Hjólhaf: 1,42 m. Þyngd: 960 kg. Hámarkshraði: 145 km/klst. Bensíneyðsla: 8 1 í þéttbýli| 5,7 á 90 km þjóðvegaakstri. Staðgreiðsluverð kr.: 959.000. Umboð: Jöfur hf., KópavogL Gottverð Verðið á Skoda Felicia er eins og sagði í upphafi kr. 959.000. Með vökvastýrinu sem kemur eftir ára- mótin verður það kr. 999.000. í báðum tilvikum er hikstalaust um gott verð að ræða því Felicia er bfll sem leynir á sér og býr yfir góðum aksturseiginleikum og hefur ágætan staðalbúnað. Ef menn vilja stærri vél stekkur verðið uppí 1.259 þúsund. ' Fyrir þetta verð fá menn geðugan bfl og traustvekjandi og hafí þeir haft eitthvað á móti bflum frá aust- urhluta Evrópu má minna aftur á að með eignarhluta og yfirráðum Volkswagen verksmiðjanna þýsku hefur Skoda tekið miklum breyting- um og endurbótum. Nýju gerðimar frá Skoda eru ailt aðrar og betri bflar en gömiu gerðimar. Breyting- amar byijuðu í Favorit og vom helstar tæknilegs eðlis og nú hefur útlitið verið tekið í gegn og verður enginn svikinn því Felicia er meiri bíll en sýnist. ■ ^ Jóhannes Tómasson Rúmgóóur Skoda Felkia lang- bakur meó góóum sætum Morgunblaöið/jt FELICIA, sem kom nýr frá Skoda í fyrra, er nú fáanlegur sem lang- bakur og er þar melra en sýnist. Fleiri með líknar- belg 34% AF öllum fólksbflum sem skráðir voru í Japan ftá janúar til september voru með líknarbelg í stýri. 23% allra Toyota bfla var með líknarbelg, 75% allra Nissan, 10% allra Honda og 5% allra Mitsubishi. í september reyndist hins vegar 54% allra nýskráðra fólksbíla með líknarbelg í stýri. Nissan gerir ráð fyrir að 90% allra nýskráðra bfla frá fyrirtækinu í Japan verði með lfloiarbelg í stýri en í fyrra var hlutfallið 34%. AudiTT hugsanlega smíóaóur AUDIAG hefur ekki ákveðið hvort TT sportbfllinn, sem kynntur var á bflasýningunni í Frankfurt sem hugmyndabfll, verði smíðaður. Búist er við að Helmut Demel, stjómarformaður Audi, tilkynni ákvörðun fyrirtækisins í þeim efn- um í lok þessa mánaðar. Hugsan- legt er að 20 þúsund bflar verði framleiddir á ári auk 10 þúsund blæjubfla. Verði tekin ákvörðun um að framleiða bílinn verður lögð megináhersla á að það verði gert í verksmiðju Audi í Ingolstadt. Volvo 400 óf ram VOLVO S4 verður frumkynntur á íslandi í febrúar næstkomandi. Verksmiðjumar í Svíþjóð halda þó áfram að smíða 400-línuna. Þeir bflar verða að vísu ekki fáanlegir á sumum mörkuðum en Egill Jó- hannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að 400-línan verði áfram í boði á íslandi. Nýir eigend- ur Aðalbíla- sölunni NÝIR eigendur em teknir við rekstri Aðalbflasölunnar við Mikla- torg. Aðalbílasalan var stofnuð 1955 og er elsta starfandi bflasal- an í landinu. Nýju eigendumir era Guðmundur Steinsson og Halldór Baldvinsson. Þeir tóku við rekstri bflasölunnar 1. september síðast- liðinn. Aðalbflasalan er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem er með upplýsingaþjónustu á alnet- inu. Þar er m.a. að fínna Söluskrá bflasölunnar. 36,4 km ó lítronum ÞÝSKUR sérfræðingur í sparakstri, Gerhard Plattner, ók Seat Toledo frá verksmiðjunni í Martorell á Spáni að næsta þýska innflytjanda nærri landamærum Frankfurt. Bíll- inn er með dísilvél með forþjöppu. Plattner ætlaði að komast þessa leið á undir 4 lítrum á hundraðið. Eyðslan varð hins vegar enn minni, eða 2,75 lítrar á hvetja 100 km sem svarar til þess að hann hafi ekið 36,4 km á hverium lítra. ■ . SKODA Felicia sem var kynntur fyrir liðlega ári í Tékklandi er smám saman að þróast meira og verður sífellt verklegri og meiri bfll og er hann nú korniim hingað til lands í langbaksútgáfu. Um er að ræða fimm dyra bíl af LX gerð með 1.300 rúmsentimetra og 55 hestafla vél og kostar langbakurinn 959 þús. kr. eða rúmlega 100 þúsundum meira en hlaðbakurinn. Felicia er mun meiri bíll en forveri hans Skoda Favorit en nú hefur Voikswagen fyrirtækið tekið yfir svo til allan eignarhluta í Skoda-verksmiðjunum og ráðið miklu um þróun og fram- leiðslu síðustu misserin. Við skoðum Felicia langbakinn í dag. Felicia sver sig nokkuð sterklega í ættina hvað útiit varðar,_þ.e. hann hefur svipaðar meginútlínur og fyr- irrennarinn. Felicia er þó orðinn mun mýkri á alla enda og kanta, fram- og afturhomin ávöl. Rúðum- ar eru stórar og útsýni ágætt, aft- urendinn hallandi og stuðarar nokk- uð fyrirferðarmiklir. Ef eitthvað má finna að útliti væri það kannski helst að hjólbarðar mættu vera verklegri tíl að bíllinn yrði myndar- legri á velli. Bfllinn er yfir 20 em lengri en hlaðbakurinn. Snotur að innan Að innan er Skoda Felicia bara nokkuð snotur og allur frágangur hans með ágætum. Mælaborðshillan er voldug og gæti sómt sér í hvaða bíl sem er, línan er bogadregin og mælar og rofar með bogadregnum og laglegum línum. Uppsetningin á mælum er hefðbundin, lýsing góð í myrkri, stýrishjólið voldugt og ein- faít í senn, miðstöðvarrofar með stígiausri stíllingu og útvarpsstæði á miðju mælaborðsins. Gírstöngin er milli framsætanna og handhem- ill sömuleiðis og er yfirieitt þægilegt að athafha sig við alia stjóm á Felicia. Þegar sest er inn, sérstaklega í framsætín, finnst strax hversu þægileg þau eru. Hliðarstuðningur þeirra er góður og sætín eru hæfi- iega mjúk og þótt stillingar séu ekki aðrar en þær hefðbundnu finn- ur ökumaður fljótt þægilegustu stíll- ingu sína og farþegi hans getur sömuleiðis látið fara vel um sig. Er þetta þýðingarmikið þegar öku- maður sest inn í ókunnan bíl, en hér kunni hann strax vel við sig. í aftursæti er rýmið einnig allgott tíl fóta og höfuðs og farangursrými virðist sömuleiðis ágætlega rúmg- ott. Hurðahandföngin eru öriítíð hvim- leið og er eins og gripið á þeim verði aldrei nógu öruggt þegar tekið er í hurðina til að opna. Þarf að venja sig á að taka nokkuð ákveðið á hand- fanginu til að skripla ekki á því. Vélin í Felicia er 1.300 rúmsenti- metrar, íjögurra strokka, þverstæð og 55 hestöfl. Hún er byggð úr áli og segja framieiðendur hana fiórð- ungi léttari en hefðbundna véi af sömu stærð. Þá er álvélin talin fljót- ari að hitna þar sem álið leiðir vel hitann og hún er spar- □ Rúmgóður Framsætin Vökvastýri eftir áramót í akstri er Skoda Felicia lipur og reyndar verður hann enn liprari þegar vökvastýrið er komið en það verður að bíða fram yfír áramót. Ekki er reyndar hægt að segja að hann sé þungur í stýri án vökvastýr- is en næsta víst er að með því verð- ur hann þægilegri viðureignar. Það hækkar verðið um 40 þúsund krón- ur en engin spuming er að menn hafa meiri ánægju og meiri þægindi í akstrinum ef lagt er í þá fjárfest- ingu til viðbótar. Gormafjöðrunin er mjúk og heldur bflnum ágætlega rásföstum. I borgarsnattinu finnst ekki illi- lega fyrir því að vélin sé frekar lít- il en um leið og ekið er út á land kemur í ljós að vinnslan er í minna lagi. Þegar ökumaður er einn er að vísu hægt að þeysa véiinni á góðan snúning og ef skipt er nógu oft og snemma niður er vandalaust að halda ferðahraða en slíkur akstur er ekki beint þægilegur í ferðabíl. En endurtaka má að í þéttbýlinu er Felicia furðu lipur og léttur og ekki þörf á að leggja í viðbótarkraft- inn þar. Eins og alltaf við bflakaup myndi notkunin ráða hér mestu um hvaða gerð af Felicia hver og einn kaupandi velur. NÝI langbakurmn frá Skoda er ekki mjög ólíkur Favorit en hann er allur orðinn mýkri og ávalari. neytin vel, eyðir 5-8 lítrum eftír akstursaðstæðum. Felieia langbakurinn verður reyndar einnig fóanlegur með 1.600 rúmsentimetra vél sem er 75 hest- öfl en þá hefur verðið líka stígið í 1.259 þús. kr. Skoda Felicia er bú- inn fimm gíra handsldptingu sem er ágætlega lipur enda veitir ekki af ef ökumaður vill láta vélina vinna alltaf á hagkvæmasta snúnir.gi. FARANGURSRYMI er sæmilega stórt og ágætt að umgangast það. FRAMSÆTIN eru sérlega góð og veita góðan hliðarstuðning. MÆLABORÐIÐ lítur vel út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.