Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 D 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Ernðleikar hjá Köln Óvæntur sigur liðsins í Bremen í gærkvöldi Astandið hjá hinu gamalkunna þýska liði Köln FC er ekki gott um þessar mundir en nú eru níu ár síðan liðið vann Real Madrid í úrslitaleik UEFA-bikarkeppninn- ar. Nú þegar tvær umferðir eru þar til knattspymumenn í Þýskalandi fara í vetrarfrí, er Köln á botni 1. deildar með aðeins sinn annan sigur gegn Weerder Bremen, 0:1, í gær- kvöldi í sextán leikjum. Það var ekki reiknað með að liðið myndi fagnað sigri fyrir jól — nú bíða menn spenntir eftir næsta leik; heimaleik Hansa Rostock um næstu helgi, sem er síðasti leikur liðsins fyrir frí. Á nýju ári hefst lífróður hins fomfræga liðs, en það em ekki margir sem hafa trú á því að það nái að bjarga sér frá falli. „Útlitið er ekki gott vegna þess að veikleik- amir hjá liðinu em margir - í vöm- inni, á miðjunni og í sókn,“ segir Pierre Littbarski, fyrmrn leikmaður liðsins, sem fór til Japans til að ljúka keppnisferli sínum. „Á síðasta keppnistímabili var sóknarleikurinn ágætur, en nú er aðeins ein staða sem er vel mönnuð - Bodo Illgner er frábær markvörður, en það dug- ar ekki til í langri og erfiðri bar- áttu.“ Udo Lettek, fyrrum þjálfari liðs- ins, segir að það sem er að gerast nú hjá Köln sé mjög slæmt. „Eg hef það á tilfinningunni að Köln falli." Menn í Köln hafa bent á að gam- UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Efeilsstaðir: Höttur - Snæfell.......14 Selfoss: Selfoss - KFÍ...............16 1. deild kvenna: Njarðvík: Njarðvík - Tindastóll......16 Valshús: Valur- Grindavik............14 Sunnudagur: Úrvalsdeildin: Akureyri: Þór - Skallagrímur.........20 Keflavík: Keflavík - Haukar..........20 Sauðárkrókur Tindastóll - ÍR.........20 Seltjamames: KR - Grindavík..........20 Smárinn: Breiðablik - Njarðvík.......20 Valshús: Valur - ÍA..................20 1. deild karla: Austurberg: Leiknir R. - Reynir S....20 Ásgarður: Stjaman -ÞórÞ........,....15 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - KR..............20 Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Vestmanneyjar: ÍBV - Fylkir.......15.30 Framhús: Fram - KR.................. 16 KA-hús: ÍBA - Stjaman................16 Víkin: Víkingur- Valur...............16 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir - Ármann.........16 Framhús: Fram - Þór Ak...............14 Blak Laugardagur: 1. deild karla: Neskaupstaðun ÞrótturN. - HK.........14 1. deild kvenna: Neskaupstaður: ÞrótturN. - HK.....15.30 Íshokkí Seinni umferð Gatorate-bikarmótsins fer fram á Akureyri um helgina. Keppni hefst í dag kl. 11 til 19 og á morgun verður keppt frá kl. 10 til 14. Karate íslandsmótið í Shotokan karate fer fram í Valshúsinu kl. 16.30 í dag. FELAGSLIF Aðalfundur Hauka Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn í félagsheimil- inu Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand- götu, mánudaginn 4. desember kl. 20.30. M.a. verður kynning og umræð- ur um hönnun og undirbúning vegna byggingar íþróttahúss á Ásvöllum. alkunnir leikmenn hafa tekið við stjórninni hjá liðum, þegar þau hafa verið komin í öldudal - og náð að koma þeim í örugga höfn. Franz Beckenbauer tók við stjórninni hjá Bayern Munchen og hefur gert þar góða hluti og fyrir stuttu tók Uwe Seeler við stjóminni hjá Hamburger SV, sem hefur tekið mikinn ijörkipp og er komið í hóp efstu liða. Köln- arbúar telja sig eiga kraftaverka- mann á borð við Beckenbauer og Seeler; það sé Wolfgang Overath, fýrrum leikmaður liðsins, sem lék við hliðina á Beckenbauer og Seeler í landsliðinu. Overath hefur varpað frá sér öll- um þeim vangaveltum, um að hann taki við hjá Köln. „Við hjónin ætt- leiddum unga stúlku frá Brasilíu fýrir þremur árum. Ef ég tek að mér starfið núna, myndi það taka allan minn tíma. Það gengur ekki upp,“ sagði Overath. Það eina góða fyrir Köln núna er að stutt er í vetrarfríið, þar sem besti leikmaður liðsins Bruno Labbadia verður frá keppni næstu sex vikumar vegna meiðsla í nára. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Detroit - Miami................107:118 Orlando - Dallas...............110: 96 Washington - Cleveland......... 85: 97 Houston - Utah.................105:112 Portland - Milwaukee........... 99:100 Vancouver - Chicago............ 88: 94 Sacramento - Indiana...........105: 95 Evrópukeppni meistaraliða ístanbúl, Tyrklandi: Uiker - Oiympique D’Antibes......94:71 Staðan: A-RIÐILL: Olympiakos Piraeus (Grikkland) ...A 3 17 CSKA Moskva (Rússland) ..... 4 3 17 Benetton Treviso (Italía) ....4 2 2 6 Unicaja Maiaga (Spánn).........4 2 2 6 Ulker ístanbúl (Tyrkland) ....4 2 2 6 Olympique Antibes (Frakkland) ....4 2 2 6 Bayer Leverkusen (Þýskaland)..4 13 5 Iraklis Salonika (Grikkland) .4 13 5 B-RIÐILL: Panathinaikos (Grikkland) ....4 3 17 Maccabi Tel Aviv (ísrael).....4 3 17 Real Madrid (Spánn) ..........4 2 2 6 Virtus Bologna (Ítalía)........4 2 2 6 Paul Orthez (Frakkland)........4 2 2 6 Cibona Zagreb (Króatía)........4 2 2 6 Barcelona (Spánn)..............4 2 2 6 Benfica (Portúgal).............4 0 4 4 íþrótta- hreyfingin verði tób- akslaus! TÓBAKSVARNANEFND og Handknattleiksdómarasam- band íslands (HDSÍ) hafa gengið frá samningi þess efn- is að auglýsing frá nefndinni — Betra lífán tóbaka — verði á búningum allra handknatt- leiksdómara á ísiandi í vetur. Samningurinn gildir til 31. ágúst á næsta ári. íslending- ar eru þar með að taka nokk- urt forskot á verkefni Evr- ópudeildar alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar á næsti ári; stofnunin gengst fyrir verkefni tengt ákveðn- um málaflokkum árlega og 1996 ber verkefnið yfirskrift- ina íþróttir oglistirán tób- aks“. Samningur Tóbaksvarna- nefndar og HDSÍ var undir- ritaður í gær, og við það tækifæri var upplýst að ein- ungis einn reykingamaður er í hópi þeirra sextán dómara sem dæma í 1. deild karla í vetur. Fulltrúum nefndarinn- ar fannst það reyndar einum of mikið og höfðu á orði að eitthvað yrði að gera í mál- inu. Halldóra Bjarnadóttir, for- maður Tóbaksvarnanefndar, sagði að markmiðið væri að gera íþróttahreyfinguna tób- akslausa, „ogþá erum við ekki einungis að tala um reykingar, því talsvert er um munn- og neftóbaksnotkun í íþróttahreyfingunni,“ sagði hún. „Við í nefndinni ætlum okkur ekki að útrýma tóbaks- notkun heldur ætlumst við til þess að íþróttahreyfingin geri það sjálf. Við viljum að hún marki sér stefnu í þess- um málum. Ég hefði til dæm- is viljað sjá fleiri íþróttahús eins og KA-húsið á Akureyri, sem er alveg reyklaust. Og svo viljum við líka sjá úti- svæðin hjá íþróttafélögunum reyklaus — það er leiðinlegt að sjá foreldra reylqandi við völlinn þegar þau eru að horfa á börnin sín í iþróttum, hvað þá að þjálfarar hlaupi öskrandi eftir hliðarlínunni, með sígarettu. Þetta höfum við séð dæmi um,“ sagði Háll- dóra Bjarnadóttir, formaður Tóbaksvarnanefndar. Útaf með tóbakið! ÓLAFUR Haraldsson, formaður HDSÍ og Halldóra Bjarnadótt- ir, formaður Tóbaksvarnanefndar skrifa undir samninginn í gær. Fyrir aftan standa, frá vinstrf: Sigurgeir Sveinsson og Lárus H. Lárusson, dómarar og Lilja Eyþórsdóttir og Helgi Guðbergsson, sem eru í Tóbaksvarnanefnd. AKSTURSIÞROTTIR •V'-A tol. J/ ■WKÁ- iJ ^5 ; i ' \ Verðlaunagripir ársins SIGURÐUR Gylfason var kjörinn akstursíþróttamaður árslns, en hann varð meistari í fjórum greinum akstursíþrótta á árinu. Það er óljóst hvað ég geri Langar að breyta til og helst að keppa erlendis SIGURÐUR Gylfason, 25 ðra Garðbæingur var kjörinn akst- ursíþróttamaður ársins um síðustu helgi. Hann varð íslands- meistari í fjallaralli og spyrnu á vélsleða, og meistari í götu- mílu á mótorhjóli og sömuleiöis í sandspyrnu. Sigurður byrj- aði keppnisferil sinn fyrir fjórum árum og vann þá strax tvo gull á vélsleðamótum í snjókrossi. Núna freistar torfæran Sigurð- ar mest, þó væntanlegt skóla- nám hans muni kannski varna því að hann keppi á Gunnlaugur næsta ári í aksturs- Rögnvaldsson íþróttum. „Ég ætla í rafiðnaðarnám eftir jól, þannig að það er óljóst hvað ég geri í aksturs- íþróttum. Mig langar talsvert í torfæruna, en fer ekki nema af fullum krafti og tii að slást um titilinn. Það kostar tíma og pen- inga og líklega geymi ég þann draum um einhvern tíma. Það væri ögrandi og erfitt viðfangs- efni. Hvort ég keppi eitthvað á vélsleða kemur í ljós á næstu vik- um,“ sagði Sigurður þegar Morg- unbiaðið spjaliaði við hann á heim- ili hans í Kópavogi. Þar gat á að líta afrakstur liðins keppnistíma- bils, fjöida bikara og sá stærsti, 3T bikarinn, fylgdi nafnbótinni Akstursíþróttamaður ársins. Það er farandbikar, sem gefinn var til minningar um rallökumanninn Jón S. Halldórsson, sem lést af slysför- um fyrir nokkrum árum. Sigurður tileinkaði nafnbótina tveimur félögum sínum, sem létust báðir af slysförum á þessu ári. Sigurður var farþegi í bíl með öðrum þeirra er lést og var lán- samur að slasast ekki alvarlega sjálfur. Voru þeir félagar á leið á mótorhjólakeppni, þegar jeppa þeirra hvolfdi út í skurð. Sigurður sat farþegamegin í jeppanum, en ökumaður hans sofnaði undir stýri. „Slysið hafði þau áhrif á mig að ég fór að hugsa meira um eigið öryggi, bæði í daglegri umferð og í keppni. íþrótt mín er ekki hættu- laus. Vissulega tóku þessi áföll á, en þetta er gangur Iífsins og lífið verður að halda áfram. Ég tel að notkun bílbeltis hafi bjargað iífi mínu. Það var mér mikil hvatning í vetur að vinir Gunnars Arnar Williamssonar hvöttu mig til að halda áfram keppni, eftir að hann lést í slysi á leið í vélsleðakeppni í Hlíðarfjalli á Akureyri. Þá var ég staðráðinn í að hætta,“ sagði Sigurður. „í raun hefur maður oft ekið mjög glæfralega í vélsleða- mótunum, sérstaklega í fjaliarall- inu, þar sem keppendur skjálfa oft eins og hrísla eftir að hafa sloppið í gegn. Það er ekið í botni yfir heiðar og fjöll. Þessari keppnis- grein tel ég að þurfi að breyta til að auka öryggi keppenda. Við höfum verið að aka á miklum hraða á heiðum, þar sem sjúkra- hjálp er víðsfjarri, getum þess- vegna orðið fyrir óhappi og týnst um tíma. Ég heid að það væri nær að skipuleggja mót þar sem áhorf- endur eru nærri, til dæmis á ísi- lögðum vötnum, nálægt byggð.“ Langar að breyta tii Sigurður keppti á Evrópumeist- aramótinu í vélsleðaakstri í Sví- þjóð s.l. vetur ásamt Vilhelm Vil- helmssyni. Hann telur það bera hæst af eigin árangri í keppni. „Mér finnst ég vera farinn að hjakka í sama farinu hérlendis og langar að breyta til. Skemmtileg- ast væri að selja allt sem ég á og prófa að keppa úti. En ég hef þörf fyrir öryggi og geri það seint, ætla að vefa ábyrgur og fara í skóla í vetur. En vélsleðakapparn- ir úti eru ótrúlega góðir. Ég keppti í snjókrossi og keppendur óku stanslaust í 25 mínútur í þrígang á tveimur klukkutímum, í kulda og yfir hóla og stökkbretti. Ég var búinn eftir sjö tii átta mínútur, harkaði samt af mér, en þessir kappar blésu varla úr nös eftir keppni. Ég náði ellefta sæti og var sáttur við þann árangur. Ég lærði meira í þessari keppni, en á heilu keppnistímabili hér heima og það freistar að fara erlendis til keppni,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurður sagði... •„Steingrimur Ingason hefur gert góða hlutl í akstursíþróttum. Þá stóð Baldur Jónsson sig vel í alþjóðarallinu eftir langt hlé frá keppni. Gísli G. Jóns- son var I toppformi í torfærunni í sum- ar, þó hann yrði ekkl meistari. Ég hef fylgst vel með torfærunni í 6-7 ár og hún heillar mig...“ •„Ég er fikill í Formula 1 kappakst- ur, fylgist með hverri keppni í sjónvarp- inu. Frakkinn Jean Alesi er f miklu uppá- haldi og ég held að hann verði góður hjá Benetton í stað Michael Schumac- her. Það verður spennandi keppni í Formula 1 á næsta ári..." •„Það þarf að gera meira fyrir áhorf- endur á torfærumótum, færa þá nær íþróttinni og mönnunum sem þessa íþrótt stunda. Úti í heimi veit fólk stöðuna í akstursmótum, en hérlendis er alltof lít- ið gert fyrir áhorfendur..." •„Strákarnir fyrir norðan fóru eitt • sinn með mig á Vindheimajökul í vél- sleðaferð. Ég er frekar lofthræddur, þó ótrúlegt sé. Gunnar Hákonarson labbaði fram á brún einhyers hengiflugs og sagði leiðina vel færa. Ég fór síðan niður, þeyttist á 200 km hraða niður alla brekk- una, flaug 10-20 metra á köflum. Þegar niður var komið sá cg að hinir höfðu farið aðra leið. Þeir glottu flestir að höfuðborgarbúanum, sem þeir höfðu platað...“ •„Margir hafa hjálpað mér að ná titl- um mínum, bæði umboðsaðilar Polaris, H.K. þjónustan, Ski-doo og strákamir í Vélarröst. Ég er búinn að eiga 8 sieða á þremur árum og finnst 440 sleðarnir skemmtilegastir. Þeir eru léttir, kraftm- iklir og með góða fjöðrun. Ekki þungla- maiegir í hreyfingum eins og sumir stærri sieðanna...“ •„Eg keppti eitt sinn við Finn Aðal- björnsson á Akureyri um hvor okkar sigldi lengra yfú' Eyjafjörðinn á vél- sleða. Það var (júft að sjá sleða hans sökkva, en verra var að minn sleði sökk skömmu síðar, á sex metra dýpi. Tryggvi, bróðir Finns reif síðan sleðann i sundur ásamt fleirum, þegar búið var að ná lionum upp. Hann var svo fluttur í olíubornum pörtum til höfuðborgarinn- ar, svo þeir ryðguðu ekki...“ •„Eitt sinn gleymdi ég varasömum stað í fjallaralli upp í BiáfjöIIum. Varð svo kappsamur, þegar ég sá í annan keppanda á undan mér og flaug 40 metra leið niður gil og lenti með látum. Stýrið brotnaði, en ég komst á leiðarenda. Ég fékk mikið sjokk eftir á...“ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Keith Askins hefur öðlast sjálfstraust Keith Askins kom heldur betur við sögu í lokaþætti á leik Miami Heat og Detroit Pistons - hann skoraði ellefu af sextán stig- um sínum í fjórða leikhluta og var ásamt Alonzo Mourning, sem skor- aði 23 stig í leiknum og tók þrettán fráköst, og Otis Thorpe - 24 stig og fimm fráköst, í aðalhlutverkum þegar Miami vann 118:107. Eftir að Otis Thorpe hafði sett knöttinn tvisvar ofan í körfuna og komið Miami yfír 103:100 þegar 2,55 mín. voru til leiksloka, skoraði Askins tvær þriggja stiga körfur og gull- tryggði þriðja sigur liðsins í röð. „Ég hef öðlast sjálfstraust, þannig að ég er orðinn óragur í skotum,“ sagði Askins, ánægður eftir leikinn. Karl Malone skoraði 27 stig og John Stockton setti niður tvær þriggja stiga körfur á þýðingar- miklu augnabliki i fjórða leikhluta þegar Utah Jazz vann Houston Rockets, 112:105. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan þau mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni sl. keppnistímabil - þá vann Houston þrjá leiki, en Utah tvo. Það var mikil spenna undir lokin þegar Sam Cassell jafnaði fyrir Houston 92:92 með þriggja stiga körfu, en leikmenn Jazz tóku þá mikinn kipp og gerðu út um leikinn með því að skora tólf stig gegn fimm. Orlando Magic vann sinn sjötta sigur í röð með því að leggja Dallas Mavericks að velli 110:96. Þar fóru fremstir í flokki Dennis Scott, sem skoraði 29 stig, og Penny Hardaway, sem skoraði 24 stig og átti ellefu stoðsendingar. Nick And- erson skoraði 14 stig og Horace Grant tók 13 fráköst fyrir Orlando. Glenn Robinson skoraði sigur- körfu, 100:99, fyrir Milwaukee Bucks gegn Portland Trail Blazers þegar aðeins tíu sek. voru til leiks- loka. Hann skoraði alls 31 stig í leiknum. Rod Strickland, sem skor- aði 18 stig og átti tíu stoðsending- ar, fékk tækifæri til að tryggja Portland sigur þegar þijár sek. voru eftir - skaut, en skot hans rataði ekki rétta leið. Olden Polynice skoraði 21 stig og Brian Grant 20 fyrir Sacra- mento Kings, sem vann sinn fjórða leik í röð með því að leggja Indiana Pacers að velli 105:95. Reggie Mill- er skoraði 21 og Eddie Johnson sautján fyrir Pacers. Michael Jordan skoraði 19 af 29 stigum sínum á síðustu 6,48 mín. þegar Chicago Bulls vann nýliða Vancouver Grizzlies á útivelli 88:94. Chicago hefur unnið fimm leiki, en tapað einum á ferðalagi sínu, en Vancouver hefur tapað þrettán leikjum í röð eftir að hafa byrjað> keppnistímabilið með sigri. Greg Anthony kom Grizzlies sex stig yfir þegar 5,37 voru til leiksloka, en þá tók Jordan til sinna ráða og skor- aði níu stig fyrir Chicago og sigur- inn var í höfn. Terrell Brandon skoraði flest stig sín í leik í vetur, 29, og tók fímm- tán fráköst - aldrei náð svo mörgum fráköstum í leik á keppnisferli sín- um, þegar Cleveland Cavaliers vann Washington Bullets, 97:85. Coleman til Philadelphia Derric Coleman, miðheiji New Jersey Nets, er farinn til Philadelp- hia 76ers og við það urðu miklar mannabreytingar hjá liðunum. Með honum fóru Sean Higgins, sem leikur sem bakvörður eða fram- heiji og bakvörðurinn Rex Walters, en New Jersey Nets fékk i staðinn miðherjann Shawn Bradley, framherjann Tim Perry og bakvörðinn Greg Graham. Coleman byrjaði að æfa í vikunni en hann missti af fyrstu þrettán leikjum Nets í deildinni í haust, eftir að læknar fundu út í haust að hann væri með óreglulegan hjartslátt. Coleman, sem var valinn fyrst- ur allra í háskólavaiinu 1990 og síðan kjörinn nýliði ársins.keppnistíma- bilið á eftir, er 28 ára. Hann lék aðeins 56 leiki sl. keppnistímabil og skoraði að meðaltali 20,5 stig í leik og tók 10,6 fráköst. Hann fór fram - á það í æfíngabúðum í sumar að komast frá félaginu, en dró þá kröfu reyndar til baka síðar. „Það er sárt að sjá á eftir Coleman, en hann sagðist ekki vilja leika hér, þannig að við gátum ekki annað en iátið hann fara,“ sagði Willis Reed, framkvæmdastjóri liðsins og hafði greinilega ekki gleymt óánægju leikmannsins. John Lucas, fram- kvæmdastjóri og þjálfari Philadelphia var ánægður með að fá Cole- man og sagði: „Eg er viss um að það hjálpi Coleman að koma til okkar." ARSÞING KSI Mikilvægt að yfirbyggður völlur verði að veruleika Fimmtugasta ársþing Knatt- spyrnusambands íslands var sett á Scandic hótel Loftleiðum í gær. í setningarræðu sinni ræddi Eggert Magnússon, formaður KSÍ, m.a. nauðsyn þess að yfírbyggður knattspyrnuvöllur yrði að veruleika hér á landi og sagði KSÍ ætla að beita sér fyrir því að skipuð verði nefnd — sem í verði áhrifamenn í þjóðfélaginu — sem vinni að því að svo verði. „KSÍ ætti að sýna öðrum fordæmi með því að setja fjármuni í þetta verkefni," sagði formaður- inn. Björn Bjamason, menntamála- ráðherra, var viðstaddur setninguna og ávarpaði þingheim. Hann sýndi yfirbyggingu knattspyrnuvallar skilning en minnti á að fram- kvæmdir við íþróttamannvirki væru á vegum sveitarfélaga, ekki ríkis. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, tók undir að umrætt mannvirki væri mjög brýnt, eitt fyrir sunnan og eitt fyrir norðan, að minnsta kosti, eins og hann komst að orði. Eggert Magnússon lagði til í ræðu sinni að skoðað yrði, opin- skátt og fordómalaust, hvort rétt væri að fjölga liðum í 1., 2. og 3. deild karla úr 10 liðum í 12 og lengja keppnistímabilið fram á haust, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum — og nefndi hann Noreg og Svíþjóð í því sam- bandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg BIÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, tll vinstri, og Egg- ert Magnússon, formaður KSÍ, koma tll þlngs KSI. Þá velti Eggert upp þeirri spurn- ingu hvort ekki væri rétt að halda KSÍ þing á tveggja ára fresti í stað þess að þinga árlega. Hann sagði það þriggja mánaða vinnu á skrif- stofu KSI að undirbúa þingið og kostnað við þinghaldið mikinn fyrir hreyfinguna — 6-7 milljónir króna. Eggert benti einnig á að verkefni KSÍ varðandi Evrópukeppni og heimsmeistarakeppni stæðu tvö ár í senn, sveiflur væru þar af leiðandi milli ára í kostnaði og tekjum, og því eðlilegt að gera upp á tveggja ára fresti með tilliti til þessara sveiflna. Hugmynd Eggerts er að það ár sem ekki yrði haldið ársþing héldi KSÍ formannafund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.