Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 C 5 fyrir- on li u Meistararnir unnu auðveldan sigur á Blikum í Smáranum á sunnudagskvöldið, 79:102. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri Hörður hálfleik með kröft- Magnússon ugum leik þar sem skrifar þeir hreinlega keyrðu yfir ráðvillta Blika, en stað- an í hálfleik var 36:56. í síðari hálfleik leystist leikurinn upp í hreina endaleysu, úrslitin ráðin og Njarðvíkingar gerðust kærulausir. Blikum tókst því að halda í við meistarana sem leyfðu öllum að spreyta sig. Töluverð harka færðist í leikinn í síðari hálf- leik og misstu dómararnir öll tök á leiknum, fóru að gefa tæknivillur í gríð og erg og virtust flauta af minnsta tilefni. Reyndar enduðu liðin samtals í 52 villum sem verð- ur að teljast dágott, þar af áttu Njarðvíkingar 31. Rondey Robinson fór mikinn í liði gestanna, gerði 24 stig og tók 14 fráköst. Þá var Páll Kristinsson sterkur, annars var Njarðvíkurliðið mjög jafnt og allir leikmenn liðsins komust á blað. Liðið spilaði vel þegar með þurfti og er líklega með mestu breiddina í deildinni ásamt Haukum. Góður sigur Blika á Keflvíking- um á dögunum kom á óvart en Njarðvíkingar voru einfaldlega of sterkir fyrir heimamenn. Halldór Kristmannsson gerði fallega hluti í Blikaliðinu og Erlingur Snær Erlingsson hitti vel, þá barðist Agnar Olsen vel, þó oft og tíðum virtist hann fara yfir velsæmis- mörk í varnarleik sínum. Michael Thoele náði sér ekki á flug, þrátt fyrir 23 stig og Birgir Mikaelsson var heillum horfinn í sínum aðgerð- um. ■ Úrslit / C6 ■ Staðan / C6 klauft sinu í sínar hendur. Þeir náðu forystu 14:5 og 18:10, en þá hófst mistakaleikurinn af fullum krafti báðum megin. Grindvík- ingar náðu að rétta sinn hlut og jafna skömmu fyrir leikhlé, en þá stóð 37:37. Jafnt var á flestum tölum í síðari hálfleik. KR-ingum tókst að ná fimm stiga forystu rétt fyrir miðjan hálfleik, 54:49, en með ómarkvissum leik misstu þeir taktinn og Grindvíkingar snéru vörn í sókn og náðu forystu 56:57 og gerðu heldur færri mistök á lokakaflanum og þar skildi á milli. Ósvaldur Knudsen var einn bestur í liði KR, vann vel í vörn og komst best frá sóknarleiknum. Ingvar Ormsson var góður í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í þeim síðari. Þá átti Jonathan Bow sína spretti svo og Hermann Hauksson. Helgi Guðfinnsson var bestur Grind- víkinga og Guðmundur Bragason batn- aði þegar á leið eftir að hafa verið mis- lagðar hendur í sókninni framan af. Hinn ungi Páll Axel Vilbergsson lék síðari hluta leiksins og komst vel frá sínu. KÖRFUKNATTLEIKUR Man. City áfram ásigurbraut Öll toppliðin í Englandi gerðu jafntefli WIMBLEDON veitti Newcastle harða keppni á heimavelli og varð fyrsta liðið til að skora þrjú mörk gegn efsta liði deild- arinnar, 3:3. Dean Holdsworth skoraði tvö mörk fyrir Wibledon og það gerði Les Ferdinand einnig fyrir Newcastle, en þriðja mark liðsins var sjálfsmark Kenny Gillespie. að gekk á ýmsu í Englandi, sjö jafntefli urðu í úrvaisdeildinni. Öll efstu liðin gerðu jafntefli, þannig að staðan á toppnum breyttist ekkert. Manchester United náði ekki að nálgast Newcastle á toppnum, þar sem liðið varð að sætta sig við jafn- tefli, 1:1, gegn Chelsea á Old Traf- ford. David Beckham náði að jafna fyrir United, eftir að Dennis Wise skoraði fyrir Chelsea. Arsenal gerði jafntefli, 1:1, gegn Aston Villa á Villa Park. David Platt skoraði fyrir Arsenal gegn sínu gamla félagi, með skalla eftir fyrir- gjöf frá Paul Merson. Aðeins fimm mín. síðar jafnaði Dwight Yorke frá Trinidad, þegar hann kastaði sér fram og skallaði inn fyrirgjöf frá Alan Wright. 8,5 millj. punda maðurinn hjá Liverpool Stan Collymore skoraði eftir að hafa leikið tvo leiki án þess að skora, eftir að hann kom inn fyrir Ian Rush, sem er meiddur. Collymore skoraði fyrir Liverpool gegn Southampton, 1:1, á 67. mín., eða sjö mín. eftir að Neii Shipperley hafði skorað fyrir Southamtpon. Þetta var aðeins annað stig Liverpool í fimm deildarleikjum — ef liðið hefði tapað, hefði það verið fjórði tapleikurinn í röð á heima- velli. Það hefur ekki gerst hjá Liverpooi síðan 1923. Alan Shearer, miðheiji Englands, skoraði þijú mörk þegar Blackburn lagði West Ham að velli, 4:2. Shear- er hefur skorað 21 mark fyrir For- est á keppnistímabilinu, þar af sext- án í 1. deildarkeppninni — hann skoraði fyrsta markið eftir aðeins þrjár mín., síðan aftur á sautjándu mín. og þriðja markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 64. mín. Mike New- ell skoraði fjórða mark Blackburn. Julian Dicks minnkaði muninn fyrir West Ilam úr vítasp.yrnu, sem Robbie Slater fiskaði á 74. mín. og fjórum mín. síðar skoraði Slater annað mark Lundúnaliðsins. Manchester City kom heldur betur á óvart með því að leggja Leeds að velli á Elland Road, 0:1. Markið skoraði skoski ungmennaliðsmað- urinn Gerry Creaney, sem kom inná sem varamaður fyrir Richard Edg- hill, sem meiddist á hné og var flutt- ur á sjúkrahús. Georgi Kinkladze, 22 ára landsliðsmaður frá Georgíu, sem kostaði City 2 millj. punda frá Dynaino Tbilisi, skyggði á 4,8 millj. punda manninn Tomas Brolin hjá Leeds, sem lék sinn' fyrsta leik á heimavelli. Kinkladze, sem talar ekki orð í ensku, hefur verið aðalmaður- inn í leik City í síðustu fimm leikjum liðsins, sem það hefur ekki tapað — heldur unnið ijóra og gert eitt jafn- tefli. Sigurinn gegn Leeds var fyrsti sigur City á útivelli á árinu. Fyrir hinn góða sprett City hafði liðið ekki unnið leik, gert tvö jafntefli og tapað níu leikjum. Simon Barker, varnarmaður QPR var í sviðsljósinu á Loftus Road, þar sem liðið gerði jafntefli, 1:1, gegn Middlesbrough. Barker misnotaði vítaspyrnu á fjórðu mín. — spyrnti knettinum yfir slá og þremur mín. seinna var dæmd á hann vítaspyrna, þegar hann felldi Nick Barmby. Júrgen Sommer, landsliðsmarkvö ð- ur Bandaríkjanna, varði vítaspyrnu Barmbys, en náði ekki að halda knattinum sem barst út til Chris Morris, sem skoraði af sex metra færi. Mark Hateley, fyrrum landsl- iðsmaður Englands og leikmaður með Glasgow Rangers, lék sinn fyrsta deildarleik í Englandi í ellefu ár, lagði upp jöfnunarmark QPR sem Alan McDonald skoraði á sextándu mín. Guðni Bergsson og félagar hans höfðu enn ekki heppnina með sér — Nottingham Forest náði að jafna, 1:1, rétt fyrir leikslok með marki Colin Cooper, en mark Bolton skor- aði Fabian de Freitas. Atletico tapaði ATLETICO Madrid heldur forustu sinni á Spáni, þrátt fyrir að liðið tapaði, 1:2, fyrir Real Betis, sem varð fyrst liða til að skora tvö mörk hjá Atl- etico í Ieik I vetur. Jose Mol- ina, markvörður liðsins, sem hefur verið lykilmaður þess, átti mjög dapran leik og fékk á sig ódýr mörk. Leikmenn Atletico áttu tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki Betis. „Við áttum áttatiu pró- sent af leiknum, en þeir nýttu tækifæri sín. Svona er knatt- spyrnan," sagði Radomir Antic, þjálfari Atletico. Barc- elona varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, heima gegn Rac- ing Santander. Áhorfendur á Camp Nou bauluðu á sína leik- menn í leikslok. Real Madrid endurtók leikinn REAL Madrid, sem skoraði þrjú mörk, 3:0, á fyrstu fimmt- án min. gegn Sevilla í fyrra, endurtók leikinn um helgina. Jorge Valdano, þjálfari Real Madrid, tefldi fram ungum leikmönmun, sem skemmtu sér svo sannarlega. Vamarmaður- inn Rafael Alkorta skoraði með skalla eftir aðeins tvær mín. og táningurinn Alvaro Benito, sem er 18 ára, hélt upp á það að leika sinn fyrsta leik á heimavelli, með þvi að bæta öðru marki við á þrettándu min. Jafnaldri hans Raul Gonz- alez — skoraði síðan tvö mörk, bæði eftir góðan samleik við Michael Laudrup — það fyrra eftir 22 mín. Öruggt hjá Bayern BAYERN Miinchen vann ör- uggan sigur, 4:0, á Schalke og segir Otto Rehhagel, þjálfari liðsins, að það sé gott vega- nesti fyrir seinni leikinn gegn Benfica í UEFA-keppninni, sem fer fram í Lissabon í kvöld. Bayern er tveimur stig- um á eftir Dortmund þegar ein umferð er eftir fyrir vetr- arfrí — Dortmund leikur þá í Freiburg, en Bayern fær Diiss- eldorf í lieimsókn. Reuter LES Ferdinand leikur hér á Alan Kimble áður en hann skorar fyrra mark sitt fyrir Newcastle gegn Wimbledon. Þjálfari Lazíó hefði viljað hafa byssu George Weah, knattspyrnumað- ur ársins í Afríku, var hetja AC Milan þegar liðið lagði Lazíó að velli á Ólympíuleikvanginum í Róm — skoraði sigurmarkið, 0:1, undir lok leiksins, eftir að hafa leikið frábærlega á varnarleikmenn Lazíó. AC Milan hefur fjögurra stiga forskot á Parma á Italíu. Meistarar Juventus eru heldur bet- ur að rétta úr kútnum — léku mjög vel gegn Torínó og unnu nágranna- liðið stórt, 5:0. Aðalhlutverkið í leiknum lék Gianluca Vialli, sem skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Það leit allt út fyrir að leikmenn AC Milan væru búnir að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Lazíó, en þegar þijár mín. voru til leiks- loka sýndi Weah hvers hann er megnugur, þegar hann upp á ein- dæmi sundurtætti vörn heima- manna — spyrnti knettinum inn fyrir vörnina og geystist síðan fram og sendi knöttinn örugglega fram hjá Francesco Mancini, markverði. „Það eina sem ég sé eftir, var að hafa ekki byssu á bekknum, til að skjóta Weah,“ sagði Zdenek Zeman, þjálfari Lazíó. Juventus er greinilega komið á góða siglingu — leikur frábæra knattspyrnu og þegar liðið er í ess- inu sínu, er enginn hættulegri en Vialli, sem skoraði þijú mörk. Þriðja markið hans var fallegast, þegar hann sendi knöttinn í netið eftir sendingu frá Fabrizio Ravanelli, sem lék á ný með liðinu eftir meiðsli. Ciro Ferrara og Ravanelli skoruðu hin mörk Juventus, sem er sex stig- um á eftir AC Milan. Parma varð að sætta sig við jafn- tefli gegn Napolí og skoraði Gian- franco Zola mark liðsins, 1:1, úr vítaspyrnu gegn sínum gömlu fé- lögum. Fiorentína skaust upp í þriðja sætið með sigri, 0:1, á Padova. Það var Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta sem skoraði sigurmarkið eftir að venjulegur leiktími var bú- inn. Fiorentína og hið unga lið Atal- anta, sem komu upp úr 2. deild, hafa verið að gera góða hluti. Sandri Tovalieri skoraði tvö mörk fyrir Atalanta, sem vann Vicenza, 3:1. Inter Mílanó hefur tekið miklum stakkaskiptum undir stjórn Eng- lendingsins Roy Hodgson — liðið vann Cremonese, 2:0, á San Siro. Inter hefur leikið sex leiki undir stjórn Hodgson án þess að tapa. ' Þrátt fyrir að einn leikmaður liðs- ins, Gianluca Festa hafi verið rekinn af leikvelli strax í upphafi, gáfust leikmenn Inter ekki upp. Enrico Chiesa skoraði sina fyrstu þrennu í 1. deild þegar Sampdoria lagði Bari að velli 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.