Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kia Sportage með sjálf- skiptingu vinnur vel KIA jeppamir frá Suður-Kóreu komu til landsins í byrjun þessa árs og hafa nú alls selst kringum 50 bílar eða nærri einn á viku. Kia er gamalgróinn bílaframleiðandi í heimalandi sínu en Kia Sportage kom fyrst fram fyrir nærri tveimur árum. í síðasta mánuði tók umbopðið, Kia bílar á íslandi sem er í eigu Heklu hf., að bjóða Kia jeppann með sjálfskiptingu en til þessa hefur hann einungis verið fáanlegur með fimm gíra hand- skiptingu og hefur sjálfskipti bíllinn þegar fengið góðar viðtökur og m.a. selst út á land eftir sýningar- ferð á dögunum. Verðið er orðið 2.141.000 kr. eða 143 þúsund krónum hærra en á handskipta bflnum en að öðru leyti eru þeir eins. Kia er búinn tveggja lítra og 128 hestafla vél og dugar hún fuil- vel og gefur ágætt viðbragð og vinnslu og er ekki að finna að neitt tapist með sjálfskiptingunni en það er sú gerð sem við skoðum í dag. Kia Sportage er verklegur bíll, 4,25 cm langur, með vel ávölum homum og brúnum sem gera hann um leið fínlegan. Aðalluktir eru líka fínlegar og afturljósin jafnvel frem- ur Iítil. Hliðar eru bungumyndaðar, rúður sæmilega stórar nema aft- asta hliðarrúðan. En þegar sagt er að Kia sé verklegur er átt við bfl sem búið er að hækka um 4 cm og setja á stærri hjólbarða - fyrr verður hann ekki beint sérlega myndarlegur á velli. Og ekki spillir heldur fyrir útlitinu að hafa grind á framendanum sem skrúfa má á luktir eins og var á bflnum sem var prófaður. Vel heppnaðuraöinnan Að innan er Kia vel heppnaður. Mælaborð er bogadregið um mæl- ana beint fram af ökumanni og stór hilla með handfangi framan við farþegasætið. Miðjustokkurinn er líka vel afmarkaður þar sem eru miðstöðvarstillingar og útvarp og milli framsæta er gírstöng og stöngin fyrir drifskiptingar. Allt hefðbundið. Nokkrir rofar eru síðan dreifðir til hægri og vinstri við stýr- ið og má segja að það sé fremur til óþæginda. Hægara hefði verið fyrir ökumann að fá þessa rofa sem mest á svipuðum slóðum en þetta eru rofar fýrir þurrkur á afturrúðu, hæð aðalljósa, þokuljósin að aftan, rafmagn í afturrúðu og rafstillingu speglanna. Sætin fá góða einkunn og rýmið er þokkalegt. Gott í framsætum á alla enda og kanta, stuðningur þeirra er góður til hliðar við iæri og bak og mjóhryggsstuðningur er á ökumannssæti. Rýmið er hins vegar allt að því naumt skammtað afturí. Þar myndu þrír fullorðnir ekki endast í langferðum án þess að þreytast en þokkalega vel fer um tvo. Farangursrýmið myndi heldur ekki leyfa of mikið dót en séu aðeins þrír að ferðast má drýgja það með því að fella niður hluta aftursætisbaks og er það allt- af verðmætur kostur. Ágætt er að umgangast bflinn en hurðir virkuðu þó heldur stífar eða þungar í glænýjum bílnum og lokuðust ekki auðveldlega nema að ýta þeim duglega af stað og vera má að það liðkist með notkun. Þá er heldur hvimleitt að þurfa að byija á að ýta frá afturhleranum grind með varahjólinu þegar farið er í farangursrýmið en það er þó betri kostur en að geyma hjólið inni og taka upp dýrmætt rými þar. Hefðbundinn jeppl Kia er búinn tengjan- legu aldrifí, þ.e. er hinn hefðbundni jeppi, með drifí að aftan þegar ekið er í eindrifí en síðan má tengja fram- drifið - á allt að 60 km hraða í hand- skipta bflnum en í þeim sjálfskipta verð- ur að stöðva og skipta í hlutlausan. Þá er bíllinn með lágu drifí og má segja að þetta og það að hann er byggður á sjálf- stæðri grind og með heilum ás að aftan geri hann að hinum dæmi- gerða jeppa á allan hátt. Fjöðrun er mjúk gormafjöðrun og trúlega nýtur hún sín enn betur þegar komnir eru stærri hjólbarðar undir bflinn eins og á þeim sem var prófaður eða 30 þumlunga og bíllinn er vel rásfastur. Vélin í Kia Sportage er tveggja lítra, fjögurra strokka og 128 hest- afla bensínvél með rafstýrðri fjöl- innsprautun. Hún er ágætlega rösk. Stundum heldur hávær og má telja það eina galla bflsins, að minnsta kosti þegar hún er látin rífa sig upp í nokkum snúning. Sjálfskiptingin er búin spymustill- ingu sem er ræst með einum rofa og með öðmm rofa er einnig hægt að láta hana halda við til dæmis þegar ekið er niður brekku eða ef menn vilja hægja rólega á í hálku. Til em nokkuð mýkri sjálfskipting- ar og má segja að þegar spymu- stillingin er á og bílnum gefíð hraustlega inn til að ná góðum hraða við framúrakstur sé eins og bfllinn sé rekinn í lægri gír og rif- inn áfram. Þannig virkar hún dálít- ið hranaleg en þetta atriði má lag- færa nokkuð með notkun og æf- ingu. Viðbragðið er mjög gott og ekki er að merkja að það eða vinnslan hafí í nokkm tapað sér með sjálf- skiptingunni. Hún gerir bflinn lipr- an og þægilegan viðskiptis og má hiklaust mæla með henni fyrir þá sem aka mikið í þéttbýli og kjósa að losna við tíðar skiptingar með handafli. En hún kostar líka rúm- lega 140 þúsund krónur og sumir myndu eflaust vilja sjá þá viðbót í aukahlutum sem eru margir og áhugaverðir í boðí. Góður staðalbúnaður Kia kemur allvel búinn af hendi framleiðanda, þ.e. með samlæs- ingu, rafdrifnum rúðum, útvarpi, rafstýrðum hliðarspeglum og slík- um þægindum. Til að gera hann og skemmti- legri til alhliða aksturs er vert að setja undir hann stærri hjól- barða og hækka bflinn örlítið og með álfelgum kostar þessi breyting nærri 170 þúsund krónur. Síð- an má tína til ýmislegt fleira, svo sem „safari" grindina að framan sem kostar nærri 27 þúsund krónur, eða svarta miðju- grind á kr. 24.890 og aukaljós. Verðið á Kia Sportage með sjálf- skiptingur.ni er ícr. 2.141.000 og eins og fram kom hér fremst um 143 þúsund krónum hærra en á handskipta bflnum. Sé gert ráð fyrir að einhver aukabúnaður sé tekinn hækkar verðið enn um 100 til 200 þúsund krónur og má gera ráð fyrir að flestir leggi í einhveija slíka fjárfestingu enda þótt sumar geri bílinn ekki annað en skemmti- legri í útliti en aðrar, eins og hækk- un og aðrir hjólbarðar, gefa honum enn betri aksturseiginleika. Þótt þá sé komið í 2,4 milljónir eða svo má hiklaust telja að hér fái menn allsæmilega fyrir fjárfestinguna í knáum og vel búnum bíl með allan búnað og eiginleika jeppa þótt ekki sé hann af stærstu gerð. ■ Jðhannes Tómasson Vinnsla Fjöðrun Rásfesta Vélar- hljóð Kla Sportage í hnotskurn Vél: 1998 rúmsentimetr- ar, 4 strokkar, 16 ventlar, 128 hestöfl, rafstýrð §öl- innsprautun. Vökvastýri - veltistýri. Sjálfskipting með spymu- stillingu. Eindrif - tengjanlegt al- drif, hátt og lágt. Rafdrifnar rúðuvindur. Rafstýrðir hliðarspeglar. Rafhituð afturrúða með þurrku og sprautu. Samlæsing. Lengd: 4,25 m. Breidd: 1,73 m. Hæð: 1,65 m. Hjólahaf: 2,65 m. Þyngd: 1.420 kg. Fjöðrun: Sjálfstæð gorma- fjöðrun að framan með tvö- földum spymum, heill ás með gormum að aftan. Eyðsla: 12-14 í þéttbýli, 8-12 á þjóðvegi. Staðgreiðsluverð kr.: 2.141.000. Umboð: Kia bílar á ís- landi, Reylgavík. VÉLIN er 128 hestöfl og ágætlega rösk. YFIRBRAGÐ mælaborðs er frísklegt. VARAHJÓL er fest á grind að aftan og þarf því að taka það frá með einu handtaki áður en hlerinn er opnaður. FARANGURSRÝMI er í meðallagi og má drýgja það með því að leggja niður bak aftursætanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.