Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA rogmiIMbiMfr 1995 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER BLAÐ D SKIÐI / HEIMSBIKARINN Kjusá fljúgandi ferð NORSKI víkiiiguriim Lasse Kjus hefur heldur betur slegið i gegn í heimsbikarkeppninni i alpagrein- um skíðaiþrótta það sem af er vetri. Hann hefur sjö sinnum kom- ist á verðlaunapall, þar af tvisvar i það efsta og fimm sinnum í ann- að sætið, í þeim 12 mótum sem nú er lokið. Hann sigraði í stór- svigi í Kranjska Gora í Slóveníu í gær og var það jafnframt fyrsti sigur hans í stórsvigi á ferlinum. Þessi 24 ára gamli Norðmaður er nú cfsl.ur í stigakeppninni með 740 stig og hefur 260 stiga forskot á næsta mann sem er Michael Vou Griiningen frá Sviss. Það er því ljóst að hann verður í efsta sæti þegar heimsbikarkeppnin fer aft- ur af stað eftir áramótin. Þó að að eitt svigmót sé eftir, sem fer fram í Slóveniu í dag, getur eng- inn tekið af honum toppsætið því aðeins 100 stig fást fyrir sigur í hverju heimsbikarmóti. Kjus er nánast jafnvígur á allar fjórar greinarnar; svig, stórsvig, risasvig og brun. Hann á þvi góða möguleika á að vinna í heimsbik- arkeppninni annar Norðmanna síðan Ketil Andre Ámotd gerði það 1994. KJus / D4 Óvissa með heimaleiki Liechtenstein LIECHTENSTEIN er í 8. riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu ásamt íslandi, ír- landi, Litháen, Makedóníu og Rúmeniu en miðað við óbreytt ástand óttast f orsvarsmenn Knattspyrnusambands Liecht- enstein að Alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, heimili ekki leiki á þjóðarleik- vanginum vegna þess að ekki er alfarið boðið upp á sæti fyrir áhorfendur. Innan skamms gerir FIFA úttekt á vellinum og í kjðlfarið taka heimamenn ákvörðun um framhaldið. Til greina kemur að leika heimaleikina í ZOrích í Sviss eða byrja á útileikjum í þeirri von að stúka verði byggð í ttma. Reuter Jack Chariton hættur með írska landsliðið JACK Charlton tilkynnfi Knattspyrnusam- bandi írlands í gær að hann hefði ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari íra. „10 ár er lang- ur tími í þessu starfi," sagði í yfirlýsingu Charltons, „en þetta hafa vcrið frábær ár. Ég hef notið hverrar minútu en öllu lýkur um síðir." Charlton, sem var í sigur liði Englands í Heimsmeistarakeppninni 1966, sagði að tíma- bilið með írska landsliðið hefði verið það ánægjulegasta í lffi sínu. „Ég á marga vini í í rlandi, landið er hluti af mér og ég ætla að eyða miklum tíma hér í framtíðinni." Louis Kilcoyne, formaður Knattspyrnusam- bandsins, tók við uppsögn þjálfarans og sagði að því loknu að Charl ton hefði náð einstök um árangri með irska landsliðið og irska þjóðin ætti honum mikið að þakka fyrir það sem hann hefði gert fyrir knattspyrnuna undanfar- inlOár. „Hann hefur átt þátt í ótrúlegri útbreiðslu knattspyrnunnar um allt írland, nokkuð sem menn gátu varla átt von á fyrir 10 áruin. Arangur landsliðsins undir stjórn Jacks hefur aukið sjálfstraust þjóðarinnar sem og þeirra mörgulra sem búa erlendis. Jack er einstakúr þjálfari og annar eins fyrirfinnst ckki í hópi miUjón manns." Charlton, sem er 60 ára, kom frum á sporið í Reykjavík vorið 1986. írar voru með í úrslita- keppni Evrópumótsins 1988, komust í átta liða úrslit i Heimsmeistarakeppninni 1990 og voru aftur með í úrslitum HM í fyrra. Þeir léku 93 leiki undir stiórn Charltons og töpuðu aðeins 17 leikjum, en unnu 46 og gerðu 30 sinnum jafntefli. Markatalan 127:63. Fyrir nokkru sagði Charlton að hann myndi hætta ef f rland tryggði sér ekki sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins í Englandi næsta sumar og 13. desember sl. var ljóst hvert stefndi eft- ir tap í aukaleik gegn Hollandi um 16 sætið í keppninni. Hann var samt ekki tílbúinn að taka endanlega ák vörðun strax en eftír drátt- inn í HM lá fyrir að Knattspyrnusamband ír- lands vildi fá málin á hreint. Kilcoyne sagði í gær að þegar yrði farið að huga að eftir- manni Charltons. „ Við erum á leið inn í nýtt túnabil og gerum ráð fyrir að ráða þjálfara á næstunni og örugglega fyrir næsta landsleik." Reyndar er lögð áhersla á að ráða landsliðs- þjálfara fyrir fund vegna leikjanna í 8. riðli Heimsmeistarakeppninnar, sem verður í Liechtenstein 23. janúar. Ýmsir hafa verið nefndir til söguunar en Mick McCarthy, fyrrúm varnar maður í irska landsliðinu og yfirþjálfari Millvvall, er talinn liklegastur sem næsti landsliðsþjálfari frlands. Peter Mead, formaður MillwaU, sagði að f élug- ið myndi sleppa McCarthy ef honum yrði boð- ið landsliðsþjálfarastarfið og hann vildi taka þ ví. Joe Kinnear, yfirþjálfari Wimblcd on, kem- ur einnig sterklega til greina og margir vilja sjá Kenny Dalglish sem arftaka Charttons. KNATTSPYRNA Sigurður Jönsson tekur ákvörðun um framhaldið yfir jólasteikinni Þrír kostir og ekki 100% ánægður með neinn þeirra Sigurður Jónsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, hefur ekki enn gert upp hug sinn varðandi framhaldið í knattspyrnunni en seg- ist ætla að meta stöðuna vandlega á næstu dögum. Valið stendur um að taka tilboði sænska félagsins Örebro og gera samning til tveggja ára við það, ljúka samningum við ÍA sem rennur út að ári og meta þá stöðuna á nýjan leik eða gera nýjan samning við Skagamenn til þriggja ára. „Það eru þessir þrír kostir í stöð- unni og ég er ekki 100% ánægður með neinn þeirra," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Fyrsti kosturinn er að skrifa undir nýjan samning við Akranes til þriggja ára. Annar möguleiki er að ljúka yfirstandandi samningi og vera laus allra mála í haust. í þriðja lagi get ég farið til Örebro og sætt mig við það sem ÍA fer fram á. Þetta eru þeir þrír valkostir sem ég stend frammi fyrir og ég get ekki sætt mig við þá eins og þeir liggja fyrir." Sigurður sagði að sænska félagið Örebro vildi fara að fá málið á hreint og sömu sögu væri að segja af Skagamönnum. „Ég vona að báðir aðilar ski\ji vandann sem við mér blasir og gefi mér smáfrest. Það er mitt að taka ákvörðun og ég get ekki ákveðið þetta á svip- stundu. Samningur til þriggja ára er ekki til umræðu miðað við fram- sett skilyrði og þá er fýsilegri kost- ur að klára samninginn. Eg ætla að meta stöðuna betur á næstu dögum og hugsa um þetta yfir jóla- steikinni." BÖRN OG UNGLINGAR: UM 100 ÆFA LISTHLAUP Á SKAUTUM í LAUGARDAL / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.